Þjóðviljinn - 27.10.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.10.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. október 1973 Ágreiningur innan ríkis- stjórnarinnar hefur ekki náð til grundvallaratriða Góöir félagar. það hefir mikift veriö aö gerast i landhelgismálinu s.l. 10 daga og umræöur og skrif hafa orðiö mikil um málið. För Ólafs Jóhannes- sonar, forsætisráöherra, til Lond- on og viðræður hans við breska forsætisráðherrann hafa leitt til þessara miklu umræðna, enda verður að telja, að viðræður þeirra forsætisráðherranna hafi breytt stöðunni i landhelgisdeilu okkar viö Breta í all-verulegum atriðum. Skrif um málið í blöðum siöustu daga hafa siður en svo skýrt mál- ið á fullnægjandi hátt, og vil ég þvl nota þetta tækifæri til að skýra máliö frá mlnu sjónarmiði. Staðan í landhelgismál- inu áður en forsætisráð- herra fór til London Afstaða okkar Islendinga til hugsanlegra bráðabirgðasamn- inga við Breta hafði verið skýrt mörkuð i siðustu viðræðum okkar við þá, sem fram fóru i Reykjavik 3. og 4. mai s.l. Þá gerðum viö Bretum tilboð um samkomulagsgrundvöll og var þá miðað við: 1. Að gildistimi samkomulagsins yrði til 1. mai 1975. 2. Að allir verksmiðju- og frysti- togarar yröu útilokaðir frá veiðum. 3. Að auk þess yrðu aðrir 30 stærstu togarar þeirra úti- lokaðir. 4. Að lokuð yrðu breskum togur- um sérstök bátasvæði fyrir Vestfjörðum, Austfjörðum og Norðurlandi. 5. Að lokuð yrðu 2 svæði af 6 með hreyfanlegum grundvelli. 6. Að lokuð yrðu sérstök friðunarsvæði, sem jafnframt yrðu lokuð tslendingum. 7. Að afli Breta mætti ekki verða meiri á ári en sem næmi 117 þúsund tonnum. 8. Að skýrt yrði tekið fram, að framkvæmd samkomulagsins yrði i höndum tslendinga. Bretar höfðu hafnað þessum til- lögum, en þó viljaö samþykkja nokkrar tillögur okkar, en breyta öðrum. Nokkru áður en Ólafur Jóhannesson, forsætisráöherra, fór á fundinn i London, höfðu Bretar orðið að draga herskip sin og dráttarbáta út fyrir 50 milna landhelgismörkin. Þeir höfðu lát- iö undan i þessum efnum vegna einarðlegrar framkomu okkar og mikils þrýstings frá mörgum er- lendum aðilum. Staða Breta i deilunni við okkur var óumdeil- anlega slæm. Framundan var vetrartiminn, erfiðasti timi árs- ins, jafnt fyrir bresku togarana og bresku herskipin. Reynslan hefur oft sýnt það áður, að her- skipin eru ekki mikils megnug i vetrarhriðum við tsland, þegar dagur er stystur og þegar mest er hætta á yfirisingu á fiskimiðun- um. Allt vann einnig með okkur á alþjóðavettvangi, en staða Breta fór síversnandi. Þannig var stað- an, þegar forsætisráðherrarnir tóku að ræða málið i London. Skýrsla ólafs Jóhannes- sonar forsætisráðherra Það valíti strax athygli allra, sem lásu skýrslu forsætisráð- herra af fundinum i London, að þegar hann kom á fund sins breska starfsbróður, hafði sá breski, sem þó hafði boðað til fundarins, engar nýjar tiilögur fram að leggja í málinu. Það varð þvi að vera verk Islenska forsætisráðherrans að hefja umræður um málið og leggja fram hugmyndir og siðar beinar tillögur. Forsætisráðherra tslands sagði i upphafsmáli sinu, aö til mála kæmi að semja til 1 1/2-2 ára og að heildaraflamagn Breta gæti orðið 130 þúsund tonn á ári. Hér var um talsvert frávik frá fyrri tillögum tslendinga að ræða, og siðar lagði Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, svo fram tillögur um umræðu- grundvöll, sem einnig