Þjóðviljinn - 18.12.1973, Síða 8

Þjóðviljinn - 18.12.1973, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 18. desember 1973. Hugleiðing um frumv. til laga um breytta f óst u r eyð i nga I ögg j öf Um þessar mundir liggur fyrii Alþingi eitt umdeildasta frum varp, sem fram hefur komið um langa hrið. Hér er aö sjálfsögðu átt við frumvarp til laga um fóstureyðingar og ófrjósemisað- gerðir, eins og það heitir fullu nafni. Margir hafa lagt orð i belg, og er það aö vonum, þegar um svo þýöingarmikið mál er aö ræða. Þetta málefni, frjálsar fóstur- eyðingar, er þess eölis að ávallt er nokkur hætta á, að málflutnig- urinn einkennist meira af tilfinn- ingasemi en yfirvegaðri skyn- semi. Ég ætla mór ekki þá dui, að I efirfarandi hugleiðingum muni takast að forðast þessar veilur. Það sem ég hef i huga, er tilraun til að skoða þetta málefni, frjáls- ar fóstureyðingar með hliðsjón af þeim umræðum, sem átt hafa sér stað I fjölmiðlum og á umræðu- fundum að undanförnu og ég hef heyrt og séð. Allir nefndarmenn voru sammála Fóstureyðingarfrumvarpið á- samt greinargerð og nefndaráliti er vel og samviskusamlega unn- ið. Einna merkilegasti og at- hyglisverðasti þátturinn i frum- varpinu er ákvæðið i 9. grein, sem gerir ráð fyrir sjálfsákvörðunar- rétti konunnar varöandi fóstur- eyðingar. Og það sem gefur á- kvæðinu gildi, er sú staðreynd, að öll nefndin, sem vann að samn- ingu frumvarpsins, er á einu máli um réttmæti þessarar niðurstöðu. Og að henni standa m.a. tveir læknar, Tómas . Helgason og Pétur Jakobsson, sem lengi hafa verið i fararbroddi á sviði heil- brigðismála. Ekki virðist þó sem allur al- menningur vilji una slikum mála- lokum. Nei, öðru nær. Kröftum mótmæli hafa komið fram i fjöl- miðlum alveg sérstaklega varð- andi tvennt. Annars vegar for- dæming á fóstureyðingu*n al- mennt. Hins vegar það, sem lýtur að sjálfsákvöröunarréttti kon- unnar. Það eru einkum prestar, sem hefja nú upp raust sina og fordæma fóstureyöingar, sem ó- réttmætanlegar. Við getum öll verið sammála um, að bezt væri, að aldrei þyrfti að gripa til þess- arar aðgerðar, alveg eins og æskilegast væri, að engir sjúk- dómar væru til eða yfirleitt neitt, sem hrjáir mannfólkið. En alveg eins og sjúkd- eru til, þá vitum að einnig, að fóstureyðingar hafa verið leyfðar i þessu landi undir vissum kringumstæðum um margra áratuga skeið. Þannig var t.d. fjöldi löglegra fóstureyð- inga árið 1964, 82 og árið 1971 voru framkvæmdar 130 fóstureyðing- ar. Ekki minnist ég þess að áður en fyrrnefnt frumvarp kom fram, ,hafi prestar mótmælt fóstureyð- ingarlöggjöfinni, eins og hún hef- ur verið hér frá þvi fyrir strið. Réttur fóstursins til að lifa er oft nefndur sem röksemd gegn fóstyreyðingum. Hér mun fyrst og fremst átt við hinn siðferðilcga rétt, þvi mér vitanlega er hinn lagalegi réttur mjög óljós, og menn eru ósammála um, hvenær þessi réttur verður til. Þessa rök- semd um rétt fóstursins til að lifa getum við varla notazt við, þegar við höfum haft löggjöf um ára- tugi, sem heimilar fóstureyðingar við ákveðnar aðstæður. Það er með öðrum orðum stundum rétt- lætanlegt að eyða lifi en stundum ekki. feg hef heyrt karlmenn lýsa þvi yfir, að fóstureyðingar væru ekki réttlætanlegar, en hins vegar væri nauðsynlegt að geta gert undantekn ingar, ef um fátækt og basl móður væri að ræða. Svona geta greindir menn hlaupið á sig, Eftir Margréti Margeirsdóttur félagsráögjafa þegar skilning á grundvallarat- riðum vántar.... t»ar með er konunni veittur sjálfsagður réttur Um framkvæmd núgildandi löggjafar verður ekki fjallað hér. En menn mega vera slegnir mik- illi blindu, ef þeir sjá ekki, hversu óumræðilega niðurlægjandi það er og hefur veriö fyrir konur, sem