Þjóðviljinn - 06.02.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.02.1974, Blaðsíða 16
DJQÐVIUINN Miðvikudagur 6. febrúar 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaöamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Helgar-, kvöld- og næturþjónusta lyfjabúða i Reykjavik 1.-7. febr. er i Austurbæjarapóteki og Laugavegsapóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans * er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Breskir kolanámumenn: Algert verkfall á laugardag Yfirvofandi verkfall kolanámumanna boðar enn meiri hrellingar fyrir þjóðarbuskap Breta, og er þó ekki að sjá að hann megi við mikiu úr þvi sem komið er. Hér sést mannfjöldi biða eftir lest á járnbrautarstöð, en járnbrautarsamgöngur eru viða hálflamaðar vegna þess að eimlestar- stjó'rar og járnbrautarstarfsmenn fara sér hægt við störfin, I þeim til- gangi að leggja áherslu á kröfur um kjarabætur. Harðnandi árásir á Phnompenh borgarbúar hvattir til uppreisnar LUNDÚNUM 5/2 — Tuttugu og sjö foringjar um tvö hundruð og sjötiu þúsund breskra kolanámu- manna samþykktu i dag á fimm klukkustunda fundi aö hafna þeirri tiliögu Williams Whitelaw, verkamálaráðherra, að enn á ný yrðu teknar upp samningavið- ræður með það fyrir augum að finna lausn á vinnudeilunni. For- maður kolaná m u mannasam - bandsins, Joe Gormley, uppiýsti jafnframt að algert verkfall i námunum myndi hefjast á mið- nætti laugardagsnótt n.k. 1 gær fóru samningaviðræður Heaths forsætisráðherra við fulltrúa breska verkalýðssambandsins (TUC) út um þúfur. GENF Fjölskyldur eru ört að minnka, en meðalaldur fólks að hækka i Evrópu, að þvi er segir i skýrslu frá efnahagsmálanefnd Sb fyrir Evrópu. Liklega mun ibúum Evrópu fjölga um 70 miljónir til næstu áramóta. Ef að Sovétrikin eru talin með, þá verður fjölgunin 135 miljónir. betta þýðir, að fjölgun- in næstu 30 ár verður minni en hún hefur verið s.l. tuttugu ár. TiltÖlulega færri börn munu búa i álfunni, og tuttugasti hver maður verður, orðinn 75 ára að aldri. Arið 1950 var fertugasti hver maður hálfáttræður orðinn. Fæðingartala i Austurriki, Belgiu, Finnlandi, Vestur-býska- landi, Austur-býskalandi og Svi- þjóð er nú fyrir neðan 14 af þús- undi á ári, og hefur aldrei verið lægri. Deyja nú fleiri menn i Vestur-býskalandi á ári en þar fæðast. Ihaldsstjórn Heaths stendur þannig frammi fyrir alvarlegustu vinnudeilu i valdatið sinni, og er reiknað með að Heath muni nú sjá þann kost vænstan að efna til nýrra kosninga. bvergirðings- háttur ihaldsins gagnvart námu- mönnum, sem flestir virðast sammála um að verðskuldi þær kjarabætur er þeir fara fram á, stafar ekki hvað sist af þvi að ihaldsbroddarnir óttast pólitiskan álitshnekki ef þeir neyðist til að beygja sig fyrir verkamönnum að óbreyttum kringumstæðum. Færu ihaldsmenn hins vegar með sigur af hólmi i þingkosningum, TEL AVtV, KAIRÓ 5/2— Ismail Famý, utanrikisráðherra Egyptalands, lýsti þvi yfir i gær á fundi með palestinskri sendinefnd að ekki kæmi til mála af Egypta hálfu að taka aftur upp viðræður á friðarráðstefnunni um Austur- lönd nær fyrr en fsraelsmenn og Sýrlendingar hefðu komið sér saman um tilfærslur herja sinna á norðurvigstöðvunum. yrði sá álitshnekkir varla eins al- varlegur. Langvarandi verkfall i kola- námunum myndi hafa hroðalegar afleiðingar i