Þjóðviljinn - 02.12.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.12.1973, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. desember 1973. Ræöa Lúövíks Jósepssonar sjávarútvegsráðherra á aöalfundi LÍÚ í fyrradag: FISKIÐNAÐUR ER OKKAR STÓRIÐJA Góðir fundarmenn. Um leið og ég þakka ykkur fyrir að hafa gefið mé^ kost á að koma á þennan fund og ávarpa ykkur vil ég óska ykkur góðs gengis og farsældar i störfum. Eg veit að á ársfundum ykkar er jafnan fjallað um hin fjölbreyti- legustu mál, sem sjávarútveginn varða, allt frá minniháttar dæg- urmálum til stærstu og þýðingar- mestu mála. Fundir ykkar geta vissulega haft mikil áhrif á þaö, hvaða ákvaröanir verða teknar um rekstur og rekstraraðstöðu sjávarútvegsins í heild, þeirrar atvinnugreinar sem öllum öðrum fremur verður að telja undir- stöðuatvinnugrein i okkar þjóðar- búskap. Þær minútur, sem ég má taka af ykkar fundartima, vil ég gjarnan nota til að ræða um þrjú veigamikil atriöi, sem öll varða vöxt og viðgang islensks sjávar- útvegs. Þessi atriði eru: i fyrsta lagi landhelgismálið, I öðru lagi framkvæmdir I fiskiðn- aði og ný fiskiskip og i þriðja lagi rekstraraðstaða sjávarútvegsfyrirtækja og af- komuhorfur. Landhelgismálið Fg þykist vita, að margir séu orðnir nokkuö þreyttir á umræð- um um landhelgismálið og telji jafnvel ekki þörf á frekari um- ræðum um það, eftir samninga- gerðina við Breta. É-g get vel skiiið þá sem þannig hugsa, eftir þann umræðusprett sem fram fór um málið I sam- bandi við þá samninga. En við verðum að gera okkur grein fyrir, að við stöndum enn i miðri baráttunni fyrir þeim þýð- ingarmikla rétti okkar, sem land- helgismálið snýst um, þeim rétti, að við tslendingar ráðum einir yfir fiskimiðunum við landið, aö við einir getum sett allar reglur um fiskveiðar við landið og fram- fylgt þeim óumdeilanlega. Með útfærslu fiskveiðimark- anna í 50 mílur 1. september 1972 gerðumst við tslendingar forystu- þjóð I baráttu strandrikja fyrir víðtækum rétti til fiskveiðilög- sögu. Nokkrar þjóðir höfðu að visu áður lýst yfir stækkun fiskveiði- lögsögu út fyrir 12 milur og allt upp í 200 milur, en þar voru að- stæður aðrar en hér, og fram- kvæmdin önnur og áhrifagildið ó- sambærilegt við það sem hér var. Hér var um það að ræða, að litil og vopnlaus þjóð tók upp barátt- una, þó að i móti stæðu harðdræg- ustu andstæðingar viðrar fisk- veiðilögsögu. nokkrar stærstu og öflugusutu úthafsveiðiþjóðir i heiminum. Við mörkuðum skýra stefnu, tókum okkar rétt, lýstum vilja okkar til að semja um stutt- an umþóttunartima, enda væri þá eftirlitokkar og sérstök aðstaða á miðunum viðurkennd. Nú hafa orðið þáttaskil i þessari baráttu með bráðabirgðasamkomulaginu við Breta. bað er auðvitað algjör mis- skilningur, misskilningur sem verður að leiðréttast, þegar þvi er haldið fram að með samkomulag- inu við Breta höfum við „gefist upp i landhelgismálinu”, eða að með þvi samkomulagi hafi bar- áttu okkar i landhelgismálinu lokið. Vegna mikilvægis land- helgismálsins fyrir okkur tslend- inga, þ.e.a.s. gildis þess að við einir eigum réttinn til fiskimið- anna við landið, og vegna þess að við eigum enn eftir að standa i mikiiii baráttu fyrir þvi að fá þann rétt okkar viðurkenndan tii fulls, — þá er nauðsynlegt, að sem flestir tslendingar átti sig vel á