sækja um fóstureyðingu, að þær sjálfar skuli ekki hafa haft nokkur áhrif á gang mála. Þær hafa verið meðhöndlaðar eins og óabyrgir einstaklingar, sem ekki eru færir um að taka ákvörðun um persónulega hagi sina. Og nú stendur styrrinn um það, hvort ekki beri að stefna áfram á þess- ari braut, — að láta ákvörðunar- valdið vera i höndum annarra aðila en konunnar sjálfrar. Ef frumvarpið verður hinsveg- ar óbreytt eins og það liggur fyrir nú, verður stefnunni snúið við á þann veg, að konan fær sjálf á- kvörðunarvaldið. Þar með er konunni veittur sjálfsagður réttur og viðurkenning á þvi, að hún sé talin fær um að vita, hvað henni er fyrir beztu hvað viðkemur barneignum. Hingað til hafa það verið karlmenn, sem axlað hafa þessa byrði fyrir konur! Mörgum læknum óar við, að sjálfsákvörðunarrétturinn verði i höndum konunnar. Þeir eru hræddir um að verða viljalaus verkfæri i höndum löggjafans. Hvað mættu þeir segja, ef þeir hefðu verið i sporum kvenna, sem einskis hafa mátt sin, hvorki gagnvart lögum né læknum. Læknar óttast, að fóstureyðing- um muni fjölga og að þær verði notaðar sem getnaðarvörn (Er hægt að verjast getnaði eftir að hann hefur átt sér stað?). Ýmis- legt fleira er tint til frá læknis- fræðilegu sjónarmiði i þeim til- gangi að sýna fram á, hversu hættuleg þessi aðgerö er. að hún geti valdið ófrjósemi og haft jafn- vel alvarlegri afleiðingar. Mig grunar þó, að læknar séu ósam- mála i þessum efnum. Ég hef heyrt lækna segja, að það sé miklu hættulégra að fæða barn en að ganga gegnum fóstureyðingu. Ekki er verið að útmála fyrir verðandi mæðrum áhættuna, sem þungunin getur haft i för með sér né heldur hvað fæðingaráverki getur þýtt fyrir barnið. Skref í átt til jafnréttis Ég fæ ekki skilið, hvers vegna konan á að vera háð ákvörðunar- valdi læknisins i fóstureyðingar- málum. Og ég fæ heldur ekki skil- ið, hvers vegna læknar sækja svo fast að fá ákvörðunarréttinn i sin- ar hendur. Finnst þeim ekki nóg að fást við sjúkdóma, þó að þeir þurfi ekki lika að taka persónu- legar ákvarðanir fyrir sjúklinga sina? Akvarðanir, sem geta ráðið úrslitum um lifsferil konunnar. En það eru fleiri en læknar, sem berjast gegn frjálsum rétti konunnar i þessum efnum. Það eru meira að segja konur i þeim hópi. Nú hefur það verið svo i ald- anna rás, að ef hrófla á við mót- uðu kerfi, sem stuðlar að undir- okun einstaklingsins, þarf ævin- lega mikla baráttu. Hið rikjandi vald reyrir einstaklinginn i viðjar og reynir að halda þeim við, þvi að þegar fjötrarnir falla, i hvaða mynd sem það er, ógnar hið nýja frelsi forréttindum annarra hópa i þjóðfélaginu. Þetta skulum viö gera okkur ljóst. Ef konan fær frjálsan á- kvörðunarrétt, eykst val d henn- ar. Þetta er skref I átt til jafnrétt- is. En hlutverk konunnar og það mynztur, sem henni er þröngvað inn i, hefur tiltölulega litið breytzt i grundvallaratriöum, þrátt fyrir allt. Hún er ennþá metin fyrst og fremst eftir þvi, hvort hún er góð móðir og eiginkona, húsmóðir og þar fram eftir götunum. Sem sagt ennþá konan, sem lýtur forsjá karlmannsins. Konan hefur ekki verið alin upp til að hugsa sjálf- stætt og taka ákvarðanir á eigin spýtur. Þrællinn er heldur ekki alinn upp við frelsi, sem gerir hann hæfan til að hugsa sjálfstætt. Húsbóndi hans segir honum fyrir verkum. Og hvað gerist svo, þeg- ar þrælnum er gefið frelsi? Kann hann að nota það? Kunna konur að nota sér frelsiö? Margir eru hræddir um, að svo veröi ekki, að þær muni misnota það. Þess vegna er ekki vert að hætta á neitt. Það er þetta sem felst ó- beint i skoðunum þeirra, sem vilja ekki að konur fái frelsi til að taka örlagarikar persónulegar ákvarðanir, þ.e. hvort óvelkomin þungun á að leiða til barnsburðar