Þjóðviljinn - 10.11.1973, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. nóvember 1973.
Réttarhöld yfir þremur
portúgölskum skáldkonum
vekja heimsathygli
„Sá sem gefur sig ástinni á
vald er þjáningunni ofurseld-
ur”. Svo hljóðar portúgalskur
málsháttur. Sú þjáning er þó
alveg ákveðið ekkert á móti
þeirri reynslu, sem sá verður
fyrir er fjallar um ástina i
bókmenntum. Það hafa þrjár
portúgalskar konur mátt
sanna. Kéttarhöld gegn þeim
hófust tuttugasta og fimmta
október sl.
Málið gegn þessum þremur
portúgölsku rithöfundum hef-
ur ekki einungis verið á hvers
manns vörum i Portúgal,
heldur og vakið mikla athygli
erlendis. Þegar portúgölsku
yfirvöldin handtóku skáldkon-
urnar þrjár árið sem leið,
stóðu erlend kvennasamtök
fyrir mótmælaaðgerðum I tólf
vestrænum stórborgum.
Landssamband bandariskra
kvenna samþykkti á ráðstefnu
að láta þetta mál ganga fyrir
öllum öðrum málum kvenna á
alþjóðavettvangi. Heims-
þekk,tir rithöfundar i Bret-
landi, Bandarikjunum og öðr-
um vestrænum löndum hafa
lika mótmælt handtökunum.
Hinar þrjár ákærðu eru
Mária Isabel Barreno, Maria
Velho da Costa og Maria Ter-
esa Horta. (Almenningur kall-
ar þær nú „Mariurnar þrjár”,
en svo heitir stjörnumerkið
Orion lika i alþýðumunni).
Allar hafa þær áður sent frá
sér bókmenntaverk, en of-
sóknirnar gegn þeim hófust út
af bók, sem þær skrifuðu sam-
an. Sú bók heitir „Ný portúg-
ölsk bréf ”, og er þar á sniðug-
an hátt höfðað til frægrar bók-
ar, „Bréf frá portúgalskri
nunnu”, sem er frá árinu 1659
og fjallar um eldheitar ástir
fransks liðsforingja og portu-
galskrar nunnu.
Atlar eru höfundarnir á fer-
tugsaldri, giftar og eiga börn.
Kftir að bókin kom út, voru
þær fangelsaðar og sakaðar
um að hafa „misnotað prent-
frclsið” og „misboðið opin-
beru siðferði". Bókin var tekin
út umferð og bönnuð, og höf-
undarnir geta átt von á
tveggja ára fangelsisdómi
fyrir vikið.
Vegna þeirrar miklu at-
hygli, sem málið hefur vakið
erlendis, er þó hugsanlegt að
þær sleppi með sektargreiðsl-
ur. Maria Teresa Horta hefur
áður gefið út niu bækur, og var
ein þeirra kvæðabók — bönn-
uö. Hinar Mariurnar tvær eru
starfsmenn efnahagsráðu-
neytisins og mega búast við
uppsögn að felldum dómi. Taf-
ist hefur að hefja réttarhöldin i
fimmtán mánuði, og er ástæð-
an til þess að Maria Horta
veiktist af berklum. Þær hafa
nú allar þrjár verið látnar
lausar gegn tryggingu.
I sameiginlegri bók sinni,
sem inniheldur bæði ljóð og
laust mál, láta skáldkonurnar
þrjár i Ijós fordæmingu sina á
stöðu konunnar i portúgalska
samfélaginu. Portúgölsku yf-
irvöldin segja að bókin sé
„klámfengin”. Hið fjörutiu
ára einræöisskeið Salazars
einkenndist af útvortis guðs-
frukti og dyggðarhræsni, sem
gerði Portúgal að siöferðis-
strangasta landi Vestur-
Evrópu, að minnsta kosti á
yfirboröinu. Salazar var sjálf-
ur skólaður af jesúitum og
feiminn piparsveinn alla ævi.
1963 var vændi bannað i land-
inu og vændishúsunum lokað.
Engu að siður er talið að
vændiskonur séu fleiri i land-
inu nú en þá, og voru þær þó
þegar bannið gekk i gildi þrjá-
tiu þúsund i Lissabon einni.
Kynvillingar eru handteknir.
1967 var stjórn Salazars að
falli komin vegna vændis-
hneykslis, sem allmargir
menn i hæstu stöðum voru
ílæktir i (að sjálfsögðu var
þeim ekki stefnt fyrir rétt) og
var athyglisvert einkum
vegna spillingar og öfugugga-
háttar þeirra sem hlut áttu að
máli. „Bannhelgin á kynlifinu
hefur haft slik afskræmandi á-
hrif”, sagði skáldkonan Isabel
da Nóbrega við mig, „að karl-
menn hvisla klámyrðum að
konum á götunum, þegar þeir
i raun og veru vilja slá þeim
gullhamra”.
1 Portúgal er staða konunn-
ar mestanpart ennþá sú sama
og verið hefur i aldaraðir,
jafnvel ennfrekar en á Spáni.
