Þjóðviljinn - 06.02.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.02.1974, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 6. febrúar 1974. Miövikudagur 6. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Samsteypustjórn mynduö á næstu vikum í Laos? Indókina hefur i fréttum all- mjög þokað fyrir Austurlöndum nær og oliumálum að undanförnu. Samt hafa átök harðnað milli þjóð- frelsisherja og Saigon-stjórnar i Suður-Vietnam, og eftir alllangt hlé gera hinir Rauðu Khmerar i Kambodju nýja hrið að höfuð- borginni, Phnom Penh. I Laos lit- ur hinsvegar svo út sem bráða- birgðasamsteypustjórn þeirra afla, sem þar börðust áður, sé i þróun — en i þessu einkennilega baklandi, þar sem höfuðsmenn allra fylkinga, til vinstri, til hægri og i miðju, eru allir prinsar og all- ir náfrændur, hefur verið barist svo til samfleytt siðan á miðjúm sjötta áratugnum. Nýtt fólk i bænum Nýlegt dæmi um að aukinn trúnaður hefur tekist milli stjórnarinnar i Vientiane, sem Bandarikjamenn hafa stuttt (m.a. með tiltölulega meiri loft- hernaði en dæmi eru til, og er þá Vietnam ekki undanskilið), og vinstrifylkingarinnar Pathet Lao: 1700 manns hafa bæst við Ibúatölu borgarinnar, þar af 1000 lögreglumenn frá Pathet Lao og heill herflokkur frá sama aðila undir vopnum. í konungssetrinu Luang Pra- bang, sem er um 250 km fyrir norövestan Vientiane,. eru 800 Pathet Lao hermenn og lögregiu- liðar til viðbótar. Verkefni þessa liðs er að vernda þá ráðherra og embættis- menn frá Pathet Lao, sem eiga að taka þátt i samsteypustjórninni, sem margir búast við að verði komið formlega á fót nú i febrúar. 1 viku hverri kemur sérstök nefnd, skipuð jafnmörgum full- trúum beggja aðila, saman á fund til að ganga frá margvislegum smáatriðum að þvi er varðar framkvæmd Genfarsamninganna um Laos og það samkomulag sem aðilar undirrituðu 14. september i fyrra. Samkomulagi hefur miðað hægt áfram, en þó hefur ekki slitnað upp úr viðræðum og að- ferðir við ákvarðanir hafa verið virtar — þveröfugt við það sem hefur gerst i samsvarandi sátta- nefnd Saigonstjórnarog ÞFF sem komið var á fót i Suður-Vietnam. Drunur eru þagnaðar á vígvöllum i Laos, þar sem Bandarikin gerðu út eigin heri af Thai- og Meo-þjóðum, sem ásamt Vientiane-hernum voru sifellt að tapa landi til Pathet Lao, þrátt fyrir bandariskar þotur og fall- byssubáta. Vopnahléð er virkt. Að visu birtir Pathet Lao reglu- lega lista yfir „nálastungu- aðgerðir” gegn svæði þvi sem hreyfingin ræður og yfir njósna- flug bandariskra fíugvéla, sem koma frá Thailandi. Þeir i Vietiane bera fram gagnásakanir um árásir á varpstöðvar. En allt er þetta I mjög smáum stil að þvi er best fréttist. September- samkomulagið Aðilar virðast varast að koma fram með úrslitakosti, sem hinn gæti ekki fallist á. Flest- um ber saman um, að mestu skipti að halda áfram við- ræðum, hve lengi sem þær gætu staðið. ,,Allt virðist taka fjórum eða fimm sinnum lengri tima en við bjuggumst við,” segir einn af ibúm Vien- tiane. ,,En hver hefði búist við þvi fyrir ári, að nú myndu um tvær þúsundir liðs- manna Pathet Lao spigspora um götur Vientiane?” Þvi er haldið fram, að sjálf stjórnarmyndunin hafi dregist á langinn, vegna þess að Pathet Lao hélt fast við, að fyrst yrði að ljúka þvi að gera höfuðborgirnar að hlutlausum svæðum. Nú er það mál ioks leyst. Samkvæmt septembersam- komulaginu fyrrnefnda hefur Pathet Lao rétt til að hafa sam- tals 2500 manna