Þjóðviljinn - 18.12.1973, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 18.12.1973, Qupperneq 14
14 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. desember 1973. Umsóknir um styrk úr Fínnska JC-sióðnum Finnski JC-sjóðurinn er stofnaður af Junior Chamber Finnlandi og Junior Chamber Islandi með fé, sem safnað var í Finnlandi og Svíþjóð með sölu límmiða með íslenzka fánanum. Markmið sjóðsins er að styrkja skólanám unglinga frá Vestmannaeyjum á aldrinum 14—19 ára, utan Vestmannaeyja. Styrkveiting JC-sjóðsins nær til hverskonar náms, nema skyldunáms og háskólanáms. Umsækjendur geta verið aðstandendur styrkþega eða styrkþegi sjálfur. Ef styrkþegi nýtur fjárhagsaðstoðar frá fjölskyldu sinni, er styrkurinn greiddur til fjölskyldunnar. Stjórn sjóðsins skipa. Erkki Aho, Kouvola, Finnlandi, Jón E. Ragnarsson og Ólafur Stephensen, Reykjavík. Endurskoðendur eru: Rolf Zachariassen, Heilola, Fiimlandi og Reynir Þorgrímsson, Kópavogi. Utfyllt umsóknareyðublöð skal senda til: Finnska JC-sjóðsins, pósthólf 579, Reykjavík. Eyðublöðin skulu hafa borist fyrir 31. Des. 1973 Skrifstofur bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum og í Hafnarbúðum afhenda umsóknareyðublöð og gefa jafnframt nánari upplýsingar. fFINNSKÍ JC SJÓÐURINN PÓSTHÓLF 579 REYKJAVÍK Þökkum samúft vegna andláts og útfarar ELÍSABETAR DAVÍÐSDÓTTUR. Aftstandendur Felldu 20 manns ROAA 17/12 Hópur Pale- stínuaraba hóf í dag skot- hríð í biðsal Fiumicino- f lugvallarins í Róm. Drápu þeir 20 manns og særðu 40 til viðbótar. Þá köstuðu þeir sprengju inn í flugvel frá Pan American og rændu síðan Boeing-þotu frá þýska flugfélaginu Lufthansa. Hesthús- bruni í Reykjavík Eldur kom upp i einu af hest- húsunum i Viöidal viö Iteykjavik sl. laugardagskvöld. 1 húsinu voru nær 30 hestar og tókst aö bjarga þeim öllum nema þremur sem drápust úr reykeitrun. Eldurinn mun hafa kviknað þegar veriö var að reyna að þýða vatnsrör i húsinu með eldlampa. Siökkviiiðinu i Reykjavik tókst að slökkva eldinn á rúmum klukku- tima. -S.dór Ritlaun Framhald af bls. 16. Pálsson, Erlingur E. Halldórs- son, Geir Kristjánsson, Gréta Sigfúsdóttir, Guðbergur Berfs- son, Guðmundur Danielsson, Guðmundur Frimann, Guðmund- ur G. Hagalin, Guðrún frá Lundi, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Karlsson, Gunnar M. Magnússon. Halldór Kiljan Laxness Hannes Pétursson, Hannes Sigfússon, Haraldur Sigurðsson, Heiðrekur Guðmundsson. Indriði G. Þor- steinsson, Jakob Jónsson, Jenna og Hreiðar Stefánsson, Jón | Oskar, Jón úr Vör. Jónas Guðmundsson, Jónas Kristjáns- son. Jökull Jakobsson. Kristmann Guðmundsson, Magnea frá Kleif- um. Matthias Johannessen, Nina Björk Árnadóttir, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Ólafur Haukur Simonarson, Páll Sigurðsson, Sigurður Róbertsson, Stefán Hörður Grimsson. Stefán Július- son, Stéinar Sigurjónsson, Thor Vilhjálmsson, Tómas Guðmunds- son, Vésteinn Lúöviksson, Vil-, borg Dagbjartsdóttir, Yngvij Jóhannesson, Þórbergur Þórðar-j son, Þorsteinn frá Hamri, Þor- steinn Thorarensen, Þráinn Bertelsson. BSRB Framhald af bls. 1 sú upphæð er að visu aftasta þrep I lægsta launaflokki, sem nú er 10. launaflokkur. Sú tala kemur eftir að visutöluhækkunum siðan i sumar hefur verið bætt þar við. Samt sem áður er skrefið, sem stigið er i tveimur lægstu