Þjóðviljinn - 15.09.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.09.1973, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN Laugardagur 15. september 1973. — 38. árg. — 211. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7. , NEMA LAUGARDAGA TIL KL. t. SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMl 40102 Framleiðsluráð landbúnaðarins segir: Bónda- konan mnnur tœpa tvo tíma á dag! í verðlagsgrundvelli land- búnaðarins, en samkvæmt honum er ákvarðað verð fyrir landbúnaðarafurðir, er gert ráð fyrir þvi að bóndakonan vinni 600 stundir á ári og hafi fyrir snúð sinn um 90 þúsund krónur á ári. Er launaliður verðlagsgrundvallarins í heild á þessa leið: a) Laun bóndans. Dagvinna 2080 stundir á kr. 172.50, samtals 359.325,00 kr. Eftirvinna 412 stundir á kr. 241.84, samtals kr. 99.637.00. Nætur- og helgidagavinna 408 stundir, kr. 310,93 á tímann, eða samtals 120.860.00 kr. Samtals laun bóndans þvi kr. 585.822,00. b) Laun húsfreyju 600 stundir á 150,64 kr., samtals 90.385.00. c) Laun unglinga i 1.000 stund- ir á ári kr. 93.54 á timann, eða alls 93.537,00 á ári. d) Orlof 8,33%, alls 64.119.00 kr. e) Sjóðagjöid kr. 2.976.00 á ári. Launaliðurinn allur kr. 836.839.00 á ári. Þess skal getið aö verðlags- grundvöllurinn er miðaður við 10 árskýr, 3 geldneyti og 180 fjár. Samkvæmt töflunni hér að ofan vinnur bóndinn með þessa bústærð að jafnaði 40 dagvinnutima rúma 7 eftir vinnutima og ámóta marga næturvinnutima á viku, eða samtals um 55 stundir á viku. Bóndanum er reiknað miklu hærra kaup á timann en hús- freyjunni eins og fram kemur. Nú er áreiðanlega um það að ræða að gert er ráð fyrir að bóndakonan vinni meira en 600 tima á ári alls, mun vera átt við að hún vinni um 600 tima á ári að búinu. Flestar bændakonur vinna þó miklu meira utan bæjarins en það — og það er að minnsta kosti lág- markskrafa að þeim sé reikn- aö sama kaup og bóndanum þann tima sem þær eru utan bæjar. Góð sala hjá Barða Skuttogarinn Barði seldi i fyrradag afla sinn i Cuxhaven i Vestur-Þýskalandi. Fékk hann mjög gott verð fyrir hann eða um 50 krónur fyrir kilóið. Alls seldi Barði 104 lestir og fékk fyrir það 5.1 miljón króna. Aflinn var mest ufsi eða um 70 tonn og afgangurinn var bland- aður fiskur. Afla þennan fékk Baröi úti af Austurlandi og var hann viku aðfá hann. -ÞH Samgöngumálaráðherra, Björn Jónsson, um að hœtta skuli þjónustu við bresku Nimrod þoturnar: „Fullkomlega löglegt” STALVIK BUIN TIL VEIÐA I gær gafst fréttamönnum kogtur á að fara i siglingu frá Hafnarfirði til Reykjavikur með hinum nýja skuttogara Stálvik sem smiðaður var i samnefndri skipasmiðastöö i Garðahreppi fyrir útgerðarfé- lagið Þormóð ramma á Siglu- firði. Togarinn er 46,5 metra langur og hið glæsilegasta fley. Þegar er búið að reyna hæfni skipsins við togveiðar og reyndist það i alla staði vel. Skipstjóri á Stálvik er Hjalti Björnsson. Þess má geta að þegar hefur verið lagður kjöl- ur aö öðrum togara af sömu gerö, i skipasmíðastöðinni Stálvik, og verður hann smið- aöur fyrir Guðmund Runólfs- son og fleiri á Grundarfirði. Myndin að ofan er tekin um borð i togaranum Stálvik i gær. Frá vinstri: Jón Sveins- son forstjóri skipasmiða- stöðvarinnar, Hjalti Björns- son skipstjóri og Þórður Vig- fússon framkvæmdastjóri Þormóös ramma. Byrjunarörðugleikar í vinnslu makríls Vegna viðbragða flug- umferðarstjóra við beiðni félagsmálaráðherra um að þjónustu við Nimrod þot- urnar bresku verði hætt, sneri blaðið sértil ráðherra, Björns Jónssonar, og spurði hann nokkurra spurninga varðandi þetta mál. Þess má geta strax, að aðeins ein Nimrod þota hafði komið upp að landinu um hádegisbilið i gær, en til þessa hafa þær verið mun fleiri. — Ég verð að segja það, að ég varð dálitið undrandi yfir við- brögðum flugumferðarstjóranna, sagði Björn er við spurðum hann álits á viðbrögðum þeirra. — Ég tel