Þjóðviljinn - 27.10.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.10.1973, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN l.augardagur 27. október 1973 Reglur urn úthlutun 12 miljón króna fjárveitingu til rithöfunda gefnar út 250 þúsund í „aukaritlaun” Þetta eru aðeins bráðabirgðareglur en nefnd vinnur að lögfestingu þess að fjárhœð sambœrileg andvirði söluskatts renni til höfunda Nefnd á vegum mennta- málaráðuneytis hefur nú skilað tillögum um það hvernig úthluta skuli 12 miljón króna fjárveitingu þessa árs til rithöfunda og fræðimanna. Jafnframt vinnur nefndin að gerð úthlutunarreglna sem gildi til frambúðar og er þá gert ráð fyrir að fjárveitingar- nar verði lögfestar, en það fé sem nú var úthlutað var samkvæmt liö sem komið var á síðustu stundu inn í fjárlög rétt fyrir afgreiðslu þeirra sl. vetur. Mennta- málaráðherra hefur nú staðfest úthlutunarreglur þessa árs. Samkvæmt frétt frá mennta- málaráöuneytinu er forsaga málsins þessi: „Hinn 18. mai 1972 var samþykkt á Alþingi svofelld þingsályktun: „Alþingi ályktar aö fela rikisstjórninni aö leggja fyrir næsta þing tillögur um, aö fjárhæð, er nemi sem næst and- virði söluskatts af bókum, renni til rithöfunda og höfunda fræði- rita sem viðbótarritlaun eftir reglum, er samdar verði i sam- ráði við Rithöfundasamband íslands og félög rithöfunda:” Fjármálaráðuneytið skipaði siöan nefnd til þess að kanna, hvað söluskattur af bókum næmi hárri upphæð ár hvert, og var Bergur Guönason, lögfræöingur, formaður nefndarinnar, sem skilaði áliti 19. des. 1972. Engar öruggar upplýsingar liggja fyrir um upphæð söluskatts af bókum á undanförnum árum, en með hlið- sjón af af upplýsingum frá Fram- kvæmdstofnun rikisins taldi nefndin upphæð söluskattsins samkvæmt þingsályktuninni nema um það bil 21.7 milj. kr., og voru þá þýddar bækur ekki taldar með. Fulltrúi bókaútgefanda i nefndinni, örlygur Hálfdánarson, skilaöi séráliti og taldi, að sölu- skattur af bókum ætti að falla niður, en mælti þó með að Alþingi veitti 20 millj. kr. fjárveitingu i framangreindu skyni. t fjárlögum fyrir árið 1973 voru siðan veittar 12 milj. kr. til islenskra rithöfunda og höfunda fræðirita vegna útgáfu frum- saminna verka, enda verði settar sérstakar reglur um úthiutun fjárins. Menntamálaráðuneytið skipaði slðan nefnd til að semja reglur þessar og eiga sæti i henni: Svava Jakobsdóttirsamkvæmt til- nefningu Rithöfundasam- bandslslands, dr. Gunnar Thoroddsen skv. tilnefningu Félags isl. rithöfunda, Einar Bragi skv. tilnefningu Rit- höfundafélags tslands, Bergur Guðnason skv. tilnefningu fjár- málaráðuneytisins, og Knútur Hallsson af hálfu menntamála- ráðuneytisins, formaður nefndar- .innar. Nefnd þessi hefur nú samið úthlutunarreglur vegna 12 milj. kr. fjárveitingarinnar i fjárlögum 1973, en jaínframt vinnur nefndin áfram að gerð varanlegra úthlutunarreglna og samning lagafrumvarps um frekari lög- festingu á fjárveitingum i þessu skyni. Einn nefndarmanna, Einar Bragi, stendur ekki að út- hlutunarreglum þeim, sem nefndin hefur samið vegna fjár- veitingar i fjárlögum 1973, en hefur lagt til, að komið verði þegar á svonefndu ritlauna- tryggingakerfi, en það er ein þeirra úrlausna, sem neíndin hefur til athugunar við gerð varanlegra úthlutunarreglna.” Bráöabirgðareglurnar Reglur þær sem nefndin setti til að úthluta fjárveitingunni fyrir árið 1973, 12 miljónunum, eru i meginatriðum þessar: Othlutun miðast við ritverk útgefið eða flutt opinberlega á árinu 1972, en ritverk frá árunum 1971 og 1970 kemur einnig til álita. Auglýst skal eftir upplýsingum frá höfundum um verk þeirra á þessu timabili. Veiting til hvers höfundar nemi 250 þús. kr., en verði úthlutunar- nefnd sammála um það, getur hún þó ákveðið fjárhæð þessa nokkru hærri eða lægri. Othlutun annast þriggja manna nefnd skipuð af mennta- málaráðherra þannig: Einn maður tilnefndur af kennurum i islenskum bókmenntum við Háskóla tslands, og skal hann vera formaður nefndarinnar, og tveir menn utan Félags Islenskra rithöfunda og Rithöfundafélags islands tilnefndir af stjórnum félaganna. Nefndin ljúki störfum fyrir 15. desember 1973. V erksmið j uútsala aðeins mánudag og þriðjudag. Vandaðar leðurkventöskur, litið gölluð leðurseðlaveski o. m.fl. Leðuriðjan Brautarholti 4. Innlánsviðskipti leið til lánsviðskipta BÚNAÐARBANKI ISLANDS SKAMMTUR AF MATARKÚR Meðan hungurvofan geysist um lönd og álfur og