Þjóðviljinn - 01.12.1973, Qupperneq 13
V
byrjaði Rósamunda. en um leið
tróðst Lindy framhjá röðinni af
bökum og öxlum sem lokaði
skotið beirra frá stofunni.
— Nú, þarna siturðu, Basil.
hrópaði hún áköf. — Komdu
snöggvast. þá ertu vænn. Það er
manneskja sem vill endilega hitta
þig... Hún þreif i höndina á honum
og dró hann með sér gegnum
þvöguna, þrátt fyrir hlæjandi
andmæli hans, meðan Rósa-
munda stóð eftir og reyndi að
melta þessar nýju upplýsingar.
Svo að þetta var þá Basil, fyrr-
verandi eiginmaður
Eileenar — ungi maðurinn sem
Lindy sagði að hefði yfirgefið
Eileen, vegna þess að hún var
alltaf taugaspennt og þreytt og
það olli honum samviskubiti.
Hvernig kom þessi skýring heim
og saman við skoðanir Basils á
hjónabandinu, sem virtust
byggjast á hans eigin reynslu?
Það var erfitt að hugsa i sam-
hengi i þessum hávaða og ys, en
að þvi er hún fékk best séð var
ekki mikið likt með þessum tveim
kenningum — þótt þær gætu
ekki kallast ósamrýmanlegar.
Auðvitað var hægt að mótmæla
hjónabandinu sem sliku og vera
um leið gramur út i konuna
sina....Rósamundu varð allt i einu
ljóst að ef hún stæði þarna áfram,
niðursokkin i eigin hugsanir, ætti
hún á hættu að sýnast van-
rækt — og það var ófyrirgefan-
leg synd i samkvæmi — og hún
ákvað þvi að troðast gegnum
fjöldann uns hún kæmi auga á
einhvern sem hún þekkti. En
stofan sem i fyrstu hafði virst full
af nágrönnum, geymdi nú að þvi
er virtist aðeins bláókunnugt fólk
og sifellt bættist fleira við eins og
flóttafólk sem flykktist að frá ein-
hverjum ólýsanlegum náttúru-
hamförum — og hinir heppnu
sem lifað höfðu ósköpin af
ruddust nú i skjól hjá Lindy og
elskusemi hennar....
Og þarna var Lindy enn, aðeins
nokkra metra frá henni. Yfir
varnarvegg af herðum sá Rósa-
munda Basil heilsa manneskj-
unni „sem vildi endilega hitta
hann”. Það var Eileen. Rósa-
munda heyrði ekki orðaskil, hún
sá aðeins undrunar-og hræðslu-
svipinn á andliti Eileenar, furðu-
svipinn á Basil. Og brosið, hlýlegt
og þokkafulU húsmóðurbrosið
sem lék um varirnar á Lindy og
munnur hennar sem opnaðist og
lokaðist og ruddi út úr sér fjör-
legum orðum sem ekki heyrðust.
Hvað skyldi hún vera að segja?
Af hverju virtist Eileen svona
skelkuð? Og Basil svona undr-
andi? Hafði hann ekki vitað að
Eileen yrði þarna? Hafði hann
kannski ekki einu sinni vitað að
Eileen átti þarna heima? Skyldi
Lindy vera að reyna að „koma
þeim saman aftur” með þessu
barnalega bragði? Nei. Svo vit-
laus gat Lindy ekki verið — og
ekki svo blátt áfram. Ef hún var
með eitthvað á prjónunum, þá
var það eitthvað flókið, eitthvað
langsótt og vandlega undirbúið.
Eitthvað sem minnti á spilagald-
ur — öll þessi eðlilegu, innilegu
bros og handapat myndu fyrr eða
siðar enda i einhverju furðulegu,
til að mynda þvi, að Lindy myndi
CELIA FREMLIN
KÖLD
ERU
KVENNA-
RÁÐ
allt i einu glitra og ljóma á kostn-
að einhvers annars — i þessu til-
viki trúlega Eileenar.