herlið og lögreglu I Vientiane og Luang Prabang, og stjórnin I Vientiane á að fækka i liði sinu i borgunum að sama skapi. Pathet Lao krafðist þess einnig að stöð flughersins við alþjóða- flugvöllinn i Vientiane ætti að loka og að fjarlægja bæri árásar- flugvélar eða afvopna þær. Fulltrúar Vientiane-stjórnar- innar hafa sakað Pathet Lao um að spilla fyrir myndun stjórnar og nota væntanlegt hlutleysi höfuð- borganna sem yfirskin til að kotna meðmeiralið til borganna en leyfilegt var. Fáir leggja trúnað á þessar ásakanir. En menn verða að muna að það er af- ar mikilvægt fyrir Pathet Lao að Hafa sæmilegan liðsafia i höfuð- borgunum. Fulltrúar hreyfingar- innar I þeim samsteypustjórnum, sem reynt var að koma á fót 1957 og 1962, yrðy fyrir allskonar að- kasti, þeim var kastað i fangelsi eða þeir myrtir af leigumorðingj- um hægriafla i Vientiane. Þá gerðist eitt sinn fróðleg saga. Leiðtoga Pathet Lao, Súvannu- fong prins, sem var handtekinn ásamt nokkrum öðrum ráðherr- um, tókst svo vel að útskýra fyrir fangavörðum þeirra hugsjónir sósialisma og þjóðfrelsis, að einn góðan veðurdag gengu þeir sig allir saman út úr fangelsinu, ráð- herrar Pathet Lao sem og fanga- verðir, og héldu til skógar að berjast. Tortryggnir skæruliðar. Nú eru Pathet Lao liðarnar 1700 að koma sér fyrir i daglegu lifi höfuðborgarinnar, umkringdir af hersem þeir hafa barist við árum saman. Þeir halda til i nokkrum niðurniddum villum frá franska Hermenn — konur sem karlar borginni, Vientiane. — frá Pathet Lao I innkaupaferð f höfuð- Áveituskurðir grafnir I austur- héruðum Laos. nýiendutimanum og hafa tjald- búðir rétt fyrir norðan borgina. Pathet Lao hermenn, klæddir grágrænum einkennisbúningum, eru algeng sjón um alia borgina. Snemma morguns má rekast á þá tugum saman á markaðstorgi að kaupa grænmeti og önnur mat- væli. Þeir sýna öðrum Laos mönnum mestu vinsemd og kurteisi en lita útlendinga horn- auga. Þeir eru smám saman að komast í samband við borgarbúa. Stundum má sjá þá i kappræðum við táninga staðarins. Bændum i grennd hafa þeir hjálpað við að koma hrisgrjónauppskerunni i hús — eftir þeirri klassisku kenn- ingu að þjóðfrelsisher á að vera sem fiskurT vatni meðal alþýðu. I Luang Prabang búa 800 Pathet Lao liðar i tjaldbúðum nokkru fyrir utan borgina. En svo spaugilega vill til, að( foringja þeirra var fenginn bústaður i villu einni, þar sem áður bjuggu bandariskir hernaðarráðunautar og vafalaust útsendarar CIA. Pathet Lao hermenn reka sjúkrahús fyrirutan borgina, sem er búið allgóðu apóteki, og starfa þar læknar sem hafa lært nála- stunguaðferðir i Kina. Sjúkrahús þetta er vinsælt orðið hjá staðar- búum, sem hafa ekki átt I mörg hús að venda i þessum efnum. Stjórnarsamstarfið Þegar hefur verið samið um að I stjórninni verði fimm ráðherrar frá Pathet Lao, fimm frá Vientiane-stjórninni og tveir hlutleysingjar, Buist er við að Sú- vanna Fúma verði áfram for- sætisráðherra en hafi sér við hlið .tvo varamenn, hvorn úr sinum armi. Erlendir hermenn og ráðgjafar eiga að fara heim 60 dögum eftir að stjórnin er mynduð. Hér er um að ræða um 10 þúsund Thailend- inga, 200 Bandarikjámenn og óvissa tölu Norður-Vietnama (sumir segja 60 þús.) sem munu flestir staðsettir meðfram Ho Chi Minh leiðinni svonefndu suður eftir landinu — en um hana liggja flutningaleiðir til svæða Þjóðfrelsisfylkingarinnar i Suð- ur-Vietnam. Flestir búast við að nokkuð af Vietnömum verði við þann