launa- flokkunum, 18—25% kauphækkun I þetta sinn að viðbættum rúm- lega 6% kauphækkun á samnings- timabilinu. Á sama tima fá aðrir starfshópar 3—7% launahækkun strax, en rúmlega 6% á samn- ingstimabilinu. Þetta er stærsta skief, sem við höfum stigið til jöfnunar á launum. — En hvað gerist, ef aðrir kynnu að semja betur eða allt öðruvisi en þið? — Það fer eftir þvi hvers eðlis samningar annarra verða. Undir- staða okkar takmarkaða samn- ingsréttar er samanburður við kjör annarra starfshópa á frjáls- um markaði. Komi i ljós, að kaup einstakra starfshópa, t.d. sér- hæfðra starfshópa, eða háskóla- genginna manna, verði hærra en kaup hliðstæðra starfsmanna hjá okkur, mun það gefa okkur á- stæðu til að krefjast endurskoð- unar kjara okkar, en til þess er heimild i lögum. — Hverskonar heimild er það? — Ef aðalmennarog verulegar kaupbreytingar verða, má krefj- ast endurskoðunar samnings, og ef starfshópar, sem er haldið niðri hjá okkur vegna launajöfn- unar, fá meira annars staðar, þá munum við ekki una þvi. — Nú má segja að þetta sé bara hálfur samningur — óútfylltur rammi? — Já, bandalagsfélögin eiga að leggja fram kröfur sinar um röð- un einstaklinga og starfhópa fyrir 1. febrúar inn i þennan ramma. Efalaust munu þau gera ein- hverjar kröfur um hækkanir á röðum starfsheita. Það verður samningamál hvers félags fyrir sig við Fjármálaráðuneytið. — En ef mikið ber á milli, hvað verður þá? — Ef ekki semst fyrir 1. mai næstkomandi fer sá ágreiningur fyrir Kjaradóm. Þannig getur verið að sum félögin semji, en önnur lendi með sin mál fyrir Kjaradómi. þ.e. ágreining um röðun og sérákvæði um vinnu- tima. Það er til dæmis um það samið að um ýmis vinnutimaá- kvæði kennara, sem falla ekki inn i þessi almennu ákvæði, verði fjallað i þessum sérsamningum. — Verður þá ekki strax byrjað á þessu? — Jú, það er i lögum BSRB að sérstök nefnd starfi með félögun- um að þessari samningagerð ef þau óska eftir. Þá vil ég vekja athygli á þvi að við fengum nú i fyrsta sinni inn i samningana bráðabirgðaákvæði um réttindi trúnaðarmanna á vinnustöðum. — Þetta var hörð lota hjá ykk- ur undir lokin. — Það voru mikil fundahöld frá miðvikudegi fram undir morgun, frá fimmtudegi og fram undir morgun og samfellt frá eftirmið- degi á föstudag fram yfir mið- nætti aðfaranótt sunnudags og skrifað var undir. — Voru allir búnir að vaka þetta lengi? — Oll okkar nefnd, sem var skipuð þrjátiu rikisstarfsmönn- um. Auk þess sátu fundina full- trúar bæjarstarfsmanna, sem eiga eftir að gera sina samninga, en vitað er að verða I samræmi við þessa samningagerð. Bæjar- starfsmenn hér i Reykjavik og nágrenni fylgdust daglega meö þvi sem var að gerast og sátu fundina. Menn komu lengra að á ýmsum stigum samninganna til skrafs og ráðagerða. SJ Herinn Framhald af bls. 1 flokksins og samkvæmt loforð- unum frá 1949. Skoðanir kynnu, að verai nokkuð breytilegar um það á hve löngum tima herinn eigi að fara. Hann kvað það eðlilegt markmið, að herinn færi á kjörtimabilinu, en sumir vildu kannski teygja þetta upp i 2 — 4 ár. Hvort brott- för ætti sér stað á einu ári eða þrem árum væri að sinum dómi ekki aðalatriðið, heldur hitt að frá þessu verði endanlega gengið með samkomulagi stjórnarflokk- anna allra Það er nú brýnt verkefni, að stjórnarflokkarnir geri með sér samkomulag um það, hvernig brottför