Þjóðviljinn - 02.11.1973, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. nóvember 1973
FLUG-
BJÖRG-
UNAR-
SVEITIN
óskar eftir sölubörnum á
morgun, laugardag.
Komið i eftirtalda skóla kl. 13.
Reykjavík:
Álftamýrarskóla
Árbæjarskóla
Austurbæjarskóla
Breiðagerðisskóla
Breiðholtsskóla
Fellaskóla
Langholtsskóla
Laugarnesskóla
Melaskóla
Vogaskóla
Kópavogur:
Kársnesskóla
Digranesskóla
Hafnarf jörður:
Öldutúnsskóla.
Söluverðlaun eftir fyrstu 15
seld merki.
Hraðkaup
Fatnaður i fjölbreyttu
úrvali á alla fjölskyld-
una, á lægsta fáan-
lega verði.
Opið þriðjudaga,
fimmtudaga og föstu-
daga til kl. 10 e.h. —
Mánudaga, miðviku-
daga og laugardaga
til kl. 6 s.d.
HRAÐKAUP
Silfurtúni,
Garðahreppi
v/Hafnarfjarðarveg.
• Nú stendur yfir mikil krossferð sem beinist að þvi
að hreinsa til i þeim menningarkima sem nefnist
fiknilyfjaneytendur. Undanfarna daga hafa allra
handa lögreglumenn, dómarar og tollheimtumenn
ekki unnt sér hvildar frá húsleitum, handtökum og
yfirheyrslum við fjölda fólks.
• Hér á eftir verður enginn dómur lagður á sekt eða
sakleysi þeirra sem fyrir yfirganginum hafa orðið
en einungis fjallað um aðferðir framkvæmdavalds-
ins við að ná fram játningu á þvi sem mönnum er
borið á brýn.
ojsoKmr
Fruntalegar aðferðir
fík n i lyfja lögreglu n n a r
Er maður sekur um
leið og hann
er handtekinn?
Aölerftir lögreglunnar hala ekki
einkennst al' virftingu efta tillits-
semi viö málsaðila nó heldur hef-
ur sú regla veriö í heiöri höfð að
sakborningur skuli álitinn sak-
laus þar til sekt eða sýkna hefur
verið sönnuð.
Lögreglan kemur akandi i
mörgum lögreglubilum að hinum
viðurstyggilegu „eiturly fjabæl-
um”. Nokkrir lögreglumenn taka
sór stöðu utan við húsið, aðrir
kveða dyra á misjafnlega kurt-
eislegan hált, ibúum og gest-
komandi smalað saman, jalnvel
leitað, á þeim eða þeir fluttir i
langageymslur lögreglunnar til
yfirheyrslu.
Varðandi húsleitir er lögreglan
olt útbúin heimild til sliks en fyrir
kemur að svo er ekki. 1 siðara til-
vikinu eru húsleitir samt oft
framkvæmdar eða þá að hús eða
húshlutar eru innsiglaðir meðan
beðið er eftir heimild sem getur
dregist. Sem dæmi má nefna að
eitt sinn réðst lögreglan inn i
verslun eina hér i bæ, sýndi enga
húsleitarheimild, réðst á einn við-
skiptavininn og hóf á honum lik-
amsleit. Létu þeir ekki af þessari
iðju fyrr en eigandi búðarinnar
veifaði framan i þá pappirum
sem sýndu hver hann var.
Yfirheyrslutaktik
Til yfirheyrslu eru menn teknir
án tillits til likamsástands sem
stundum hefur verið bágborið.
Við yfirheyrslur hafa verjð born-
ar ýmsar sakir á menn — i sum-
um tilvikum mjög alvarlegar —
og sagt beinlinis eða gefið i skyn
að lögreglan hafi sannanir fyrir
áburðinum án þess að neinn stað-
festur vitnisburður sé lagður
l'ram. „Það þýðir ekkert að
þræta, við vitum allt um þig”, er
iðulega viðkvæðið.
llótunum er jafnvel beitt. Ef
menn makka ekki rétt að mati
yfirheyrenda við fyrstu yfir-
heyrslu er þeim iðulega hótað
gæsluvarðhaldi eða öðrum þving-
unum.
Séu menn úrskurðaðir i gæslu-
varðhald taka við langar og
strangar yfirheyrslur dögum
saman. Neiti menn að viðurkenna
það sem lögreglunni þóknast að
bera upp á þá er þeim oft hótað á-
framhaldandi gæsluvarðhalds-
vist þar til játning liggur fyrir. Til
dæmis sat maður nýlega inni i
þrjár vikur. Var honum sagt að
Innkaupastjórar
Jólavörurnar eru komnar
Snyrtivðrur — llmvötn
Búsóhöld — Leikföng
Ljósakrónur — Lampar
Spegiar o.fl.
Heildverzlun
^^étur^éturóóon Wl\
Suðurgata 14 Símar 2-10-20 og 2-51-01
honum væri fyrir bestu að játa
strax þvi þá munaði ekkert um að
láta hann dúsa þarna fram yfir
jól.
Meðvitaðar ofsóknir
Hvað sýnir þessi meðferð? Er
lögreglan að ofsækja vissan
minnihlutahóp meö áberandi
handtökum og augljósum tilburð-
um til að hrekja fólk úr húsnæði
sinu?(Eitt sinn fengu þeir Heil-
brigðiseftirlitið til að úrskurða
húsnæði óibúðarhæft. Þá stóð
ekki á framkvæmdum af þess
hálfu þótt ekkert sé aðhafst á
vinnustöðum sem margitrekaðar
kvartanir hafa borist yfir). Eða
er fiknilyfjadeild lögreglunnar og
fiknilyfiadómstóllinn að höfða til
fjárveitingavaldsins nú þegar
fjárlög eru til afgreiðslu með þvi
að sýna fram á hvað þeir eru
nauðsynlegir og þurfi meira fé til
öflugri herferða?