eöa ekki. Fegurð og helgi mannlifsins Vikjum nú örlitið að öðru atriði, vegna þess hve mikið það kemur við sögu i sambandi við umræður um fóstureyðingar, en það er feg- Maður freistast til að halda, að þeir sem sjá lifið út frá þessum hugtökum, lifi utan og ofan við þetta svokallaða daglega lif, þar sem þvi miður fleiri hliðar blasa við en fegurð og helgi. Við tsleningar erum ekki einir i heiminum, aðeins dálitið ein- angraðir frá öðrum þjóðum, en þó ekki meira en svo, aö við vitum svolltið hvað er að gerast i lifi annarra þjóða. Sjónvarpið flytur inn á heimili okkar hinar átakan- legustu myndir að deyjandi börn- um vegna hungurs. Þúsundir barna i Afriku og Asiu eru ofur- seldar þessum örlögum. Hvað með fórnarlömb Viet-Nem striðs- ins, mæður og börn? Hvað skyldu börnin vera orðin mörg, sem napalm eitursprengjur hafa grandað eða gert örkumla? Hvað með börnin á Norður-trlandi, sem búa við ofbeldi og blóösúthelling- ar frá blautu barnsbeini? Sem betur fer höfum við tslendingar ekki af þessum hörmungum að segja, en við eigum okkar ,,feg- urö” engu að síður. Tökum sem dæmi konuna, sem leitaði aðstoö- ar vegna 16 ára dóttur sinnar, sem átti von á barni. Stúlkan haföi gefizt upp siðasta veturinn á skyldunámi. Hafði ekkert unnið siðast liöiö hálft ár. Barnsfaðirinn var ókunnur. Móðir stúlkunnar vissi engin deili á honum. A heim- ilinu voru sjö börn konunnar, en auk þess ársgamalt barn elztu dótturinnar 18 ára. Heimilisfaðir var drykkjusjúklingur og vann aðeins með köflum. Þessi kona var gersamlega út- slitin af barneignum og batsi, sliguð af þreytu og áhyggjum. Nú var enn eitt barn á leiðinni, sem enginn kærði sig um og ekkert pláss var fyrir. Er það nokkuð undarlegt, þótt manni slái fyrir bróst, þegar siðferðispostular fordæma frelsi konunnar til að öðlast sjálfsákvörðunarrétt i fóstureyðingarmálum, veifandi jafnfram mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafn- rétti, frelsi og bræðralag manna á meðal. Það er svo þægilegt að geta friðaö samvizkuna með þvi að vitna i sáttmála S.Þ. eða Bibli- una um að allir eigi að vera jafn- ir. Skortur á innsæi i mannleg vandamál Eitt er það vopn, sem beitt er leynt og ljóst i baráttunni gegn fóstureyðingum og það er að höfða til sektarkenridar og samvizkubits hjá konum. Og þá eru nú aðferðirnar ekki af verri endanum. Blaðamenn birta myndir af fóstrum ásamt viðeig- andi texta, sbr. Timann frá 2. des. s.l. Yfirljósmóðir Fæðingarheim- ilis Reykjavikur, sem talaði á fundi læknanema laugard. 8. des. s.l.,dró upp hinar óhugnanleg- ustu myndir af konum, sem höfðu látið eyða fóstrum og ekki voru spöruð lýsingarorðin þar, fremur en hjá prestum, sem notað hafa tækifærið og fléttað nokkrum vel völdum orðum inn i stólræður sin- ar. Mér finnst ekki óeðlilegt, þó að fólk hafi mismunandi skoðanir á þessu máli eins og öðrum, en mér finnst það i hæsta máta ó- smekklegt og bera vott um tak- markalausan skort á innsæi i mannleg vandamál að leyfa sér slikan málflutning. Eða var til- gangurinn sá, að konur sem feng- iðhafa fóstureyðingu og á þennan boðskap hafa hlýtt, yrðu niður- brotnar af sektarkennd og sam- vizkubiti? Það er fróðlegt frá fé- lagslfræðilegu sjónarmiði að velta fyrir sér, hversu þessi til- finning, sektarkenndin. er notuð til að rugla fólk i riminu i bókstaf- legum skilningi. Sektarkennd, er oft orsök taugaveiklunar og slæmrar geðheilsu. Þess vegna væri ekkert undarlegt, þó að geð- heilsu islenzkra kvenna væri mun meira ábótavant en raun ber vitni. Konum er álasað fyrir það að vinna utan heimilis, ef þær eiga börn. Þar er reynt að ala á sektarkennd þeirra gagnvart börnunum, sem þær eiga að van- rækja. Séu konur bara heima, hafa þær samvizkubit