þvi, hvað það er, sqm þegar hefir gerst i landhelgisbaráttu okkar og hvað er framundan í þeirri baráttu. Fyrri lotan Atök okkar við Breta um út- færsluna voru i tveimur að- greindum lolum. Fyrri lotan stóð frá útfærsludegi 1. sept. 1972 og til 18. mai 1973, þegar bresku togaraskipstjórarnir gáfust formlega upp og sigldu skipunum út fyrir 50 milna mörkin. Þessi lota stóð i rúmlega 8 1/2 mánuð. A þessum tima veiddu bresku tog- ararnir hér við land um 100 þús- und tonn af fiski samkvæmt brcskum fiskiskýrslum, með ærnum kostnaði og miklu sálar- slriði. Af okkar hálfu voru átökin á þessum tima ekki hörð, en þó áttu sér stað nokkrar góðar klipp- inga-hrotur. Atökin voru fyrst og fremst i formi taugastriðs. Bretar reyndu auðvitað að bera sig vel. Þeir gortuðu af g góðum afla og töldu allt ganga vel. Þvi miður tóku nokkur islensk blöð upp þennan áróður Breta og héldu þvi fram að barátta okkar væri gagnslaus. Þannig voru i hópi islendinga nokkrir aðilar, sem beinlinis hjálpuöu Bretum en drógu úr úthaldi okkar. Þessi undanhaidsáróður stóð yfir þar til bresku skipstjórarnir gáfust formlega upp og játuðu opinber- lega að þeir gætu ekki stundað hér veiðar til iengdar i fjandskap við tslendinga. Siðari lotan Siðari lotan i átökunum viö Breta stóö siðan i 4 1/2 mánuð, eða nokkuð fram i októbermánuð. Þann tima veiddu bresku togar- arnir undir herskipavernd og héldu sig yfirieitt i tveimur þröngum hópum við landiö. Auðvitað var þessi lota. ekki siður en hin fyrri. taugastriðs-lota. Og i þessarí lotu, eins og þeirri fyrri, höfðu Bretar vissulega sina mál- flytjendur i okkar liði. Dag eftir dag var á þvi klifað i vissum blöðum. að útfærsla landhelg- innarhefði „mistekist" og að allt gengi vel hjá Bretum. Sannleik- urinn var þó allt annar eins og siðar hefir komið i ljós. Bresku skipstjórarnir voru að gefast upp á herskipastjórninni. beir kröfðust þess að mega taka á sig þá áhættu aö leita út fyrir verndarsvæði herskipanna. Nokkrir skipstjórar voru kærðir og reknir fyrir þvermóðsku i þessum efnum. Þrýsíingurinn i deilunni óx og þar kom, að breska rikisstjórnin taldi sér ekki annað fært en að sigla herskipunum út fyrir 50 milurnar. Það samkomu- lag sem gerta var við Breta um miðjan október var ekki að minu skapi. eins og skýrt hefir komið fram. Það var mitt álit, að um I.úðvik Jósepsson, sjávarútvegs- ráðherra. miðjan október væri staða okkar m jög sterk i baráttunni við Breta. Vetur var framundan með ófyrir- sjáanlegum erfiðleikum fyrir herskipin, sem aldrei hefðu mátt koma inn fyrir 12 milurnar. Þau hefðu þurft að glima við islenska veturinn með yfirísingarhættu og öðru af þvi tagi. Og auk þess var staða Breta að veröa óbærileg fyrir þá i samskiptum þeirra við bandamenn sina. Það var skoðun min, að við ættum að semja við Breta. þó að staða okkar væri sterk. En ég dreg enga dul á, að ég vildi fá fram meira okkur ti'. handa en fékkst, og álit að til þess hefðum við möguleika. Um le.ö og ég segi þetta, vil ég taka skýrt fram, að vissulega tel ég þó, að i bráðabirgðasamkomu- laginu felist all-mikill áfangasig- ur fyrir okkur. Viðurkenna lögsögurétt okkar í reynd Það er mikilsvert, að fá Breta til að viðurkenna með samningi, að það sé við okkur að semja um veiðireglur innan 50 milna mark- anna. Það er mikilsvert, að fá þá til að draga úr sókn sinni á miðin, og til að viðurkenna tiltekin verndarsvæði þannig að skip þeirra megi ekki veiða nær landi en að 20 milum úti fyrir Vest- fjörðum og Austurlandi og á svæði fyrir Norðurlandi. Það er lika mikilsvert að þeir skuli i reynd viðurkenna lögsögurétt okkar á þessu svæði. 