veg meðan allt er enn i óvissu i Suður-Vietnam. Stjórnarmyndun virðist sem- sagt á næstu grösum, en þó er alltaf of snemmt að spá um það hvernig andstæðingum úr innan- landsstriði gengur að glima með pólitiskum ráðum. Þær fyrri samsteypustjórnir tvær, sem komið var á fót samkvæmt al- þjóðlegum samningum, voru eyðilagðar með fhlutun utanfrá — fyrst og fremst frá Bandarfkjun- um. En nú virðist a.m.k. sem Bandarikin hafi gefist upp við að reyna að knýja fram vilja sinn i þessu einkennilega konungsriki, og að afstaða sósialisku rikjanna sé einnig það jákvæð að pólitiskt samstarf sé i raun mögulegt. (áb byggöi á Informationl Kæri Jón! Þakka þér fyrir skrifið i blöðin sem þú nefnir auðvitað Stað- reyndir um Vöku. Þarna deil- ir þú á mig og aðra vökustaura fyrir að fara með ósannindi um skipti okkar. Auðvitað erum við bara pörupilar að kasta skit I ílekklausan embættisinann! En er það ekki einhvern veginn undar- legt Jón, það er einsog svo margir verði ómerkilegri at þvl að vefj- ast um þina sauðadeild? Og hvi hættir mönnum svo mjög til að fara með staðleysur eftir að hafa horft i augun á þér? Við tveir erum nú sem betur fer harla ósammála um margt, t.a.m. kallarþú sumtstaðreyndir sem ég kalla lóðr’éttar staðleysur. En þú mátt ekki gruna mig um að sétja það alvarlega fyrir mig, ég þykist vita pinulitið um það hvernig þú ert i sveit settur, og agnarögn um það hvernig þú ert innréttaður. Og svo kanntu hina fáguðu hártogunarlist uppá hár einsog embættismanni sæmir, og það vefst áreiðanlega meira fyrir mörgum öðrum að búa til stað- leysur úr staðreyndum — og vice versa. Ég játa það hreinskilnislega, það kemur fyrir að ég dáist að ykkur embættismönnum og smá- furstum þegar þið með heiðrikj- una i augum og trúverðugleik Bibíiunnar I rómnum stígið á "stokk og upplýsið að jörðin sé flöt. Og ég er ekki frá þvi að sumir ykkar myndu sverja að jörðin væri flöt. En jörðin er ekki flöt Jón, það vitum við báðir innst inni. Hún er hnöttótt. Raunverulega er hún ekki fremur flöt en ég og þú erum sammála um hvað séu staðreynd- ir um Vökir. Þú segir til dæmis að einu beinu afskiptin þin af Vöku hafi verið þegar þú greipst fram fyrir hend- urnar á Birni Th. Björnssyni — og mér — þegar Björn vildi kveina útaf hinu makalausa jóla- almanaki Umferðarráðs og Sjón- varpsins. Og þú segist auðvitað ekki hafa gripið til þess ráðs að má efni Björns útúr Vökuþættin- um „vegna þeirra skoðana sem þar komu fram”. Nei, nei, þær voru auðvitað hreint aukaatriði! Þú máðir efnisliðinn einúngis út vegna þess að orðbragðið fór i þinar finu óhlutdrægnistaugar, eða einsog þú segir sjálfur „vegna þess á hvern hátt skoðan- irnar voru fram settar”. Og tilað réttlætsvasklegakross- ferð þina gegn subbulegu málfari Björns Th. Björnssonar, þá berðu fyrir þig ályktun útvarpsráðs, þar sem ráðið einsog klökkur karla- kór tónar blessunarorð yfir kross- ferð þinni. Gott og vel, i ályktun útvarpsráðs má lesa stuðning við gjörðir þinar. Það er bara eitt lit- ið atriði sem gelymist i fögnuði hinna útvöldu — fékk útvarpsráð nokkru sinni að sjá atriðið sem þú máðir útúr þættinum? Sá ráðið dagskráratriðið einsog það var frágengið i þættinum? Fékk ráðs- formaðurinn að heyra nema hrafl úr texta Björns þegar þú leitaðir blessunar hans á krossferðinni þinni gegn subbuskapnum? Ó, nei, útvarpsráð fékk aldrei að sjá umræddan dagskrárlið, ráðið hafði aðeins þin orð, kæri Jón, um dagskráratriðið. Ráðið