Þjóðviljinn - 06.02.1974, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. febrúar 1974. ÞJÓDVILJINN' — SÍÐA 5
innlend
„Hringurinn ”
sjötugur
Kvenfélagið Hringurinn
varð 70 ára gamalt hinn 26.
janúar sl. Það voru 45 konur
sem stofnuðu félagið og fé-
lagskonur hafa lengst af verið
að'eins um 100, en eru nú um
200 og hafa aldrei verið fleiri.
En þessi fámenni hópur hefur
komið miklu til leiðar með
dugnaði sinum.
Fyrri hlutann af starfsævi
Hringsins beittu félagskonur
sér mjög i baráttunni gegn
berklaveikinni og greiddu
sjúkrakostnað margra sjúkl-
inga áður en rikið tók að
greiða sjúkrakostnað berkla-
sjúklinga. Félagið byggði og
rak hressingarhæli i Kópavogi
um árabil og gaf það siðan
rikinu.
Siðan tóku Hrings-konur til
við það verkefni sitt sem allir
þekkja i dag. Það var árið 1939
að þær hófu söfnun til barna-
spitala. Barnaspitalasjóður
Hringsins varð brátt þekktur
og vinsæll. 1 samvinnu við
Landsspitalann var Barna-
spitali Hringsins vigður árið
1965 eítir aldarfjórðungs þrot-
laust starf fámenns en ein-
huga félags. Næsta verkefnið
var geðdeild barnaspitala
Hringsins sem lokið var við
1970.
Smásöluversl-
unarnámskeið
Samkvæmt tillögu frá
Markaðsráði samvinnufélag-
anna hefur nú verið ákveðið að
halda fjögurra vikna nám-
skeið fyrir starfsfólk i smá-
söluverslun. Verður það hald-
ið á Akureyri og stendur sam-
tals i fjórar vikur. Námskeiðið
verður haldið i tvennu lagi, og
verður fyrri hlutinn 4.—15.
febr., en sá seinni 16—26. april
nk.
Námskeiðið verður haldið á
Hótel KEA, og þar munu nem-
endur búa meðan það stendur
yfir. Skipulagningu þess hefur
verið hagað á þann hátt, að
sérhver nemandi fái tækifæri
til virkrar þátttöku, en með
þvi móti er vonast eftir, að það
verði i senn skemmtilegra og
liklegra til að skilja eftir var-
anlegan árangur. Námsefnið
er miðað við verslunarstjóra,
jafnt i dagvöruverslunum og
sérvöruverslunum, verðandi
verslunarstjóra og aðra
starfsmenn, sem kaupfélögin
vilja mennta til verslunar-
stjórnar. Hámarksfjöldi þátt-
takenda verður 15, og kostnað-
ur er áætlaður kr. 1.500 á sól-
arhring. Námsstjóri verður
Gunnlaugur P. Kristinsson
fræðslufulltrúi KEA.
Hver greiðir
hverjum?
Stjórn „Trausta”, félags
sendibifreiðastjóra, hefur birt
yfirlýsingu svohljóðandi:
,,Að gefnu tilefni vill félagið
taka fram, þar sem nokkuð
hefur borið á þvi, að menn
panti sendiferðabila og jafn-
framt láti bilstjórana leggja út
peninga til að greiða með vör-
ur, svo þegar komið er á á-
fangastað og búið að losa
bilinn, þá er bilstjóranum
sagt að hann geti fengið
greiðslu á öðrum stað. Oft tek-
ur þetta langan tima að eltast
við þann sem á að greiða. 1
svona tilfellum er bilstjóran-
um heimilt að hafa gjaldmæl-
inn á, þar til gjaldið er greitt,
nema að samið hafi verið
fyrirfram við bilstjórann eða
sendibilastöðvarnar um gjald-
frest eða sérstakt fyrirkomu-
lag á greiðslum.
Fjármagnsþ ö rf:
Einn miljarður
Mánudaginn 4. febrúar 1974
komu kaupfélagsstjórar og
forsvarsmenn Sambands is-
lenskra samvinnufélaga sam-
an til fundar i Reykjavik.