En það var engin leið að
fylgjast með smáatriðunum úr
þessari fjarlægð, svo að Rósa-
munda hélt áfram að troða sér
áfram uns hún kom að frönsku
gluggunum, sem stóðu opnir út i
septemberkvöldið. Enn var hlýtt,
næstum eins og um hásumar. I
gullregninu skein luktin sem
Geoffrey hafði hengt upp.á dökkri
grasflötinni stóðu eða sátu gestir i
smáhópum. Þarna var tiltölulega
kyrrlátt og dálitið svigrúm.
1 einum hópnum gat Rósa-
munda greint Dawsonhjónin. Hún
þekkti holduga bera handleggina
á frú Dawson og 'gráyrjótt hárið,
og hún heyrði að Dawson var að
halda fyrirlestur um hauka með
rödd sem i senn var eðlileg og
drengjaleg. Rósamunda gat ekki
Brúðkaup
Laugard. 28. júli voru gefin sam-
an i Mosfellskirkju af séra Bjarna
Sigurðssyni, Katrin Olafsdóttir og
Jón Sveirísson. Heimili þeirra
verður að Álfaskeiði 10 Rvk.
Ljósmyndastofa Þóris
Laugavegi 178. Simi 85602
Laugardaginn 9. júni voru gefin
saman i Selfossk-irkju af séra Sig-
urði Sigurðssyni, Vilborg Þór-
mundsdóttir og Benedikt
Benediktsson. Heimili þeirra
verður að Ingólfi Eyrarbakka.
I.jósmyndastofa Þóris
Laugavegi 178. Simi 85602.
séð hvern hann var að uppfræða,
en hún þekkti að minnsta kosti
kosti hann og konuna hans, svo að
hún þokaðist hljóðlega inn i hóp-
inn og brosti um leið til frú Daw-
snn — ibyggnu brosi milli
kvenna sem umbera þá óskiljan-
lega áráttu karlmanna að tala um
staðreyndir þegar allt mögulegt
annað er miklu áhugaverðara.
— Og ég veit að það var ekki
dúfa. sagði Dawson einbeittur og
herskár gagnvart imynduðum
andstæðingi. Þvi að and-
stæðingurinn hlaut að vera i-
myndaður, hann gat hvorki verið
konan hans né ljóshærða og
lakkaða konan sem horfði á hann
alúðlega en dálitið efablandin yfir ,
ginglasið sitt,— Haukarnir
hringsóla nefnilega ekki alltaf.
Allir halda það, en það er ekki
rétt. Þeir þjóta oft fram og aftur
undir trjánum. Það er hlægilegt
að halda þvi fram, að það hafi
verið dúl'a. bara vegna þess að
nann hnitaði ekki hringa.
Enda hafði lakkaða konan ekki
haldið þvi fram, og smám saman
varð svipur hennar ekki aðeins
efablandinn, heldur einnig dálitið
gremjulegur. En hún mátti ekki
taka þetta illa upp. llún hefði átt
að skilja að hún kom i stað áheyr-
andaskara, einvalaliðs af sér-
fræðingum i dýrafræði og fugla-
fræði. — Sumir halda lika að þeir
sjáist aldrei i borgum, hann var
að nálgast lokaorðið. — En það
er fjarri sanni. Enda er ekki með
góðri samvisku hægt að kalla
þetta borg, eða hvað?... 011 þessi
stóru álmtré... Hann baðaði út
höndunum og starði út yfir þökin
með þrá og löngun úthverfis-
búarís i svipnum.
— Eiginlega er þetta skógur
handan við tennisklúbbinn. Þar
gæti sem best verið hreiður. Og
meira að segja fleiri en eitt.
— Já, áreiðanlega, sagði ljós-
hærða konan dálitið vandræða-
lega. Rósamunda sá, að hún var
að reyna að bæta upp fáfræði sina
með skilningsriku augnaráði og
með þvi að dreypa á glasi sinu i
sifellu. Rósamunda fór að vor-
kennaherra Dawson og reyndi að
finna upp á einhverju uppörvandi
að segja um hauka. Það var gott
að vita af þeim þarna, og hún
óskaði þeim alls hins besta.en það
gat hún ekki látið út úr sér.
En Dawson virtist ekki kippa
sér upp við áhugaleysi við-
staddra. llann hélt áfram hinn
ánægðasti: — En auðvitað sér
fólk aldrei neitt. Það tekur aldrei
eltir dýralifinu hérna, vegna þess
að það hefur engan áhuga á þvi.