yfir þvi að vinna ekki arðbær störf, sem ein- hvers eru metin i þjóðfélaginu. Nú heyrast raddir um, að ef fóstureyðingar verði frjálsar muni menntakonurnar nota tæki- færið, af þvi að þær ,,nenni” ekki að hugsa um börnin sin. Hvernig er hægt að ætlast til þess, að kon- ur geti búið við alla þessa for- dóma og jafnframt haldiö and- legu jafnvægi? Og nú höfum við náð svo langt, að mæld hefur ver- ið sektarkennd kvenna i prósent- tölum. Nú er hægt að benda á niöurstöður úr könnun, sem gerð var á hópi kvenna, sem fengið höfðu löglega fóstureyðingu og kemur fram, að 9,2% hafa fundið fyrir verulegri sektarkennd, en 18,4% fundu um tima til vægra sjálfsásakana og eftirsjár, eins og segir i skýrslunni. Þessi könn- un er vel unnin og er þetta ekki gagnrýni á hana, en ég bendi á þetta hér, vegna þess að þessar tölur viröast draga að sér athygli og þær verða notaðar á markviss- an hátt. Tviskinnungsháttur á mörgum sviðum Fróðlegt væri aö vita, hvernig sektarkennd karlmanna kæmi út, ef hún væri mæld og sett upp i linurit, segjum t.d. að slik könnun yrðir gerð á hópi, sem hefði svikið undan skatti.. Eða öðrum hópi, sem ekki stendur i skilum með barnsmeðlög. Hver höfðar til sektarkenndar feöra, sem aldrei láta sig hið minnsta varða um ó- skilgetin börn sin, eins og dæmin eru mörg um? Þetta er dregið hér fram til að benda á þann tviskinnungshátt, sem gegnsýrir þjóðfélag okkar á mörgum sviðum. Nærtækt er.að benda á afstöðu löggjafans til kynferðisfræðslu fyrir unglinga. 1 flestum skólum og á mörgum heimilum er bann við þvi að tala upphátt um slika hluti. Engu að siður lifa unglingar frá 13 — 14 ára aldri kynlifi eins og fullorðið fólk. Margir eru einnig farnir að nota áfengi á þessum aldri. Eðli- leg afleiðing af þessu er m.a. sú að hlutfallstala óskilgetinna barna hér á landi, sem flest eru fædd af unglingsstúlkum, er sú hæsta a.m.k. i Evrópu. Jafnframt er haldið að fólki þeirri kenningu, að þetta sé hinn eðlilegi gangur lifsins, og að móðurástin sé á- sköpuð hverri konu, sem barn el- ur, rétt eins og augnalitur eða andlitsfall. En málið er langt frá þvi að vera svo einfalt. Móðurást, eða réttara sagt foreldrakærleik- ur, er einn sá þáttur sem einstakl- ingurinn er ræktaður tilfinninga- lega þvi heilsteyptari sem per- sónuleikinn er, þeim mun betri uppalandi getur hann orðið, ef ytri aðstæður eru hagstæðar. Unglingsstúlkur, sem hlotið hafa lélegt uppeldi og eru tilfinn- ingalega vanræktar, öðlast ekki neinn þroska við að eignast börn, allra sizt ef barnið er óvelkomið. Margar þeirra geta ekki sýnt þvi ástúð eða hlýju, vegna þess að þær fóru sjálfar á mis við slikt at- læti i bernsku sinni. Oft kemur þetta einmitt fram i aukinni van- liöan hjá þessum stúlkum, sem snýst upp i kæruleysi gagnvart barninu, en slfelldri leit að ein- hverju sambandi v.fullorðna. Oft lendir uppeldi þessara barna meira og minna á ömmunum, sem eru þó oftast búnar að fá nóg meö uppeldi sinna eigin barna. En samvizkan varnar þeim þess að hlaupast undan merkjum, og áfram er reynt að þrauka. Félagslegir sjúkdómar og vandamál virðast fara vaxandi hér á landi. Geðsjúklingum fer fjölgandi, sömuleiðis drykkju- sjúklingum bæði konum og körl- um. Hópar barna og unglinga þurfa að dveljast langtimum á stofnunum, vegna þess að heimili þeirra eru komin i rúst. Þetta eru staðreyndir, sem við verðum að horfast i augu við, hvort sem okk- ur likar það betur eða verr. Frjálsar fóstureyðingar leysa vissulega ekki úr þessum vanda, en slik löggjöf er þó spor i þá átt, að veita konum rétt til að stjórna þvi sjálfar, hvenær þær vilja og telja sig geta eignast börn og hvenær ekki. Margrét Margeirsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.