Þjóðviljinn - 10.11.1973, Blaðsíða 1
Laugardagur 10. nóvember 1973 38. ágr. 259. tbl.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA f KRON
AF BRASKI EYKONS
MORGUNBL AÐSRITST J ÓR A
150 þúsund
gefa af sér
50 miljónir!
Öxnalækur í ölfusi er i
eigu „hins góðkunna at-
hafnamanns" Eyjólfs
Konráðs Jónssonar
Morgunblaðsritstjóra.
Réttara væri kannski að
segja var.
Margsinnis hefur
Eyjólfur seit spildur úr
landi sínu og nú síðast
13ha. til Hvergerðinga
fyrir 6.5 milj.
Fasteignamat jarðarinnar er
150 þús. og skal nú tínt til hvert
verð Eykoninn hefur fengið fyrir
spildur úr þessu 150 þús. króna
landi.
Vegagerð rikisins vegna vega-
lagningar um Oxnalæk 1 miljón,
394 þúsund krónur.
Hveragerðishreppur, 13 ha.
fyrir norðan þjóðveginn austur i
sveitir 6 milj. 500 þúsund krónur.
12 hektarar til einstaklinga
norðan þjóðvegar, 150 kr. pr, fer-
meter, samt. 18 miljónir.
Landsvirkjun vegna lagnar há-
spennulinu yfir landi öxnalækjar.
Kröfur ekki fram komnar. Lög-
fræðingur Landsvirkjunar, Hjört-
ur Torfason, mun væntanlega
semja um verðið við eiganda
öxnalækjar, eða við lögfræði
skrifstofu þá sem annast umsvif
Eykons, j)að er lögfræðistofa
Eyjólfs Konrúðs Jónssonar og
Hjartar Torfasonar'.
Eftir er að selja sunnan vegar
25 ha. og ef að likum lætur nær
Eykon sér þar i svipaða upphæð
og fyrir 25 hektarana norðan
vegar tæpar 25 miljónir.
Samtals hefur Eykon þvi fengið
25 miljónir 894 þúsund krónur og
á liklega eftir að fá annað eins.
Það eru þvi dýrðartimar á fs-
landi fyrir braskara, þvi varla er
hægt að mótmæla þvi að gott er
að eiga eign upp á 150 þúsund sem
gefa mun af sér 50 skattfriar mil-
jónir án þess aö i hana sé eytt
eyrisvirði.
-úþ
Ragnar Arnalds með tillögu á alþingi:
Votmúlamál útilokuð
með lagasetningu
Er frumvarp ríkisstjórn-
arinnar til jaröalaga var til
umræðu i efri deild alþing-
is í fyrradag, lagði Ragnar
Arnalds, formaður Al-
þýðubandalagsins fram
tillögu, er miðar að því að
koma í veg fyrir, að brask-
arar geti náð í sinn hlut
stórfelldum gróða með
kaupum og sölu á landi,
sem hækkar ört i verði,
vegna þróunar kaupstaða
eða kauptúna i nágrenninu.
27, grein frumvarpsins er á
þessa leið: ,,Sé söluverð eignar ó-
eðlilega hátt, miðað við liklegt
raunverð að áliti byggðaráðs,
getur forkaupsréttarhafi krafist
mats dómkvaddra manna á eign-
inni, og gildir það þá sem sölu-
verð.”
Ragnar sagði, að i slikum til-
vikum væri samkvæmt núgild-
andi lögum jafnan miðað við
markaðsverð, en hvað það snertir
teldi hann rétt aö gera undan-
tekningu, þegar hugsanlegt sölu-
verö lands hefði tekið stökkbreyt-
ingum, vegna þróunar þéttbýlis-
svæðis .i næsta nágrenni. Siðan
lagði Ragnar fram tillögu sina,
sem kæmi aftan við 27.gr. frum-
varpsins, og var á þessa leiö:
„Við matiö skal ekki taka tillit til
vcröhækkunar, sem stafar af þvi,
aö skipulagt þéttbýlissvæöi, sbr.
4. gr. þcssara laga, er aö byggjast
upp i næsta nágrenni og veldur ó-
venjulegri eftirspurn eftir landi,
hcldur ber að miöa verðmæti
hliöstæöra eigna fjarri skipulags-
skyldum þcttbýlissvæöum.”