sá aldrei umdeilt dagskráratriði einsog það var unnið til útsendíngar. Þetta kalla ég staðreyndir. Og að bestu manna yfirsýn mun 29. desember vera fyrir áramót, þannig að ekki fer milli mála að þarna stóðst þú fyrir skerðlngu á tjánlngarfrelsi umsjónarmanna á meðan ég starfaði ennþá meðal vökustaura. Hitt er allt annar handleggur að ég i afsagnarbréfi minu til út- varpsráðs notaði hvorki orðin „ritskoðun” né „ofriki”. Ég kvartaði undan „forræðis- hneigð” þinni. Og ég er vist hvorki fyrstur né siðastur manna að reka mig á þann þátt i fari þinu. Forræðishneigð þina tel ég til dæmis hafa opinberast er þú meinaðir að þáttur um Klukku- strengi Jökuls Jakobssonar yrði unninn á þann veg er við Stefán Baldursson höfðum ráðgert; for- ræðishneigð þin skaust aftur uppá yfirborðið þegar þú lagðist þver gegn þvi að fjallað yrði um bók Þorgeirs Þorgeirssonar, Yfir- valdið. Þótt þér tækist að visu ekki að hindra þá umfjöllun, þakkað veri vaknandi vitund vökustaura um hneigðir þinar. En þú segir bara að jörðin sé flöt. Það veit ég. Og mér er ljóst Ólafur Haukur Símonarson Ólafur Haukur Slmonarson að þú getur ekki losað þig við þá heimsskoðun — hversu vel sem þér nú liður i þinni vissu. Og það furðulega er, að mér þykir i aðra röndina — en bara i aðra röndina — dálitið gaman að hafa komist i tæri við högg- og vatnsþéttan ihaldsmann. Ein- tökum af þeirri gerð fer ört fækkandi einsog flestir vita. En ég veit ekki hversu ánægju- legt það er til lengdar að pexa um það við eintak af þessum hverf- andi flokki, hvort jörðin sé flöt eða hnöttótt. Þessi heimsskoðun, að jörðin sé flöt, er á hröðu und- anhaldi, kalda striðið er ekki eins kalt og áður og stórárið og þar með þúngamiðja heimsviskunnar er að færast norðar, svo það er kannski bara að biða þess að þið bráðnið? En þar til þú bráðnar einsog hver annar snjókarl i skin- andi vorsól, þá muntu halda þvi fram að veturinn sé eilifur og okkar manneskjulegra, ef við gleymum okkur i jagi um smá- atriði, I stað þess að byrja úttekt á kerfinu, sem við öll á einhvern hátt erum þvæld i, kerfinu sem skapar okkur i sinni mynd fremur en við sköpum það. Ef slik úttekt yrði hafin, þá gæt- ir þú Jón, orðið nýtur maður — þú ert nákunnugur mjög áhugaverð- um geira kerfisins, sem er hin gifurlega innræting og mötun fjölmiðlanna. Þú veist mörg leyndarmál um samhengið milli pólitikur og frama i kerfinu — það er ég viss um. En ég dreg samt mjög i efa að þú viljir verða nýtur maður i sliku samhengi. Þú ert snjókarl, og þetta er orðið ÞITT kerfi. Vikjum að Sjónvarpinu. Mér virðist að Islenska sjónvarpið sé afar illa á vegi statt. Þetta segi ég sist af öllu til að setjast á háan hest gagnvart starfsfólki sjón- varpsins, sem margterágætt fólk og getur gert vel ef það vill, og má. Það er hins vegar eitthvað rángt i grundvallargerð stofnun- arinnar. Og það er mál sem vert er um að ræða. Það er MÁLIÐ sem þarf að ræða, hvers vegna á- standið sé vont hjá svo mörgum rikisfyrirtækjum (einkafyrirtæk- in eru mikill kapituli útaf fyrir sig), vont i þá veru að þar rikir ekki vinnulýðræði, ekki virðíng fyrir frumkvæði, né virðlng fyrir sköpunarþörf einstaklingsins. Þetta tel ég gilda um sjónvarpið og spriklið þar, að þvi er mitt vit segir mér til um. Og það vakna spurningar. þykktur af ráðinu.