Þjóðviljinn - 02.11.1973, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 02.11.1973, Qupperneq 11
Fiinmtudagur t. nóvember ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Fram Reykjavíkurmeistari Framarar urðu Reykja- víkurmeistarar sl. mið- vikudagskvöld með þvi að sigra Val i úrslitum 18:13 og var sá sigur sanngjarn mið- að við hve hörmulega slak- an leik islandsmeistararnir áttu. Það munu ár og dagur sóðan Vals-vörnin fræga hefur átt svo slakan dag. Og ástæðan?. Jú, einfald- lega sú að Fram notaði sitt gamla bragð að leika gönguhandknattleik og svæfa Vals-vörnina. Þetta bragð hefur Fram notað gegn Val undanfarin ár með góðum árangri. Og við þessu er auövitað ekkert að segja fyrst dómarar leyfa þetta, þrátt fyrir skýlaus ákvæði iaganna um að dæma tafir á lið sem ekki ógnar langtímum saman eins og Fram gerði i fyrra- kvöld. Sumar sóknarlotur Framara stóðu i allt að 5 minútur án þess að þeir reyndu að ógna, en hörmu- lega lélegir dómarar gerðu ekki neitt. Þar að auki að Jón Sigurðsson, markvörð- ur Fram, átti stjörnuleik og varði frábærlega vel, enda lá Valsmönnum svo á i sókninni þá loks þeir fengu boltann aö mörg skot þeirra voru vanhugsuð og ótima- Keykjavlkurmeistarar Fram I!»7:t ásanit þjálfara,.liítsstjóra (»K furmanni handknaltleiksdeildar. (I.jósm. <*SI*> . g' ■■ Mf ' 2 U 1 fe 'i&f: ' fe>:v , ; 'r bær. Maður hefði haldið, að Vals- menn væru orðnir svo vanir gönguhandknattleik að þeir létu ekki fella sig á svo einföldu bragði, en svo var alls ekki. Þeir féllu i þá gryfju að skjóta i tima og ótima þegar þeir loks fengu boltann og fyrir bragðið var afar auðvelt fyrir markvörð Fram að verja skot þeirra auk þess sem þetta auðveldaði Fram vörnina. Framarar aftur á móti héldu rósemi sinni allan leikinn og töfðu allt sem þeir gátu og skutu ekki nema i dauðafærum. Dómararnir Óli Olsen og Björn Kristjánsson sáu ekki ástæðu til að dæma töf á Fram-liöið þrátt fyrir þetta, fyrr en tæpar 2 minútur voru til leiks- loka og á þeim tima skoruðu Valsmenn 3 mörk gegn 1. Við þetta bættist svo að Vals- Framhald á bls. 14 Obreytt landslið gegn Frökkum ísland verður að leika við Ítalíu A hlaðnmannafundi i gær var tilkynnt að island yrði að lcika við italiu i undankeppni IIM i handknattleik, en eins og menn muna var búist við að italir yrðu að vikja úr keppn- inni vegn framkomu sinnar á dögunuin þegar islenska landsliðið varð að biða i 2 sólarhringa i Kóm, en engir komu dóniararnir. Þetla er al- gert rciðarslag fyrir íslenska liðið, þegar þess er gætt að það verðurað leika gegn Frökkum á sunnudaginn, án þess að vita hvc stórt þarf að sigra til að komast áfram. Þar að auki hefur verið ákveðið að siðasti leikurinn i riðlinum verði milli Frakka og itala. Kn livað um það, leikurinn við Frakka fer fram á sunnu- daginn kemur i Laugardals- höllinni, og landslið íslands er óbreytt frá fyrri leiknum nema livað Hjalti Einarsson kemur i liðið, og Geir IIaII- steinsson. Er liðið þá þannig skipað: Hjalti Einarsson FH Gunnar Einarsson Haukum Gunnsteinn Skúlason Val, fvrirliði Geir Hallsteinsson FH Viðar Simonarson FH Einar Magnússon Vikingi Björgvin Björgvinsson Fram Ólafur H. Jónsspn Val Hörður Sigmarsson