1 samkomu- lagið vantar hins vegar mörg mikilvæg ákvæði um að ólögleg veiðarfæri jafngildi broti á sam- komulaginu. Það verður hins vegar að segjast eins og það er, að litill var stuðningurinn sem þeir aðilar fengu frá samtökum, sem unnu að þvi , að fá fram æskilegar breytinar og lagfæring- ar á samkomulagsdrögum for- forsætisráðherranna, þvi forystu- menn ykkar hröðuðu sér sem mest þeir máttu að lýsa yfir stuðningi við samkomulagsdrög- in, — og töldu sig ekki þurfa að hafa neitt samband við sjávarút- vegsráðuneytið. Nokkur þáttaskil Samkomulagið við Breta tákn- ar nokkur þáttaskil landhelgis- baráttunni. Enn er ósamið við Vestur- Þjóðverja, sem knýja fast á um að fá veiðirétt fyrir verk- smiöjuskip og frystitogara, og aörar þjóðir biöa og vilja sjá hvernig fer meö þá kröfu. A haf- réttarráðstefnunni mun einnig verða háð hörð og æði tvisýn bar- átta um grundvallarstefnuna i fiskveiðiréttarmálum. Það er þvi miður rangt að við getum búist við því, að 200 milna reglan verði þar samþykkt átakalitið. Hið rétta er það, að margar þjóðir, sem vel geta fallist á 200 milna regluna, eru reiðubúnar til að samþykkja jafnframt viðtækan „sögulegan rétt” handa þeim þjóðum sem lengi hafa stundað veiðar á tilteknu hafsvæði. Verði eitthvað slikt samþykkt myndi það gera litið úr okkar eiginlega landhelgisrétti. Earátta okkar fyrir fullkomnu valdi yfir fiski- miðunum við landið mun halda áfram. Fullnaðar sigur okkar i þeirri baráttu mun velta á okkar eigin framgöngu. Ortökuraddir i okkar eigin liði eru hættulegar og þó er allt pólitiskt dekur við svo- nefndar erlendar vinaþjóðir það hættulegasta af öllu. Ný frystihús — ný fiskiskip Það málefni,sem ég tel að næst gangi landhelgismálinu að mikil- vægi fyrir islenskan sjávarútveg, er þær miklu framkvæmdir sem nú er unnið að i fiskiðnaði og jafn- hliða sú endurnýjun fiskiskipa- flotans sem nú fer fram. 11 ný frystihús eru nú i byggingu viðs- vegar um landið og ráðgerðar eru fleiri nýbygginar stórra fisk- iðnaðarstöðva. Stofnkostnaður þessara 11 frystihúsa var áætlað- ur 1386 miljónir króna, en mun verða allmiklu meiri. Þegar hefir verið unnið fyrir 5— 600 miljónir króna i þessum húsum. t 19 öðr- um frystihúsum hefir verið unnið að stórfelldum endurbótum og breytingum þar sem um hefir verið að ræða framkvæmdir, sem áætlað var að kostuðu frá 40 miljónum i húsi til 112 miljónir. Samtals voru endurbætur i þess- um 19 frystihúsum áætlaðar kosta 1172 milj. króna, en munu einnig kosta allmiklu meira i reynd. 1 þessum húsum hefir þegar verið unnið fyrir 8 — 900 milj. króna. Auk þessa hafa staðið yfir breyt- ingar og endurbætur, og fram- kvæmdir við nýja vélvæðingu i flestum öðrum frystihúsum er 4385 milj. króna og talið er sam- kvæmt fyrirliggjandi skýrslum að þegar hafi verið unnið fyrir 2030 milj. króna, eða sem nemur 46.3% af heildaráætluðum fram- kvæmdum. Framkvæmdakostn- aður mun þó vera orðinn nokkru meiri. Þessar miklu framkvæmdir hafa aðallega átt sér stað tvö s.l. ár. Ég veit, að