(Og er það kafli útaf fyrir sig hvers vegna skipað er Barnatimaráð sem siðan fær engu að ráða). Ég held að það hafi, að dómi flestra sem að þátt- unum stóðu, einmitt verið rétta stundin til að halda starfinu á- fram af krafti, þegar þú brást fæti fyrir tilraunina. Og er það illt að einhver óskýranleg lurða i þér skuli geta ráðið þarna ferðinni. Og þegar þú i þokkabót viður- kennir „að efnið hafi marga góða eiginleika og sé skemmtilegt”. Ég veit að þú átt áreiðanlega ein- hverns vatns- og höggþétta skýr- tngu á þessari uppákomu þinni, en sú skýrtng hlýtur að verða i ætt við skýrfngu þina á þvi hvers vegna ekki mátti fjalla um ljóta jólaalmanakið sem stóð hjarta þinu svo nærri. Ég ræð kannski ekki fremur en Björn Th. Björns- son yfir réttu orðfæri fyrir þina fáguðu sál? En nóg um það i bili. Og áfram með smjörið. III. Það verður að opna umræðu um stofnanir þjóðfélagsins, um markmið okkar með þeim, og um leiðir til að ná þvi marki er við setjum. Og það virðist auðsætt að taka þarf málin allt öðrum tökum heldren hér hefur verið lenska, nauðsynlegt er að kikja á þau frá nýjum sjónarhornum. Við EIGUM að vera gagnrýnin á samfélag okkar, ekki sist þann geira þess sem kallast rikisbákn- Galopið bréf til Jóns Þórarinssonar freðnar sálir munu fylgja þér; og þú munt halda þvi fram að jörðin sé flöt, og ég mun leitast við að búa I haginn fyrir vorið og boða þá furðulegu kennfngu að jörðin sé hnöttótt. Svona einfalt er þetta einsog allt sem er satt. Og þú munt halda áfram að lifa i ein- faldri trú um að þú standir vörð um óhlutdrægni, á meðan ég bendi á kolamolaaugun þin og hvita snjókarlsbumbuna og segi: Hann er frosinn, þess vegná er hann svona kaldur. II. Við munum varla sættast á eitt Jón. Það er lika borin von að sjá þig fulltrúa kerfisins öðruvisi en i varnarstöðu gagnvart þeim sem æskja eftir þvi að starfa án þess að komi til vald eins manns yfir öðrum. En sú spurning sem ég ber fram einsog svo oft áður er á þessa leið: Hversvegna hefur þú meira svigrúm fyrir þin sjónar- mið en ég fyrir min? Af hverju ert þú i þeirri aðstöðu að geta ráðsk- ast með aðra menn? Hefur það nokkru sinni sannast á þig að þú sért betur úr garði gerr eða hafir meiri siðferðisstyrk heldur en Ólafur Haukur Simonarson, Björn Th. Björnsson, örnólfur Árnason, Nina Björk Árnadóttir, Erlingur Gislason, Þorgeir Þor- geirsson, Stefán Baldursson, og allir umsjónarmenn Vöku sam- anlagðir?, Samt vilt þú hafa vit fyrir þessum mönnum og mörg- um fleiri. Mér finnst raunverulega að þetta þrátt um Vöku gæti orðið gagnlegur visir að umræðu um forræðiskerfi okkar — almennt. Málið bregður ljósi yfir þá stað- reynd, sem raunar ætti að vera öllum kunn, að i þjóðfélagi okkar hafa sumir menn ómælanlegt vald yfir öðrum mönnum. Þar á ég ekkert sérstaklega við þig, heldur allt eins marga aðra sem sitja makráðir ofan á þjóðfélags- kökunni, eða hafa hreiörað um sig i þægilegum hliðarálmum rikis- kerfisins. Okkur mun ekki miða neitt i þá átt að gera samfélag Af hverju eru ekki gerðar eðlis- breytlngar á stofnunum þegar sannast að þær séu vondar fyrir það fóik sem þar starfar og marga aðra? Hvers vegna eru þessar stofnanir svona úr garði gerðar að innan veggja þeirra er ekkert rúm fyrir tilraunastarf- semi eða uppáfinningasemi (s m b. ummæli þeirra Eiðs Guðnasonar og Einars Karls Har- aldssonar um fjölmiðla i Visi ný- verið)? Hvers vegna er ekki hægt að hnika neinu til um grundvall- argerð eða starfsemi þessara stofnana fólksins, þegar jafnvel þrautreyndir starfsmenn þeirra lýsa þvi yfir á opinberum vett- vángi að