leggur miljónir að velli á feigðarför sinni um hin svokölluðu þró- unarlönd, er sá þáttur mannlífsins bæði hér sem og í öðrum ,,vel- ferðarríkjum" að verða æ umfangsmeiri að beita hugviti ráðsnilld og kænsku til að koma í veg fyrir offituna, sem sækir á menn og konur vel- ferðarinnar i svipuðum mæli og hungrið á vanþróaða. (Hérer, ef til vill rétt að skjóta því inn í að ísland er í skýrslum alþjóðastofnana talið til vanþróaðra þjóða, en það getur komið sér dável, þegar beita þarf beltistafnum góða). Það er áreiðanlega ekki djúpt tekið í árinni að segja að offitan sé einn af erkióvinum einstaklingsins í vel- ferðarríkinu og víst er um það að aðeins sá, sem reynslu hefur af þvi að etja kappi við þennan böggul, sem fylgir skammrifi velferðarinn- ar, er til frásagnar um allt það hugarvíl, sálar- angist og örvæntingu, sem nær tökum á þeim, sem finna offituna fær- ast yfir sig. Það er ekki nóg með að offitan valdi kransæða- stiflu, blóðtappa liðagigt og sykursýki. Hún veldur umtalsverðum truflun- um á sálarlífi þess, sem dæmdur er til að bera hina þungu byrði auka- kílóanna. Menn verða þunglyndir, þegar þeir sjá að þeir eru að fá ístru og konur fyllast örvænt- ingu þegar þær hætta að geta haft hemil á örum vexti kinnanna bæði að ofan og neðan. Þessir likamshlutar, sem höfðu því hlutverki að gegn að vera höfuðprýði hverrar konu (sbr. Ijóðið: ,,Og hún skal hafa kinnar eins og hrútaber á kvist) hafa tekið á sig ótútnaða mynd hálfgerðs óskapnaðar. Neðri kinn- arnar komast ekki leng- ur í sætustu buxurnar, en efri kinnarnar eru bókstaflega að sliga undirhökurnar. Sem betur fer er þó mannskepnan gædd þeim eiginleikum að reyna að gefast ekki upp fyrren í fulla hnefana og þess vegna hafa menn og konur brugðið við hart í því skyni að sýna offitunni í tvo heimana. Af þessari viðureign hef ég sára og bitra reynslu, en ég er úr hófi fram matglaður og á vanda til þess að verða dálítið þybbinn ef ég ,,passa mig ekki". Ef ég rifjaði upp öll þau góðu ráð, sem mér hafa verið gefin í því skyni að halda mér ,,höj og slank" þá væru þau heilræði sannarlega efni i margar stórar og þykk- ar bækur. Nýjasta kenningin er sú, að maður eigi að borða bókstaflega hvað sem er, barasta eftir settum reglum. Tveir kunningjar mín- ir og mætir samborgar- ar, Ragnar í Markaðn- um og Keli Valda hafa að undanförnu, lagt þessa metóðu til grund- vallar í líferni sínu, en þeir áttu það til að þyngjast úr hófi fram, ef þeir pössuðu sig ekki. Og árangurinn hefur ekki látið á sér standa Ragn- ar og Þorkell eru sem sagt orðnir í laginu eins og Sammy Davis og Frank Sinatra. Það væri sannarlega ekki amalegt að vera orðinn eins og þeir tveir hvað útlit snertir, að ekki sé nú talað um það annað sem þeir hafa til brunns að bera. Sjálfur hef ég reynt allt milli himins og jarð- ar og ég verð að segja það, að það eina sem hefur borið einhvern árangur er bókstaflega að hæfta að éta. Ég hef reynt að synda og trimma, en andskotinn hafi það. Þá eykst matarlystin um helm- ing. Einu sinni fékk ég megrunarlyf, sem hét Prelúdín, ef ég man rétt. Ég tók það reglulega í hálfan mánuð, léttist að vísu um ein tíu kiló, enda algerlega uppi á háa séi allan tím- ann, en þetta ágæta megrunarlyf, sem firrti mig að visu allri matar- lyst, hafði þær auka- verkanir, að ég gnísti stanslaust tönnum, löðursvitnaði, rang- hvolfdi í mér augunum, en hjartað var á góðum vegi með að berja sér leið út úr líkamanum. Framtakið til munns og handa tífaldaðist með þeim hætti, að ég var með stanslausa munn- ræpu þennan hálfa mánuð og talaði ekkert annað en bull, en allt það sem ég tók mér fyrir hendur varð tíföld hand- vömm. Andvaka var ég hverja þá nótt, sem mér ekki tókst að rota mig með brennivíni. Ég létt- ist eins og að framan greinir um tíu kíló en Guð veit að þau tíu kíló voru dýru verði keypt, og ég get slegið því föstu að frekar en að nota framangreinda aðferð til að ná af mér auka- kílóunum mun ég burð- ast með þau fram í rauðan dauðann, jafnvel þótt til sé fólk, sem álítur framangreint likams og sálarástand æskilegt. Sjálfsagt verður seint hægt að ráða fram úr f ituvandamálinu, og lausn hungursvanda- málsins á vafalaust ennþá lengra i iand, því hvað segir ekki skáldið góða: Mikið er skritin veröld vor vont er að halda striki Drepistu ekki úr hungri og hor ertu holdlega dauður úr spiki. Flosi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.