Þjóðviljinn - 06.02.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.02.1974, Blaðsíða 1
MOWIUINN Miðvikudagur 6. febrúar 1974 — 39. árg. — 30. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐVERZLA í KRON ÍL' '-*T •** * * Eðvarð Sigurðsson: Yerkalýðsfélögin bregðist fljótt og vel við Eðvarð Sigurðsson Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, cr formaður samn- ingancfndar verkalýðsfélaganna i yfirstandandi kjarasamningum við atvinnurekendur. i tilefni af tilmælum 30 manna samninganefndarinnar til verka- lýðsfélaganna i landinu um að boða vcrkfall frá og með 19. þ.m. náðum við tali af Eðvarð. Eðvarð sagðist fyrst og fremst vilja leggja áherslu á það, að verkalýðsfélögin bregðist fljótt og velvið tilmælunum um verkfalls- boðun, sem tilkynnt var um i fyrradag. Hann kvaðst telja óhjá- kvæmilegt að ganga frá verk- fallsboðun nú til að fá einhverja frekari hreyfingu i samningamál- in, en það væri von samninga- manna verkalýðshreyfingarinnar að atvinnurekendum færi nú að skiljast að koma yrði lengra til móts við kröfur verkalýðshreyf- ingarinnar. Um stöðuna i samningunum taldi Eðvarð, að ekki væri neitt nýtt að segja. Aður hefur komið fram að atvinnurekendur hafa boðið 9,5% hækkun á lægstu laun og 3% til viðbótar að ári liðnu. Hins vegar hafa verkalýðsfélögin lækkað sina kröfu úr um 40% hækkun á lægstu laun i um 30% hækkun. Um aðrar kröfur, sem eru fjöl- margar hefur allmikið verið rætt en yfirleitt ber enn mikið á milli. Einnig eru meira og minna i gangi viðræður um sérkröfur ein- stakra sambanda og félaga. Það er i höndum trúnaðar- mannaráða verkalýðsfélaganna að boða til verkfalls, en nú þegar hafa trúnaðarmannaráð allra stærstu verkalýðsfélaganna i landinu slika heimild i höndunum frá almennum félagsfundum og ná félögin, sem i þeim sporum standa yfir meginþorrann af fé- lagsmönnum verkalýðshreyf- ingarinnar á tslandi. Gæftaleysi á Vestfj ördum en sæmilegur afli þegar gefur — Það er ekki hægt að segja annað en að afli liafi verið sæmi- legur það sem af er árinu, þegar gefur, en gæftaleysi hefur verið hér mikið undanfarið, sagði Guð- mundur Friðgeir Magnússon á Þingeyri er við ræddum við hann i gær. Guðmundur sagði að tveir dagróðrabátar væru nú gerðir út frá Þingeyri og hefði afli þeirra beggja verið sæmilegur. Þeir róa báðir með linu. Annar báturinn heitir Fjölnir og aflaði hann tæp 110 tonn i janúar en hinn, sem heitir Framnes, var með 95 tonn. Þetta er ekki svo slæmt, cn gæfta- leysihefurkomiðivcg fyrir meiri afla. Það sem af er febrúar hafa bát- arnir ekki komist út fyrr en i gær að annar þeirra fór á sjó. A Þing- eyri er gerður út skuttogari, sem keyptur var frá Noregi i haust er leið og hefur hann aflað sæmi- lega. Mikil atvinna hefur verið á Þingeyri siðan hann kom til landsins. Guðmundur sagði að enn væri varla hægt að tala um að vertið væri komin i fullan gang á Vestfjörðum, en senn færi að liða áð þvi að svo yrði. Tiðarfar hefur verið mjög um- hleypingasamt fyrir vestan i all- an vetur. Miklir kuldar i nóvemb- er og desember en uppúr áramót- um hlýnaði og hefur haldist sæmilega hlýtt siðan en umhleyp- ingasöm tið, sagði Guðmundur. Frá Patreksfirði er sömu sögu að segja og frá Þingeyri að þar hefur afli verið sæmilegur þegar gefið hefur á sjó, en það hefur verið litið það sem af er árinu. Frá Patreksfirði eru gerðir út 7 bátar. Róa 6 með linu en einn er á netum. Afli linubáta hefur verið frá 3 tonnum uppi 10 tonn i róðri sem er sæmilegur afli