Þjóðviljinn - 27.10.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.10.1973, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsími biaöamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld- , nætur- , og helgar- þjónusta lyfjabúðanna i Reykja- vík vikuna 26. október til 1. nóvember verður i Holts apóteki og Laugavegs apóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Laugardagur 27. október 1973 Egyptíir segjast virða vopnahléð Segja hjálp Bandaríkjanna við ísrael stríðsþátttöku TEL AVIV, KAIRÓ og viðar 26/10. — Hið hálfopin- bera egypska blað A1 Ahram hélt þvi fram i dag að hjálp Bandarikjanna við ísrael væri nú orðin slík að kalla mætti fulla striðsþátttöku. Egypska stjórnin lét i gærkvöld i ljós ánægju með þá ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að senda öryggislið til að fylgjast með þvi að vopnahlénu væri framfylgt. E1 Arisj er á Sinai, sem sagt svæði sem ísraelsmenn hertóku i sexdagastriðinu. Framámenn israelska Verka- mannaflokksins ákváðu i gær- kvöld að styðja ekki þá kröfu Jakobs Shapirós, dómsmálaráð- herra, að Mosje Dajan varnar- málaráöherra segði af sér, þar eð hann hefði ekki búið landið nógu vel undir strfðið. Kissinger og Hrezhnev i Moskvu. Mesta hœtta á heimsstyrjöld síðan 1961 WASHINGTON 26/10. — Segja má að sem snöggvast hafi stefnt að heimsstyrjöld í samskiptum risaveldanna f gær, en málunum var bjargað er Kandarlkin og Sovétrfkin komust aö samkomu- lagi, þar sem gengið er út frá þvf að tryggt sé að hermenn þessara tveggja risavelda taki ekki þátt í bardögum í Austur- löndum nær. Þetta var i fyrsta sinn siðan i Kúbudeilunni 1961, að Banda- rikjaher um allan heim var skipað að gera sig kláran. Hinsvegar gera bæði stórveldi sér ljóst, að málin fyrir Miðjarðarhafsbotni eru jafn óleyst og fyrr, þótt vopnin séu svo að segja þögnuð og gæslulið frá Sameinuðu þjóðunum sé á leiðinni. Þáð eru her- flokkar frá Sviþjóð Finnlandi og Austurriki, sem fyrstir koma á vettvang til að gæta þess að vopnahlénu sé framfylgt. Skipunin um að vera viðbúnir öllu er enn i gildi fyrir suma heri Bandarikjanna, til dæmis árasarflugflotann. Talsmenn egypska hersins hafa neitað þeirri ásökun Isra- elsmanna, að Egyptar hafi ráðist á fsraelskt oliuskip á Súesflóa. Sögðu talsmennirnir skipið hafa siglt á tundurdufl. Þeir neituðu lika þeim fullyrðingum Israels- manna að hersveitir Egypta, sem umkringdir eru f borginni Súes, hefðu reynt að brjótast út úr her- kvinni i morgun. Segjast Egyptar virða vopnahléð i hvivetna. Þá hafa Egyptar nú tilkynnt að israelsku hermennirnir,sem fóru yfir Súes-skurð sextánda október og náðu fótfestu vestan hans, hafi verið klæddir egypskum ein- kennisbúningum og talað arab- isku, og hafi varömenn Egypta þvi ekki varast þá. Þessi yfirferð Israelsmanna breytti hernaðar- aöstööunni sem kunnugt er mjög þeim i hag. Um hjálp Banda- rikjanna við tsrael hefur Múhameð Heykal, ritstjóri og náinn vinur Sadats, sagt, að bandariskar flutningavélar með vopn lendi á flugvelli við E1 Arisj. Þetta er alvarleg ásökun, þvi að Nœsti fundur 30 manna nefndar 5. nóv Tvær starfsnefndir starfa þangað til Næsti viðræðufundur 30 manna nefndar ASl og Vinnuveitendasambandsins verður 5. nóvember, en fundur þessara aðila, sem haldinn var á fimmtu- dag, ák-að að tvær nefndir skuli starfa til þess tima. Fjallar önnur um tryggingamál og greiðslur i veik- indatilfellum og hin um kauptryggingu timavinnu- fólks. — Atvinnurekendur vildu ekki halda áfram alvarlegum samningaviðræðum, — sagði Eðvarð Sigurðsson þegar við ræddum við hann i gær um fimmtudagsfundinn, — milli stóru nefndanna fyrr en þeir hefðu fengið „yfirsýn yfir allt máliö”, eins og þeir sögðu. Þetta þýöir að þeir vilja að allar sér- kröfur aðildarfélaga ASI séu fram komnar, en þær eru það ekki nú,— Nefndin sem fjallar um trygg^ ingamál og