Þjóðviljinn - 24.02.1974, Síða 5
Sunnudagur 24. febriiar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5
Þjóðverjar
hœlast um
Þessa uppstillingu á Bret-
landi gagnvart Vestur-Þýska-
landi rákumst við á nýlega i
þýsku blaði. Okkur þótti hún
að ýmsu leyti lærdómsrlk,
bæði hvað snertir þær stað-
reyndir sem hún leiðir i ljós
um þessi tvö lönd, og um það
hugarfar sem kann að búa að
baki slikri uppstillingu hjá
Þjóðverjum.
Eins og sjá má er Bretland
aðeins litlu minna en Vestur-
Þýskaland að fólksfjölda og
landstærð. Eins er hlutdeild .
þess i heimsviðskiptum miklu
minni en V-Þýskalands, eink-
um að þvi er tekur til útflutn-
ings. Lciðir af þvi að Bretar
mega sin miklu minna á efna-
hagssviðinu gagnvart öðrum
þjóðum en Vestur-Þjóöverjar.
Þá kemur fram þjóðarfram-
leiðslan er upp undir 50%
meiri á hvern Þjóðverja en
Breta, enda hefur hagvöxtur-
inn við nær helmingi hraðari i
Þýskalandi en Bretlandi siðan
1960. Verðbólga hefur einnig
hrjáð Breta miklu meira.
Atvinnuleysingjar voru yfir
hálf miljón I hvoru landi um
miðjan janúarmánuð, fleiri
nokkru i Bretlandi.
En svo kemur það, sem
VesturÞjóðverjum finnst
væntanlega sitt stærsta
tromp: „Tapaðir vinnudagar
vegna verkfalla” hafa ekki
verið nema 5 miljónir hjá
líiljónir íoúí.
61,8
000
Landstnró í knú'
248 000
9240,- l'vióúorframleiusla.
á mann 1972, DM *'
Iiagvuxtur
1900-1973, %
93 w eys luv. ncelc kun 54
1-960-1973 %
84 Mil j. vinnud. 5
tapaóir í verkf. 1960-72
nnu- ca. 520 000
637 000 A-l-irirv
lausir 1 jjan. 1972
6 Útflutningur
■luti af heimsv. 197
8,6 Innflutningur
luti af heimsv. 1972
228 Póllcsbilar á
1000 íbúa
225
V — P Í 3 1: n L A II D
þeim á sama tima sem þeir
voru 84 miljónir hjá Bretum,
eð 17 sinnum fleiri.
Ja, það er erfitt að tjónka
við þennan breska verkalýð,
geta þýskir atvinnurekendur
hugsað, það er nú einhver
munur að hafa þennan auð-
sveipa vinnulýð hjá okkur!
Þess vegna hælist þýska
auðvaldið yfir óförum þess
breska, ekki sist nú þegar
kolaverkfallið er skollið á.
Bretar unnu að visu stríðiö,
en það litur fyrir að Þjóðverj-
ar ætli að „vinna friðinn”.
—hj
Morgunblaðsritstjórinn flækist í
sínum eigin jafnvægis-röksemdum
Mörgum þótti herstöðva-
sinnar fara mjög halloka í
umræðuþætti í útvarpinu á
sunnudagskvöldið var.
Hafa menn komið að máli
við Þjóðviljann og beðið
hann um að birta nokkur
þau orðaskipti sem þar
urðu.
Hér fer á eftir einvígi
þeirra Ólafs Ragnars
Grimssonar prófessors og
Styrmis Gunnarssonar
Morgunblaðsritstjóra um
„varnarmátt" herstöðvar-
innar, hlutverk hennar í
valdakapphlaupi stórveld-
anna og um varnir Noregs
og Svíþjóðar. Styrmir
flæktist þar í sinum eigin
röksemdum og hraktist
upp í horn með skýringar
sínar á afstöðu Svía. Svia-
rök Styrmis verða nefni-
lega ekki notuð til annars
en að renna stoðum undir
það, að íslendingar ættu
hið skjótasta að losa sig við
hina bandarísku herstöð!
I þættinum héldu herstöðva-
sinnar mjög á lofti hernaðarupp-
byggingu Sovétrikjanna á norð-
vestlægum svæðum, bæði á Kóla-
skaga og i Norður-Atlantshafi. A-
taldi Olafur Ragnar Grimsson
þennan málflutning, þar eð hann
væri með tröllasögublæ, eins og
oft hefði komið fram i Morgun-
blaðinu. i sjálfu sér væri það há*
rétt, að mikil hernaðaruppbygg-
ing hefði átt sér stað hjá Sovét-
rikjunum i umræddum svæðum,
en herstöðvasinnar litu ekki kalt
og rökvist á þau mál, heldur not-
uðu það til að skapa ótta.
