Þjóðviljinn - 02.12.1973, Síða 6
• StÐA — ÞJÓÐVtLJINN Sunnudagur 2. desember 1973.
UOWIUINN
MÁLGAGN SÓSIALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
- Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson <áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi
Lausasöluverö kr. 22.00
Prentun: Blaöaprent h.f.
SKATTAR NÚ OG SKATTAR VIÐREISNARINNAR
Nefnd um tekjuöflun rikisins, sem
skipuð var fyrir tveim árum, hefur nú
skilað stórri bók sem nefndaráliti til fjár-
málaráðherra. í skýrslu nefndarinnar er
dregið saman heildaryfirlit um fjáröflun
opinberra aðila á íslandi og rætt um hina
ýmsu möguleika til breytinga á skatta-
kerfinu.
Það er margt fróðlegt sem kemur fram i
þessari skýrslu og ekki að efa að hún mun
auðvelda stjórnmálamönnum að marka
langtimastefnu i skattamálum.
Ýmislegt i skýrslunni mun vafalaust
koma mörgum nokkuð á óvart, t.d. sú
staðreynd að heildarskattheimta hins
opinbera er hér á tslandi mun lægri hluti
af þjóðarframleiðslunni en i nálægum
löndum, og þó einkum, hversu hlutur
beinu skattanna er hér miklu lægri en i
þeim löndum, sem tekin eru til saman-
burðar.
Hér á tslandi eru skatttekjur hins opin-
bera i heild áætlaðar 33,5% af þjóðarfram-
leiðslunni árið 1972, en i Danmörku,
Noregi, Sviþjóð og Bretlandi er þetta hlut-
fall frá 35,3%-40,9%. Hér eru beinir
skattar það er tekjuskattur og útsvar, og
aðrir slikir skattar, aðeins 10,3% af
þjóðarframleiðslunni, en i þeim fjórum
löndum, sem tekin eru til samanburðar og
áður voru nefnd, er þetta hlutfall frá 17,7%
og upp i 28,6%. Hér er hins vegar tiltölu-
lega mun stærri hluti af tekjum hins opin-
bera fenginn með tollum, sem nú hljóta að
fara lækkandi vegna samninga við EFTA
og Efnahagsbandalagið.
Engu að siður er nú mikið rætt um að
lækka hlut beinna skatta hér á íslandi, og
verkalýðshreyfingin hefur lagt fram til-
lögur um tilfærslu i skattheimtu frá tekju-
skatti til söluskatts, án þess að slik sölu-
skattshækkun kæmi fram i visitölu.
Einnig er nú allmjög um það rætt að
breyta söluskatti i virðisaukaskatt, en slik
breyting hlýtur að kosta alllangan undir-
búning, hvað sem öðru liður.
Þjóðviljinn vill i þessu sambandi leggja
á það megináherslu, að allar breytingar,
sem gerðar kynnu að verða á skattkerfinu
i þessa átt, mega undir engum kringum-
stæðum bitna á þeim þjóðfélagsþegnum,
sem við erfiðust kjör búa, lægstar hafa
tekjurnar, og borga þar af leiðandi litinn
eða engan tekjuskatt i dag, en yrðu að
bera almenna hækkun söluskatts, nema
sérstakar ráðstafanir væru gerðar jafn-
hliða til að bæta hlut þeirra.
Vert er að hafa i huga að megingallar
núverandi tekjuskattskerfis eru tveir.
Annars vegar er það, að skattþrepin eru of
fá, stiginn of brattur, og menn með aðeins
miðlungstekjur verða þess vegna að
greiða sama hlutfall i skatt af siðustu
krónunum sem þeir vinna sér inn og
hátekjumenn. Þetta er gamalt óréttlæti,
sem verður að breyta. Hinn megingallinn
er sá, hversu auðvelt hefur reynst að
skjóta miklum fjármunum undan tekju-
skattsgreiðslum, m.a. vegna hinna fjöl-
mörgu frádráttarliða, — og þá ekki sist
öllum verðbólgugróðanum.
En tilfærslu frá tekjuskatti yfir i sölu-
skatt er þvi aðeins hægt að fallast á að
breytingin bitni alls ekki á þeim fjölmörgu
lágtekjumönnum, sem tekjuskatturinn er
ekki til byrði nú.
