Þjóðviljinn - 27.10.1973, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 27.10.1973, Qupperneq 3
Laugardagur 27. október 1973ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Fjallkirkjan í þýðingu höfundar „Ég hef stytt söguna verulega, einkum siöari hlutann. Mér fannst ég vera aö gera bókina betri með þvi,” sagði Gunnar Gunnarsson rit- höfundur við blaðamenn á fundi i gær, sem boöaö var til vegna þess að Almenna bóka- félagið er að senda frá sér fjórðu útgáfu á höfuðverki Gunnars, Fjallkirkjunni, og i fyrsta skipti í þýðingu höfundarins, en eins og menn muna var bókin skrifuö á dönsku. Almenna bókafélagið hóf fyrir nokkru heildarútgáfu á verkum Gunnars, og eru komnar út 7 bækur með Fjall- kirkjunni þar eð hún er i þremur bindum. Fyrr i þessari heildarútgáfu eru komnar sögurnar Svartfugl, Vikivaki, Saga Borgarættar- innar og Heiðarharmur. Flest verk Gunnars munu ófáanleg á islensku i eldri útgáfum. Ekki er vist hvaða bók verður næst gefin út i heildarflokki Gunnar Gunnarsson ræðir hina nýju þýðingu sina á Fjailkirkj- unni á blaðamannafundi 1 gær. (Ljósm. A.K.) Styttri og betri bók segir höfundur sagna Gunnars, en að lik- indum veröur það Sálumessa. Gunnar er nú að vinna að þýðingu á Sælir eru einfaldir, en það var i jarðskjálftunum á dögunum, og um það tiltæki sagði skáldið:-Enda skalf jörðin þegar ég byrjaöi á þýðingunni. Þó nokkrar bækur Gunnars hafa ekki komið út á islensku, en flestar bækur hans komu fyrst út á dönsku, og flestar skrifaðar á þvi máli. Fyrstu bækur Gunnars, tvö ljóðakver, Móðurminning og Vorljóð, komu út á islensku 1906 . Skáldið segist eiga nokkuð af handritum sem aldrei hafa veriö prentuð, og eitt handrit gaf hann, en það var að leik- riti. Almenna bókafélagið og Bókabúð Sigfúsar Eymunds- sonar hafa og eða munu samanlagt gefa út 45 bækur á þessu ári. Auk F jallkirkjunnar kynntu forráðamenn útgáf- unnar tvær aðrar bækur litil- lega á blaðamannafundinum. Önnur er eftir Lýð Björnsson, Islandssaga 1550 - 1830 og ber heitið Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbaráttu. Hin bókin er eftir doktorinn Gylfa Þor- steinsson Gislason fyrrum ráðherra, prentuð á enska tungu og heitir The problem of being an Icelander past pre- sent and future. Bók þessa skrifaði Gylfi i sumar á ensku og fyrir útlendinga, og virðist nokkur áhugi fyrir þvi er- lendis að fá bókina til útgáfu og dreifingar þar. -úþ F y rirspurnum rigndi yfir borgarstjóra Allt á áœtlun, voru svörin ibúar i Fella- og Hólahverfi gagnrýndu mjög barnaheimilis- og leikskólamái og annan að- búnað ungra barna i hverfinu á fjölmennum fundi Framfara- félags Breiðholts III, þar sem borgarstjóri svaraði fyrirspurn- um i fyrrakvöld. Þá höfðu þeir greinilegar áhyggjur af skólamálum hverfis- ins og mikið var spurt um skipu- lagsmál, samgöngur og gatna- kerfið. Að þvi er Marinó Sigurpálsson varaformaður Framfarafélags- ins sagði Þjóðviljanum i gær sóttu fundinn hátt á annað hundrað manns og stóð hann til hálftólf um kvöldið. Mikill áhugi var rikjandi og