Þjóðviljinn - 27.10.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.10.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. október 1973 MOWIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Uitstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 22.00 Prentun: Blaöaprent h.f. RANNSÓKN Á FJÁRREIÐUM STJÓRNMÁLAFLOKKA Þrir þingmenn Alþýðubandalagsins, Jónas Árnason, Helgi Seljan og Ragnar Arnalds, formaður þingflokksins, hafa lagt fram á alþingi tillögu til þingsálykt- unar sem er vissulega athygli verð. Gerir tillagan ráð fyrir þvi að ráðstafanir verði gerðar til þess að rannsaka fjárreiður stjórnmálaflokkanna. Hér er sannarlega um mikið nauðsynjamál að ræða — al- menningur á skýlausa heimtingu á þvi að vita hvernig stjórnmálaflokkarnir stunda starfsemi sina og með hvaða fjármagni. Það hefur til að mynda vakið mikla at- hygli á siðustu mánuðum að tveir stjórn- málaflokkanna .Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn,eru að byggja mikl- ar hallir á dýrum stöðum i bænum. Hvern- ig getur einn stjórnmálaflokkur fjár- magnað slikar hallir og með hvaða hætti eru þau kjör sem flokkarnir njóta i þessu efni. En tillaga þeirra þremenninganna er raunar einnig flutt að gefnum fleiri tilefn- um. Geir Hallgrimsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður hlutafélags- ins sem gefur út Morgunblaðið, hefur dylgjað um það á opinberum vettvangi, að Alþýðubandalagið fái fé til starfsemi sinn- ar með óeðlilegum hætti! Allir, lika Geir Hallgrimsson, vita að það „fjármagn”, sem Alþýðubandalagið fær til starfsemi sinnar, er fengið frá almennum stuðnings- mönnum, og ef Geir Hallgrimssyni og hans pótentátum finnst mikið til um fjár- muni Alþýðubandalagsins, stafar það af þvi að þeir þekkja illa andstæðing sinn, sem er óneitanlega veikleikamerki á for- ustumanni. Ef Geir Hallgrimsson samþykkir á Al- þingi tillögu þremenninganna mun hann komast að þvi að velta Alþýðubandalags- ins i Reykjavik er aðeins sem svarar broti af tekjum Geirs Hallgrimssonar á einu ári. Við biðum og sjáum hvað setur. Það verður fylgst vel með þvi hverjir þora og hverjir þora ekki er tillaga þeirra Alþýðu- bandalagsmannanna verður afgreidd. SORGIR I AÐALSTRÆTI OG DOWNINGSTRÆTI Þegar landhelgismálið var til umræðu i rikisstjórninni eftir komu forsætisráð- herra frá London, en áður en stjórnin gerði siðustu samþykkt sina um meðferð málsins gagnvart Bretum.vonaðist stjórn- arandstaðan eftir þvi, að rikisstjórnin væri að klofna, loksins! Þetta var að visu ekki i fyrsta sinn að þvi var spáð i stjórn- arandstöðublöðunum, en bak við allan þeirra málflutning leynist sú von viðreisn- arherranna að fá að setjast i valdastólana á ný. Nú var hins vegar svo mikið haft við, að stofnsett var einskonar skuggavið- reisnarstjórn undir forsæti Geirs Hall- grimssonar. Alþýðublaðið kórónaði sköp- unarverkið með þvi að birta mynd af for- sætisráðherranum, Geir! En vonir stjórnarandstöðunnar urðu sem fyrr að engu. Rikisstjórnin tók af- stöðu sina samhljóða, en þá er reynt að finna enn eitt nýtt hálmstrá. Að þessu sinni iðka viðreisnarsneplarnir einskonar póli- tiska sjálfsfróun með þvi að reyna að telja sér og öðrum trú um að nú hafi Lúðvik Jósepsson loksins verið útilokaður frá þvi að hafa áhrif