flaukum Auðunn Óskarsson FH Axel Axelsson Fram Agúst Ogmundsson Val. Fra m kom a la ndsliðsn ef nd - ar er i einu orði sagt hneyksli livað vali þessa liðs viðkemur. Þetta er svo til óbreytt lið frá fyrri leiknum, neina livað (jeir er sóttur og lljalti kemur i lið- ið, en þetta lið tapaði fyrir þvi franska með 3ja marka mun. Enn er mönnum eins og Ólafi Benediktssy ni og Stefáni Gunnarssyni haldið utan liðs- ins, og raunar fleiri sterkir menn scm fastlega kæmu til greina, en samt er hausnum barið við steininn og eins litlu breytt og hugsanlegt er. Þar ofan á bætist svo, að sumir segja að hún springi innan tiðar; samstarfsgrund- völlur sé ekki lengur fyrir hendi. Það sé aðeins beðið eft- ir þvi hvort það kraftaverk gerist að islenska liðið komist ilIM. S.dór Víkingursigraði Þrótt án átaka og hlaut þar með 5. sætið í mótinu Vikingur átti ekki i nein- um minnstu erfiðleikum með að sigra Þrótt i úrslita- leiknum um 5. og 6. sæti Reykjavíkurmótsins 21:13. Var sá munur síst of mikill miðað við gang leiksins.en skotnýting Víkinga var ekki uppá það besta. Þrótt- urolli vonbrigðum að þessu sinni. Liðið hefur sýnt mjög skemmtilega leiki i'mótinu en nú brást þvi algerlega bogalistin og var aldrei neinn broddur í leik liðsins. Vikingar byrjuðu af miklum krafti og komust i 6:1 og þar með var gert út um leikinn, þótt ekki væru liðnar nema 10 minútur. En þá var eins og liðið legðist i dvala og Þróttarar náðu sinum besta leikkafla og minnkuðu muninn niöur i eitt mark, 6:5. Þá fór Vikingsliðið aftur i gang og i leikhléi var staðan orðin 9:6. 1 siðari hálfleik breikkuðu Viking- ar bilið jafnl og þétt, 10:6, 14:6, 16:11, 21:11 og lokatölurnar uröu cins.og áður segir 21:13 sigur Vik- ings. Ekki er hægt að dæma Vikinga eftir þessum leik, lil þess var Þróttarliðið of veikt. En manni virðist sem Einar Magnússon njóti sin betur ef Jón Hjaltalin er ekki með Vikingi, eins og að þessu sinni. Einar álti mjög góðan leik. Bæði ógnaöi hann vel og skoraði mörk, auk þess sem hann átti fjöldann allan af fallegum linu- sendingum sem gáfu mörk. Hins vegar var varnarleikur liösins ekki upp á marga fiska frekar en fyrri daginn, einna helst að Guð- jón Magnússon kynni þá list. Nokkra athygli vekur að manni sýnist á leik Vikings-liðsins sem það sé ekki i sem bestri æfingu, hvaö sem veldur. Júdó-námskeið fyrir byrjendur á Júdófélag Keykjavikur efnir til júdónámskciðs fyrir byrjendur, sem hefst miðvikudaginn 7. nóv- ember n.k. og stendur til 5. dcsember n.k. Kennt verður i eina klst. i senn, kl. 19 til 20 á ntið- vikudögum og 13 lil 14 á laugar- döguin. Tékkneski þjálfarinn Michal Vachun, 4. dan, mun kenna á miövikudögum, og einn af okkar reyndustu keppnismönn- um, Sigurður Kr. Jóhannsson, 1. dan. kennir á laugardögum. vegum JR Hér er gott tækifæri til aö kynn- ast júdó hjá reyndum mönnum. Michal Vachun er auk þess að verða einn af reyndustu og bestu keppnismönnum Evrópu, há- skólamenntaður iþróttakennari, og hefur sú menntun ekki litið að segja við þá alhliðaþjálfun, sem þarf við júdóæfingar. Júdófélag Reykjavikur hefur aðsetur i Skipholti 21, inngangur Nóatúnsmegin. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.