breytínga sé brýn þörf? Er enginn vilji fyrir breytingum hjá þeim sem hafa hin raunveru- legu völd? Eru allir hugmynda- lausir? Það er staðreynd, að þeir sem koma til starfa hjá fréttastofum Hljóðvarps og Sjónvarps með op- in hug og vilja stuðia að nýbreytni og heiðarlegri vinnubrögðum, eru kaffærðir og sljóvgaðir af þeirri kvörn sem þeir lenda i. Þeir missa móðinn á ótrúlega skömm- um tima og falla i sama farið og afgángurinn af stárfsliðinu. Og svo ég haldi áfram að tala um hugmyndaleysið, frum- kvæðislatnfnguna og viljaleysið til nýbreytni hjá þeim sem af ein- hverjum ástæðum sitja að völd- um, þá kemst ég ekki hjá þvi að taka dæmi sem tengt er okkur báðum. Dæmið er það hvernig þú snerist við þáttunum um Hatt og Fatt sem ég samdi fyrir Stundina okkar i góðri samvinnu við annað fólk. Þegar þú komst auga á (eða komstu ekki auga á það?) að ein- hver þróun var að gerast, þegar hópurinn sem stóð að þáttunum hafði fundið leið til að gera mjög sómasamlegt efni (þótt raunar megi endalaust deila um gæði efnis), þá einfaldlega skrúfaðir þú fyrir framleiðsluna. Meira að segja var þætti sem var nær full- búinn og æfður, stúngið undir stól; þó svo þátturinn væri pant- aður af Barnatimaráði og sam- ið. Lýðræði getur aldrei þrifist án gagnrýni, hvað þá sósialismi nokkurrar tegundar. Mönnum ber skylda til að fetta fingur úti það sem er gallað — og hjá okkur skegglausum eyjaskeggjum er býsna margt gallað. Það sem er ekki gallað mun standast alla gagnrýni — óþarfi að óttast af þvi tilefni. En á eitt vil ég leggja áherslu: það er ekki nægilegt að gagnrýna það sem miður fer! Það verður jafnframt að bera fram tillögur til úrbóta, og ekki aðeins i orði, heldur lika á borði. Og ekki nóg með það, heldur verða menn að reyna hugmyndir sinar á sjálfum sér. Þá fyrst er trygglng fyrir þvi að teorian geti bjargað heimin- um. Teoria er til litils gagns, og beinlinis hættuleg, sé hún ekki sprottin af reynslu þess sem vill brúka hana. Praxlsinn verður að kalla á teoriuna. Þvi tel ég að raunhæfar breyt- Ingar til bóta um fjölmiðlun geti ekki orðið með reglugerðum eða lagaboðum, þær verða að spretta fram á lífrænan hátt sem rökrétt niðurstaða af reynslu og löngun- um þeirra manna sem að fjöl- miðlun starfa. Hins vegar má búa svo i haginn að shlkar breytihgar geti fundið farveg. Engin rikisstjórn, hversu vel- viljuð og vinstrisinnuð sem hún er i orði, getur tryggt launþegum þau laun og það lif sem þeim ber. Afkomu og lifshamtngju verða menn að tryggja sér sjálf- ir, með þekkingu, samtakamætti og manndómi. A sama hátt getur ekkert út- varpsráð, hversu ágætlega mannað sem það kann að vera, tryggt okkur heiðarlega og þrosk- andi fjölmiðla. Umbæturnar, kröfurnar um breytt og betri vinnubrögð verða að koma frá þeim sem raunverulega inna störfin af hendi. Mér er næst að halda að þetta lögmál gildi á mörgum sviðum þar sem mannlegar athafnir fléttast saman og menn mynda smá-samfélög. Frumvörp til úr- bóta um skólakerfi koma ekki að tilætluðum notum nema þeir sem i skólunum starfa, þ.e.a.s. nem- endur og kennarar, og aðrir þeir sem raunverulega eiga aðild að mótun skólasamfélagsins, t.d. foreldrar, geri sér ljóst hverjir verða að hafa frumkvæðið, úr hverju breytfngar til bóta spretta. Menn verða sjálfir að hafa frum- kvæði um breytlngar á högum sinum, um breýtingar á vinnu- stöðum — eigi vel að fara. Menn verða að eita eitthvert erindi við lifið. Þegar það er orðið