Eitt sýnir þessi meðferð þó svo
ekki verður um villst: lögreglan
skirrist ekki við að beita þeim að-
ferðum sem henni sýnist til að fá
sinu framgengt. Jafnframt er
augljóst að i aðferðum sinum
skákar lögreglan i skjóli van-
þekkingar fólks á rétti sinum
gagnvart henni. Misbeiting
gæsluvarðhaldsins og óprúttnar,
ef ekki ólöglegar handtöku- og
yfirheyrsluaðferðir þeirra renna
stoðum undir þessa skoðun.
Hvaö segir
lögreglan?
Við töluðum við Ásgeir Frið-
jónsson yfirmann Hannsóknar-
réttarins og Sigurð Hall Stefáns-
son og bárum undir þá örfáar af
þeim fjölmörgu sögum sem við
höfum heyrt frá fyrstu hendi um
framkomu lögreglunnar og hér
hefur að nokkru verið getiö.
Svöruðu þeir öllu neitandi:
„Hér er engum hótað neinu.
Gæsluvarðahaldi er einungis beitt
til að einangra vitni”.
Eru þessi viðbrögð ekki dálitið
keimlik þeim handarþvotti sem
embættismenn Landhelgisgæsl-
unnar hafa haldið uppi i fjölmiðl-
um að undanförnu þar sem vest-
firskir skipstjórar eru gerðir að
lygurum?
Nú hefur komið fram sú hug-
mynd að rannsókn fari fram á
málefnum Gæslunnar. Vegna
þess misræmis sem er á milli frá-
sagna sem fiknilyfjadeildin lætur
frá sér fara annars vegar og þess
sem þeir sem orðið hafa fyrir
barðinu á henni segja hins vegar.
gerum við það að tillögu okkar að
embættismönnum deildarinnar
verði vikið frá meðan starfsað-
ferðir þeirra eru rannsakaðar.
ÞH/HS/GG
Um hvað á að
semja? —
Siðasta
þorskinn?
tslenskir forráðamenn vilja nú
verðlauna ofbeldismenn og ræn-
ingja hennar hátignar Breta-
drottningar með þvi, að veita of-
beldismönnunum veiðiheimild
irinán 50 sjóm. fiskveiðilögsögu
okkar. 4
Hugmyndin er, að veita þessum
„mönnum" veiðiheimild i næstu
tvö árin eftir að þeir eru búnir aö
skarka og skafa islensk fiskimið i
rúmt ár frá útfærslu i 50 sjómilur,
með ofbeldi.
Rikisstjórn er EKKI þjóðin.
Vilji þjóðarinnar skal vera
grundvöllur að valdi rikis-
stjórnarinnar.
Þess vegna hlýtur islenska
þjóðin að krefjast þjóðarat-
kvæðagreiðslu i svo alvarlegu
máli, að semja við Breta um
framtlð okkar islendinga.
t þeirri atkvæðagreiðslu gerir
hver og einn tslendingur það upp
við sig, hvort hann vill að lsland
verði áfram sem sjálfstætt riki,
sem getur staöið efnahagslega
sjálfstætt.
Það getum viö EKKI EF fiski-
mið okkar verða eyðilögð.
Hvaða tslendingur vill semja
um að eyðileggja fiskimiðin og
þar með grundvöllinn aö þvi, að
lifa lengur á þessu fagra eylandi
ÍSLANDI?
Hver og einn einasti islenskur
sjómaður veit, að ekki er mögu-
legt að semja við aörar þjóðir um
veiðirétt innan islenskrar fisk-
veiðilögsögu vegna þess að fiski-
stofninn er i svo mikilli hættu,
hann er sem sagt i dauða-
teygjunum.
Um hvað á að semja? Siðasta
þorskinn? Sjómaðurinn veit og
gerirsér þaö fytlilega ljóst, að við
lifum á fiski, þótt ýmsir virðist
ekki gera sér það ljóst, jafnvel
þingmenn og ráðherrar.
Nú hefur það komið berlega i
Ijós, að fjöldi þingmanna ætlar
sér að svikja skjólstæðinga sina.
Geri þeir það eiga þeir ekki
lengur rétt til þess að setjast á
bekki Alþingis meir.
Hér á ég við þá þingmenn, sem
hrópuðu og lofuðu i iðustu
kosningabaráttu : ENGAR
IVILNANIR VII) BRETA UM
FISKVEIÐAR VII) ÍSLANI) OG
ÞAD VERDUR ALDREI SAMID
VID BRETA EÐA V-ÞJÓÐ-
VERJA UM FISKVEIDAR innan
fiskveiöilögsögu islar.ds.
Að svikja kjósandann er alvar-
legt og trúi ég þeim sem það gera
til aö ganga i lið með ræningjum
og raunar til alls, þvi það eitt er
að svikja ÞJöÐINA.
Svo ömurlegur er svokallaður
„samningskjarni” að við eigum
EKKI að fá rétt til þess að taka
lögbrjóta. heldur strika þá út.
Hvergi er minnst á, að Bretar
hverfi frá tslandi.
Vestfirðingar neita hverskonar
samningaumleitunum við aðrar
þjóðir um fiskveiöar á tslands-
miðum og hafa staðfest það með
undirskrift.
Ég skora á alla hugsandi
lslendinga. að þjappa sér saman
gegn hverskonar samningagerð
um fiskveiðar við tSLAND.
Við eigum rétt til lifs án
samninga um það.
Patreksfirði 28.10.1973
Maguús Guðmundsson sjóm.