Stjórnarandstæðingar tala gjarnan og
skrifa, eins og fólk hafi ekki þurft að borga
skatta á íslandi fyrr en eftir siðustu
stjórnarskipti. Oftast vill þó litið fara fyrir
rökstuðningnum i þessu sambandi, sem
máski er von. Hér skulu rifjuð upp nokkur
dæmi um það, hvernig beinu skattarnir
eru annars vegar nú, og hvernig þeir hins
vegar hefðu orðið samkvæmt skattakerfi
viðreisnarinnar, sem samþykkt var af
Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum
undir lok valdaferils þeirra. Þessi dæmi
komu fram i fjárlagaræðu Halldórs E.
Sigurðssonar fyrir mánuði og hefur
þeim ekki verið mótmælt.
Einstaklingur, sem hafði á þessu ári
290.000 kr. i brúttótekjur og 242.000,- i nett-
ótekjur hefur nú 36.000,- i útsvar og skatta
en hefði haft 68.000,- samkvæmt
viðreisnarkerfinu. Annar einstaklingur
með356 þús. kr. i brúttótekjur og 312 þús.
nettó hefur nú 69.300,- i útsvar og skatta,
en hefði haft kr. 142.000 samkvæmt
viðreisnarkerfinu.
Þriðji einstaklingur, sem hefur 453 þús. i
brúttótekjur og 373 þús. i nettótekjur hefur
nú 102.000,- i skatta, en hefði haft 124.000,-
samkvæmt viðreisnarlögunum.
Hjón með 2 börn, sem hafa i brúttó-
tekjur 581.000,- og nettótekjur 446 þús.
hafa nú kr. 71.000,- i skatta, en kr. 141 þús.
samkvæmt viðreisnarkerfinu.
Iljón með 3 börn, sem hafa 654 þús. i
brúttótekjur og 563 þús. i nettótekjur hafa
nú 112.000,- i skatta, en 215.000,- sam-
kvæmt viðreisnarkerfinu. Hjón með 3
börn sem hafa 885 þús. i brúttótekjur og
605 þús. i nettótekjur hafa nú 162 þús. i
skatta,“en 239 þús. samkvæmt viðreisnar-
kerfinu.
Hjón með 934 þús. i brúttótekjur og 776
þús. i nettótekjur hafa nú 193 þús. i skatta,
en 291 þús. samkvæmt viðreisnarkerfinu.
Þessi dæmi ættu að nægja til að sýna
fram á firrurnar i málflutningi þeirra,
sem nú tala og skrifa eins og gamla
viðreisnárstjórnin hafi verið i þann veginn
að létta skattgreiðslum endanlega af fólki
með lágar tekjur eða miðlungstekjur, —-
eins og hún reyndar hugðist gera við einn
hóp i þjóðfélaginu, þá sem hirða arð af
hlutabréfunum slnum,en siðustu skattalög
viðreisnarinnar, sem einmitt fjölluðu um
það efni, skattfrelsi hlutafjárarðs, komust
bara aldrei til framkvæmda vegna
stjórnarskiptanna.
Margrét Karlsdóttir, frá Eyrarbakka, nemafldi
á námskeiöi Fiskmats ríkisins
Það eru ekki rétt-
indin heldur frœðslan
sem skiptir máli
Margrét Karlsdóttir frá Eyrar-
bakka er nú að nema eitt og ann-
aö varöandi fisk og fiskverkun á
yfirlýstu siðari námsskeiði Fisk-
mats ríkisins af þvf tagi sem
þetta er.
Margrét er ekki Eyrbckkingur,
heldur aðflutt frá Hólmavfk, en
þar bjó hún f 11 ár, en hún er
fæddur Húnvetningur og ólst upp i
Reykjavik.
Margrét hefur heimili á Eyrar-
bakka, og sagði hún við blaða-
mann Þjóðviljans aö þaö hefði
verið erfitt i fyrstu að byrja að
vinna úti. Hún hefur undanfarið
unnið viö frystihúsið á Eyrar-
bakka, en auk þess eru þar tveir
aðilar aðrir sem vinna fisk, en
það eru saltfiskverkendur.
Við spurðum Margréti að þvi
hvað hún ynni aðallega við i
frystihúsinu.
— Á sumrin vinn ég aðallega
viö flökun, sagði hún, en á vetrum
er ég i aðgerð, vinn i tækjunum
eða salnum, allt eftir þvi hvar er
mest þörfin i það og það sinnið, en
ekki i neinu föstu og ákveðnu.
— Hefurðu þá ekki fengist við
fiskimat til þessa?
— Nei, bara almenna vinnu.
— Hvað eru margir bátar hjá
frystihúsinu?
