Þjóðviljinn - 25.10.1973, Page 2

Þjóðviljinn - 25.10.1973, Page 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. október 1973. Útgáfubækur Setbergs í ár Skáldsagan, Haustfermingeftir Stefán Júliusson fjallar um æsku- fólk i Reykjavik. Efniö er sótt i atburði dags og stundar, en höf- undur hefur áður sótt efni sitt i lif og umhverfi ungs fólks i þéttbýli, skrifað um viðhorf þess til eldri kynslóöar og hvernig það snyst við breyttu þjóðfélagi. Aðalper- sóna sögunnar er 14 ára Reykja- vikurstúlka, sem gert hefur upp- reisn gegn venjum og háttum sins umhverfis. Greinir sagan frá við- skiptum hennar við ættmenni og kunningja, en meðal annars neit- ar hún að ganga til prests vegna fermingarundirbúnings. Ég vil lifa á ný — endurminn- ingar eftir Birgit Tengroth. Hún er sænskur rithöfundur og þekkt leikkona, aðallega úr kvikmynd- um 4. og 5, áratugsins. Hún hefur skrifað 10 skáldsögur og vakti sú fyrsta, ,,Törst”, athygli fyrir djarfa efnismeðferð. Bókin, sem hér birtist, ,,Ég vil lifa á ný”, er endurminningar úr hjónabandi höfundar og Jens Otto Krag fyrr- verandi forsætisráðherra Dan- merkur, en þáverandi viöskipta- ráðherra. Bókin ber merki þess, að höfundi hefur oft verið sýnt i tvo heimana. Birgit Tengroth hef- ur verið borið það á brýn, einkum i dönskum blöðum, að myndin, sem hún dregur upp af fyrrver- andi eiginmanni sinum, sé lituð hatri, bókin sé einhliða varnar- skjal. Sú heita tilfinning, sem við nefnum gjarna ást, gægist stöð- ugt út á milli linanna og lætur hlutlausan lesanda ekki ósnort- inn. Sviar tóku bókinni með meira jafnaðargeði. Skáldið Sven Stolpe skrifaði m.a. i ritdómi: ,,Bók Birgit Tengroths ,,Ég vil lifa á ný”, er glæsilega skrifuð. Höf- undur sýnir, svo ekki verður um villst — og oft á hrifandi hátt — hvernigbreytnimannsstjórnastaf andstæöum hvötum. Þeir geta elskað og fyrirlitið, fyllst aðdáun og kaldhæðni i senn. Kona getur elskað mann, þótt henni finnist hann hafa eyðilagt lif sitt....”. ís- lensku þýðinguna gerði frú Guð- rún Guðmundsdóttir. Kldgos i Eyjum eftir Arna Gunnarsson fréttamann. Arni er landskunnur fyrir störf sin hjá Rikisútvarpinu. Hann kom til Vestmannaeyja á fyrstu klukku- stundum gossins aðfaranótt þriðjudags 23. janúar siðastliðins og var þar stanslaust næstu vik- urnar. Hér rifjar höfundur upp sögu Vestmannaeyja, en bókin er þó fyrst og fremst saga eldsum- brotanna i Heimaey. Frásögnin er að nokkru byggð á texta bókar þeirrar, sem Iceland Review gaf út á ensku fyrr á árinu, og hér eru 75 stórar Ijósmyndir teknar af úrvals ljósmyndurum, en þar af eru 60 litmvndasiður, flestar af stórbrotnustu myndum eldsum- brotanna. Arni Gunnarsson segir m.a. i formála: ,,begar bók eins og „Eldgos i Eyjum” er skrifuð, verður sá vandi mestur að meta hvað hefur gildi: upphaf gossins, flutningarnir frá Eyjum, marg- visleg viðbrögð manna, fram- vinda gossins, barátta mannsins, deilur, lausn vandamála, þáttur visindamanna og sitthvað fleira. Hér verður reynt að safna þessu saman i eina heillega mynd”. Námskeið