um þetta leyti árs. Afli Isaf jarðarbáta hefur einnig verið sæmilegur en ógæftir hafa hamlað veiðum þar eins og á vel- flestum stöðum á Vestfjörðum. —S.dór í DAG Skrá yfir lóðaúthlutun i Seljahverfi, siða 7 Reykjavikurmótið skákskýringar, siða 6 Ólafur Haukur Simonarson skrifar Jóni Þórar- inssyni, dagskrárstjóra, siða 8 Loðnubræðsla hófst i Reykjavik í gær. Fyrsti reykurinn stigur frá verk- smiðjunni á Kletti. Ljósm. S.dór. Fyrrverandi lögfræðingur Nixons vitnar: F orsetinn var mútuþegi mjólkur- framleiðenda WASHINGTON 5/2— Upplýst var i dag að Herbert W. Kalm- bach, fyrrum persónulegur lögfræðiráðunautur Nixons forseta, hefði borið fyrir rétti að forsetinn hefði þegið hundr- að þúsund dollara mútu af mjólkurframleiðendum, og hefði það fjármagn verið not- að til að njósna um stjórn- málaandstæðinga Nixons i kosningabaráttunni fyrir sið- ustu forsetakosningar. Kalmbach gaf þetta upp i réttarhöldum, sem risu af kæru sem Ralph Nader. lög- maður og neytendafrömuður, lagði fram út af ásökunum þess efnis að mjólkurfram- leiðendur hefðu hjálpað Nixon forseta um 427.500 dollara til kosningabaráttu hans. Hefði Nixon siðan launað mútuna með auknum framlögum af almannafé til stuðnings mjólkurframleiðslunni. Mútufé þetta var lagt i sér- stakan sjóð til kosningabar- áttunnar, og segir Kalmbach að alls hafi tvær miljónir doll- ara verið i hann lagðar. Sjóð- urinn var stofnaður að fyrir- lagi H.R. Haldemans, for- manns starfsliðs Hvita húss- ins, og Kalmbach fékk fyrir- mæli um að borga ekkert út úr sjóðnum án leyfis frá Halde- man. LOÐNAN: 50 skip með afla síðasta sólarhring Allt þróarrými þrotið. Aðeins hægt að landa i skarð þess sem brætt er — Heildarafli orðinn 144 þús. tonn Enn er mokveiði á loðnunni og ekkert lát virðist ætla að verða þar á, nema hvað úr þessu er hætta á að skortur á þróarrými dragi úr veiðunum. Nú er svo komið að á öllum höfnum frá Vopnafirði og suöur með til Faxa- flóahafna er allt þróarrými þrotið og ekki hægt að landa meira magni en þvi sem fyllir skarð þess sem bræðist. Að sögn loðnu- nefndar er nú farið að greiða flutningsstyrk til Bolungarvikur. Siðasta sólarhring tilkynntu 50 skip afla samtals 13 þúsund tonn og var Guðmundur RE aflahæst- ur með 770 tonn, en Börkur sem keppir við Guðmund RE um efsta sætið á þessari vertið var á leið á miðin eftir að hafa landað svip- uðu magni og Guðmundur fékk i gær. Þau skip sem þarna fengu afla sigla til þeirra hafna sem hægt er að losna við eitthvað af loðnu og dreifist það á svæðið frá Vopnafirði til Faxaflóahafna. 1. gær streymdu skip til Akraness en þar var allt að fyllast og öruggt að þróarrými myndi þrjóta þar i gærkveldi. Þá er og þess að geta, að enn er ekki farið að landa loðnu til verk- smiðjunnar i örfirisey, en von- ast er til að hún byrji að taka á móti loðnu i dag eða á morgun. Hinsvegar er allt orðið fullt hjá fiskimjölsverksmiðjunni á Kletti. Þar hófst bræðsla i fyrrinótt. Aðal loðnuveiðisvæðið er nú út- af Knarrarós. Það er þvi æði löng sigling til Faxaflóahafna fyrir loðnuskipin svo maður tali nú ekki um ef skipin ætla að sigla til Bolungarvikur. Ekki er talið lik- legt að skipin sigli til Vopnafjarð- ar eða Raufarhafnar, enda er það svo að það eru ekki nema allra stærstu skipin sem geta siglt þangað núna veðurs vegna. Heildaraflinn á loðnuvertiðinni er nú kominn i 144 þúsund tonn sem er tæplega 100 þúsund tonn- um meira en á sama tima i fyrra. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.