ekki þarf að út- skýra i löngu máli fyrir ykkur, hvílik gjörbreyting hér hefur orð- ið i mörgum frystihúsum og hvaða þýðingu þessar fram- kvæmdir hafa i okkar fiskiðnaði. En samhliða þessu mikla átaki i fiskiðnaði hefir svo einnig verið unnið að stóreflingu fiskiskipa- flotans. Keyptir hafa verið og smiðaðir aðallega á tveimur sl. árum um 60 skuttogarar og all- mörg stór loðnu- og og sildarskip. Auk þess hafa bæst i fiskiskipa- flotann margir bátar af minni gerð. Hinir nýju skuttogarar hafa þegar sannað gildi sitt og þó alveg sérstaklega minni skipin, sem rekin hafa verið i nánum tengsl- um við fiskvinnslustöðvar i landi. Ljóst er af öllu, að þessi skip hafa mikla yfirburði sem togveiðiskip yfir þá togbáta sem mest voru notaðir áður. Þau veita sjómönn- um miklu betri kjör og betri að- búnað. Þau eru hagkvæmari i rekstri miðaö við aflamagn og mannafla, og þó er kannski breyt- ingin mest varðandi þá mögu- leika sem þau veita til að tryggja fiskiðnaðinum mikið og jafnt hrá- efni. Tryggja verður stöðugan og jafnan rekstur Þessar miklu framkvæmdir i frystihúsum, sem orðnar voru al- gjörlega óhjákvæmilegar m.a. vegna nýrra krafna um þrifnað og hollustuhætti og vegna nýrra tækniframfara, hafa auðvitað, ásamt með hinum nýju og miklu skipakaupum, kostað stofnlána- sjóð sjávarútvegsins — Fisk- veiðasjóð — mikið fé i auknum út- lánum. Heildarútlán Fiskveiðasjóðs voru þannig svo nokkur ár séu tekin til viðmiðunar: Arið 1969........ 508 milj. kr. Arið 1970 ....... 496 milj. kr. Arið 1971........ 842 milj. kr. Arið 1972........ 1230 milj. kr. Ariðl973áætl..... 1545milj.kr. og á næsta ári,1974,eru þau áætl. 1875 milj. kr. Ég legg áherslu á, að endurnýj- un frystihúsanna og kaup hinna nýju og afkastamiklu fiskiskipa verður að skoða og meta sam- eiginlega. Nýtisku frystihús, sem kosta 2 — 300 miljónir króna, eða endur- byggt- og ný-vélvætt hús, sem kostar 80 — 100 miljónir, verða ekki reikin af neinu viti, án þess að ráðstafanir séru gerðar til að tryggja mikið og stöðugt hráefni. Þeir timar eru liðnir að hægt sé að reka frystihús þannig að unnið sé aðeins i 2-3 daga i viku, eða 5 — 6 mánuði á ári. Vinnuafl fæst ekki i slíkan rekstur og útilokað er að þannig rekstur geti risið undir vöxt um og afborgunum af tugmiljóna stofnkostnaði. Nú verður að skipuleggja hráefnis- aðdrætti og tryggja stöðugan og jafnan rekstur. Hrotvinnan með algjörum eyðum á milli verður aö hverfa og getur horfið með nýjum fiskiskipum, nýju útgerðarlagi og , nýtisku aðstöðu i landi til að geyma fiskinn i góðum móttök- um. Endurbygging frystihúsanna og kaup nýju skuttogaranna hafa ekki gengið hljóðalaust fyrir sig. Setja skuttogarar þjóðarbúið á höfuðið? 1 grini hefir verið talað um, aö stefnan væri „skuttogari á hvert heimili” og ýmsir,,hagspekingar’ hafa klifað á þvi látlaust, að með kaupum þessara nýju skipa væri verið að stofna til skulda- söfnunar erlendis, sem sett gæti þjóðarbúið á höfuðið. Og þvi er ekki að neita, að jafn- vel úr röðum útvegsmanna sjálfra hefir i umræðum um þessi mál stundum verið meir rætt um tapið á skuttogurum og um að slik skip hefðu engan rekstarargrund- völl en að undirstrika réttlæti kaupanna og i rauninni lifs- nauðsyn okkar á þvi að eiga og geta rekið svona skip. Auðvitað er það rétt, að nýir skuttogarar eiga i