Ragnar sagði, það alkunnugt að
oft ætti sér stað gifurleg verð-
Framhald á bls. 14
Stjórn Alþýðubandalagsins
Á fundi miðstjórnar Alþýðu-
bandaiagsins á miðvikudags-
kvöld var kjörin ný fram-
kvæmdastjórn flokksins. 1
framkvæmdastjórn eiga nú
sæti formaður, varaformaður
og ritari flokksins, þau
Ragnar Arnalds, Adda Bára
Sigfúsdóttir og Jón Snorri
Þorleifsson, en auk þeirra
kaus miðstjórn eftirtalda
félaga: Lúðvik Jósepsson,
ráðherra, Magnús Kjartans-
son, ráðherra, Sigurð
Magnússon, rafvélavirkja,
Guðjón Jónsson, form. Félags
járniðnaðarmanna, Ólaf R.
Einarsson, kennara og Sigur-
jón Pétursson, borgarráðs-
mann.
Varamenn voru kjörnir
Svava Jakobsdóttir, al-
þingism. óttar Proppé, starfs-
maður Alþýðubandalagsins,
og Haukur Helgason, hag
fræðingur.
ÞURR
HELGI
FRAM-
UNDAN
Verkfall framreiðslumanna
hófst á hádegi i gær. Eftir þann
tima fá ekki aðrir notið þjónustu á
hótelum borgarinnar en þeir sem
skráðir eru gcstir þeirra.
Na'sti l'undur deiluaðila verður
á þriðjudag.
A siðasta fundi aðila deilunnar,
en hann var á föstudaginn, lögðu
þjónar fram tilboð að vinna þar til
samningar tækjust eins og ekkert
hefði i skorist ef þeir fengju þess i
stað gert upp frá 1. nóvember
eflir þeim samningum sem takast
kunna.
Þessu hafnaði sveit veitinga-
húsaeigenda, og þvi verða bar-
mennin i höfuðstaðnum að láta
sér það vel lynda að drekka i
heimahúsum. -pþ
BHM
gagnrýnir
ASÍ og BSRB
Bandalag háskólamanna hefur
sent frá sér ályktun þar scm
gagnrýnd er afstaða Alþýðusam-
bands Islands til visitölumálsins.
Telur BIIM að með afstöðu ASl
væri brotið blað i samskiptum
launamanna ,,og er slikt aðeins til
þess lallið að koma af stað illind-
um milli launþega innbyrðis”
eins og segir i ályktun Bandalags
háskólamanna Irá 8. nóv. sem
blaðinu barst i gær.
Telur lundurinn að kröfur ASl
um visitöluskerðingu á laun sem
eru hærri en 50 þúsund á mánuði
bitni á launþegum, sem ekki eru
innan ASl. Einnig er talað um
lilraunir BSRB til að hafa áhrif á
kjaramál BHM með þvi að setja
fram krölur fyrir launaflokka,
sem eru að mestu leyti skipaðir
háskólamönnum.
OSLO 9/11. — Norsku oliufélögin
Shell, Esso og BP óttast það að
þau neyðist til þess að draga úr
innflutningi um 15% á næstunni
sökum oliuskortsins sem gerir nú
hvarvetna vart við sig i Vestur-
Evrópu vegna aögerða Araba.
Móðurfélag Esso, sem er
Exxon-hringurinn i New York,
hefur tilkynnt aö oliusölutak-
markanir Araba hafi nú þegar
haft þau áhrif að það oliumagn
sem hringurinn fær daglega til
starfsemi sinnar minnki um 190
miljónir litra eöa um 17%.
Gildi samstarfs-
ins er meira
en GALLAR
samningsins
Þjóðviljanum er skylt að
leiðrétta villu i fyrirsögn á for-
siðuviðtali blaösins i gær við
Ragnar Arnalds formann Al-
þýðubandalagsins. 1 viðtalinu
er rætt um samningana sem
nú eru mest á dagskrá við
Breta. Fyrirsögnin átti að
hljóða svo: Gildi samstarfsins
er meira en gallar
samningsins.
Þjóðviljinn biður lesendur
sina velvirðingar á þessum
mistökum.