H.G. Schermcrs prdfessor, forstöðumaður Evrópu- stofnunar háskólans I Amster- dam, er staddur hér á landi i boði Háskóla íslands. Stendur hann fyrir námskeiði um Evróðurétt i lagadeild. N.K. föstudag, hinn 26. október, mun hann halda opinberan fyrirlestur, sem nefnist: Legal Problem within the EEC. Fyrirlesturinn veröur fluttur á ensku og hefst kl. 17 i Lög- bergi, 1. hæð. Iluldufólk, sérstæð bók eftir Arna Öla. Hér fjallar höfundur um sögu huldufólks hér á landi á annan hátt en áður hefur verið ritað um þennan dularfulla hluta þjóðarinnar. Hann segir elstu álfasögu á Islandi og rekur elstu skrif um álfa, siðan söguna um Alfa-Arna, búskaparhætti huldu- fólks og helgihald álfa, en ekki sist rekur hann i bókinni viðskipti manna og álfa. Siðan rekur Arni Óla nokkrar furður um álfa og huldufólk, draumkonur og - menn. Vegna eigin reynslu og margra annarra dregur höfundur ekki i efa aö til sé huliðsheimar og menn hafi um aldir haft samband við verur þær er þessa heims byggja. bará meðal er huldufólk- ið, og kunningsskap þess og manna er siður en svo lokið. Trú- in á álfa og huldufólk er ævaforn. Arni Óla segir hér frá merkri reynslu sinni i Strandarkirkju i júlimánuði fyrir 10 árum, en ekki hvað sist sögum og sögnum og reynslu annarra af huldufólki, álfum og huliðsheimum. Upp með slmon kjaft. Hér er á ferðinni hressileg sjómannabók eftirSvein Sæmundsson skrifuð á kjarnmáli sjómanna eins og titill- inn gefur til kynna, en heiti bók- arinnar er aikunn úr sjómanna- máli um að hifa upp stormklifer- inn. 1 bókinni eru þættir um sjó- sókn i Vestmannaeyjum i fyrri tið, en aðalfrásegjendur i þeim kafla eru skipstjórarnir Eyjólfur Gislason frá Búastöðum, Jón Sig- urðsson og Arni G. bórarinsson. bá er frásögn um þann atburð er „Straumey" sökk i október 1960. Viðamikill kafli heitir „Harm- leikur á Breiðamerkursandi, en þar er greint frá strandi „Veiði- bjöllunnar" i nóvember 1925 og hrakningum þeim og hörmung- um, sem skipsverjar komust i. Svo er þáttur um „Eos”, 400 lesta barkskip, smiðað 1880, en keypt hingaö til lands sumarið 1919. „Eos” lenti i fárviðri i janúar 1920 og er frásögnin að mestu um söguleg endalok skipsins. Einnig kafli þar sem sagt er frá þvi er Is- lendingar fluttu sjávarafurðir á hraðskreiðum seglskipum til Suðurlanda snemma á þessari öld. Ýmsar aðrar frásagnir og þættir eru i bókinni af islenskum sjómönnum, skipum og sjósókn, en siðasti kaflinn greinir frá þvi er fárviðri brast á um allt Suður- land. Bátar voru á sjó og skip fórst, en áhöfnin bjargast á yfir- náttúrulegan hátt. Af barna- og unglingabókum skal fyrst nefna drengjabókina „Polli, ég og allir hinir”eítir hinn góðkunna útvarpsmann Jónas Jónasson.Heimahagar strákanna I bók Jónasar eru fjörur, tún og kálgarðarnir i Skerjafirði. bar ske ævintýrin, slagsmálin og þar er tuddi og þar er Gunna gamla. Svo eru sumir sendir i sveit, en koma filefldir að hausti i ævin- týralandið i Skerjafirði. bá er þýdd telpnabók „Litla dansmær- in". Svo koma endurútgáfur tveggja þekktra barnabóka: „Sesselja síöstakkur” i þýðingu Freysteins Gunnarssonar, og „Friða fjörkálfur”i þýðingu Guö- rúnar Guðmundsdóttur. bá kemur fyrsta bókin i bókarflokki barna- og unglingabóka eftir Gunnar M. Magnúss, „Bærinn á ströndinni". Fyrir litlu börnin koma tvö hefti af hinni vinsælu og litprent- uðu bókum um kettlingana Snúð og Snældu, en þau heita „Snúður og Snælda á skíðum”og „Snúður og Snælda I sumaríeyfi”, báðar bækurnar i þýðingu Vilbergs Júliussonar skólastjóra. Loks hefst útgáfa litprentaðra Disney- bóka fyrir börn. Fyrstu bækurnar heita „Andrés Önd gcrist Indi- ánahöföingi" og „Andrés önd og jólin með Jóakim frænda”.Báðar bækurnar þýddi Freysteinn Gunnarsson. Sveinn Sæmundsson Arni Gunnarsson Enn um landhelgi. Nú er það svart máöur. Guð hjálpi þér og styrki þig, Ölafur Jóhannesson. Morgun- blaðið er byrjað að skrifa vel um þig. baö er augljóst hættumerki, fyrir hvern sannvelviljaðan vinstri mann á Islandi. bá er vissulega timi til kominn aö stinga við fótum, og athuga vel sinn gang, hvort eitthvaö sé aö fara úrskeiðis. Ekki þarf ég að sjá þessar til- lögur Breta, til að vita aö þær muni vera allóaðgengilegur. bað sem útgerðarmenn i Bretlandi samþykkja einróma, er tæplega aðgengilegt fyrir okkur Islend- inga, eftir þvi sem Bretar hafa hagað sér hér að undanförnu. Augljóst finnst mér, að það er hvorki nauðsyn á fiski né útgerð, sem breska ihaldið ber fyrir brjósti. bað sem hér býr að baki er fyrst og fremst samspil breska i islenska ihaldsins, að reyna að reka fleyg i samstarf islensku rikisstjórnarinnar og einnig sam- stöðu islensku þjóðarinnar i land- helgismálinu. Verið þvi vel á varöbergi. Verið ekki smeykir við að gefa boltann aftur til Bretans. Ef þeir vilja heldur skarka hér i vetur, getandi ekki leitað land- vars eða hafnar, af ótta við að þurfa að svara til saka fyrir brot- in, en að semja á heiðarlegan máta, ætti þeim að veitast sú á- nægja. Komi herskipin aftur, eru það Bretar, sem slita stjórnmálasam- bandinu, og það vita þeir. Ég ætla enn um stund að treysta rikisstjórninni til að láta hvergi undan siga. Ég trúi þvi ekki fyrr en i siðustu lög, aö þið ætlið, með einhverjum smánarsamningum, að skipa ykkur i flokk þeirra manna, sem allir góðir Islendingar, og þá allra mest komandi kynslóðir, muni foragta af innsta hjartans grunni. Nei, þá er betra að búa við of- beldið enn um stund. R.vik 19/10 1973. Elinborg Kristmundsdóttir Ég var búin að skrifa ofanritað bréf, þegar ég heyrði frásagnir af blaðamannafundi forsætisráð- herra, og ekki voru þær fréttir ánægjulegar. „Ja, satt er það, ljótur er hann”, sagði kerlingin, og sama mætti segja um þessi drög, ef að samningi eiga að verða. bó má segja að þetta sé skömminni til skárra en svivirð- an frá 1961, en erfitt verður mörg- um Islendingi að kingja þessum bita. bað var helst að heyra á for- sætisráðherra, að við værum svo gott sem tilneydd að samþykkja þessi drög. Ekki skil ég hvers- vegna. En sé ekkert hægt að hnika þessu til og þið teljið ykkur til- neydda að samþykkja þessi drög. þá i öllum