Þjóðviljinn - 18.12.1973, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. desember 1973.
UÚOVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverð kr. 360.00 á mánuði
Lausasöluverð kr. 22.00
Prentun: Blaðaprent h.f.
HERINN FARI - STJÓRNIN SITJI
Að undanförnu — ekki sist eftir full-
veldisleiðara Tómasar Karlssonar —
hefur nokkuð borið á tortryggni i garð
forustumanna Framsóknarflokksins
vegna herstöðvamálsins. Á það hefur
verið bent hér i blaðinu að ályktanir kjör-
dæmisþinga Framsóknarflokksins væru
mjög eindregnar i þá átt að kref jast brott-
farar hersins og vitnað hefur verið til
ummæla formanns og varaformanns
Framsóknarflokksins, sem hafa verið
mjög ótviræð. Á fundi Samtaka her-
stöðvaandstæðinga á laugardaginn var
bættist ritari Framsóknarflokksins, Stein-
grimur Hermannsson, i þennan hóp. Hann
lýsti þvi yfir að sér væri það kappsmál að
herinn færi á skömmum tima. Það væri
stefna Framsóknarflokksins að herinn
færi, spurningin væri aðeins hvernig hann
færi og á hvað löngum tima. Mikilvægast
nú væri að ná samkomulagi, sem allir
stjórnarflokkarnir gætu staðið að sam-
eiginlega, um það hvernig brottför hersins
yrði háttað og siðan yrði Bandarikja-
mönnum gert að samþykkja þá niðurstöðu
islensku ríkisstjórnarinnar ella verði
gripið til uppsagnar samningsins frá 1951.
Slika úrslitakosti taldi Steingrimur að við
ættum að setja Bandarikjamönnum sem
allra fyrst.
Steingrimur Hermannsson ræddi enn-
fremur það fyrirheit frá samningnum um
aðild að NATO 1949, að hér skyldi ekki
vera her á friðartimum. Taldi hann ólikt
friðvænlegra i heiminum i dag en þegar
Atlantshafsbandalagið var stofnað. Stein-
grimur harmaði þær raddir innan Fram-
VANRÆKSLA VIÐREISNARSTJÓRNARINNAR
Athygli almennings hefur að undan-
förnu beinst nokkuð að ástandinu i raf-
orkumálum. Það stafar ekki sist af þvi að
stjórnarandstöðublöðin hafa tiundað bil-
anir i rafmagnskerfum ákaflega sam-
viskusamlega, sem telja nú óhætt að
ráðast á núverandi rikisstjórn i raforku-
málum i trausti þess að almenningur
þekki ekki undirrót vandans. Staðreyndin
er sú, að flest vandamálanna stafa af van-
rækslu viðreisnarstjórnarinnar, sem i raf-
orkumálum sá ekkert nema i tengslum við
erlenda fjárfestingu. Núverandi rikis-
stjórn hefur hins vegar efnt til margvis-
legra framkvæmda i raforkumálum og er
með annað i athugun sem mun gjörbreyta
ástandinu þegar þar að kemur. En allar
framkvæmdir við mikil mannvirki taka
langan tima.
Frá þvi að Magnús Kjartansson tók við
forustu i raförkumálum Islendinga hefur
átt sér stað gjörbreyting. Nú er stefnt að
samtengingu með þvi að leggja raflinu
norður i land, framkvæmdir eru að hef jast
við Sigöldu og framkvæmdir eru i fullum
gangi við Mjólká og Lagarfljótsvirkjun,
sóknarflokksins sem mæltu gegn þvi að
herinn færi i samræmi við margitrekaðar
flokkssamþykktir Framsóknarflokksins
og samkvæmt loforðunum frá 1949.
Steingrimur kvaðst ekki vera sáttur við
tillögu Alþýðuflokksins — það yrði að vera
alveg ótvirætt að herinn færi.
,,Ég vil leysa þetta mál á þann hátt að
herinn fari, en núverandi rikisstjórn
sitji,” sagði Steingrimur Hermannss on
ennfremur á fundi herstöðvaandstæðinga.
