Þjóðviljinn - 06.02.1974, Side 14

Þjóðviljinn - 06.02.1974, Side 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. febrúar 1974. Rækja Framhald af bls. 4. a. leyfin eru bundin við báta, sem skrásettir eru við Húnaflóa b. skipstjóri og eigandi eða eig- endur báts verða að hafa verið búsettir á svæðinu i a.m.k. eitt ár c. ef margir eru eigendur báts eða ef t.d. hlutafélag er eig- andi, er við það miðað, að a.m.k. 50% eignarhluta sé i höndum manna búsettra á svæðinu. Tillitið til þess, hve mikið rækjustofninn er talinn þola, kemur fram i þvi, að ákveðið hefur verið hámarks aflamagn, sem leyft verður að taka úr Fló- anum á yfirstandandi rækjuver- tið. Hefur þar verið farið eftir til- lögum Hafrannsóknastofnunar- innar. Ýmis skilyrði leyfisbréfa um veiðarnar sjálfar lúta einnig að verndun rækjustofnsins. Má þar nefna ákvæði um lágmarks- stærð þeirrar rækju, sem veiða má, og ákvæði um stærð rækju- varpna. Rækjuveiðileyfi sem út eru gef- in fyrir Húnaflóa, miðast við, að allur rækjuafli viðkomandi báts sé unninn til manneldis i viður- kenndri rækjuvinnslustöð á leyfissvæðinu. Með „viður- kenndri” rækjuvinnslustöð er átt við rækjuvinnslu, sem fullnægir öllum skilyrðum Fiskmats rikis- ins varðandi búnað og hreinlæti, og hefur viðurkenningu þess til starfsemi sinnar. Ráðuneytið telur sig ekki hafa vald til þess að banna mönnum að setja á stofn rækjuvinnslustöðvar, en hins vegar hefur ráðuneytið tjáð Framkvæmdastofnun rikisins þá skoðun, að., nægilega margar stöðvar séu nú fyrir hendi á þessu svæði, og hefur ráðuneytið þannig mælt gegn þvi að lána- fyrirgreiðsla verði veitt að svo stöddu til stofnana slikra fyrir- tækja. SENDI8ÍLÁSTÖDIN HF Duglegir bílstjórar Hjálp Við erum tvær 23 ára rólegar og reglusam- ar stúlkur utan af landi, önnur er i Hl. Er ekki einhver sem getur leigt okkur? Nánari upplýsingar i sima 83158 eftir kl. 18. Bikarglíma Framhald ,af bls. 10. hafa borist mótanefnd Glimu- sambandsins, pósthólfi 997, Reykjavik, fyrir 12. febrúar n.k. Afturkallast þvi tilkynning um Bikarglimu fuliorðinna þann 16. febrúar og Bikarglimu unglinga og drengja þann 17. mars. Galopið bréf Framhald af bls. 9. tækju attur upp sitt eðlilega túngutak, hættu öllum grimuleik á skjánum og náttúruleg kimni- gáfa þeirra fengi á ný notið sin. Það mætti jafnvel segja mér að þetta eftirlit með þeim hefði góð áhrif á lýðræðissiðgæðið i land- inu, og að þjóðinni tækist þannig að koma i veg fyrir ýmis afdrifa- rik glappaskot. Auk þess sem að þú þyrftir ekki framar að hafa áhyggjur af takmarkaðri skemmtigetu LSDdeildar sjón- varpsins. Þarna væri ykkur séð fyrir skemmtilegum og áhuga- verðum framhaldsmyndaflokki án enda. Alþingis-fjölskyldan, gæti flokkurinn heitið. En þetta var útúrdúr. Nú held ég áfram með tillögurnar. 2. Ég legg til að embætti út- varpsstjóra verði lagt niður. Það hefur aldrei sannast, það ég viti til, að útvarpsstjóri gegni nauðsynlegu eða lifandi hlutverki við sköpun og flutning efnis i hljóðvarpi eða sjónvarpi. Þvi ætti að leggja niður embætti útvarps- stjóra, nema auðvitað að honum takist að sanna ómissandi þátt sinn. Þá mun ég og draga tillög- una til baka. En einsog er virðist mér það fullmikil rausn að hafa mann i embætti við að syrgja liðna tið á gamlárskvöld. Jafnvel þótt hann tæki uppá þvi nýmæli aö vilja spá fyrir um framtiðina. 