lýðum ljóst að engin brýn þörf er fyrir stjórn og þjónustu annarra, þá gufar upp hin stránga hlutverkaskipt- lng. Skólinn kemst vel af án skólastjóra, skúringakvenna og sálfræðinga. Skólanum eiga að stýra i félagi nemendurnir kennararnir og ef til vill for- eldrarnir, vilji þeir eiga að- ild að rekstri skólans. Skólasál- fræðtngar eru afleiðing þess að Ég viðurkenni að stjórar eigi tilverurétt i sumum tilvikum (skipstjóri til sjós, flugstjóri i lofti), en þá þvi aðeins að þeir stjórni markvissum athöfnum, og sé um stjórn á tækjum að ræða. Fólk ætti aðeins að lúta stjórn, hafi stjórinn fullt umboð þeirra sem láta að stjórn, og að völd hans takmarkist sjálfkrafa af eðli verkefnisins. Við eigum ekki að lúta stjórn, það 'fer góð meginregla, að við eigum að stjórna okkur sjálf, við eigum að blása á menn sem vilja hafa vit fyrir okkur, við eigum að rass- skella þá sem vilja láta aðra vinna verkin fyrir sig, við eigum að hrinda frá okkur þeim sem vilja hlutast til um það sem við sjálf erum jafnfær eða færari um að leysa af hendi. Dæmin um hvað sofandaháttur almennlngs i þessu tilliti hefur kostað, eru sár- grætilega mörg i sögunni, dæmin úm stjóra sem risið hafa til valda og orðið harðstjórar, stjórn þeirra ógnarstjórn. En þetta var nú bara smá útúr- dúr Jón, og hugsanagángurinn Kír pf 11 PÍ lífiíS fÍQrlasnnr hm’ IV. 1. Hljóðvarp og Sjónvarp verði sameinuð i eina varpstöð, Ot- varpið. Sem þýðir að auðvitað verður að hraða byggingu nýju varpstöðvarinnar. Kostnaðurinn við byggtngu hins nýja útvarps- húss vinnst upp á skömmum tima i engri leigu, vinnuhagræðingu, og betri nýtingu tækja. Það er lika hægt að spara i rekstrinum — jafnvel án þess sá sparnaður að hefðbundum hætti komi niður á þeim sem minnst bera úr býtum i útvarpsvinpu, þ.e.a.s. höfundum efnisins. Mætti t.a.m. auð- veldlega sameina frétta- stofur Hljóðvarps og Sjón- varps i eina stofu, sem jafn- vel gæti séð um að dreifa al- mennum fréttum tii dagblað- anna. Þau ættu með þvi fyrir- komulagi að geta lagt auka áherslu á fréttaskýringar, og jafnvel væri endir bundinn á þá vitleysu sem svo lengi hefur við- gengist að margir frétta- og blaðamenn sitji með sveittan skalla og vinni sama verkið, t.d. skrifi niður ræðu um aukinn og þróttlegan peysuútflutning Sam- skólinn hefur verið of oft, og er ennþá, mannskemmandi. Og handa skúríngakonum (svo tekið sé dæmi um óþarfa þjónustu) ætti að finna önnur störf þar sem þær fá meiri og fjölbreyttari út- rás fyrir sköpunarþörf sina. Nemendurnir, kennararnir og foreldrarnir eiga að vinna þau verk sem vinna þarf (jafnvel byggja skólann, alla vega mála hann á vorin), þvi skól- inn er annað heimili þeirra sem þar vinna — og enginn ætti að hafa þjónustu á heim- ili sinu til að vinna þau verk sem öllum ættu að vera sjálfsögð og töm: að stjórna I félagi við aðra menn og hirða um sjálfan sig og umhverfi sitt. Orðið skóli mun komið úr grisku og þýða fritimi, frelsisstund — orðið tómstund hefur i islensku máli öðlast merk- inguna tóm stund, stund þegar ekkert er að gerast. Allar stundir ættu að vera frelsis stundir. Og hinar aðskiljanlegustu stundir geta orðið slikar stundir. Til dæmis get ég nefnt að þær stundir þegar ég hef fundið til mestrar samlifunar, þegar mér hefur á- skotnast hve dýrmætust reynsla, eru til sjós. Ufsaveiðar i smaragðsgrænu Reynisdýpinu gleymast ekki. Ef þessi hugsunarháttur — að stundir okkar eigi að vera frjáls- ar og