Þjóðviljinn - 06.02.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.02.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Miövikudagur 6. febrúar 1974. Enn rætt um orkumál Norðurlands á alþingi: r ; þingsjá þjóðviljans l______:______________j Vandinn stafar fyrst og fremst af missætti meðal heimamanna sagði Ingólfur Jónsson, fyrrum ráðherra Lárus Jónsson (S) réöst enn einu sinni að stefnu rfkisstjórnar- innar i raforkumálum viö umræö- ur á alþingi i gær. Geröist þaö i fyrirspurnartima er hann lagöi spurningar fyrir Magnús Kjart- ansson, raforkuráöherra, um orkusölu Landsvirkjunar til Noröuriands. Verður nánar greint frá einstökum efnisatriö- um úr svörum ráðherrans siöar, en aöeins sagt aö sinni frá al- mennu umræöunni. Magnús Kjartansson sagöi aö ekkert tóm gæfist til þess aö fjalla almennt um raforkumál aö þessu sinni, enda heföi farið fram um þau mál ýtarleg umræða á alþingi nýver- ið. Ingvar Gislason, þingmaður Framsóknarflokksins á Norður- landi eystra, sagði að Norðlend- ingar treystu stefnu rikisstjórn- arinnar i raforkumálum, þeir teldu hana rétta og jákvæða. Þeir erfiðleikar sem skapast hafa eiga rót að rekja til óstjórnar i tiö fyrr- verandi rikisstjórnar, sagði Ingv- ar. Málflutningur Lárusar minnir á máltækið að sök biti sekan. Lárus Jónsson sagði að full- komin ástæða væri til að óttast það að innlend orkuaukning hefði ekki náö til Norðlendinga fyrr en 1978. Hann sagði að núverandi raforkuráðherra hefði ekkert framkvæmt til úrlausnar raf- orkumála Norðurlands. Ingólfur Jónsson, fyrrum ráð- herra, sagði að Norðlendingar ættu sjálfir sök á þvi hversu á- statt væri i orkumálum norðan- lands, þvi þeir hefðu ekki getað komið sér saman. Hann spurði hvort ekki væri unnt nú aö ná öðru samkomulagi um stækkun stifl- unnar i Laxá, án þess að hann væri að gagnrýna það samkomu- lag sem gert hefði verið. Stefán Jónsson minnti á að Laxárdeilan hefði verið til lykta leidd með samkomulagi um að ekki yrði af frekari virkjunum við Laxá. Spurningin er einfaldlega sú hvort menn vilja rafmagn norður eða rifrildi. Vandinn verð- ur ekki leystur með þvi að hefja á ný deilur um Laxá. Magnús Kjartansson kvaðst vona að Lárus Jónsson hefði veitt Rœða Brésnéfs til Kúbu: Sameiginlegir hagsmunir, en ekki áhrifasvœði Havana — APN. I ræðu, sem L. Brézjnef hélt á fjöldafundi i Havana , sagði hann að saga hinnar sigursælu sósialisku byltingar á Kúpu væri enn ein sönnun um óhjákvæmileik lög- mála hinnar sósialisku þróunar, sem er sameiginleg öllum löndum og þjóðum. ,,t augum Sovétrikjanna er Kúba ekki staður til arðráns ekki herstöð eða svokallað áhrifa- svæði. Vinátta okkar og náin tengsl eru tákn um hið sósialiska eðli landa okkar”, sagði L. Brézjnef. Aðalritari miöstjórnar KFS bentiá, að sovésk-kúbönsk tengsl þróuðust á langtimagrundvelli. Það gerði þau stöðug og gerði kleift að leysa viðtæk verkefni. L. Brézjnef lagði áherslu á, að yfirstandandi viðræður Sovétrikj- anna og Kúbu, sem einkennast af einlægni, trausti og gagn- kvæmum skilningi, táknuðu nýtt stig i samvinnu Sovétrikjanna og Kúbu. Hann lagði og áherslu á, að reynsla Kúbu vekti vonir i hjörtum arðrændra og kúgaðra I mörgum löndum, og þá einkum i löndum Suður-Ameriku. Aöalritarinn lagði áherslu á, að Sovétrikin og fleiri sósialisk lönd, svo og öll friðaröfl, berðust nú fyrir þvi, að árásarstyrjaldir yrðu útilokaðar úr tilveru mann- kynsins. „Friður eins og við skiljum hann er skilyrðislaus virðing fyrir rétti þjóöa sósialisku landanna til að byggja upp nýtt þjóöskipulag án utanaðkomandi ihlutunar, skilyrðislaus virðing fyrir rétti sérhvers rikis og sérhverrar þjóðar til sjálfstæðrar þróunar. Friður, eins og við skiljum hann, er að neita að leysa milli- rikjadeildur og skoðanaágreining með vopnavaldi.” L. Brézjnef minntist á hag- stæðar breytingar, sem átt höfðu sér stað i samskiptum Sovétrikj- anna og