Þjóðviljinn birtir kafla úr ræðu Stein-
grims Hermannssonar annars staðar i
blaðinu, en vill sérstaklega taka undir það
sem siðast var vitnað til úr máli hans. Það
bendir til þess að framsóknarmenn geri
sér glögga grein fyrir þvi að efndir þeirra
fyrirheita sem gefin hafa verið eru for-
senda stjórnarsamstarfsins.
stefnt er að virkjum Kröflu og þannig
mætti lengi tiunda. Auk þessa hefur
iðnaðarráðuneytið falið verkfræðistofu að
gera áætlun um það hvernig unnt megi
vera að flýta framkvæmd áætlunar um
hagnýtingu innlendra orkugjafa til húshit-
unar i stað oliu. Þannig er nú og hefur frá
myndun núverandi rikisstjórnar verið
unnið markvist að framkvæmdum i raf-
orkumálum sem munu leysa þann vanda
sem vanræksla viðreisnarflokkanna
skapaði og er enn að koma niður á lands-
mönnum.
Hvað gerir
ISI vegna
framkomu
iþrótta-
manna i
þjónaverk-
falli?
Þjóðviljinn spurði forseta
tþróttasambands Islands, Gisla
Halldórsson, að þvi i gær hvað
tSl hyggðist gera vegna fram-
komu þeirra iþróttamanna,
glimu- og lyftingamanna, sem
hafa gefið sig i að varna þjónum
verkfallsvörslu i deilu þeirra við
veitingahúsaeigendur.
— í lögum okkar er voðalega
litið um það þegar menn brjóta af
sérúti i bæ, sagði Gisli, þannig að
við eigum erfitt með að taka á
svona máli fyrr en það hefur þá
verið rannsakað. Ég tel að þeir
séu ekki fengnir i þetta sem
iþróttamenn. Við ætlum að ræða
þetta á fundi á miðvikudag, en
það er ákaflega erfitt fyrir okkur
að taka á þessu.
Mér finnst leitt að menn sem eru
framarlega i iþróttum skuli vera
að blanda sér i svona deilu. En
það er erfitt fyrir iþróttahreyf-
inguna að bera ábyrgð á þessu,
þar sem innan hennar eru 50
þúsund manns, sagði Gisli enn-
fremur. úþ
BIBLIAN i heild — eða einstök
rit hénnar — hefur nú verið þýdd
og prentuð á 1500 tungumálum af
um 3000 núlifandi málum, og um
90% jarðarbúa hafa Ritninguna á
móðurmáli sinu nú. Islendingar
voru meðal fyrstu 20 þjóða heims,
er eignuðust Ritninguna á móður-
máli sinu, þ.e. Nýja Testamenti
Odds Gottskálkssonar árið 1540
Ekkert lát á frostinu
„Stendur sennilega í marga daga ”, segja veðurfrœðingar
Enn lierjar froslið grimmt
ogaðsögit veðurfræðinga mun
svo lialda frani um skeið. i
fyrrinótt var kaldast i bvggð
21 stig á Grimsstöðum en 23
stig á hálendinu. Þá voru 13
stig i Kevkjavik. 15 á Akur-
eyri, 17 á llæli i Hreppum og 14
stig viðast á Vestfjörðum. Unt
miðjan dag i gær var enn 13
stiga frost i Reykjavik.
Astæðan fyrir þessum gaddi
er þrálát norðanátt sem komin
er norðan úr tshafi og hefur
safnað i sig brunakulda á ferð
sinni yfir hafisbreiðuna milli
Grænlands og Jan Mayen. Að
þvi er Knútur Knudsen veður-
fræðingur tjáði blaðinu,
megum við búast við að þetta
kuldakast standi i marga
daga.
Mikil ófærö
Hjá Vegagerðinni fengum
við þær upplýsingar að frá
líeykjavik er fært um Borgar-
fjörð og i Dali um Heydalsveg
en vestan Gilsfjarðar er allt
ófært og allir fjallvegir á Vest-
fjörðum lokaðir. Holtavörðu-
heiði er lokuð og færð var
mjög tekin að þyngjast um
Skagafjörð i gær. Bjuggust
menn við þvi að ófært væri
orðið um Vatnsskarð og til
Siglufjarðar.