Af þvi að það á heima i götu með
húsum og fólki, þá heldur það að
ekkert annað sé til. Vissuð þér
það, — og hann sneri sér aftur að
ljóshærðu konunni, — að þaö eru
til fleiri ormar en manneskjur i
London. Vissuð þér það?
llvernig hafði hann komist að
þvi? Eða réttara sagt: hvernig
hafði hölundur greinarinnar, sem
hann hafði lesið þetta i, komíst að
þvvi? Skyldi borgarráð greiða
fólki kaup fyrir að telja orma?
Eða skyldu háskóiarnir styrkja
fólk til þess arna? Það var hægt
að lifa iifinu á hinn furðulegasta
hátt, ef manni sýndist svo. En
vesalingsDawson virtist biða eftir
svari við þessari merkilegu upp-
sljóstrun sinni. Og það var ekki
nóg að segja: — Að hugsa sér!
— Mér finnst skemmtilegt að
heyra það, sagði Rósamunda.
— Eg á viö að þegar maður horfir
á allan manngrúann i Oxford-
stræti og les um hina yfirþyrm-
andi fólksfjölgun, þá er reglulega
notalegt að hugsa til þess, að
ormarnir skuli fara eins að. Það
er eins og maður verði fremur
hluti af náttdrunni.
Dawson horfði á hana dálitið
ringlaður Þrátt fyrir góðan vilja
hafði henni bersýnilega ekki
tekist að slá á réttan streng. En
nú lagði frú Dawson orð i belg
með rólegri rödd sinni: — Harold
hefur alltaf haft svo mikinn
áhuga á öllu þvi sem náttúrunni
við kemur, sagði hún og reyndi að
afsaka allt samtalið, lika framlag
Rósamundu. — Þegar hann var
yngri, lét hann sig alltaf dreyma
um að setjast að uppi i sveit.
— Yngri...mig hefur alltaf
dreymt um þetta. Alltaf. Það
veistu. Mig hefur alltaf langað til
að vera bóndi. En lifið lagöi mér
aðrar skyidur á herðar. Og ég
varð aö horfast i augu við það, að
smjörblómaakrar yrðu aldrei
mitt hlutskipti. Hann stundi
þungan.
Laugardagur l.desember
7.00 Morgunútvarp.
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10. Morgunleikfimi kl.
7.20. Frétti kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.l, 9.00 og
10.00. Morfíunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Asthildur Egilsson
heldur áfram lestri
sögunnar „Bróðir minn i
Afriku” eftir Gun Jacobsen
(3). Morgunleikfinii kl. 9.20.
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög á milli liða. Morgun-
kaffið kl. 10.25: Páll lleiðar
Jónsson og gestir lians ræða
um útvarpsdagskrána. Auk
þess er sagt frá veðri og
vegum.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Óskaliig sjúklinga.
Kristin Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
14.00 Kullveldishátið stúd-
enta: Útvarp frá lláskóla-
biói. Hátið er helguð kjör-
orðinu island úr NATO —
lierinn burt. Flutt dagskrá i
tali, ljóðum og söng.
Erlendir gestir l'lytja ávörp,
þ.á.m. lulltrúi sendinefndar
frá Chile. Aðalræðu dagsins
flytur Vésteinn Lúðviksson
rithöfundur.
15.30 Útvarpsleikrit barna og
unglinga. „Siskó og Pedró”
eftir Estrid Ott i leikgerð
Féturs Sumarliðasonar.
Sjiitti þáttur. Leikstjóri:
Klemen/. Jónsson. Fersónur
og leikendur: Siskó Borgar
Garðarsson. F e d r ó
Þórhallur Sigurðsson. Vél-
stjóri Flosi Olafsson.
Stýrimaður Sigurður Skúla-
son. Varðmaður Knútur R.
Magnússon. Þriðji meistari
Randver Þorláksson. Send-
ill Kjartan Itagnarsson.
Sögumaður Fétur
4, Jt- -sOt. jUi; •áJi.
TfTfTfty
Fullveldisdagur íslands
Sumarliðason.