vök að verjast rekstararlega séð og að ekki reynist mögulegt að greiða af þeim strax i byrjun 20% af afla i vexti og afborganir. En má ég spyrja, er það eitthvað nýtt i út- gerðarmálum okkar, að erfitt sé að láta ný skip standa undir öllum útgjöldum, eða 20% i vexti og afborganir? Dettur ef til vill einhverjum i hug, að í dag sé auðveldara að kaupa nýjan 105 rúml. bát fyrir um 70 milj. króna og láta hann á fyrsta ári greiða öll sin tilskildu útgjöld, að ég ekki tali um 20% af afla i vexti og afborganir? Og hvað um aðra nýja fiskibáta? Og dettur nokkrum i hug, að gert sé ráð fyrir þvi i samningum um rekstursgrundvöll hraðfrysti- húsa við verðákvörðun á fiski, að afborganirog vextir þeirra miðist við nýtt frystihús, sem kostar 2- 300 milj. króna? Nýjum skipum og nýjum tækjum fylgir viss vandi, vandi sem erfitt getur veriö að standa frammi fyrir, en þann vanda megum við ekki láta verða til þess að hrekja okkur frá og gera það, sem er rétt og óhjákvæmi- legt. Þann vanda verður að leysa, en ekki á þann hátt að hrópa þá niður, sem horfir til framfara. Fiskiðnaðurinn er okkar stór- iðja. Það er á útgerð fiskiskip- anna og i fiskvinnslunni i landi, sem við fyrst og fremst byggjum okkar þjóðarafkomu á. Það er þvi furðulegt, að þeir sem ganga fram fyrir skjöldu og krefjast meiri almennra bygg- inga, meiri framkvæmda i skóla- málum, meiri aðgerða i heil- brigðismálum, meiri lagningu vega, meiri ibúðabygginga og meiri framkvæmda á öllum sviðum tala um þáð að hættan á þjóðargjaldþroti stafi einkum af þvi, að keypt skuli ný fiskiskip og byggð ný frystihús. Hvernig hefði þjóðarbúskapur okkar staðið i dag, ef fiskiskipa- floti okkar og frystihúsin hefðu verið látin ganga úr sér og úreldast á svipaðan hátt og togarafloti okkar var látinn gera? Ætli þá hefði ekki komið færri krónur i rikiskassann og i kassa sveitarfélaganna og orðið heldur litið úr framkvæmdum og fram- förum i landinu. Rekstursaðstaða sjávarútvegsins Og hvernig er þá reksturs- afkoma sjávarútvegsins i dag? Þegar á heildina er litið, er hún tvimælalaust betri en hún hefir verið um langan tima. En afkoman er mjög misjöfn, i hinum einstöku rekstrargreinum. Rekstursafkoma loðnuverk- smiðjanna og fiskimjölsverk- smiðjanna almennt er tvimæla- laust mjög góð. Afkoma frysti- húsanna er lika allgóð, einkum þeirra, sem frysta mikið magn af loðnu. En staða frystihúsanna er þó misjöfn. Afkoma stóru loðnuskipanna og þeirra, sem jafnframt hafa stundað sildveiðar i Norðursjó.er lika góð. Hins vegar er afkoma togveiði- báta og humarbáta fremur léleg og rekstur margra báta og togara hefir gengið erfiðlega. Nýju skuttogararnir eru allir á fyrsta reynsluári. Afli þeirra hefir yfirleitt verið góður, en ljóst er að rekstur þeirra stendur ekki undir öllum umsömdum út- gjöldum á þessu ári. Nú hefir fiskverð hækkað mikið á þessu ári og ætti þvi reksturs- staðan að batna, ef rekstrargjöld hækka ekki meir á næsta ári en nemur fiskverðshækkun á þvi ári. Fiskveiðar okkar og fiskverkun er alltaf að verða fjölþættari og fjölþættari. Nýjar greinar hafa komið til og enn fleiri hljóta að bætast við áður en langt um liður. Ekki getur dregist lengi úr þessu, að við komum hér upp einni eða tveimur verksmiðjum, sem full- vinna sjávarrétti til útflutnings. Miklar likur eru ti þess, að góður markaður geti opnast fyrir slika framleiðslu i Evrópulöndum. Fiskverð á erlendum Sunnudagur 2. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Ekki eyðsla og sóun, heldur varanleg verðmæti Góðir fundarmenn. Ég hefi þegar orðið nokkuð langorður, en mig langar þó að lokum að minna hér á nokkrar athyglisverðar staðreyndir um rekstur þjóðarbúsins i dag, — staðreyndir, sem ég hygg að gott sé að hafa i huga, þegar menn eru hver um sig að glima við sin vandamál, eða kvarta og kveina og tala gjarnan eins og allt sé að farast. A þvi ári, sem nú er að liða, stöndum við ekki aðeins i meiri framkvæmdum i okkar fiskiðnaði en dæmi eru um áður, við stöndum ekki aðeins i þvi að veita viðtöku 30-40 nýjum skuttogurum og stórum fiskiskipum, heldur byggjum við einnig ibúðarhús fyrir 6 milljarða króna eða 50% meira en árið áður, sem þá vár met-byggingarár. Við höfum hafist handa um byggingar i þremur fiskihöfnum fyrir 1 miljarð. Við byggjum vegi á vegum rikisins fyrir 2 1/2 miljarð. Við byggjum meira af skólum og sjúkrahúsum en nokkru sinni áður. Viðhöfum flutt inn vörur i októ- berlok fyrir 24.6 miljarða króna á móti 16.0 miljörð. á sama tima árið áður. Og við tókum á okkur á þessu ári miljarðaútgjöld vegna jarð- eldanna i Vestmannaeyjum. Og höfum við þá ekki eytt og sóaðöllu, kann einhver að spyrja. Nei — þvi fer fjarri. 1 fyrsta lagi er nú það, að flest af þvi. sem ég hefi hér talið af framkvæmdum okkar á árinu, er ekki eyðsla eða sóun, heldur varanleg verðmæti. En auk þess er svo á það að lita, að á 10 fyrstu mánuðum þessa árs hafa innistæður okkar i bönkum aukist um 5757 miljónir króna borið saman við 2683 miljónir á sama tima árið áður. Með öðrum orðum, beinn peningalegur sparnaður i banka- kerfinu er helmingi mciri nú en árið áður. Og þrátt fýrir gifurlegan vöru- innflutning og mikla gjaldeyris- eyðslu á öðrum sviðum, þá hefir gjaldeyrisstaðan batnað. Og auk þessa má benda á, að sú lækkun krónunnar, sem sam- þykkt var fyrir tæpu ári siðan, hefir verið unnin upp aftur og verðgildi krónunnar er beinlinis meira nú gagnvart dollar en það var fyrir ári siðan. Atvinna hefir verið meiri og almennari um allt land en áður hefir þekkst. Kaupmáttur launatekna hefir aukistum 27% á tveimur árum og greiðslur til aldraðra og öryrkja hafa meir en tvöfaldast á sama tima. En þrátt fyrir þessa hagstæðu afkomu er við mörg vandamál að glima. Sumir hafa mestar áhyggjur af nýjum skuttogurum, aðrir af nýjum frystihúsum, enn aðrir af Framhald á 14. siðu Geir Ólufsson við tækin i fjurskiptudeild. (Myndir: A.K.) Veðurstofan í nýju húsi Öll starfsemi Veðurstof- unnar nema deildin á Kef lavíkurf lugvelli hefur nú verið f lutt í nýbyggingu stofnunarinnar á Öskjuhlíð austanverðri. Fram að þessu hefur verið heldur þröngbýlt hjá Veðurstof- unni, en stóraukið rými í nýja húsinu gefur nú, auk þess sem það breytir allri vinnuaðstöðu, möguleika á að taka upp nýjar aðferðir við veðurspár og að haga starfseminni í samræmi við kröfur timans, sagði Hlynur Sigtryggsson er hann sýndi blaðamönnum hin nýju húsakynni á f immtudaginn. Veðurstofan hóf starfsemi sina árið 1920 aö Skólavörðustig 3, sagði Hlynur. Húsnæði var þar litið, en þar sem starfsmenn voru aðeins þrir, mun aldrei siðan hafa verið rýmra um starfsliö Veöur- stofunnar fyrr en