— 3—4 bátar allt árið. Auk
þeirra voru i vetur hjá þvi Vest-
mannaeyjabátar. Það eru yfir-
leitt fleiri bátar hjá okkur yfir.
sumartimann þvi við verkum
humar, og saltfiskverkendur,
sem verka á veturna, setja bát-
ana sina ýmist i humar eða troll
yfir sumartimann, og þá leggja
þeir upp hjá frystihúsinu.
— Hvað vinna margir hjá hús-
inu?
— Um það bil 40 manns yfir
veturinn, meiriparturinn kven-
fólk. Fleira starfsfólk er hjá hús-
inu yfir sumarmánuðina, fleiri
unglingar, fleira kvenfólk en
færri karlmenn.
— Þiö hafið enga vinnutima-
tryggingu?
— Nei. Hún er ekki komin i
lög ennþá. Það er hægt að kalla
mann út hvenær sem er, og senda
mann heim hvenær sem er.
Þeir fá frekar vinnu, ef litið er,
sem vinna allt árið heldur en þeir
sem eingöngu vinna yfir sumar-
mánuðina. Það er engin vinnu-
timatrygging hjá neinum i fiskin-
um.
— Hvað eru margir ibúar á
Eyrarbakka og hvað vinna þeir
við annaö en fiskverkun og sjó-
sókn?
— A Eyrarbakka er plastverk-
smiðja, sem framleiðir einangr-
unarplast, bilaverkstæði og véla-
verkstæði, og þar búa um 500
manns, að ég held.
— Ber eitthvað á atvinnuleysi
hjá ykkur?
— Það er alltaf atvinnuleysi á
haustin þegar bátarnir fara i
slipp og að undirbúa sig undir
vetrarvertiðina. Þó var nokkuð
samfelld vinna i fyrra. Þá feng-
um við skel um haustið. Við feng-
um enga skel nú i haust.
Svo fer atvinnan eftir loðnunni,
hvenær hún kemur eftir áramót-
in.
— Hvað gerir fólk á Eyrar-
bakka sér til gamans i fristund-
um?
— Það er nú frekar slæmt með
félagslif vegna húsnæðisleysis til
að stunda hvað sem er á þvi sviði.
Þarna er starfandi ungmenna-
félag, kvenfélag, slysavarnafélag
og verkalýðsfélag. Fólk hefur
annars að mestu ofan af fyrir sér
sjálft. Nú, svo er stutt á Selfoss og
til nágrannabyggðanna.
— Af hverju fórstu á þetta
námskeið?
— Bara af fróðleiksfýsn. Ég hef
gaman af þvi að vinna i fiski, og
hef áhuga fyrir á fiski. Ég er búin
að vinna samfellt i fiski i 6 ár, en
byrjaði þegar ég var nitján ára og
vann stopult við það fyrstu árin.
— Styrkir frystihúsið þig á
námskeiðið?
— Þaö hefur ekki verið gengið
frá þvi. Þeir vildu þó að ég færi,
en ætli ég borgi það ekki sjálf
fyrir rest.
— Hve margar konur eru á
námskeiöinu?
— 18, frekar en 16, af 55 eöa 56
sem námskeiðið sækja.
— Finnst .ér þú hafir haft gagn
af námskeiðinu?
— Tvimælalaust. Svona lagað
vikkar sjóndeildarhring manns,
og maður gerir sér grein fyrir
ýmsu sem maöur hefur ekki gert
sér grein fyrir áður, svo sem gerl-
um og sýklum sem eru allt i
kringum mann.
— Telurðu að fólk sem vinnur
að fiskverkun viti nógu mikið um
fisk?
— Kannski um fiskinn sem
Margrét Karlsdóttir
slikan. En ég held að fólk geri sér
ekki grein fyrir gerlum og sýklum
sem i námunda við það er, og ekki
heldur fyrir hráefninu sem það er
að vinna við.
Það þarf að fræða fólk meir og
betur um þessa starfsgrein rétt
eins og aörar starfsgreinar.
— Hvaða réttindi færðu eftir
þetta 3ja vikna námskeið?
— Eiginlega get ég ekki svarað
þvi. Ég hef ekki spurt um það. Ég
fyrir mina parta læt það bara
ráðast. Mér finnst að þetta nám-
skeið hafi verið mér til gagns
hvaöa réttindi sem ég svo fæ út úr
þvi.
Það er nauðsynlegt að halda
svona námskeið fyrir fólk i fisk-
iðnaðinum og kenna þvi hvernig á
að fara með fisk. Slik námskeið
þurfa að koma inn i frystihúsin
svo að kunnáttan nái til, stærri
hóps, en hún gerir nú. —úþ