Þjóðviljinn - 02.12.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.12.1973, Blaðsíða 7
Sumiudagur 2. descmber 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Sveimað á flatneskjunni bækur Emil Jónsson: Á milli Was- hington og Moskva. Minn- ingaþættir. Skuggsjá. 1973. Emil Jónsson hefur óneitanlega komiö mjög mikiö viö sögu is- lenskra stjórnmála. Hann hefur setið á þingi i nær fjörutiu ár og setið i miðstjórn Alþýðuflokksins álika langan tima, er margfaldur ráðherra allt frá 1944, og hann hefur setið i fleiri nefndum en nokkur maður fær talið. begar maður með slika forsögu sest nið- ur og skrifar minningar sinar er liklegt að menn opni bók hans vonglaðir um að fá að vita eitt- hvaö nýtt, að fá nýl. upplýsingar um það sem réði afdrifarikum á- kvörðunum, en kannski þótti ekki rétt að flika i hita dagsins. Þessar vonir rætast ekki. Bók Emils á það sammerkt með miklum fjölda islenskra endurminninga- rita, að hún býður fyrst og fremst upp á tilviljunarkennt rand um yfirborð hlutanna. Þar fer sorg- lega litið fyrir skilgreiningu, út- tekt, að maður ekki tali um sjálfs- rýni, en þeim mun meira fyrir sjálfsögðum hlutum og tilbreyt- ingalausri flatneskju. Til dæmis um þetta má minna á lýsingar Emils á sessunautum hans á ráðherrafundum Nató. Um Dean Rusk og Rogers segir: „Virtust mér þeir báðir bráðgáf- aðir, flugmælskir og áhugasamir um vöxt og viðgang NATO”. Um Harmel frá Belgiu: „Hann virtist mér mjög greindur maður og gegn, rökfastur i besta lagi og tók mikinn þátt i umræðum”. Utan- rikisráðherrar Englands og Nor- egs fá allir samtals þá einkun að þeir hafi verið „góðir menn og gegnir”. Tyrkinn var „hæglátur maður og greinargóður”. Við get- um einnegin huggað okkur við það, að bæði Willy Brandt og Scheel eru að dómi Emils „mestu ágætismenn'! Þetta meiningar- lausa fjólusafn er þvi miður dæmigert fyrir mannlýsingar Emiis Jónssonar-, og ekki kemst hann mikið lengra i lýsingum á atburðum og löndum : „Allir voru fundirnir lærdómsrikir og upp- byggilegir... Holland er merkilegt land og Hollendingar á vissan hátt merkilegt fólk”. Mér er nær að halda að fáir hafi náð lengra i þeirri list sem Halldór Laxness kallar að banaliséra i stað þess að karakterisera. Þessi margfaldi ráðherra og leiðtogi sósialdemókrata virðist reyndar haldinn lýgilegum skorti á forvitni. Árið 1955 fer hann með sendinefnd til Bandarikjanna og heimsækir verklýðssamböndin AFL-CIO. Þar fær hann þær upp- lýsingar að verklýðsfélögin hafi „ekkert fast samband við pólitisku flokkana og engan flokk. sem tæki að sér að beita sér fyrir áhugamálum þeirra. Einnig skildist mér á þeim, að þeir myndu ekki, að minnsta kosti ekki i nánustu framtið, hugsa sér til að stofna neinn slikan flokk”. Þetta nægir alveg Emli, að við- bættum smátilvisunum til lobbiisma á þingi, hann hefur engar áhyggjur frekar af pólitisku heilsuleysi bandariskrar verklýðshreyfingar i skugga tveggja náskyldra borgara- flokka. Þetta er raunar aðeins eitt dæmi af mörgum um það, hve langt Emil Jónssyni hefur tekist að koma sér frá þeim hugðar- efnum sem manni er tamt að tengja við sósialdemókrata. Skal nú nánar vikið að þvi. Pólitiskur vegur Emils Jóns- sonar hófst eins og kunnugt er á þvi, að Alþýðuflokksmenn i Hafnarfirði tókust af myndar- skap, sem margir hafa i minnum, á við þann vanda sem steðjaði að bæjarbúum, þegar einkafjár- magnið hafði gefist upp á að græða á störfum þeirra i krepp- unni. Þá var stofnuð bæjarútgerð, keyptir togarar og fleira i þeim dúr. Nú hefði mátt ætla, að Emil Jónsson hefði numið staðar við þessa daga, stoltur af þeim árangri sem hafnfirskir jafnaðar- menn náðu i slagnum við auð- valdið og kreppu þess. En þvi er ekki að heilsa. Þetta timabil er afgreitt með kæruleusri fljóta- skrift, þótt ekki gleymi höfundur að tiunda þær mannvirðingar sem á hann söfnuðust á þessum tima. Það gætir meira að segja afsökunartóns þegar minnst er á togaraútgerðina: ..Andstæðing- arnir vildu reyna að halda þvi fram, að hér væri Alþýðuflokkur- inn að koma i framkvæmd þjóð- nýtingarstefnu sinni, en svo sann- arlega var það ekki tilfellið, held- ur vorum við með stofnun þessa fyrtækis að reyna að draga sár- asta broddinn úr þvi atvinnuleysi sem þjakaði bæjarbúa”. Sist af öllu má rifja það upp að verklýðs- flokkur kunni önnur úrræði i efna- hagsmálum en auðvaldið — held- ur er eitt skásta timabil islensks sósialdemókratisma dregið niður- á stig einskonar góðgerðarstarf- semi („reyna að draga sárasta broddinn...”). Mikill er andskot- inn. Það er þá ekki heldur að undra þótt Emil Jónsson segi sem allra fæst um vinstrisinnaða stjórnmálaforingja (varla hann fáist til að geta þeirra með nafni), en leggi svo hvað eftir annað lykkju á leið sina i þvi skyni að hrósa leiðtogum Sjálfstæðis- flokksins fyrir mannvit og elsku- lega samvinnu. En þótt Emil Jónsson hafi mjög takmarkaðan áhuga á þeim gamla kratisma sem stóð yfir pólitiskri vöggu hans, þá er ekki þar með sagt að hann sé gjör- sneyddur pólitiskum áhugamál- um. Við eitt atriði nemur hann staðar, reynir að vera ýtarlegur, gerist mælskur, hleypir sér i til- finningaham. Þetta gerist þegar hann kemur að inngöngu Islands i Nató og hingaðkomu bandarisks herliðs upp frá þvi. Þar kom loks að þvi, að Emil vildi verja sin sjónarmið af kappi. Að visu er það gert með ósköp hversdags- legum dagblaöaleiðaraaðferð- um og röksemdum svo gatslitn- um, að það er ljóst að þessi fyrr- verandi utanrikisráðherra hefur aldrei kynnt sér neitt af þvi sem skrifað hefur verið um þróun kalda striðsins nema það sem HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS 1973 DREGIÐ A ÞORLÁKSMESSU EFLUM ÞJÖÐVILJANN Sumarhótcliö Hallormsstaö Vinningar eru að þessu sinni niu, allt ferðir fyrir tvo. Attundi vinningurinn er vikudvöl fyrir tvo á sumarhótelinu Hallorms- stað. Innifalin er flugferð frá Reykjavik til Egilsstaða og bilferð þaðan til Hallormsstaðar. Verðgildi þessa vinnings er kr. 35.000,00. Hallormsstaðaskógur er einn af fallegustu stöðum hérlendis. Skógurinn nær niður að Leginum og þar mætast gróðurinn og vatnið. Ekki hafa allir tslendingar komið i Hallormsstaðaskóg, en allir hafa þó heyrt um Atlavik. Þangað er skammt frá hótel- inu. Emil Jónsson sat i sjö stjórnum — siðast i þessu ráðuney li Jólianns llafsteins stóð i Mogganum fyrir svosem tuttugu árum. En það er allavega ljóst, að Nató og herinn eru hin einu hjartans mál Emils Jónsson- ar. Þetta kemur fram i smáu sem stóru. Hann birtir Nató-sáttmál- ann i heild. Hann fjallar með ó- dulinni gremju um þau firn, að Framsóknarflokknum og Alþýðu- flokknum skuli hafa dottið það i hug 1956, að best væri að láta her- inn fara. Lotning hans fyrir fjöl- skyldusælunni hjá Nató, þar sem fyrrnefndir „gáfna- og ágætis- menn” koma saman, er svo mik- ill, að manni liggur við að stansa. Emil er bersýnilega bölvanlega við þá utanrikisráðherra Dan- merkur og Noregs sem dirfast að fremja nokkur helgispjöll þar á Parnassinum: „Hann (Hartling) var formaður Vinstri flokksins i Danmörku, en virtist hala sér- stakan áhuga á að snúa einræðis- stjórnum Grikklands og Portúgal til réttari vegar...” „Allt voru þetta góðir menn og gegnir, en sá siðast nefndi (Cappelen frá Noregi) virtist hafa mikinn hug á að vlta Grikkland og Portúgal fyrir þeirra einræðisstjórnir”. Menn þurfa vist ekki að efa að hinn sósialdemókratiski utan- rikisráðherra Islands hafi kunnað betri borðsiði en þessir dólgar frá miðflokkum bræðraþjóðanná. Emil hefur vasast i miirgu, eins og fleiri flokksbra'ður hans, með- al annars setið i sjii ríkisstjórn- um. Það ma-tti vel hafa að mál- tæki, að margan bitlinginn hel'ur Drottinn búið til fyrir kratana sina. En þessi samantekt minnir menn fyrst og Iremst á að beina enn einu sinni til alma'ttisins þeirri brýnu spurnitigu: Til hvers'? Arni ltergiiiaiin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.