rigndi fyrirspurnunum yfir borgarstjóra. — Fundurinn var fyrst og fremst haldinn til að fá upplýsingar um hvenær ýmsir hlutir fengjust og hvort ekki mætti flýta framkvæmdum á ýmsum sviðum, td. i sambandi við gatnakerfið, sagði Marinó. Aðfinnslurog gagnrýni voru aðal- lega i sambandi við barnaheimili, leikskóla og leikvelli. Skólamál lágu einnig þungt á mönnum, ekki sist með tilliti til fyrirsjáanlegrar helmingsfjölg- unar skólabarna i hverfinu, sagði hann, en áleit ástandið i þeim málum þó vera sennilega eins gott og hægt væri miðað við jafn geysilega öra uppbyggingu og þarna er raunin á. I svörum borg- arstjóra við fyrirspurnunum hefði komið fram, að varðandi sumt stæði á peningum, en annað væri á áætlun hjá borginni næsta eða nætu ár, en væri háð fjárveit- ingum, sagði Marinó. Tveir ibúar hverfisins fluttu ræður á fundinum, þeir Magnús Jensson byggingameistari og Sigurjón Pétursson borgarfltr., Marinó var ánægður með árangur fundarins: — Það kom ýmislegt fram, sem við vissum ekki að væri á döfinni og við þykj- umst mega vænta þess, að farið verði eftir ýmsum þeim ábendingum og athugasemdum sem fram komu. — vh Saga Hlíðar- enda kemur út Bókaútgáfa Menningarsjóðs gefur út á næstunni Sögu Hliöarenda i Fljótshlið eftir séra Jón Skagan. Þetta er mikið rit um hið forna og fræga höfuðból og skiptist i þrjá meginhluta. Fyrsti hluti fjallar um búendur á Hliðarenda frá upphafi til vorra dag, annar hluti um kirkjuna þar og þriðji hluti um jörðina. Alls hafa setið Hliðarenda 43 ábúendur, svo að vitað sé með vissu. Meðal þeirra eru margir frægir menn I tslandssögunni, enda garðurinn löngum viökunn- ur. Þar fæddist Þorlákur biskup helgi Þórhallsson, en Bjarni skáld Thorarensen ólst þar upp og Þorsteinn skáld Erlingsson á afbýlinu Hliðarendakoti. Séra Jón Skagan var lengi prestur á Berg- þórshvoli i Landeyjum. Hefur hann unnið að bókinni um Hliðar- enda i mörg ár. Fjáröflunardagur Barnaverndarfélags Reykjavíkur Vinnur að stofnun heimilis fyrir taugaveikluð börn i dag, fyrsta vetrardag, er fjár- öflunardagur Barnaverndar- félags Reykjavikur. Verður merki samtakanna og barnaritið Sólhvörf selt hér I borg. Afhend- ing merkjanna og ritsins verður i barnaskólum borgarinnar. Barnaverndarfélag Reykjavik- ur var stofnað árið 1949 og var dr. Matthias Jónasson aðalhvata- maður að stofnun þess. Félagið hefur á umliðnum árum unnið að ýmsum velferðarmálum barna. Fyrsta verkefni félagsins var að sinna vangefnum börnum. Þá hefur það einnig styrkt fólk til framhaldsnáms erlendis i kennslu og öðrum störfum fyrir afbrigðileg börn. Fyrir nokkrum árum stofnaði félagið Heimilissjóð taugaveikl- aðra barna og hefur starfsemi þess einbeinst aö fjársöfnun i þann sjóð siöan. Er sjóðurinn nú um 5 miljónir króna að upphæð. 