Aðalverkefni fundarins var
að fjalla um þann mikla
vanda, sem að steðjar vegna
verðhækkana á ýmsum þýð-
ingarmiklum aðfluttum vör-
um, sem vega þungt i
verslunarrekstri og þjónustu
kaupfélaganna og Sambands-
ins.
1 framsöguerindi Erlendar
Einarssonar forstjóra kom
fram, að áætluð aukin fjárþörf
á árinu 1974 er um einn mil-
jarður króna og er þá við það
miðað, að félagsmönnum sé
tryggður aðgangur að svipuðu
vörumagni og árið 1973. I
þeirri fjárhæð, sem hér var
nefnd, eru oliuvörur ekki með-
taldar.
Fundurinn taldi sýnt, að
engin ein aðgerð væri til þess
fallin að leysa þann mikla
vanda, sem hér er við að etja.
Ljóst er, að samvinnuhreyf-
ingin verður að endurskoða
stefnu sína með tilliti til láns-
viðskipta og verður þvi óhjá-
kvæmilegt að bankakerfið
komi i auknum mæli inn i fjár-
mögnunarvandamál sam-
vinnuverslunarinnar, eigi
henni að takast að tryggja við-
skiptavinum sinum aðgang að
eðlilegu vörumagni.
Fundurinn ályktaði, að
teknar yrðu upp af hálfu sam-
vinnuhreyfingarinnar beinar
viðræður við rikisstjórn og
bankana til þess að kanna
leiðir til lausnar þessum mikla
vanda.
Skólasýning í Asgrimssafni:
Z' j w * Y"
*#»#&** 4*
Ein myndanna á sýningunnii Sæunn kerling og arfasátan. Teikningin er gerð árið 1915—16 og er bvggð á
frásögn Njálu.
V erkin
valin með hlið
sjón af þjóðhátíðarárinu
11. skólasýning Asgrimssafns
varopnuðsl. sunnudag, og verður
hún opin þrjá daga i viku, eða
sunnudaga, þriðjudaga og
fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Sér-
tima fyrir skóla má panta hjá for-
stiiðukonu Asgrimssafns i slma
14090.
Verkin á sýningunni eru valin
með hliðsjón af þjóðarafmælinu á
þessu ári, og er meginuppistaðan
myndir frá Reykjavik (frá
1910—1950), Þingvöllum og úr Is-
lendingasögunum. Flestar Is-
lendingasagnamyndirnar eru
byggðar á Njálu.
Tilraun Asgrfmssafns með sér-
stakar sýningar tileinkaðar
skólafólki njóta vaxandi vin-
sælda, enda eðlilegt að lfta á slik-
ar kynningasýningar sem lið i
námi nemenda.
Holdanautarœktin i Hrisey:
Byggmgaframkvæmd-
ir hefjast með vorinu
Eins og áður hefur komið fram I
fréttum er fyrirhugað að reisa
holdanautaræktunarstöð I Hrlsey,
og eru liöin ein tvö ár siðan þetta
kom fyrst til tals. Við höfðum
samband við Jónas Jónsson, að-
stoðarmann landbúnaðarráö-
herra, sem er formaður nefndar
sem annast þetta mál, og spurð-
um hann hvað liði framkvæmd-
um.
Jónas sagði að strax i vor yrði
hafist handa um byggingafram-
kvæmdir i Hrisey, en þar er um
að ræða fjósbyggingar og hús yfir
rannsóknarstöð. Jónas bjóst ekki
við að byggingaframkvæmdum
þessum yrði lokið á þessu ári, en
þó gæti það orðið, ef vel gengi.
Næsta skref yrði svo að flytja
inn djúpfryst holdanautasæði
með það fyrir augum að hrein-
ræktahér holdanautastofn. Verða
bæði notaðar islenskar kýr og
einnig kýr úr holdanautastofnin-
um i Gunnarsholti til að hrein-
rækta holdanautastofninn i Hris-
ey.
Jónas sagði að ætlunin væri að
hafa 30 kýr i Hrisey, en i allt um
50 nautgripi.
Þetta er eini möguleikinn til að
rækta hér holdanautastofn. þar eð
bannað er að flytja inn skepnur á
fæti, og raunar má aðeins flytja
inn djúpfryst holdanautasæði.
Þess vegna er stöðin sett i eyju,
þar sem um einangrunarstöð
verður að ræða. þar til búið er að
ala upp stofninn.