fleiri sósialiskra landa við Frakkland, Vestur-Þýska- land, Bandarikin og fleiri lönd. Hann sagöi, að verkefni öryggismálaráðstefnu Evrópu væri að tryggja stjórnmálalega slöku.i spennu á meginlandinu. Verkefni viðræðna , sem hafnar eru i Vin, er að tryggja þjóðum Evrópu vissan árangur af slökun spennu i þeim skilningi að draga úr hættunni á vopnaátökum I Evrópu og hernaðarkostnaði. „Bætt samskipti Sovétrikjanna og Bandarikjanna væru hagstæð heimsfriðnum. Við munum halda áfram aö fylgja sömu linu i sam- skiptum okkar við Bandarikin, með tilliti til þess að hinn aðilinn geri hið sama.” APN athygli raunsæjum viðhorfum Ingólfs Jónssonar um ósætti Norðlendinga. Magnús ræddi sið- an hlut viðreisnarstjórnarinnar i Laxármálinu og spurði: Væru Norðlendingar nokkru bættari með stærri stfflu, en lögbann á vatnsmiðlun til hennar? Ráðherr- ann sagði, að Lárus Jónsson reyndi i sifellu að magna illdeilur um þessi mál á alþingi i stað þess að leggja sig fram um að ná sam- komulagi svo unnt væri að leysa þau. Ragnar Arnalds sagði rétt að viða væri orkuskortur i landinu. En það er tæplega til sá glópur að hann viti ekki að framkvæmdir i raforkumálum taka langan tima, 4—5 ár. Núverandi rikisstjórn hefur aðeins setið i tvö og hálft ár. Ef stefna núverandi rikisstjórnar hefði komið til framkvæmda fyrir fimm árum hefði hennar séð stað i öðru ástandi raforkumála en nú hefur verið, sagði þingmaðurinn. Geir Hallgrimsson sagði að gagnrýni Lárusar Jónssonar væri á rökum reist og efuðust menn um að lagningu linu norður yrði lokið á árinu 1975. Ingólfur Jónsson tók enn til máls og lauk þar með umræð- unni. Rætt um rækjuveiðar á Húnaflóa: Ráðuneytið hefur ekki vald til að banna stofnun rækjuvinnslustöðva stofnunina, Fiskifélag Islands og fulltrúa veiða og vinnslu á þessu svæði, þannig að segja má, að ráðuneytið hafi sérstaklega tekið tillit til þess, sem rækjustofninn er talinn þola, og til byggðasjón- armiða þegar núgildandi reglur voru settar. Tillit til byggðasjónarmiða kemur m.a. fram i þvi, að Húna- flóinn er álitinn sérstakt veiði- svæði, þannig að aðrir en þeir sem búsettir eru við Húnaflóann fá ekki veiðileyfi þar, Til þess að girða fyrir að hægt sé að komast fram hjá þessari reglu, hefur ráðuneytið sett eftirfarandi skil- yrði fyrir veitingu rækjuveiði- leyfa á þessu svæði: Framhald á 14. siöu. Steingrimur Hermannsson (F) spurði á alþingi i gær um skipu- lagningu rækjuveiða á Húnaflóa. Lúðvik Jósepsson svaraði fyrir- spurninni m.a. meö þvi aö lesa um greinargerð sjávarútvegs- ráöuneytisins og sagði: Ráðuneytið skipuleggur rækju- veiðar á Húnaflóa eins og annars staðar, i fyrsta lagi með þvi að setja ákveðin skilyrði fyrir þvi að menn geti fengið rækjuveiðileyfi og i öðru lagi með þvi að setja i leyfisbréfin ákveðin skilyrði fyrir tilhögun veiðanna sjálfra. Hafa reglur þær, sem ráðuneytið þann- ig setur, einnig bein eða óbein áhrif á sjálfa rækjuvinnsluna. Reglur þær, sem nú eru I gildi á Húnaflóa, hafa veriö settar i nánu samstarfi við Hafrannsókna- Yátryggingaverðmœti isl. fiskiskipa 18 miljarðar Bjarni Guðnason (Ff) spurði Lúðvik Jósepsson sjávarútvegsráðherra i gær hversu há væri vátryggingar- upphæð fiskiskipa annars veg- ar, og hins vegar hversu mikiö félagsmenn LIO hefðu veðsett báta sina fyrir skuldum. Lúðvik Jósepsson svaraði og sagði að vátryggingarverð- mæti 935 fiskiskipa væri um 18 miljarðar króna og væru þá talin nærri öll fiskiskip. Ekki kvaðst ráðherrann geta svar- að um skuldir félagsmanna LIO. En lán Fiskveiðasjóðs hefðu numið 5,2 miljörðum króna og önnur stofnlán um 530 miljónum króna. Þannig hvildu um 5,7 miljarðar á fiskiskipum okkar, aðeins i stofnlánum. UTSALA UTSALA Amerískar kuldaúlpur Molskinnsbuxur Gallabuxur Vinnujakkar Skyrtur Peysur o.m.fl Stórkostleg verÓlækkun Vinnufatabúóin Hverfisgötu 26.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.