á gang landhelgismálsins. Kommúnistar i rikisstjórninni hafi sætt sig við þessa ægilegu niðurlægingu enda þyki þeim svo vænt um ráðherrastóla sina. í þessari afstöðu viðreisnarblaðanna kemur i fyrsta lagi fram mikil vanþekking á afstöðu Alþýðubandalagsmanna til stjórnmála, sem að sjálfsögðu byggist fyrst og siðast á málefnum, en ekki stól- um. Ráðherrastóll er einskis virði fulltrú- um sósialisks flokks nema aðstaðan sé notuð til þess að koma mikilvægum stefnumálum i framkvæmd. En i öðru lagi er vert að taka fram, að tilhlökkun Morgunblaðsins er á misskilningi byggð eins og fyrri daginn og enn einu sinni er vinum þess i Downingstræti bent á, að taka það varlega sem heimild. Staðreynd- in er nefnilega sú að samkvæmt siðustu á- kvörðun rikisstjórnarinnar munu utan- rikisráðuneytið og sjávarútvegsráðuneyt- ið fjalla um fiskveiðisamning við Breta. Málið er á þvi stigi að embættismenn beggja ráðuneytanna fjalla um það eftir efni og eðli málsins. Utanrikisráðherra mun ræða við sendiherra Breta eins og hingað til, en komi til formlegra samn- inganefndaviðræðna verður sami háttur á hafður og áður. Áreiðanlega eru allir góðir íslendingar sammála um að nauðsynlegt sé að sjávar- útvegsráðuneytið undir forustu Lúðviks Jósepssonar hafi áhrif á úrslit þessa máls. Það skal viðurkennt hins végar að áhrif Lúðviks á gang mála vekja áreiðanlega þungar sorgir við Aðalstræti og Downing- stræti 10. En við það verður að sitja. Heyköggla- verksmiðjum mun fjölga llalldör E. Siguröss. mælti fyrir stjórnarfrumvarpi i neðri deild alþingis um heykögglaverk- smiðjur rikisins. Frumvarp þetta var kynnt á siöasta þingi, en hlaut ekki afgreiðslu. Taldi ráðherrann, að vegna fyrirhugaðra breytinga á Land- námi rikisins væri nú ástæða til að setja sérstök lög um hey- köggla verksmiðjur rikisins. Samkvæmt frumvarpinu er mörkuð sú stefna, að land- búnaðarráðherra ákveði um stofnun nýrra heykögglaverk- smiðja i eigu rikisins i samráði við Búnaðarfélag lslands og Framkvæmdastofnun rikisins. Frumvarpið gerir ráð fyrir að allar heykögglaverksmiðjur i rikiseign verði undir sameigin- legristjórn þriggja manna en bú- stjóri verði fyrir hverri verk- smiðju. Verð á heykögglum frá slikum verksmiðjum sé sam- ræmt. Landbúnaðarráðherra gat þess, að nú væru starfandi 3 hey- kögglaverksmiðjur i eigu rikisins, þ.e. i Gunnarsholti og að Stórólfsvelli i Rangárvallasýslu og i Saurbæ i Dalasýslu. Ráðgert er að setja á stofn 3 aðrar slikar verksmiðjur innan skamms að Flatey á Mýrum i A-Skaftafells- sýslup' Hólminum i Skagafirði og i Saltvik i Suður-Þingeyjarsýslu. Á öllum þessum stöðum hefur rikið tryggt sér land fyrir reksturinn. Ráðherrann gat þess, að verð á heykögglum væri nú jafnvel ódýrara en á innflúttum fóður- bæti, eöa kr. 14,50 kg, og er eftir- spurnin meiri en hægt hefur verið að anna. þingsjá þjóðviljans Brýr yrir Onundar- fjörð og Dýrafjörð? Það kom fram i svari Björns Jónssonar, sam gönguráðherra, á Alþingi í fyrradag, er hann svaraði fyrirspurn frá Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, að unnið hefur verið að rann- sóknum á brúarstæðum yfir önundarf jörð og Dýrá- fjörð. BjörnJónsson sagði að þessum rannsóknum væri ekki lokið. Kannaðir hafa verið 3 möguleikar á brúarstæði yfir önundarfjörð og eru þeir þessir: 1. Frá ströndinni innan við eyðibýlið Kirkjuból og i Holtstanga. 