1 sumar skrifaði sjóðurinn borgarráði Reykjavikur bréf þar sem borgaryfirvöldum var gert tilboð um að koma upp skóla- og meðferöarheimili fyrir tauga- veikluð börn. Myndi sjóðurinn leggja fram 5 miljónir til bygg- ingarinnar og Hvita bandið 3 miÞ Atvinnuleysistryggingasjóður um sl. áramót: 2,4 miliarðar! Meðal fjölmargra sjóða sem birt er yfirlit yfir i rikisreikning- unum fyrir sl. ár, sem eru ný- komnir út, er Atvinnuleysistrygg- ingasjóður. Þar kemur i ljós að eign þessa sjóðs nemur liðlega 2,4 miljörðum i lok sl. árs. Skiptast eignir sjóðsins þannig: í sjóöi 351 milj. kr. Bankainnistæður 34milj.kr. Ýmsar innstæður 376milj. kr. Veitt lán 1,667 milj. Eign sjóðsins jókst um 400 milj. kr. á sl. ári eða um það bil 20%. Tekjur sjóðsins voru alls á sl. ári um 490 milj. kr, en þar af fóru 11 milj. kr. i rekstrarútgjöld. jónir. Var það skilyrði sett að^ borgin • legði fram sömu upphæö og hefði um það miliigöngu að jafnhátt framlag fengist úr rikis- sjóöi þannig að heildarfjárhæðin yrði 24 miljónir. Bréfið hefur verið tekið fyrir i borgarráði og fengið jákvæöar undirtektir en ekki liggur enn fyr- ir endanleg niðurstaða. Visaði borgarráð málinu til umsagnar félagsmálaráös og fleiri aðila og einnig hafa farið fram umræður með geðlæknum og öðrum sem málið er skylt um það hvernig best yrði að málum staðið. Er gert ráð fyrir að heimilið rúmi 12—15 börn til vistunar og að auki skilyrði fyrir heimangöngusjúk- linga. Systurfélög Barnaverndafélags Reykjavikur eru starfandi á Akureyri, tsafirði, Húsavik, Akranesi, i Hafnarfirði og Kefla- vik. Starfa þau að velferðarmál- um barna hvert á sinum stað. — ÞH 25 milj. kr. til jöfnunar náms- aðstöðu Styrkir til jöfnunar aöstöðu nemcnda i strjálbýli til fram- haldsnáms námu 25 miljónum króna skólaárið 1971-1972. Arið áður var styrkurinn 15 miljón- ir króna og 1969-1970 var hann 10 miljónir. Skólaárið 71/72 hlutu nem- endur sérskóla 7,5 milj., gagn- fræðaskólanna 5,8 milj., menntaskóla 5,7 milj. og kennaraskólanna 3,0 milj. Styrkveiting á hvern nemanda að meðaltali var hins vegar hæst i kennaraskólunum eða 12.069 krónur. Hlutfall nem- enda sem styrk hlutu var lika hæst i kennaraskólunum eða 38,5%. Hluti kennaraskóla- nema á annars kost á láni úr Lánssjóði isl. námsmanna og fær þvi ekki styrki af þessu tagi. t skýrslu úthlutunarnefndar kemur fram að þessir styrkir til jöfnunar á námsaðstöðu er tvenns konar. 1 fyrsta lagi dvalarstyrkir til þeirra sem ekki áttu völ á skólaheimavist en urðu að dveljast utanheim- ilis við framhaldsnám. Dvalarstyrkur var að jafnaði kr. 1350 á mánuði á skólatim- anum. I öðru lagi voru svo ferðastyrkir, allt að 75% áætl- aðs feröakostnaðar nemenda til og frá heimili, alls fjórar ferðir. Auk þess var veittur nokkur styrkur til skipulagðs aksturs að og frá skóla fyrir nemendur framhaldsskóla. Hæstir meðalstyrkir reynd- ust vera til nemenda sem styrk hlutu i Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja,kr. 15.371, Þinghólaskóla i Kópavogi kr. 15.300 og Fiskvinnsluskólan- um kr. 14.800, en aðeins fáir nemendur hlutu styrk i þess- um skólum. Af menntaskólun- um var meðaltals styrkfjár- hæð á nemanda hæst i MR eða kr. 12.970, i MH kr. 12.515 og i MT kr. 12.450 en i MT kr. 9.708.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.