lærdómsrikar, að menn eigi að bera ábyrgð á sjálfum sér með þvi að kanna stöðugt möguleika sina, að það sé skylda okkar að taka virkan þátt i sköpun um- hverfisrammans, að okkur beri að efast um allt gildismat, að okkur sé vel ætlandi að komast af án allra þeirra stjóra sem vilja stýra okkur — ef þessi hugsunar- háttur yrði almennur, þá fyrst gætum við talað um virkt lýðræði. mjaka mér aftur nær þinum kál- garði. Eg ber hér með fram tillögu. Hún er á. þá leið að við stofnum sinn i hvoru lagi bánka: Hug- myndabánka fjölmiðlunarinnar. Þú vilt eflaust ekki eiga neitt i bánka með rnér, þvi þér virðist á- fram um að nefna allt sem ég legg i hugmyndabánkann draumsýnir og falskar hugsjónir. öðruvisi fæ ég að minnsta kosti ekki skilið það sem þú staðhæfir i skrifi þinu, að ég beri fyrir brjósti „hugsjón- ir” innan gæsalappa. Þér hlýtur að vera llla við hug- sjónir. Mér er hins vegar ekkert 1lla við hugsjónir (og kann þvi vel að vera kallaður hugsjónamaður) þvi einhvern veginn rek ég grun i að hugsjónamenn utan eða innan gæsalappa hafi öðlast veglegri sess i sögunni heldren dagskrár- stjórar utan eða innan gæsa- lappa. En kannski átt þú hugsjónir lika. Hver veit nema þú álitir þær hugsjónir vera hinar einu sönnu hugsjónir utan gæsalappa. Vildi ég gjarnan heyra af þeim. Mér finnst ekki koma til mála að ljúka þessu bréfi til þin án þess að bera fram bráðabirgðatillögur um úrbæturi efnum fjölmiðla. Ég áskil mér þó rétt til að skipta um skoðun i aukaatriðum jafnt og aðalatriðum ef þér eða öðrum tekst i framtiðinni að sannfæra mig um að ég vaði i villu og svima; takist að sannfæra mig um að tillögur mínar stuðli raun- verulega EKKI að skertum völd- um þinum, minni yfirbygglngu stofnunarinnar, betra vinnuand- rúmslofti og sparnaði, þá dreg ég þær til baka. Hér koma svo tillögurnar. Fréttamenn gætu þá fremur markað sér af ákveðin svið. Eins- og nú er málum skipað þá er það raunverulega aðeins óskabarn fjölmiðlanna, iþróttirnar, sem njóta stöðugrar umfjöllunar sér- fróðra manna. Og að vonum magnar hið sérfróða umtal um iþróttir upp þörf fyrir ennú frek- ari umfjöllun og ennþá nánari fréttir úr þessum leikræna heimi hetja, skúrka og misviturra dóm- ara (meira um iþróttirnar i næsta bréfi). Já, það er vel og skil- merkilega greint frá hverju spretthlaupi og hvaða árángri er náð á Laugardalsvellinum; en hlaupi menn alvarlega á sig, t.d. þingmenn, þá er eiginlega einsog enginn megi vera að þvi að tiunda hlaupið eða hefja sérfræðilegar útskýrtngar, hvað þá að nokkrum detti i hug að gefa sér tima til að gánga i skrokk á hlauparanum með sérfræðilegum spurnfngum. Ég get ekki stillt mig um það hér i framhjáhlaupi að gauka að þér hugmynd sem ég fékk á dög- unum niðri Alþingi. Björn á Löngumýri fór þar á kostum, og margir aðrir voru bráðskemmti- legir. Þá skyndilega dembist yfir mig þessi spurning: Hvers vegna eru mennirnir ekki svona skemmtilegir og greindir þegar þeir koma á skjáinn til að sýna sig og tala til okkar? Þá eru þeir einsog snúið roð i hundskjafti og drýpur af þeim helgislepjan og húmorsleysið. Mér flaug þvi i hug Jón, hvort ekki væri mögulegt og ráð að opna sérstaka rás frá Al- þingi sem væri opin allan þing- timann. Þar yrði flutt ekkert annað efni en það ,sem gerist i þingsölum. Þingheimur yrði fljót- ur að venjast þvi að vera alltaf undir sjá þjóðarinnar, þingmenn Framhald á 14. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.