gáfu kost á nokkrum minni niðurskurði skipa af Breta hálfu, en áður haföi verið lagt til. Ljóst er af frásögn við- ræðnanna, að Bretar hörðnuöu i afstöðu sinni, þegar fram i sótti og um tima leit helst út fyrir, að upp úr viðærðum slitnaði. Bretar féllust þó á hugmyndir forsætis- ráðherra okkar að lokum með nokkrum efnisbreytingum, sem greinilega voru okkur verulega i óhag. 1 lok viðræðnanna lýsti Ólafur Jóhannesson þvi yfir, að hann væri ekki ánægður og vildi þvi ekki lofa neinu um stuðning viö þau samkomulagsdrög.sem fyrir lágu að lokum. Hann myndi hins vegar taka tillögurnar með sér heim og leggja þær fyrir Islensku rikisstjórnina. Meðferð málsins heima Forsætisráðherra lagði málið fyrir rikisstjórnina eins og hann hafði lofað og óskaði siðan eftir umsögn flokkanna um málið. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins gerði samdægurs ályktun um málið og er meginefni hennar þetta: „Þingflokkurinn hafnar tillög- um Breta algjörlega sem óað- gengiiegum. Tillögur Breta fela i sér eftirtaldar breytingar frá áður samþykktum lokatillögum tslendinga i viðræðunum, sem fram fóru i Reykjavik 3. og 4. mai s .1.: 1. Fækkun skipa er all-miklu óhagkvæmari fyrir tslendinga. 1 stað þess, að gert var ráð fyrir, að 30 stærstu togarar Breta, auk verksmiðju- og frystiskipa, fengju ekki leyfi, er nu gert ráð fyrir, að 15 stærstu skipin fái ekki leyfi og 15 af minni gerð. Sennilegt er, að þessi breyting gefi Bretum möguleika á að afla hér 15-20 þúsund tonnum meira á árs- grundvelli, en samkv. tillögum tslendinga. 2. Lokun veiðisvæða er minni, en samkv. tillögum tslendinga. Tillaga Breta gerir ráð fyrir, að aðeins 1 svæði af 6 verði lokað i einu, en samkv. tillögum tslendinga áttu 2 svæði að vera lokuð i einu. Hér er um mikla breytingu að ræða til óhagræðis fyrir okkar útgerð. Sennilegt er, að Bretar geti veitt 15-20 þús. tonnum meira á ársgrund- velli vegna þessarar breyting- ar. 3. Þá er gert ráð fyrir i tillögum Breta, að samningstimabilið verði 2 ár, eða væntanlega til 1. nóvember 1975. Samkv. siðustu tillögum tslendinga var miðað við, að samningstimabilið yrði i lengsta lagi til 1. mai 1975. Hér er gert ráð fyrir of löngu samningstimabili og engin sanngirni i, að tslendingar bindi sig það lengi, án þess að um nokkra viðurkenningu sé að ræða á landhelginni að þeim tima liðnum. Væri samningur- inn gerður samkv. tillögum Breta gætu þeir veitt hér i 3 ár og 2 mán. frá útfærsludegi okkar 1. september 1972. 4. Samkvæmt tillögum Breta liggur ekki fyrir nein formleg viðurkenning á þvi, að tslendingar hafi óskorað vald um framkvæmd samkomu- lagsins. t samkomulaginu veröur að standa skýrum stöf- um, aö Bretar viöurkenni rétt tslendinga til að úrskurða, hvort um brot hefir veriö að ræða, eða ekki, og til að svifta viðkomandi brotlegan aöila veiðiheimild, — þ.e. taka veiðileyfi af skipi. 5. Tillögur Breta eru settar fram, sem úrslitakostir , þ.e.a.s. tilkynnt er að samþykkja verði tillögurnar eins og þær eru, eða hafna þeim. Mótmæla verður slikum úrslitakostum Breta sem gjörsamlegá óaögengi- Rœða Lúðvíks Jósepssonar um landhelgismálið á aðalfundi Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík í fyrradag legum, þar sem þeir hafa auk þess beitt okkur hernaðarlegu ofbeldi og hóta enn að gripa til þess, ef haldið veröur uppi eöli- legri landhelgisgæslu. Um þessa samþykkt hefir ýmislegt verið