2. Frá vegamótum Flateyrarvegar og Vestfjarða- vegar neðan við Breiðadal og þar yfir fjörðinn. 3. Frá bæjunum Tannanesi og Veðrará og þar yfir. t Dýrafirði hefur aðeins verið kannað eitt hugsanlegt brúar- stæði og er það frá bænum Ketils- eyri og yfir i odda við Lambadal. Sagði ráðherrann að gert væri ráð fyrir að ljúka þessum rann- sóknum áður en vegaáætlun verður endurskoðuð i vetur, en ekki væri enn hægt að segja neitt um það, hvort niðurstöður yrðu jákvæðar eða neikvæðar. Verði niðurstöður þessara byrjunar- rannsókna jákvæðar ber sam- kvæmt lögum að láta fara fram vistfræðilegar rannsóknir er tækju a.m.k. eitt ár, áður en framkvæmdir gætu hafist. Björn sagði, að einnig þyrfti að gera samanburð á kostnaði við upp- byggingu vegarins fyrir Dýra- fjarðarbotn og brúargerð. Þorvaldur Garðar Kristjánsson þakkaði ráðherra svörin, og lét þess getið, að sin skoðun væri sú, að vegur fyrir Dýrafjarðarbotn hlyti alltaf að teppast mjög oft vegna snjóþyngsla, hve góður sem hann væri. Þyrfti þvi að byggja brúna. Steingrimur Hermannsson taldi að hér væri um afar mikil- vægt mál að ræða, sem úrslitum gæti ráðið um byggð á þessum svæðum. Ekki mætti i þessum efnum eingöngu taka mið af arð- semisútreikningum, eins og þeir væru almennt framkvæmdir. Byggðasjónarmiðið skipti hér mjög miklu máli, og væri áhugi heimamanna mikill fyrir þessum framkvæmdum. KOMA VERKAMENN FRÁ JÚGÓSLAVÍU? Bjarni Guönason spurðist fyrir um það á alþingi i fyrra- dag, hvort fyrirhugað væri að flytja inn verkamenn frá Júgóslaviu til vinnu við Sigölduvirkjun, og ef svo væri þá hve marga, og hvort is- lensk verkalýðssamtök hefðu veitt heimildir til þess. Björn Jónsson félagsmála- ráðherra upplýsti, að engin umsókn um slikan innflutning hefði borist ráðuneytinu, en ef slik umsókn bærist væri skylt samkvæmt lögum, að leita umsagnar viðkomandi verka- lýðsfélaga, áður en ieyfi væri veitt. Kvaðst ráðherrann alls ekki mundu veita slik leyfi, nema samþykki verkalýðs- félaga lægi fyrir. Hann skýrði frá þvi, að gert væri ráð fyrr, að i vetur ynnu 50-70 verka- menn hjá júgóslavneskum verktökum við Sigöldu, og reiknað væri með þvi. að hægt yrði að fá þennan fjölda verkamanna hér innanlands. Vegagerðin skuldar bœndum í fyrirspurn á Alþingi svaraði Björn Jónsson, samgönguráðherra, fyr- irspurn frá Jónasi Arnasyni alþingismanni um hve mikið væri ó- greitt af bótum til bænda vegna girðingarkostnað- ar og ýmiss konar jarð- rasks, sem orsakast hef- ur af framkvæmdum Vegagerðar rikisins. Jónas minnti á að sam- kvæmt vegalögum eiga bændur rétt á fullum bótum fyrir jarðrask og átroðning, sem nýir vegir valda á jörðum þeirra. Sagði Jónas, að sér væri kunnugt um að ýmsir bændur ættu mikið fé inni hjá Vegagerðinni af þessum ástæðum, og nefndi dæmi um einn bónda, sem teldi að vega- gerðin skuldaði sér hálfa miljón króna. t svari ráðherra kom fram að við siðustu áramót hefðu skuldir Vegagerðarinnar við bændur vegna girðinga eða ristarhliða numið 43,5 miljónum króna. Taldi ráð- herra, að veita þyrfti meira fé i þessu skyni svo að Vegagerð rikisins gæti staðið i fullum skilum við bændur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.