för með sér fyrir þjóðarbúskap Breta, og framá- menn stóriðnaðarins gerast nú æ gramari Heath fyrir þvermóðsku hans. Leggja þeir að honum að ganga lengra til móts við verka- menn og koma þannig i veg fyrir verkfall. — Yfir áttatiu af hundr- aði kolanámumanna greiddu verkfallsheimildinni atkvæði, og hefur verkfall aldrei verið sam- þykkt með stærri meirihluta at- kvæða i sögu landsins. bað var hið hálfopinbera blað A1 Ahram, sem birti þessi um- mæli Famýs. Blaðið skýrði lika svo frá að utanrikisráðherra Sovétrikjanna, Andrei Grómýkó, væri væntanlegur til Kairó siðar i mánuðinum. Grómýkó, sem nú eri Washington, mun þá sennilega fræða Egypta um viðræður sinar við Nixon og Kissinger. — Til- færslur herjanna á Súes-svæðinu ganga samkvæmt áætlun. I dag hóf Israel þriðja þátt liðsflutninga sinna frá vesturbakka skurðar- ins. Hinsvegar horfir siður en svo friðvænlega á norðurvigstöðvun- um, þar eð siðustu niu dagana hefur komið þar til árekstra með Israelsmönnum og Sýrlending- um. I gær var þar barist bæði með stórskotaliði og skriðdrekum og tveir israelskir hermenn hlutu á- verka. 1 gær féll israelskur her- maður i bardaga þarna og tveir særðust. Israelsmenn saka Sýrlendinga um upptökin að vopnahlésbrotun- um og hafa hótað að senda á þá flugherinn, ef þeir hætti ekki á- rásunum. Israelsmenn hafa áður neitað vopnahlésviðræðum við Sýrlendinga, fyrr en þeir siðar- nefndu hafi gefið upp nöfn ísra- elskra striðsfanga, er þeir hafa i haldi, og leyft fulltrúum Alþjóða- rauððakrossins að heimsækja striðsfangabúðirnar. Sagt er nú i Tel Aviv að Bandarikin leggi að tsraelsmönnum að slaka á þess- um skilyrðum. PHNOM PENH 5/2 - Skæruliðar frelsishers Kambódiu, er viður- kennir Sihanouk fyrsta leiðtoga sinn, komust i dag i fyrsta sinn gegnum varnarhring hers Lon Nol-stjórnarinnar umhverfis Phnompenh, höfuðborg landsins og beindu stórskotahrið að skot- mörkum i borginni. Að sögn her- lögreglu Lon Nol-stjórnar varð skothriðin þrettán manns að bana og særði fimmtán. Skæruliðarir gerðu árásina i fullri dagsbirtu, og olli hún ofsa- hræðslu og ringulreið i borginni. Yfir fiihm hundruð og fimmtiu manns hafa nú farist og særst i borginni frá þvi að frelsisherinn hóf að skjóta á hana fyrir jólin. — Útvarp Rauðu Kameranna, sem eru sterkasti aðilinn i hinum sam- einaða frelsisher landsins, hvatti i dag ibúa höfuðborgarinnar til þess að risa gegn stjórn Lon Nols. I suðvesturhverfum borgarinnar var útbýtt dreifibréfi, þar sem stóð aðskæruliðarnir myndu gera aðra árás á föstudaginn, og voru óbreyttir borgarar i bréfinu hvattir til að flýja borgina, til þess að þeir yrðú ekki fyrir skaða. Nýsköpunarstjórnin 8. leshringur Einars Olgeirssonar 1 kvöld, miðvikudag, heldur Einar Olgeirsson áfram að fjalla um sögu islenskrar verkalýðshreyfingar og sósialisma og tekur fyrir timabilið 1944—47. Þar mun Einar skýra frá myndun nýsköpunar- stjórnarinnar, stórhuga framkvæmdum hennar I uppbyggingu atvinnu- lifsins og deilum þeim er urðu um svör Islenskra stjórnvaldá við kröf- um Bandarikjastjórnar um 99 ára hersetu og siöan Keflavikursamn- inginn 1946. Fróðlegt er að kynnast viðhorfi Einars til þess árangurs er náðist I þessum árum gildis nýsköpunarinnar fyrir baráttuna i kulda kalda striðsins er við tók. Leshringurinn er opinn öllu áhugafólki og hefst kl. 20.30 