3. Ég legg til aö embætti dag- skrárstjóra verði lögð niður. Hvað gera þeir eiginlega? Ekki semja þeir efnið? Ekki flytja þeir efnið? Ekki stjórna þeir upptök- um á efninu? Kannski þeir séu á þönum um bæinn til að hvetja menn að skapa gott útvarpsefni? Ef svo er þá hefur það farið fram- hjá mér. Ég legg til að i stað dagskrár- stjóranna starfi útvarpsráð fullan LEIKFANGALAND Leikfangaland Veltusundi l.Simi 18722. úrval leik- fanga fyrir börn á öllum aldri. — Póstsendum. Styrkir til háskólanáms í Rúmeniu Rúmensk stjórnvöld bjóða fram tvo styrki handa islensk- um stúdentum til háskólanáms i Rúmeniu námsárið 1974—75, en til greina kemur, að styrkurinn verði fram- lengdur til að gera styrkþega kleift að ljúka háskólaprófi i námsgrein sinni. Það er skilyrði, að styrkþegi stundi nám i rúmensku fyrsta árið og standist próf að þvi loknu. Styrkfjárhæðin er 1.660 lei á mánuði, og styrkþegi er und- anþeginn greiðslu kennslugjalda. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 4. mars nk. Umsókn fylgi stúdentsprófskirteini á ensku, frönsku eða þýsku, ásamt fæðingarvottorði og heilbrigðisvottorði á einhverju framangreindra tungumála. — Sérstök um- sóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 31. janúar 1974. m i 7 WÆ : 1 AUSTUR-AFRÍKA HEILLAR Naíróbí er höfuðborg Kenya. Þar er þægilegt að vera þótt borgin sé aðeins 160 km sunnan miðbaugs. Ástæðan er sú, að Nairóbí er 1 800 m yfir sjávarmáli. Þarna er a8 sjá fíla, nashyrninga, flóð- hesta og zebradýr auk fjölda annara sér- kennilegra dýra- og fuglategunda. Heillandi baðstrendur Mombasa við Ind- landshaf, en þar eru líka óvenjulegir sjó- stangarveiðimöguleikar. Austur-Afríkuferðir geta verið á ýmsu verði eftir gæðum og timalengd. Hér er dæmi um verð á ..Minisafari” ferð SAS, sem miðast við hópferðarfargjald héðan til Kaupmannahafnar: 83.520.00 kr. fyrir tíu daga ferð j verðinu er innifalið: Flugferð frá Reykjavik til Naíróbí, gisting í 7 nætur í Kenya, morgunverður, hádegismatur og kvöldverður. Auk þess gisting i Kaup- mannahöfn eina nótt á leið til Kenya og aðra nótt á leið þaðan til Reykjavíkur. Spyrjið ferðaskrifstofurnar, þær veita frekari upplýsingar S4S •. Laugavegi 3 sfmar 21199 og 22299. Eiginkona min ARNÞRÚÐUR SÍMONARDÓTTIR Safamýri33 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. febrúar kl. 1.30. Fyrir hönd ættingja og vina, Þökkum auðsýnda vináttu og samúð við andiát og útför systur okkar og mágkonu EDITHAR DAUDISTEL Clara og Rudolf Larris, Monna og Freimut Larris. vinnudag frá þvi 9 f.h. til 5 e.h. Ráðið taki sér stöðu i hópi annars starfsliðs, verði vettvángur fyrir umræðu og skoðanaskipti, örvi menn til sköpunar og tilrauna. Ráðið hætti hinu pólitiska span- góli. Ég hef það mikla trú á al- mennri skynsemi, að ég er sann- færður um að óhlutdrægni yrði sjálfkrafa afleiðtng opinnar um- ræðu um daglegar uppákomur. Einsog nú horfir hafa dag- skrárstjórar nær ótakmörkuð sjálfsköpuð völd (þvi það er engin reglugerð til um verksvið þeirra), þeir eru litlir furstar i dæmum sinum. Menn hafa auðvitað getað áfrýjað dómum dagskrárstjór- anna til útvarpsráðs, en það hefur reynst mörgum erfiður gángur, sérstaklega i tið