skrifað og mikið gert úr þvi af hálfu stjórnarand- stæðinga, að i samþykktinni fæl- ist árás á Ólaf Jóhannesson, for- sætisráðherra. Slik túlkun er röngog auðvitað sett fram af andstæðingum rikis- stjórnarinnar i þeim tilgangi að veikja samstöðu i stjórninni og reyna að fella hana. Samþykkt þingfiokks Alþýðubandalagsins átti fyrst og fremst aö lýsa afstööu okkar Alþýöubandalagsmanna til efnis- atriða málsins. Við vorum ósamþykk þýðingar- miklum efnisatriðum eins og þau komu okkur fyrir sjónir. Það atriði samkomulagsupp- kastsins, sem við töldum lakast, varðaði ákvæðið um valdið til framkvæmda á samkomulaginu þ.e.a.s. lögsöguvald okkar á fiski- miðunum. Það var skoðun okkar, að það orðalag, sem fyrir lá um það atriði, tryggði ekki nægilega vel, að islenskir löggæslumenn einir hefðu vald til þess að refsa fyrir brot á samkomulaginu. Athugasemdir okkar um þetta atriöi eru nú i rauninni viður- kenndar af öllum, og svo að segja allir hafa nú tekiö undir kröfu okkar um það, aö þetta atriði verði aö vera alveg ötvirætt. Nú hefir Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, skýrt opinber- Iega túlkun sina á þessu oröalagi samkomulagsins. I túlkun sinni segir hann, að út frá þvi verði gengið og á þvi byggt, aö islenxk- ir löggæzlumenn einir hafi valdið til að fella dóm yfir brotlegum aðila og svipta hann þar með leyfi til áframhaldandi veiða innan 50 milna markanna. Með þessari túlkun forsætisráð- herra er vissulega mikið fengið, enda hefir hann sagt, að mótmæli Bretar þessari túlkun séu for- sendur samkomulagsins brostn- ar. Ákvarðanir rikisstjórn- arinnar i málinu Nú hefir rikisstjórnin orðið ásátt um framhaldsaðgerðir i málinu. A fundi sinum s.l. þriðjudag samþykkti rikisstjórnin aö láta vinna að gerð uppkasts að sam- komulagi, sem byggt yrði á skýrslu forsætisráðherra af fund- unum í London,og aö leitast yrði viö að fá fram lagfæringar og skýringar á þeim atriðum, sem á milli báru I tillögum forsætisráð- herra islands og tillögum Breta, og „viðunandi launs” á öðrum at- riöum málsins, sem ekki voru rædd i London. Með þessari ákvörðun og þeim fyrirvara, sem við ráðherrar Alþýðubandalagsins tókum fram I sambandi við samþykkt þessa, er málið enn komið á nýtt stig. Sá fyrirvari, sem við létum fylgja samþykkt rikisstjórnarinnar, var þannigt 1. Að skýrt komi fram af hálfu ts- lendinga, að ákvæöin um fram- kvæmd samkomulagsins beri að skilja á þann veg, sem for- sætisráðherra ólafur'"fJcf Jóhannesson neiur iumau yau, þ.e.a.s., að islensk yfirvöld ein hafi ákvöröunarvaldið um það að svipta skip veiðileyfi, hafi það gerst brotlegt við ákvæði samkomulagsins að dómi islenskra löggæslumanna. 2. Að ákvæði um friðunarsvæði verði þannig, að ekki sé aöeins gert ráð fyrir þeim friðunar- svæðum, sem þegar hafa verið ákveöin, og friöunartimi heldur ekki fastbundinn, — heldur standi opiö fyrir islensk stjórn- völd að ákveöa friöunarsvæöi og friðunartima, enda sé þá gert ráð fyrir, að slikar friöunarreglur gildi jafnt fyrir tslendinga og útlendinga. 3. Að unnið verði að þvi, að 2 svæði af 6 veröi lokuð hverju sinni i staö 1 af 6 og þess gætt, að lokunartimi veiðisvæðis verði útgerð tslendinga að sem mestu gagni. 