Þá benti Ólafur Ragnar á það,
að samtimis þvi sem Sovétmenn
hefðu aukið hernaðarmátt sinn,
hefði fækkað herliði hér og hlut-
verk herstöðvarinnar breyst. Hún
hefði komið hingað sem eins kon-
ar varnarstöð, en nú væri hún
fyrst og fremst eftirlitsstöð fyrir
Bandarikin og NATO.
Styrmir: ólafur Ragnar skilur
ekki hvernig varnirnar eru hugs-
aðar. Liðið hér á ekki að halda
uppi fullum vörnum — ætlunin er
að flytja hingað fjölmennara lið
ef til hernaðarátaka kæmi. Þetta
er aðeins fyrsta vörn. Þannig eru
varnir Norðmanna einnig. öll
Vestur-Evrópurikin byggja varn-
ir sinar á erlendri aðstoð, það er á
aðstoð frá Bandarikjunum, það er
alveg augljóst mál.
Valdakapphlaup
Ólafur Ragnar: Aukinn herafli
Sovétrikjanna er staðreynd, en
hjá þeim herstöðvasinnum er
þetta ekki túlkað i réttu ljósi.
Hann er nefnilega liður i gagn-
kvæmu valdakapphlaupi stór-
veldanna. Hlutverk herstöðvar-
innarhér er ckkiað verja landið,
heldur er hún liður i margþættu
eftirlitskerfi sem Bandarikin og
Sovétrikin hafa hvort gagnvart
öðru til að ganga úr skugga um að
hvorugur aðilinn gangi yfir þau
mörk sem smátt og smátt hafa
fest á milli þeirra i þessum
heimshluta. út frá þessum stað-
reyndum ber að ræða eðli her-
stöðvarinnar hér. Ég tel það ekki
þjóna hagsmunum tslands að
taka þátt i þessu.
Það er best að láta Bandarikin
um að reka þeirra eftirlitskerfi
sjálf og á eigin yfirráðasvæði,
herstöð býður hættum heim fyrir
smáþjóð.
Styrmir: Við höfum aldrei
haldið þvi fram i Morgunblaðinu
að hernaðaruppbygging Sovét-
rikjanna á Kólaskaga og i
Norður-Atlantshafi beinist ein-
göngu að tslandi. En af hverju
sem hún er sprottin og að hverju
sem hún beinist, hlýtur hún að
hafa áhrif á öryggi Islands, alveg
með sama hætti og Norðmenn
telja það hafa mikil áhrif fyrir ör-
yggi sitt. Og þvi hljótum við að
gera gagnráðstafanir.
Herstöðin hér er bæði varnar-
stöð fyrir tsland og eftirlitsstöð
fyrir NATO. Rétt er að eftirlits-
þátturinn hefur breyst, áður var
eftirlitið með flugvélum fyrst og
fremst, en nú eru það kafbátarnir
sem verið er að fylgjast með.
ólafur Ragnar: Er herinn hér
þá eins konar umferðarlögregla?
Nú hefur komið fram viður-
kenning á þvi, að litill her eins og
her Norðmanna, eða sá her sem
hér er, geti að sjálfsögðu ekki
varið landið. Það sé öldungis frá-
leitt.
Varnarstyrkurinn liggi i þvi að
vera aðilar að svona finu sam-
starfi eins og varnarbandalagi
vestrænna þjóða, NATO, og
varnarkerfi Bandarikjanna. En
það sé engin vörn i litlum herjum
af þessu tagi, nema þá um
stundarsakir.
En hvernig er þá með Sviþjóð?
Sviþjóð er lika með litinn her —
það er hreinn vasaher i saman-
burði við hernaðarmátt Sovét-
rikjanna — og Sviþjóð er ekki að-
ili að neinu svona bandalagi. 1
hverju liggur þá varnarstyrkur
Sviþjóðar?
Styrmir: Útgjöld til varnar-
mála...
ólafur Ragnar: Þau eru hverf-
andi.
Styrmir: Það er tómt mál...
Ólafur Ragnar: Þið getið ekki
haldið þvi fram, að það sé svo
stórkostlegur munur á her og
hernaðarútgjöldum Norðmanna
og Svia, — að Norðmönnum sé
engin vörn i sinum her en Svium
sé stórkostlegt gagn að sinum.
Það er ekki hægt að halda þessu
fram.
Styrmir: Sviþjóð er i sérstakri
aðstöðu. Sviar hafa haldið uppi
hlutleysisstefnu mjög lengi. Þeir
komust upp með það i heims-
styrjöldinni siðari og urðu ekki
fyrirneinum teljandi óþægindum.