nú. Bráðlega þrengdist þó, og árið 1930 flutti Veðurstofan i Landssimahúsiö. Þaðan flutti hún um miðjan des- ember 1945 i Sjómannaskólann, sem þá var nýreistur, en veður- spádeild flutti þaðan á Reykja- vikurflugvöll i janúar 1950. ,,Eins fljótt og verða mætti" frá 1926 Akveðið var i lögum um Veöur- stofu tslands frá 15. júni 1926, aö reist skyldi hús fyrir Veðurstof- una eins fljótt og verða mætti. Þetta ákvæði var endurtekið litið breytt i nýjum lögum um Veður- stofuna frá 1958. Nefnd sett 1961 skilaði ári siðar áliti um húsnæðisþörf Veðurstof- unnar og gerði þá ráö fyrir, að hún þyrfti 1900 fermetra eða 5900 rúmmetra fyrir starfsemi sina. Vilyrði fyrir lóðinni á Oskjuhlið fékkst hjá borginni i október 1962 og sótti Veöurstofan þá þegar til fjárveitinganefndar alþingis um nokkurt fé til að geta hafið fram- kvæmdir næsta ár. Litið gerðist þó i málinu um sinn, en 1967 veitti alþingi 300 þús. kr. til undirbún- ingsvinnu við bygginguna, en ári áður hafði minnihluti fjárveit- inganefndar borið fram tillögu til fárveitingar i sama skyni. 1970 voru veittar tiu miljónir til byggingaframkvæmda, næsta ár 15 og siðan 26 árin 1972 og '73 og á- ætlun er um 9,5 árið 1974. Það heföi þvi ekki staðið á fjárveiting- um siðan verkið hófst, i ágúst 1970, sagði veðurstofustjóri, og var þakklátur viðkomandi ráð- herrum. 6679 rúmmetrar 1 húsinu, sem er mjög vandað og fallega frá gengið, rúmast all- ar deildir Veðurstofunnar, en þær eru veðurspádeild, fjarskipta- deild, veðurfarsdeild, áhalda- deild, jarðeðlisfræðideild og skrifstofa stofnunarinnar, en flugveðurstofa er eftir sem áður starfrækt á Keflavikurflugvelli. Er húsið 16x40, 5 metrar, 6679 rúmm., heildargólfflötur 2183 ferm ., það er 3 hæðir og kjallari, efsta hæðin inndregin að hálfu. Veðurstofan notar ekki alveg allt húsnæðið nú, er hálf hæð leigð Veiðimálastofnun rikisins. Fyrsta verkiö Arkitekt var Skarphéðinn Jóhannsson, en að honum látnum sáu Guðmundur Kr. Guðmunds- son og Olafur Sigurðsson um teiknun innréttinga. Aðrar teikn- ingar gerðu Verkfræðistofa Braga Þorsteinssonar og Eyvind- ar Valdemarssonar, Sigurður Halldórsson verkfræðingur og Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen, en verktakar voru Ingi- mar llaraldsson og Hafsteinn Júliusson, Trésmiðja Austurbæj- ar, Þórir Lárusson, Geislahitun hf. og Nýja Blikksmiðjan. Innkaupastofnun rikisins, l'ramkvæmdadeild.annaðist útboð og framkvæmd verksins i heild. Mun bygging Veðurstofuhússins vera fyrsta verk, sem gert er samkvæmt lögum frá 12. mai 1970 um skipan opinberra fram- kvæmda. Talan 40 Það kom fram i spjalli við veðurstofustjóra og nánuslu sam- starfsmenn hans, að alls vinna hjá Veðurstolunni á sjötta tug manna, 35 i deildum Veðurstof- unnar i Reykjavik og 22 á Kefla- vikur flugvelli. Talan 40 gengur i gegn i starf- seminni og eru þannig samanlagt um 40 veðurathuganastöðvar úti um land auk um 40 svokallaðra veðuifarsstöðva, sem senda fregnir 3svar á dag, 40 úrkomu- mælingastöðvar senda lregnir daglega og u.þ.b. 40 skip scnda Veðurstofunni skeyti. Alræmt fyrir lægðirnar Ekki álitu þeir veðurfræðing- arnir erfiðara að spá fyrir veðri hér á lslandi en annarsstaðar, Framhald á 14. siðu Úr veöurspádeild. Knútur Knudsen veðurfræöingur i símanuin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.