ekki ástæðu til að gera ályktun eins og þá sem þeir hafa gert. 1 fyrsta lagi vil ég tilnefna það að látið er að þvi liggja að með fyrirmælum samgönguráðu- neytisins séu brotnar öryggis- reglur og alþjóðalög sem sett hafi verið til öryggis i flugumferð. Þetta er mjög fjarri lagi. Það hafa engin alþjóðalög né engar alþjóðareglur verið brotnar. t starfsreglum Flugmálasam- bandsins eru rikisloftför, það er að segja herflugvélar eins og Nimrod þoturnar, undanskyldar öllum alþjóðareglum. Það hefur verið grandskoðað að við höfum ekki brotið nein alþjóðalög, og okkar fyrirmæli hafa þvi verið gefin með fullu lögmæti. Hitt atriðið, sem kannski er að- alatriðið,er, að þvi er haldið fram, að það skapist gifurleg árekstrar- hætta og tafir af þessum fyrir- mælum og þess vegna muni ekki verða farið eftir þeim. Þjónusta i neyðartilfellum — Ég benti á i þessu sambandi, að i starfsreglum, sem fram- kvæmdastjóri flugumferðarþjón- ustunnar setti strax eftir að ráðu- neytið hafði gefið út fyrirmælin, segir i þriðju grein, að i neyðartil- fellum skuli veita alla nauðsyn- lega og venjulega þjónustu. Ef framkvæmdastjóri flugum- ferðarþjónustunnar telur atvik vera þannig, aö til þess að forða árekstrum og i sérstökum hættu- tilfellum, er honum heimilt að vikja frá fyrirmælunum. Þetta hef ég áréttað við hann núna og vænti þess að sú árétting verði til þess að flugumferðarstjórararnir liti nokkuð öðrum augum á þetta. Þarna kann að hafa verið um nokkurn misskilning að ræða. — Hvernig kemur samkomulag það sem forsvari þinn i ráðherra- stól undirritaði 1972 um þjónustu við breska flugherinn? — Það höfðu all lengi átt sér stað flug þessara Nimrod þota, og ferðir þeirra hingað til lands munu sennilega hafa byrjaö á ár- inu 1970, og það var ekki um það neitt sérstakt samkomulag fyrr heldur en I desembermánuði sið- astliðnum, en þá var gert sam- komulag milli breska flughersins og islensku flugmálastjórnarinn- ar, og settar ákveðnar starfsregl- ur. Þær lögðu vissar kvaðir á Nimrod þoturnar um tilkynning- Framhald á 11. siðu. Eins og kunnugt er af fréttum hefur síldveiði- skipið Börkur lagt upp talsvert magn af makril á Neskaupstað að undan- förnu. Er það nýmæli að slíkur fiskur berist á land þar. Þegar byrjað var að vinna hann komu nokkrir erfiðleikar i ljós. Ekki hafði verið tekið nógu mikið mið af breyttum aðstæðum frá þvi aö sildin var og hét. Var fiskurinn nokkuð illa farinn er hann kom á land þar sem mun hlýrra er á veiðislóð makrílsins og þurfti að gera aukaráðstafanir varðandi rotvarnir. Einnig var verksmiðjan á Neskaupstað ekki nógu vel búin undir að vinna þennan nýja fisk. Þurfti ma. að bæta siubúnað hennar að mun. Þetta olli þvi að nýting hrá- efnisins varð ekki nógu góð. En nú munu þessir i byrjunarörðug- leikar vera yfirstignir og þeir hjá Sildarvinnslunni telja sig vera búna að ná fullum tökum á vinnslu makrilsins. -ÞH Sigldi heim eftir undanskurð Varöskipin islensku skáru aftan úr tveimur breskum tog- urum, sem voru að veiðum innan 50 milna markanna i gær. Freigátur hátignarinnar af Bretlandi gátu litið gert til að koma i veg fyrir þetta. Klukkan rúmlega 5 i gærmorgun skar varðskipið Þór á báða togvira breska tog- arans St. Giles H-220. sem var að ólöglegum veiðum 22 sjó- milur suðaustur af Hvalbak. Togarinn fór af Islandsmiðum eftir togviraskurðinn. Breska freigátan Jagúar var á þessum slóðum, en var ekki i nánd við skipið þegar vira- skurðurinn átti sér stað. Klukkan korter fyrir 11 I gærmorgun skar svo varð- skipið Óðinn á annan togvir breska togárans Boston Concord GY-730 sem var að ólöglegum veiðum 17.8 sjóm. norðaustur af Rauðanúpi. Tvær freigátur voru i námunda við skipin, en komu ekki vörnum við. Eftir at- burðinn stöðvaði önnur frei- gátan við togarann, en hin fylgdi varðskipinu eftir. úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.