fyrri ráða, og jafnframt hefur margur maður- inn ekki komið auga á þá leið til að hnekkja dóm- um dagskrárstjóranna. Út- varpsráð hefur verið i of laus- um tengslum við daglegan rekst- ur úrvarpsins. Að sitja eftirá og harma og kveina, það er pólit- ík firringarinnar. Hin beina vits- munalega umræða ein getur komið i veg fyrir uppákomur á borð við þá er fréttastofa sjón- varpsins hundsaði 4000 manna fund i Háskólabfói. Ef útvarpsráð hefði starfað með þeim hætti sem ég legg til, þá hefði svivirða af þessu tagi aldrei viðgengist. Það er auðvitað algjörlega ó- verjandi að dagskrárstjóra, t.a.m. Lista- og Skemmtideildar Sjónvarpsins, skuli einum slns liðs ætlað að meta allt það efni sem berst aö deildinni. Þótt viðkomandi dagskrárstjóri væri bæði list- elskur og gæddur listrænum hæfileikum, þá er honum ekki ætlandi, og raunar engum manni, að sjá svo vitt, að bera svo næmt skyn, að brenna af sllkum lifandi áhuga, að hann fái axlað þá ábyrgð sem það er að vera einn dómari i máli svo margra. 4. Ég legg til að starfsmenn Hljóðvarps og Sjónvarps komi á atvinnulýðræðiá vinnustöðum sin- um. Einsog áður er drepið á eru þessar stofnanir nú piramidalaga valdabyggfngar. Þetta er hið al- menna einkenni á rikisstofnunum i þjóðfélaginu. Það sem kallað hefur verið firrfng (eða fjörrun) er bein afleiðfng þess að valdið hleðst þar á fáa, og þessir fáu verða engu siður en hinir sem sviptir eru frumkvæðinu fángar fyrirkomulagsins, og þeir fyllast nagandi ótta við að missa völd sin, jafnvel að þeir fái snert af of- sóknarbrjálæði. Taki maður ekki þann pól i hæðina að setja allt uppf formúlur stéttaandstæðna (öreigar — kapitalistar), en áliti að mögulegt sé og vel þess virði að reyna lýöræðislegar starfsað- ferðir með „smáborgaralegum menntamönnum” og miðstétta- fólki upp og ofan, þá held ég fýsi- legt væri aö hefjast handa t.d. með sjónvarpsfólki. Vel kæmi til greina að hefja þar lýðræðisbylt- Ingu með þvi að efna til tveggja daga hugsanastorms i siónvams- sal, og yrði bein útsending allan timann. Þar gæfist tækifæri til að gagnrýna dagskrá, vinnubrögð jafnt yfir- sem undirmanna, kryfja reksturinn með tilliti til markmiða og leiða, — og bera fram tillögur um nýskipan, sem auðvitað yrðu afgreiddar með lýðræðislegum atkvæðagreiðsl- um. Slikir stórfundir yrðu haldnir hálfsmánaðarlega. 5. Bein afieiðing af þessu hiyti að verða krafan um launajafn- rétti. Auðveld leið tilað ná þvi marki gæti verið að um mánaða- mót skjóti allir starfsmenn laun- um sinum i einn sjóð. Þá er deilt i sjóðinn með samanlögðum vinnu- stundum starfsfólksins. Fæst þá timakaup sem gildir fyrir alla. Er þá ekki annað eftir en að menn margfaldi vinnustundir sinar með timakaupinu. Fæst þá út kaup hvers og eins. Er ekki að efa að slikt jafnrétt- isspor mundi stuðla að aukinni virðingu fyrir vinnunni og bættu andrúmslofti á vinnustaðnum. Og að lokum Jón: auðvitað er það þin beina embættisskylda að mótmæla harðlega útvarps- og sjónvarpsrekstri bandariska hersins á íslandi. Nema þú teljir dásemdir dátasjónvarpsins lög- mætan og nauðsynlegan viðauka við starfsemi lista- og skemmti- deildar Islenska Sjónvarpsins?! Valdimar Guðlaugsson. Kær kveðja, ólafur Haukur Simonarson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.