Þjóðviljinn - 24.02.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.02.1974, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. febrúar 1974. Er Magnús sekur samkvœmt íslenskum lögum? A þingi Norðurlanda er ágætlega unnið og ekki nema sjálfsagt að bera á þingmenn lofið, þótt keppni virðist stundum f hópnum vera haldin, um hvaða þingfulltrúi mest og fastast geti sofið. Og þarna eiga margir sinar mestu unaðsstundir, þvi matinn, uppihaldið og svefninn rfkið greiðir. Og þegar Magnús Kjartansson kom þcim til aö vakna þeir kepptust flestir um að verða ógurlega reiðir. Þcir skömmuðust og létu öllum illum látum, engan blett það setti á mannorð fulltrúanna. En Magnús gerðist þarna sekur samkvæmt lögum, þvl samkvæmt lögum má ekki trufla svefnfrið manna. flcn. Ax. (Úr dagblaðinu Visi þann 21. febrúar) Aldarspegill Framhald af bls. 6. Þegar einhver kumpáni hefir pælt doktorsritgerð uppúr ein- hverju aldamoði sem hann hefir rótað í, þá kemur til Teits og Tobbu hvort hún er metin gild til varnar. Nú er ég svo forhertur og sjálfumglaður, að ég leik mér að þvi að taka skáldverkin þau arna i útvarpinu gild, fullgild sem skarpa og heiðvirða skáldtúlkun á samtimanum. Ég hugsa mér að skýra mál mitt með dæmi: Sérhver tíð fær þau skáldverk sem hún verð- skuldar. Það er lögmál. Það lög- mál gildir alltaf og alls staðar. Ef þú litur í spegil sérðu speglun. Annað ekki. Gáfa skáldsins er að spegla samtimann. Útfrá þessari forsendu bendi ég á nokkur raun- sönn skáldverk, sem hvert og eitt speglaði sinn tima. Ég nefni Piit og stúlku Jóns Thoroddsen, Kær- leiksheimili Gests Pálssonar. Vcfarann mikla frá Kasmir Hall- dórs frá Laxnesi, Dyr standa opn- ar hjá Jökli Jakobssyni og loks Foreldravandamál Þorsteins An- tonssonar og ennfremur Morð- Segulhausar og demantsnólar fyrirliggjandi Nóatúni sími 23800 Klapparstíg sími 19800 Akureyri sími 21630 RÍSPAPPÍRSLAMPINN FRÁ JAPAN Japanski rispappirslampinn TSest nú einnig á fslandi i 4 stæröum. Hentar hvar sem er, skapar góða birtu og er til skrauts bæöi einn og einn og i samsetningum eins og á myndinni. Athyglisverð og eiguleg nýjung. HÚSGAGNAVERZLUN AXELS EYJÓLFSSONAR SKIPHOLTI 7 — Reykjavlk. Sfmar 10117 og 18742. bréfasöguna hans Hrafns Gunn- laugssonar. Skipa i röð eins og veggmyndum. „Búðar i loftið hún Gunna upp gekk! ”, sem frá segir i sögunni af Pilti og stúlku. Það var bersögli og revia sins tima að ég ætla, auk þess sem sagan er i hvivetna speglun aldarfars og aldarhátta. „Kærleiksheimilið” sem Gest- ur Pálsson, lýsti, varð svo skýr spegilmynd af drottnunargirnd og hræsni, að þau sem sáu sig sjálf i speglinum roðnuðu uppi hársrætur og litu undan. Það er nefnilega ekki alveg nýtt né bund- ið við eitt sérstakt riki, að ætla að brjóta spegilinn. Og Vefarinn mikli frá Kasmir. Sumt i honum var kannske i átt framúrstefnu, var kannske af spéspeglaættinni meðal sinnar kynslóðar. Og þá finnst mér við eiga að ljósta upp, að sögur tvi- stirnisins muni vera af þeirri hinni sömu ættkvislinni. Vonandi. Engin sagan af þeim sem ég nefndi er eins fullgilt dæmi eins og Dyr standa opnar nafna mins Jakobssonar. Ný af nálinni var hún nýjasta nýtt. Nú er hún bara gamaldags. Einlæg og sönn, hrein og heil sem hinn fyrsta dag, en orðin svo gamaldags sem á grön- um má sjá. Nýju sögurnar gerðu hana gamla. Nýju sögurnar eiga eitt einkenni sameiginlegt. Báðar eru þær hlaðnar allt að lifshættulegri spennu milli tveggja skauta, spennu milli heimilisins og hegn- ingarhússins. Þessi heimili vant- ar bæði Drottinn blessi heimilið og þau vantar bæði föður og móður. Þau eru yfirgefin stassjón og enginn kemur þangað til ann- ars en flýja þaðan á ný. Ef nýju sögurnar flytja boð- skap, þá er hann þar að finna. Gaman er til að vita, að sama umgerð er um sögusvið Foreldra- vandamálsins eins og var um Vefarann mikla frá Kasmir. Og