að Grettis- götu 3, uppi. Yísir segir eitt um Hannibal —Samtök frjálslyndra annað Rœtt um skattamálin við ríkisstjórnina t gær gengu fulltrúar frá samninganefnd Alþýðusambandsins á fund ríkisstjórnarinnar til að ræða um hugsanlegar aðgerðir I skattamálum, en þau hafa verið rædd nokkuð að undanförnu af fulltrúum rikisstjórnarinnar og verkalýðsfélaganna I framhaldi af tillögum, sem verkalýðsfélögin settu fram á sinum tima um nokkra tilfærslu frá beinum sköttum yfir i óbeina skatta. Á fundinum í gær var ákveðið að setja 2 menn frá hvorum að- ila, rlkisstjórninni og samninganefnd verkalýðsfélaganna til að vinna frekar að þessum málum. Austurlönd nær: Stöðugar skærur Israela og og Sýrlendinga Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið í Reykjavik Erindi Jónasar Árnasonar um stöðuna i herstöðvamálinu, sem halda átti á umræðufundinum á fimmtudagskvöld, verður frestað um viku. Alþýðubandalagið i Kjósarsýslu heídur fund i Hlégarði I kvöld, miðvikudag kl. 20.30 A dagskrá verður stjórnmálaviðhorfið og sveitarstjórnarkosningar. Geir Gunn- arsson alþingismaður kemur á fundinn. Stjórnin. Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður haldinn i Góðtemplarahúsinu uppi annað kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Bæjarstjórnarkosningarnar 3. Jónas Árnason alþm. ræðir herstöðvamálið. Félagar, fjölmennið. — Stjórnin A forsiðu Visis i fyrradag var frá þvi skýrt i stórri fyrirsögn, að Hannibal Valdimarsson, formað- ur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna teldi að hér væri alveg nauðsynlegt að hafa ,,varn- arlið” áfram. Eitthvað hefur nú þetta brengl- ast hjá þeim Vísismönnum, eða þá hitt, að mjög svo alvarlegur á- greiningur er uppi í þeim hluta af Samtökum Hannibals, sem hann er enn formaður fyrir. Til marks um þetta birtum við hérsamþykkt, sem gerð var á al- mennum félagsfundi hjá Samtök- um frjálslyndra og vinstri manna i Reykjavik sama daginn og Visir vitnaði i Hannibal. Þeirri samþykkt er full ástæða til að fagna, en hún erá þessa leið: „Félagsfundur Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna i Reykjavik, haldinn 4. febrúar 1974, telur það eitt af mikilvæg- ustu verkefnum núverandi rikis- stjórnar að tryggja brottför alls erlends herliðs af landinu. Fyrir- heit um það var gefið i málefna- samningi stjórnarinnar i sam- ræmi við stefnuskrá allra stjórn- arflokkanna. I stjórnmálayfirlýsingu þeirri, er samþykkt var einróma á stofn- fundi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna i nóvembermánuði 1969 stendur m.a. orðrétt: ,,A al- þjóðavettvangi ber Islandi að standa utan hernaðarbandalaga og móta sjálfstæða utanrikis- stefnu”. Og ennfremur: „Sam- tökin berjast fyrir uppsögn her- verndarsamningsins og gegn her- stöðvum hér á landi”. Þessi stefna hefur siðan verið staðfest af landsfundum og flokksstjórn- arfundum Samtakanna. Stefna þeirra I herstöðvarmálinu er þvi skýr og ótviræð. Innganga íslendinga i Atlants- hafsbandalagið var bundin þvi skilyrði, að hér yrði ekki her á friðartlmum. Nú, þegar framundan er loka- þáttur endurskoðunar varnar- samningsins og viðræðna við Bandarikjamenn, krefst fundur- inn þess, að rikisstjórnin gefi ekki kost á öðru en þvi, að heriiðið hverfi héðan á brott með öllu”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.