Eftir aðra heimsstyr jöld
reyndu fáeinar konur að fá þvi
framgengt að kvenþjóð lands-
ins fengi kosningarétt, en
stjórnin bannaði hreyfingu
þeirra og kvað hana grafa
undan samfélaginu og ástunda
fjandskap við rikið. „Dagur
móðurinnar” er hátiðlegur
haldinn með mikilli viöhöfn og
tekur forseti landsins þá á
móti barnflestu fjölskyldun-
um.
Siðan Marcello Caetano tók
við af Salazar hafa konur
fengiðkosningarétt næstum til
Eftir
Halldór
Sigurðsson
jafns við karlmenn. Það
breytir varla miklu fyrir
stjórnina, sem sjá má af þvi
að við þingkosningarnar núna
fyrir mánaðamótin bauð að-
eins einn flokkur fram — svo-
kallaður einingarflokkur Cae-
tanos.
En lagalega séð hafa konur
enn ekki jafnrétti við karl-
menn, þótt giftar konur þurfi
að visu ekki lengur leyfi karl-
mannsins til þess að ferðast
erlendis. Þegar umbótalög
nokkur gengu i gildi 1966 lýsti
Varela dómsmálaráðherra
þvi yfir, að þessi nýju lög um
borgaraleg réttindi „færu ekki
út i þær fáránlegu öfgar að
hjón væru jöfn fyrir lögun-
um”. Karlmaðurinn væri kon-
unni æðri vegna „ójafnræðis
frá náttúrunnar hendi, sem
stæði mjög djúpt”.
„Nú er nóg komið! Það er
kominn timi til þess að við
hrópum það upp og myndum
viglinu úr likömum okkar”,
yfirlýsa Mariurnar þrjár i
bókinni.
En þær hafa ekki einungis
komið illa við siðferðilegar
viðmiðanir i samfélagi, sem
aldrei hefur þekkt annað en
einræðisstjórnir i ýmsum
myndum og karlræði, heldur
og — og það er öllu alvarlegra,
lagalega séö — lög um prent-
frelsi, sem gengu i gildi árið
sem leið og Caetano yfirlýsti
að „mörkuðu timamót i sögu
portúgalskrar , blaðaútgáfu”.
Lög þessi hafa sinar sniðugu
hliðar. 1 þeim felst að hætt er
að ritskoða blöð og bækur fyrir
útkomu, en hinsvegar eru
blaðamenn og rithöfundar
þvingaðir til sjálfsritskoðun-
ar, hvað hefur reynst miklu á-
hrifameira, eins og búist var
við.
Ritskoðararnir skipta sér
sem sagt ekki af ritsmiðunum
fyrr en þær eru komnar út, en
telji þeir þá að lögunum hafi
verið misboðið, þá dugir úr-
skurður þeirra einn til þess að
yfirvöldin liti á þann ákærða
sem glæpamann. Sá brotlegi
getur átt von á þriggja til tutt-
ugu og fjögurra mánaða fang-
elsi og sektum upp á 75.000 til
900.000 krónur.
„Samfélagið og kúgun
þess”, skrifar Maria Velho da
Costa, „er ekki einungis sköp-
unarverk karlmannanna,
heldur og þess sem sagan hef-
ur byggt upp i aldanna rás og
hugsanamunstra, sem þrúga
okkur öllum”. Það er ónota-
lega athyglisvert að kúgun af
versta tagi. gagnvart þeim,
sem hugsa öðruvisi en valda-
aðilar, á sér stað i samfélög-
um, sem auglýsa sig sem hina
sönnu mannkynsfrelsara. Það
á jafnt við um viss sósialisk
lönd og „brautryðjendasam-
félag margra litarhátta”, ný-
lendustyrjaidarikið Portúgal.
Örfáar sýningar eft
ir á Ögurstundinni
Þetta segja
kennarar
á Austurlandi
Um kjara-
mál, nám-
skeið og
námstjóra
Aöalfundur kennarasambands
Austurlands var haidinn á Vopna-
firði dagana 15. og 16. september
siöastliöinn.
Erindi fluttu á fundinum Kári
Arnórsson skólastjóri, Ingi
Kristinsson skólastjóri og Ingvar
Sigurgeirsson kennari. Stjórn
sambandsins skipa Steinn
Stefánsson, Guðmundur
Þórðarson, Jóhann Hansson og til
vara Valgeir Sigurðsson, allir á
Seyðisfirði.
Eftirfarandi samþykktir voru
gerðar:
Námsstjóri
Aðalfundur Kennarasambands
Austurlands, haldinn á Vopna-
firði 15. og 16. september 1973
beinir þeirri eindregnu ósk til
menntamálaráðherra að hann
hlutist til um að settur verði hið
fyrsta til starfa hér á Austurlandi
námstjóri með búsetu i fjórð-
ungnum.