Þeir hafa hins vegar haldið uppi
mjög öflugum her.
Astæðan fyrir þvi, að Sviar
halda svona fast við hlutleysis-
stefnu sina, enda þótt það sé gert i
skjóli öflugs hers-sem vissulega
má sin ekki mikils gagnvart her-
afla Sovétrikjanna... (rekur i
vörðurnar). Við verðum að
skoöa öryggismál Norðurlanda
allra i samhengi: Ef Sviar t.d.
gengju i Atlantshafsbandalagið
eða ef þeir teldu þörf á þvi að fá
erlenda herstöð inn i land sitt, er
alveg ljóst hvaða afleiðingar það
mundi hafa fyrir Finna.
Það er þetta tillit til Finna, sem
ræður mjög miklu um afstöðu
Svia i þessum málum.
Ef Sviar gerðust aðilar að At-
lantshafsbandalaginu eða fengju
erlenda herstöð inn i land sitt, þá
mundu Sovétrikin umsvifalaust
og augljóslega krefjast sovéskra
herstöðva i Finnlandi. t þessu
ljósi verður einnig að skoða af-
stöðu Svia.
Ólafur Ragnar: Það var gaman
að fá þetta svar Styrmis við
spurningu minni. Þetta er ein-
hver frumlegasta skýring sem ég
hef heyrt á afstöðu Svia.
Samkvæmt henni er sem sagt
ekki herstöð i Sviþjóð og Sviar
ekki aðilar að NATO vegna þess
að ef og um leið þeir gerðu það, þá
mundu Sovétrikin krefjast þess
að hafa herstöð i Finnlandi.
Heimfærum þessa skýringu
upp á Noreg og ísland: Er þá hinn
mikli vigbúnaður Sovétrikjanna,
m.a. við Noreg, meðal annars
vegna þess að Bandarikin hafa
komið sér upp herstöð á tslandi?
Ef við látum herstöðina fara, geta
Sovétrikin dregið úr herbúnaði
sinum við Noreg.
Samkvæmt þinum eigin rök-
semdafærslum væri þetta einhver
mesti greiði sem við gætum gert
Norðmönnum i þessu máli.
Styrmir: Ég sagði, ég sa...
Ólafur Ragnar: Ef þú ert að
tala um valdajafnvægið i Evrópu
almennt.
Styrmir: Ég sagði áðan, Ólaf-
ur: Það er augljóst að hernaðar-
uppbyggingu Sovétrikjanna á
Kólaskaga er ekki beint fyrst og
fremst að Noregi eða tslandi. Hún
er alltof mikil til þess.
Ég veit þú ert ekki það mikið
barn að halda þvi fram að 3 þús-
und manna varnarstöð i Keflavik
valdi þessari hernaðaruppbygg-
ingu á Kólaskaga.
Ólafur Ragnar: Ég var ekki að
segja að svo sé eingöngu, heldur
meðal annars.
Stjórnandinn: Talið ekki báðir i
einu!
ólafur Ragnar: Þú getur ekki
haft þetta hvort tveggja: Haldið
þessu fram gagnvart Sviþjóð, og
snúiðsvo dæminu gersamlega við
þegar við tölum um Noreg og ts-
land.
( Þar með var Styrmir orðinn
klumsa i málinu og vék að öðru.
— Þetta er skrifað upp svo til al-
veg orðrétt, nema hvað leiðrétt
hafa verið augljós mismæli og
málsgreinar aðskildar að rit-
máishætti. Eins og vænta mátti
þegar 7 taka þátt i sama umræðu-
þættinum, var þessi samtalsþráð-
ur þeirra Ólafs Ragnars og
Styrmis rofinn hvað eftir annað af
öðrum þátttakendum sem voru
með aðra efnisþætti. I þessu sam-
bandi var á það litið sem innskot
og þeim sleppt).
Hitler Superstar
í V-Þýskalandi
Geysimikill áhugi á Hitler og öllu sem honum kemur hefur veriö
rikjandi viða á Vesturlöndum um margra ára skeiö, og kvað svo
rammt að þvi að I fyrra voru blöð i Þýskalandi og viðar farin aö
skrifa um Adolf Hitler Superstar. Þar i landi hugkvæmdist til að
mynda einhverjum frumlegum athafnamanni að láta framleiöa
leirkrúsir undir bjór með ásjónu foringjans, og sýnir myndin
eina þeirra.
STYRMIR: Svíar mega ekki ganga
í NATO né fá NATO-herstöð, því
þá fœra Sovétmenn sig upp
á skaftið í Finnlandi
ERGO: Islendingar mega ekki losa
sig við NATO-herstöð, því þá
dregur úr sovéskum
hernaðarþrýstingi á Norðmenn