4. Að unnið verði að þvi, að gildis- timi samkomulagsins verði ekki lengri en til 1. mai 1975. Fullkomin samstaða er i rikis- stjórninni um að vinna að þvi að fá fram allar þessar breyt- ingar. Fullkomiö samkomulag var i rikisstjórninni um að vinna að málinu á þessum grundvelli. Afstaða stjórnarand- stöðunnar Afstaða stjórnarandstöðunnar til þess sem verið hefir að gerast i landheligsmálinu að undanförnu hefir fáum komið á óvart. Ljóst er af skrifum stjórnarandstöðublað- anna, að þau fagna þeim til- lögum, sem fyrír liggja frá Bret- um, og telja sjálfsagt, að tslendingar slaki til fyrir þeim frá sinum fyrri tillögum. Fögnuður þeirra er þó mestur yfir þvi, aö nú telja þau, að um verulegan ágreining sé að ræöa innan rikis- stjórnarinnar. Eins og jafnan áöur, þegar skiptar skoöanir koma fram hjá stjórnarflokkun- um, eða I hópi einstakra stjórnar- stuðningsmanna, þá brenna þeir i skinninu, forystumenn gömlu við- reisnarflokkanna og tala i sifellu um, að rikisstjórnin sé að falla. Þeir Alþýðublaðsmenn voru komnir svo langt i ákafa sinum I þetta skiptið, að þeir voru farnir aö birta myndir af væntanlegum forsætisráðherra,og auðvitað var þaö hinn nýi formaður ihaldsins, Geir Hallgrimsson, sem átti að verða næsti forsætisráðherra. Sá ágreiningur, sem fram hefir komið innan rikisstjórnarinnar aö þessu sinni um landhelgismál- ið, hefir ekki náð til grundvallar- atriða málsins heldur vissra framkvæmdaatriða. Það er skoð- un okkar Alþýöubandalags- ’ manna, að staða tslendinga i landhelgismálinu sé sterk og sterkari en hún hefir nokkru sinni verið til þessa. Við teljum, að af þeim ástæðum verði að fara varlega i eftirgjöf aö kröfu þeirra, sem reynst hafa okkur verstir i landhelgismálinu. Auðvitað játum við, að það getur alltaf verið nokkuð álita- mál, hvort fremur eigi að gefa nokkuð eftir og fá frið, eða halda baráttunni áfram. Við viljum með afstöðu okkar tryggja, eftir ýtrustu getu, aö lög- söguvald okkar á fiskimiðunum sé viðurkennt og að lokun veiði- svæða fyrir breskum togurum yröi sú, sem áður haföi verið ákveðið,og samkomulagið yrði ekki til lengri tima en 1 1/2 árs. Sú afstaða, sem við höfum tekið til málsins, hefir orðið til þess, að reynt verður til hins ýtrasta að ná fram þessum atriðum. Hitt höfum við Alþýðubandalagsmenn alltaf gert okkur ljóst, að við ráðum ekki einir tilboðum i landhelgis- málinu, um þau þarf að nást sam- komulag á milli flokka. Ritstjórar Morgunblaðsins fagna þvi nú ákaft, að ákveðið hafi verið að ég skuli ekki koma frekar en orðið er að samninga- viöræðunum við Breta. Sá fögnuður blaðsins er auðvitað i samræmi við það, að það hefir haldið þvi fram, að samkomulag við Breta hafi strandað á kröfu- hörku minni. Fögnuður Morgunblaðsins i þessum efnum er byggður á mis- skilningi eins og svo oft áður. Engin samþykkt hefir verið gerð um það að breyta vinnubrögðum i tilraunum til samkomulags- gerðar við Breta. A meðan rætt er um málið af embættismönnum verður þaö eins og áður, gert af embættis- mönnum úr utanrikis- og sjávar- útvegsráðuneytunum, samkvæmt eöli- og efni málsins. Utanrikis- ráöherra mun ræða við sendi- herra Breta eins og hingað til, en komi til formlegra sendinefnda- viðræðna, þá verður sami háttur hafður á og áður. Hugsanlegur samkomu- lagsgrundvöllur Ekki er enn hægt að segja um þaö, hvort samkomulag tekst í deilunni við Breta, þó að i megin- atriðum verði byggt á tillögum Ólafs Jóhannessonar, forsætis- ráðherra. Ég vil leggja á það áherslu, að þó að þær tillögur geri ráð fyrir Framhaid á bls. 14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.