A Norðausturlandi voru allir
fjallvegir ófærir. Út frá Egils-
stöðum var fært til Reyðar-
fjarðar og Eskifjarðar en að
öðru leyti var allt ófært á
Austurlandi. Öfært er um
Lónsheiði og Almannaskarð
og Breiðamerkursandur var
ófær i gær en þar stendur til að
reyna að moka i dag.
A Suðurlandi er allt fær*
austur að Mýrdalssandi en
hann hefur verið iokaður i
viku og sömuleiðis Skaftar-
tungurnar. Þar var gerð til-
raun til að moka i gær en ekki
vitað um árangur af þvi.
Þótt fært sé talið i nágrenni
Reykjavikur er mjög viða
mikil hálka á vegum. -ÞH
Túrbínan komin til Hafnar
Átti að fara í gang í nótt
Um fimmleytið i gær
kom Hekla meö túrbinu-
vélina langþráöu til
Hafnar og stóöu vonir til
þess aö hægt væri að koma
henni i gang i nótt. Geta þá
Hornfirðingar aftur kynt
hús sin á fullum dampi.
Ástandiö skánaði heldur um
helgina en þá barst Kaupfélagi A-
Skaftfellinga 200 kólóvatta vél
sem sá fyrirtækjum þess fyrir
rafmagni. Fyrir bragðið var hægt
að tviskipta bænum i
skömmtunarsvæði og fékk hvort
svæði rafmagn i tvo tima i einu en
var rafmagnslaust i tvo tima á
móti.
í gær var 14stiga gaddur á Höfn
og norðanrok. Að sögn frétta-
ritara blaðsins á staðnum voru öll
Viðlagasjóðshúsin tóm. Flestir
ibúanna höfðu flúið til Rey-kja-
vlkur en nokkrir bjuggu á
hótelinu.
Túrbínan nægir
orkuþörfinni
Gastúrbina sú sem Horn-
firðingar fá frá Seyðisfirði fram-
leiðir 1200 kilovött. Henni til við-
bótar eru disilstöðvar sem fram-
leiða 690 kilóvött. Er þvi örkuþörf
staðarins fullnægt þvi hámarks-
álag er 1600 á þessum tima árs en
nokkuð hærra þegar vertiðin
stendur.
liins vegar brennir hún mun
meiru en venjulegar disilstöðvar.
Er talið að hún þurfi hálfu meira
magn af hráoliu til að framleiða
sömu orku og venjuleg disilstöð
eyðir.
Ekki truflanir
annars staöar
Ekki urðu neinar bilanir á
öðrum orkusvæðum en á Höfn.
Viða olli krap þó erfiðleikum. 1
Laxá féll orkuframleiðslan úr 18
megavöttum niður i 15 i fyrrinótt.
Olli þetta talsverðum erfiðleikum
þvi álagið var geysimikið vegna
kuldans. Hjá Landsvirkjun dró
einnig úr afköstum en ekki svo að
til vandræða yrði.
Andvigir frumvarpi um
ly f j af ramleiðslu
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
i efri deild lögðust gegn þvi að
frumvarp það sem Magnús
Kjartansson hefur lagt fram fyrir
hönd rikisstjórnarinnar um lyfja-
framleiðslu nái fram að ganga.
Þrir þingmenn ihaldsins i efri
deild töluðu gegn frumvarpinu og
vildu, að þvi yrði 'visað frá með
rökstuddri dagskrá.
Frumvarpinu var að umræðu
lokinni visað til 3. umræðu, og
voru brevtingartillögur dregnar
baka til 3. umræðu svo og tillögur
ihaldsins um frávisun með rök-
studdri dagskrá.
Helgi F. Seljan, formaður heil-
brigðis- og tryggingamálanefnd-
ar efri deildar, átti i höggi við
ihaldsfulltrúana. Helgi gagnrýndi
afstöðu Sjálfstæðisflokksins.
Rikið er fólkið i landinu: á mál-
efni þess verður að lita með hags-
muni heildarinnar fyrir augum,
en ekki til þess að koma fótum
undir gróðaspekúlanta, sagði
Helgi.