þó er f jarri að hægt sé að láta sér svo mikið sem detta stælingu i hug. Aldarfarsmunur er þvilikur, að maður hverfur frá öllum get- gátum i þá átt. En þrátt fyrir allt stendur maður sig að þvi að leita uppi það sambærilega. Heim- kynni i auðmannahverfi. Hús- bændur með hálfa tilveruna úti i löndum. Sumarbústaður i þvi allrahelgasta á Þingv. öræfa- ferðir til að gera eitthvað, leita einhvers. Aldaskilin milli Vefar- ans og Foreldravandamálsins sjást liklega skýrast við að bera saman leiðsögu útlendinganna, andlegan félagsskap Islendings- ins, þar sem er munkurinn i Vef- aranum, öll viska mannkynsins og velvild i hnotskurn, en á hinu leitinu er sjálfur samnefnari alls fáranleika allra tima og nútimans sérstaklega, sjálfur Poppmann, persónugerfingur ofskynjana og æðishljóma. Útúr samanburði nýju sagn- anna við gömlu sögurnar, fæ ég einkum lesið tvennt. Nýju sög- urnar eru engu siður góð og sönn skáldverk um sina tið en þær eldri voru. Nýju sögurnar votta um- fram annað hversu ofsahröð er hin andlega úrkynjunin á þeirri öld sem nú er, vimuöld Popp- manns. Morðbréfasaga Hrafns Gunn- laugssonar kynnir afburðavel sögusvið úrkynjunarinnar. Fyrir okkur er lokið upp þessum vel- megunarheimi sem sýnist fullfær um að tortima sjálfum sér ef ekki i kvöld, þá fyrir hádegi á morgun. Heimur eiturbyrlaranna er ljós- lifandi hvort heldur er utanfrá eða innanfrá. Við erum i vita- hring velmegunarinnar. Þvi skemmri sem vinnutiminn er, þvi fleiri kvöld og nætur i skákina sem tefld er við útkastarana, þvi æðisgengnari hraði á vit tortim- ingarinnar, þvi fyrr glæpur vit- firring glötun mát! Hvernig sögur verða sagðar næst, þegar sagan af morðbréf- unum verður orðin gamaldags? Játvarður Jökull Júliusson. Leiðrétting Okkur varð það á að segja i myndatexta á forsiðu f gær að VR-menn hefðu lokað Arbæj- arkjöri. Þetta er rangt. Það var Arbæjarmarkaður, sem VR-menn lokuðu. Kaupmað- urinn i Árbæjarkjöri er hér- með beðinn afsökunar á þessu ranghermi. F óstrur Framhald af bls. 16. ófaglærð störf. t þessu sambandi langar mig að benda á, að ein á- stæðan fyrir þvi að enginn karl- maður stundar nám i Fóstruskól- anum er hve launin eru lág að námi loknu. — Við höfum rætt launamál okkar við^Sumargjöf sem greiðir okkur launljegar við vinnum á barnaheimilunum. Hafa for- svarsmenn félagsins lofað að taka þetta til athugunar, einkum hvað snertir sumarvinnuna að loknu öðru ári. Þá höfum við lokið hluta af nám.i en erum samt um 5 þúsund krónum lægri i kaupi en ó- menntuð Sóknarstúlka. En best væri aö fóstrukaupið hækkaði, þvi þá hækkar kaup okkar nemanna sjálfkrafa þar sem það er hlutfall af þvi. Okkur finnst að fóstra ætti ekkert að vera verr launuð en t.d. barnakennari. Það starf er einna likast okkar starfi. —ÞHl Pakistanar sættast Karachi 23/2 — I dag mætti Muji- bur Rahman á fund múhameðs- trúarleiðtoga i Lahore i Pakistan. Það sem gerði heimsókn hans mögulega var að Pakistan viður- kenndi Bangladess i gær. Er þetta i fyrsta sinn sem Rahman heim- sækir landið siðan honum var sleppt úr pakistönsku fangelsi i janúar 1972. Semja Egyptarfyrir Sýrlendinga? Karió 23/2 — Egypska blaðið A1 Ahram skýrir frá þvi i dag að sendin. Egypta við Genfarvið- ræðurnar muni stinga upp á þvi við fsrael að hún semji fyrir hönd Sýrlendinga. Fréttamaður blaðs- ins i Washington segir Sýrlend- inga hafa fallist á þessa skipan mála sem fyrsta skref i áttina að aðskilnaði israelsku og sýrlensku herjanna i Golanhæðum. Sagt er að Israelar séu andvigir tillög- unni. FELAGSLÍF Sunnudagsgangan 24/2 veröur kringum Helgafell. Brottför kl. 13 frá BSl. Verö 300 krónur. Ferðafélag tslands Blaðberar óskast i eftirtalin hverfi: Seltjarnarnes Melahverfi Grimsstaðaholt Háskólahverfi Miðbæ Þingholt Bólstaðahlið Laugarnesveg Sogaveg pjoÐViuim

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.