greiðslur i veikinda- tilfellum var skipuð á fundinum á fimmtudag, en ákveðið að i hina skipi Verkamannasambandið, en það heldur þing sitt i dag. — úþ 3000 FULLTRÚAR FRÁ 144 ÞJÓÐUM Á MOSKVUÞINGI 25. okt. Iiófst I Moskvu þing 3000 manna frá 144 löndum. Þing þctta er haldiö til þess ,,aö sameina krafta allra raunverulegra friðarsinna I þvi skyni að hafa enn meiri áhrif á þá þróun. sem miðar ALÞÝÐUB AN DALAGIÐ Mannlif og samfélagshættir Umræðuhópurinn kemur saman á Grettisgötu 3 á mánudaginn, 29. október, kl. 20.30.'Alþýðubandalagið Reykjavlk —Borgarmálaráð. Alþýðubandalagið i Kópavogi Fundur verður haldinn i Alþýðubandalagihu i Kópavogi mánudaginn 29. október i Þinghóli við Alfhólsveg. kl. 20.30. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst hér i blaðinu á morgun. Stjórnin að slökun spennu á alþjóöavett- vangi og bættu samstarfi milli rlkja sem búa við mismunandi þjóðskipulag”, segir I frétt sem Þjóðviljanum liefur borist frá APN. Þingið fjallar meðal annars um alþjóðlegt öryggi, um ástandið i Indókina og Miðausturlöndum, nýlendustefnu og kynþáttaof- sóknir, ástandið i Chile, þróunar- vandamál, efnahagslegt sjálf- stæði, samstarf i skólamálum og menningarmálum og umhverfis- vernd, segir ennfremur i fréttatil- kynningunni. Þinginu hafa borist kveðju- skeyti frá ýmsum þekktum stjórnmálamönnum. eins og Kurt Waldheim. Varnarmálanefnd sœnska þingsins fjallar um IB-málið STOKKHÓLMI 26/10. — Sænska öryggislögreglan gerði i gær upptækan elektróniskan hlerunarútbúnaö i sambandi við IB-málið. I rikisþinginu ræðir varnarmálanefndin tillögu frá sósíaldemókrötum, þess efnis að einhver borgaraleg stofnun fái að fylgjast með upplýsingaþjónustu herforingjaráðsins. Nýtt og nýtt kemur í ljós WASHINGTON 26/10—1 gærkvöldi kraföist for- maöur rannsóknadeildar dómsmálaráðuneytisins bandariska/ Henry Peter- sen, ásamt rannsókna- nefndinni sem Archibal Cox stóö fyrir, þess aö tryggt væri af hálfu dóms- valdsins að „enginn óviö- komandi" fengi aðgang aö skjölunum, sem Cox og samstarfsmenn hans hafa safnað vegna Watergate málsins. Þessi krafa er túlkuð þannig, að lið Hvíta hússins sé enn á stúfunum til að koma í veg fyrir hlut- lausa rannsókn. Bandarisku blöðin flytja nú daglega fréttir af skuggalegu háttalagi ýmissa náinna vina Nixons i fjármálum. Ekki hafa þau enn borið neitt af sliku beint á Nixon sjálfan, en greinilegt er að þau ætla ekki að láta af eftir- grennslunum sinum. Það voru sem kunnugt er blöð eins og New York Times og Washington Post, sem á sinum tima afhjúpuðu Watergate-hneykslið, og segja má lika að þau hafi haft forustu um sóknina gegn Agnew. Nixon hefur hvað eftir annað frestað blaðamannafundum og sjónvarpsræðum, sem boðað hefur verið að hann flytti, og er það túlkað svo að hann sé hrædd- ur við að horfa framan i þjóðina. Bresnéf um baráttu Araba: Þeir berjast fyrir friði MOSKVU 26/10 — Leónid Bresjnéf, formaður kommúnista- flokks Sovetrikjanna, upplýsti i dag að Sovétrikin hefðr þegar sent til Austurlanda nær fulltrúa, sem ættu að fylgjast með þvi hvort vopnahléssamþykkt Oryggisráðsins væri framfylgt. Hann sagðist vona að Bandarikin gerðu slikt hið sama. Bresjnéf gat þess ekki hve margir eftirlitsmenn þessir væru og hvernig þeir ætluðu að fram- kvæma eftirlit sitt. En samkvæmt opinberum heimildum er þarna um að ræða hermenn, að visu ekki endilega einkennisklædda, og liklega um hundrað talsins. Bresjnéf talaði i nærri tvo og hálfan klukkutima yfir rúmlega þrjú þúsund fulltrúum á alþjóð- legu friðarráðstefnunni, sem nú fer fram i ráðsstefnuhöllinni i Kreml. Hann var ákaft hylltur, ekki sist er hann lagði áherslu á að barátta Araba fyrir að þurrka út afleiðingar ágengi Israels- manna væri jafnframt barátta fyrir varanlegum og réttlátum friði i Austurlöndum nær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.