bænum, reynið að hafa vit á að kalla það ekkisigur. Smá- þjóðir eru vissulega oft kúgaðar til undanhalds af stórveldum, en þá er réttara að viðurkenna ósig- ur sinn. bað mun enginn þakka þessa frammistöðu, nema sjálfsagt i- haldið, sem allt vill gera fyrir „elsku Bretann sinn” Og ef við verðum aö láta i minni pokann á þennan hátt, þá verður mörgum þungt fyrir brjósti, ekki siður en i Kópavogi forðum, og örugglega verður Bretinn hataður hér um aldir, fyrir að kúga okkur svona, ein- ungis á þeim forsendum að hér sátu algerar lyddur við stjórnvöl- inn 1961. bvi mun þjóðin aldrei gleyma. R.vik 19/10 1973. Elinborg Kristmundsd. Gunnar M. Magnúss. Stefán Júliusson Tímarit Alþýðubandalagsins „Vinnan” kemur nú út á ný „Vinnan” timarit Alþýðusam- bands islands hefur nú hafið göngu sina á ný eftir margra ára hlé, og eru útgefendur ritsins nú Alþýðusambandið og Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Ætlunin er að „Vinnan” komi út 4 sinnum á ári. Abyrgðarmaður ritsins er Snorri Jónsson, forseti Alþýðusambandsins, en i ritnefnd með honum eru Hermann Guð- mundsson og Baldur Óskarsson. Aðstoðarmaður ritnefndarinnar er Elias Sn. Jónsson. blaðamað- ur. Afgreiðsla timaritsins er á skrifstofu Alþýðusambandsins að Laugavegi 18, prentun hefur ann- ast Prentsmiðjan Hólar hf. Askriftarverð er kr. 300,- á ári, en verð i lausasölu er kr. 75,-. Meðal efnis i þessu 1. tölublaði „Vinnunnar” má nefna: Fréttir og ályktanir frá kjaramálaráð- stefnu Alþýðusambandsins i Reykholti, viðtöl við launþega á vinnustöðum, birt er ályktun ráð- stefnu MFA um húsnæðismál, kynnt er fyrirhugað fræðslustarf Menningar- og fræðslusambands alþýðu á komandi vetri, rætt er við Snorra Jónsson, forseta Al- þýöusambandsins um komandi kjarasamninga og fleira, sagt er frá fyrsta vinnustaðafundinum, sem Mh'A og Listasafn ASl geng- ust fyrir i siðasta mánuði. Fleira mætti telja af efni þessa 1. tölu- blaðs, sem nú kemur út af „Vinn- unni” eftir langt hlé. Til þess aö blaðið verði að góðu mál- gagni verkalýðs- samtakanna.... 1 forystugrein segir: „brátt fyrir að blaðið hefur leg- ið niðri nú um nokkurra ára bil hefur útgáfa þess verið á dagskrá innan samtakanna af og til, en engum er það ljósara en mið- stjórn Alþýðusambandsins hver nauðsyn er á útkomu sliks mál- gangs til þess m.a. að flytja út til aðildarsamtakanna og félags- manna þeirra fréttir af þvi sem er að gerast á vegum heildarsam- takanna á hverjum tima. Ennfremur bindur hið nýstofn- aða Menningar- og fræðslusam- band alþýðu miklar vonir við út- gáfu Vinnunnar og þá möguleika sem þar skapast á að kynna fræðslustarfsemi MFA. Miðstjórn Alþýðusambands Is- lands hefur ákveðið að tvö tölu- blöð af Vinnunni skuli koma út á þessu ári og siðan fjögur tölublöð á ári. bá ákvað miðstjórnin að dreifing blaðsins skuli fara fram með almennri áskrifendasöfnun, auk þess að leitað verði til verka- Framhald á bls. 14. Viniiaii 1. TBL MALOAGN ASl OG MFA 21 i Svona lítur forsiöa ritsins út.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.