hersins verði hagað, og setji það samkomulag siðan fram sem úrslitaksoti við Bandarikja- menn, sem þeir þá annað hvort fallast á, eða kalla fram uppsögn varnarsamningsins ella. —Þannig tel ég að eigi að standa að þessum málum, sagði Steingrimur. Það verður að marka skýra og örugga stefnu, og ég efast ekki um að mikill meiri- hluti f’ramsóknarmanna stendur einhuga um þá stefnu, að herinn fari. Steingrimur sagðist vilja Ieggja áherslu á yfirlýsingu ólafs Jóhannessonar á alþingi i siðasta mánuöi um það, að ef ekki náist samkomulag við Bandarikja- menn, sem rikisstjórnin i heild geti sætt sig við, þá yrði lögð fyrir alþingi tillaga um heimild til upp- sagnar samningsins frá 1951 þegar alþingi kemur saman á ný eftir þinghlé i vetur. Þessa yfir- lýsingu kvaðst Steingrimur vilja gera að sinni, og sagðist telja hana þá lang mikilvægustu, sem fram hefði komið i málinu. Stjórnarflokkarnir þurfa sam- eiginlega að marka örugga og skýra stefnu. Vafasamt er að nokkuð þýði að vera að biða eftir tilboðum frá Bandarikja- mönnum. Steingrimur sagðist ekki vera sáttur við tillögu Alþýðuflokksins —(fataskiptin), — þaft yrfti að vera alveg ótvirætt, aft herinn færi. Við yrðu að ætlast til þess, að NATO—þjóðirnar væru fúsar til að standa við samþykktirnar frá 1949 um, að hér væri ekki her á friðartimum. Sjálfur sagðist Steingrimur vera fylgjandi þvi eins og áður, að tslendingar tækju þátt i Atlandtshafsbandalaginu, en það ætti alls ekki að þýða, að hér væru erlendar herstöðvar á friðartimum. Hann minnti á fjöl- margar samþykktir kjördæmis- þinga Framsóknarmanna nú að undanförnu um að herinn ætti að fara frá tslandi, m.a. samþykkt kjördæm isþings Framsóknar- manna i Reykjaneskjördæmi, sem gerð var einróma. Þetta er þáttur i okkar sjálf- stæðisbaráttu, sagði Steingrimur, og ég kann þvi ákaflega illa, aft islensk æska alist upp vift aft lita á herinn i Keflavik scm fastan punkt i umhvcrfinu eins og Esjuna. —Ég vil leysa þessi mál á þann hátt aft herinn fari, en núverandi rikisstjórn sitji, voru lokaorft Stcingrims. Flugfreyjur Framhald af bls. 1 Chicago og 2 Flugfélagsvélar voru i Kaupmannahöfn. Loftleiðir sendu um helgina fimm „öryggis- verði” til New Y0rk. Var taliö lik- legt að þeir yrðu látnir fljúga til Evrópu i gærkvöldi ef samningar næðust ekki. Tveir þessara „öryggisvarða” eru stúdentar en hinir þrir eru yfirmenn Loftleiða. Ekki tókst blaðinu að afla öruggra upplýs- inga um það hvernig flugfé- lögunum hefði gengið að fá stúdenta til að annast verkfalls- brot fyrir sig en vitað er að til- raunir voru gerðar til þess, einkum i lögfræði- og viðskipta- deildum. Til dæmis gekk sonur forstjóra Flugfélagsins sem stundar viðskiptafræðinám á milli skólafdlaga sinna og falaðist eftir þeim til þessara starfa. Mun hann hafa náð nokkrum árangri og sýnir það vel stéttarvitund stúdenta i þessum deildum. Eins og skýrt hefur verið frá var þess farið á leit við Stúdenta- ráð að það hefði milligöngu við útvegun „öryggisvarða” úr röðum stúdenta en þvi var hafnað. Hins vegar bauðst Stúdentaráð til að verða flug- freyjum innan handar með verk- fallsverði ef þær óskuðu þess. —ÞH Flugfreyju verkfallið Sáttafundur með flugfreyjum stóð ennþá er blaðið fór i prentun i gærkvöld Taiið var liklegt að samkomulag næðist.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.