Kjarainál
Aðalfundur Kennarasambands
Austurlands, haldinn á Vopna-
firði 15. og 16. september 1973,
lýsir fyllsta stuðningi við fram
komin frumdrög launa og kjara-
nefndar SIB að sérkröfum vegna
væntanlegra kjarasamninga.
Fundurinn leggur sérstaka
áherslu á eftirtaldar kröfur:
1. Stytting kennsluskyldunnar i 30
klukkustundir á viku.
2. Að rikið greiði staðaruppbætur
til kennara i dreifbýlinu, þar sem
það er staðreynd, að mörg
sveitarfélög greiða nú þegar
staðaruppbætur, sem skapa óvið-
unandi misrétti milli skóla og
einnig milli kennara innan sömu
stofnunar.
Askorun
Aðalfundur Kennarasambands
Austurlands, haldinn á Vopna-
firði dagana 15. og 16. september
1973, harmar hve litil tengsl
virðast vera milli nýsköpunar
námsefnis og kennsluhátta, sem á
sér stað á skyldustigi annars
vegar, og Kennaraháskóla
Islands hins vegar.
Yfirleitt munu nýútskrifaðir
kennarar verða að sækja
námskeið á þessu sviði, áður en
þeir hefja kennslustarf.
Aðalfundurinn telur þetta
ástand óviðunandi og skorar á
Kennaraháskóla Islands að bæta
ráð sitt i þessum efnum.
Namskeið
Aðalfundur Kennarasambands
Austurlands, haldinn á Vopna-
firði dagana 15. og 16. september
1973, beinir þeim eindregnu til-
mælum til menntamálaráðu-
neytisins, að það sjái svo um að
kennaranámskeið verði i fram-
tiðinni eigi siður haldin á Austur-
landi, en i öðrum landshlutum.
Fundurinn litur svo á, að slikt sé
vænlegt til örvunar á sviði skóla-
mála i fjórðungnum, auki auk
þess tengsl manna og land-
kynningu
Verkakvenna félagið
Framsókn
Basar félagsins verður 1.
des. Vinsamlegast komið
gjöfum I skrifstofu félagsins
sem allra fyrst. Stjórnin
Basar Kvenfélags
Laugarnessóknar
verður laugardag 10. nóv.
kl. 2 i Laugarnesskóla. A boð-
stólum kökur, lukkupakkar,
prjónavörur o.fl. Stjórnin.
Prentvillu-
púkinnáferð
1 frásögn Þjóðviljans á
fimmtudaginn var af
tillögu Oddu Báru Sigfúsdóttur i
borgarstjórn um samstarfs-
nefndir kennara, foreldra og
nemenda við skóla borgarinnar
slæddust nokkrar prentvillur,
sem nauðsynlegt er að leiðrétta.
Meinlegasta villan var i sam-
bandi Við tilvitnun i könnun á
samfelldni, en þar stendur að
gefið hafi veriö i verkefninu að
sundlaug þyrfti að vera við hvern
skóla og það atriði nemi i
kostnaðaráætlun 210 miljónum
króna, miðað við að hver laug
kosti 4 miljónir, en á að vera 14
miljónir hver laug.
Þá segir, að bréf skólastjóra
Vogaskóla hafi borist fræðsluráði
4 dögum eftir að tillaga öddu
Báru var lögð fyrir borgarstjórn,
en á að vera áður.
Að lokum brengluðust linur
framarlega i greininni, en þar á
að standa að tilefni tillögunnar
væru viðbrögð fræðsluskrifstofu
borgarinnar við vaxandi kröfum
um samfelldni, námsvinnu i skól-
um og skólamáltiðir.
Aðeins örfáar sýningar eru nú
eftirhjá Leikfélagi Reykjavikur á
bandariska sjónleiknum Ótrygg
er ögurstundin, eftir Edward
Albee i þýðingu Thors Vilhjálms-
sonar. Ýmsir hafa verið forvitnir
um nafngiftina á leiknum, en orð-
ið ögurstund heyrist nú sjaldan
Þetta fallega orð var fyrrum not-
að um stutta friðsæla stund, þeg-
ar sjór er kyrr um fallaskiptin,
eða það sem vestanlands er kall-
að „á liggjandanum”. Með orðinu
var svo myndaður málshátturinn
„Ótrygg er ögurstundin”. Leik-
ritið heitir á frummálinu „Deli-
cate Balance” og fjallar á hressi-
legan hátt um ýms vandamál sem
steðja að okkur nútimafólki, af-
stöðu til fjölskyldu og vina og sið-
ast en ekki sist brennivinsins.
Sigriður Hagalin leikur húsfreyj-
una i leiknum, sem leitar ögur-
stundarinnar fyrir umhverfi sitt,
og Þórunn M. Magnúsdóttir
margfráskilda dótturina, sem er
komin heim með enn eitt hjóna-
bandið i rúst.
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar, Pick-Up og
sendiferðabifreið, er verða sýndar að
Grensásvegi 9 þriðjudaginn 13. nóvember
kl. 12-3.
Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl
5.
Sala varnarliðseigna