Þegar það hefur verið gert,
geta bændur fengið holdanauta-
sæði frá þessari stöð, ef þeir hafa
hug á að koma sér upp holda-
nautastofni. Jónas sagði að það
yrði ekki fyrr en 1976 eða jafnvel
ekki fyrr en 1977 sem bændur
gætu farið að fá sæði frá Hris-
eyjarstöðinni til að koma sér upp
stofni.
Reiknað er með að stöðin verði
tilbúin á næsta ári og verður þá
strax hafist handa um innflutning
á djúpfrystu holdanautasæði til
ræktunar á islenskum stofni.
—S.dót'
„Sókrates” Matthí-
asar á hljómplötu
Viðlagasjóðshús til
sölu eftir 2-3 vikur
Fálkinn h.f. hefur gefið út
hljómplötu með leikritinu Sókrat-
esi eftir Matthias Johannessen.
Leikrit þetta hefur aðeins einu
sinni verið flutt, i útvarpi árið
1971. 1 leikriti þessu er teflt sam-
an ýmsu frægðarfólki úr mann-
kynssögunni, þ.e. Sókratesi (Val-
ur Gislason), Madame de
Pompadour (Helga Bachmann),
Van Gogh (Árni Tryggvason),
Darwin (Gunnar Eyjólfsson),
Galileó (Ævar Kvaran) og Sól-
konungurinn (Jón Aðils). Þá fær
ein frægðarhetja islensk að fljóta
með, og er það Sölvi Helgason
(Þórhallur Sigurðsson). Sögu-
maður er Helgi Skúlason.
A plötuumslagi eru upplýsingar
um islenska leikritun eftir Svein
Einarsson þjóðleikhússtjóra, og
segir hann þar m.a. um þetta
verk Matthiasar: „Hann hefur
þar að minu viti náð sér á strik i
leikrituninni. Þetta er glettilegt
verk, skreytt skáldlegum hug-
dettum, leynir á sér likt og höf-
undur þess hefur leynt á sér og
lofar góðu fyrir framtiðina".
Haraldur Ólafsson forstjóri
Fálkans hefur getið þess að i ráði
hafi verið að gefa út á plötu leik-
þáttinn Jón gamla, sem sýndur
var i sjónvarpinu. en upptakan
sem til var reyndist ekki nothæf.
Upptakan á Sókratesi mun hins
vegar hafa tekist vel.
Þessi plötuútgáfa er þáttur i
þeirri lofsverðu framtakssemi
Fálkans að koma islenskum bók-
menntum á framfæri á hljómplöt-
um. Þetta er sennilega ekki á-
góðavænlegt fyrirtæki, en hefur
mikið menningarlegt gildi og hef-
ur komið að góðum notum t.d. i
skólum.
Eftir hálfan mánuð til
þrjár vikur verða fyrstu
Viðlagasjóðshúsin sett á
fasteignamarkaðinn, en
50—70 þeirra eru nú auð og
tilbúin til sölu, að því er
f ramkvæmdastjóri Við-
lagasjóðs, Hallgrimur
Sigurðsson,, sagði Þjóðvilj-
anum.
Þessi hús, sem nú verða seld,
eru i Keflavik. Grindavik, Þor-
lákshöfn. Stokkseyri, Eyrar-
bakka, Selfossi og i Hveragerði.
1 Hveragerði verða aðeins seld
varanlegu húsin 10, en bráða-
birgðahúsin 50. sem þar eru nú.
verða flutt til Vestmannaeyja.
Engin varanlegu húsanna i landi
verða flutt til Eyja. þar sem það
er talinn of mikill aukakostnaður,
enda fullgengið frá þeim allsstað-
ar nema i Garðahreppi og i Mos-
fellssveit, þar sem verkið er þó
það langt á veg komið. að ekki
borgar sig að hætta við.
Vestmannaeyingar hafa búið
um tima i langflestum húsanna,
en i sum hefur þó aldrei verið
flutt. aðallega i Keflavik. Sölu-
verð húsanna er enn óákveðið. en
Guðmundur Magnússon prófess-
or fylgist með fasteignamarkaði
fyrir sjóðsstjórn og mun gera til-
lögur til hennar um söluverö og
greiðsluskilmála. __ .