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir. Tiu á
toppnum. örn Petersen sér
um dægurlagaþátt.
17.15 Framburðarkeunsla i
þýsku.
17.25 islenskt mál. Jón Aðal-
steinn Jónsson cand. mag.
flytur þáttinn.
17.45 Tónleikar. Tilkynningar.
18.30 Fréttir. 18.45
Veðurfregnir. 18.55 Tilkynn-
ingar.
19.00 Veðurspá. Fréttaspegill.
19.20 Framhaldsleikritið:
„Snæbjörn galti" eftir
(■unnar Benediktsson.
Fimmti þáttur. Leikstjóri:
Klemenz Jónsson. Persónur
og leikendur: Hallgerður
Kristbjörg Kjeld. Snæbjörn
galti Þorsteinn Gunnarsson.
Hallbjörn Gunnar Eyjólfs-
son. Tungu-Oddur Jón
Sigurbjörnsson. Jórunn
Guðbjörg Þorbjarnardóttir.
Asleií Þóra Friðriksdóttir.
Sögumaður Gisli Halldórs-
son.
19.55 lláskólakantata eftir Fál
ísólfssou. Guðmundur Jóns-
son, Þjóðleikhúskórinn og
Sinfóniuhljómsveit Islands
flytja, Atli lleimir Sveins-
son stj.
20.25 Úr nýjuiti bókum.
20.55 Frá Bretlandi. Agúst
Guðmundsson talar.
21.15 IIIjómplöturabb. Þor-
steinn Hannesson breður
plötum á fóninn.
22 00 Fréttir.
22.15 Veðurf regnir. Dans-
skemmtuii úlvarpsinsý'Auk
danslagaflutnings af hljóm-
plötum leika Karl Jónatans-
son og Jónatan sonur hans á
elektrovox-harmoniku og
trumbu. (23.55 Fréttir i
stuttu máli).
01.00 Dagskrárlok.
LAUGARDAGUIl 1. desember 197IJ
17.00 tþróltir. Meðal efnis er
mynd frá Norðurlandamóti
kvenna i handknattleik og
mynd frá leik ensku knatt-
spyrnuliðanna Coventry og
Sheffield United, og hefst
hún um kl. 18.15. Umsjónar-
maður ómar Ragnarsson.
19.15 Þingvikan. Þáttur um
störf Alþingis. UMsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
19.45 Illé.
20.00 Fréttir.
20.20 Vcður og auglýsingar.
20.30 Söngclska fjölskyldan.
Bandariskur söngva- og
gamanmyndaflokkur. Þýð-
andi Guðrún Jörundsdóttir.
20.55 Vaka. Dagskrá um bók-
menntir og listir. Umsjón-
armaður ólafur Haukur
Símonarson.
21.45 Uxa skal með arði
reyna.Stutt, kanadisk kvik-
mynd um dráttarkeppni
uxa. Þýðandi Gylfi Gröndal.
22.00 Mærin frá Parls. (Joan
af Paris) Bandarisk bió-
mynd frá árinu 1942, byggð
á frásögnum eftir Jacques
Théry og Georges Kessel.
Leikstjóri Robert Steven-
son. Aðalhlutverk Michéle
Morgan, Paul Henreid og
Thomas Mitchell.
Þýöandi Heba Júliuscióttir.
Myndin gerist i Frakklandi
árið 1941. Landið er hersetið
af Þjóðverjum, en Bretar
halda uppi stöðugum loft-
árásum. Bresk orrustuflug-
vél er skotin niður. Áhöfnin
kemst lffs af, en gengur erf-
iðlega að felast fyrir Þjóð-
verjum. Loks tekst ungri
Parisarstúlku að koma
Bretunum i samband við
frönsku neðanjaröarhreyf-
inguna.
23.30 Dagskrárlok.
UAFLAGNIR
SAMVIRKI
annast allar almennar raflagnir. Ný-
lagnir, viðgerðir, dyrasima og kaíl-
kerfauppsetningar.
Teikniþjónusta.
Skiptið við samtök sveinanna.
Verkstæði Barmahlið 4
SÍMI 15460 milli 5 og 7.
Auglýsingasíminn er 17500