Þjóðviljinn - 24.02.1974, Síða 13

Þjóðviljinn - 24.02.1974, Síða 13
Sunnudagur 24. fcbrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Stocker skaut inn athugasemd sem kom ekki beinlinis málinu við, en Ned lét sem hann heyrði ekki til hans og hélt áfram: — Svo er það hjónabandið. Tökum manninn i föstu stöðinni með engan metnað. Hann kemst hjá þvi að falla fyrir reglulega glæsilegri stúlku — meginreglan sem ég minntist á áðan, verndar hann fyrir þvi. — Það virðist vera miskunn- söm meginregla, sagði ég. — Satt er það. Hún vekur trúna á kærleiksrikan guð. Ef maður yrði ósjálfrátt ástfanginn af feg- urstu konum heims, yrði lifið i fyrsta lagi hreinasta viti, og i öðru lagi myndu hversdagslegri stúlkur aldrei ganga út. — Ég veit svo sem hvað þú ert að fara, sagði ég. — Maður á upp- leið hækkar sifellt kröfurnar til þeirra stúlkna sem hann getur hugsað sér að eiga samleið með. Það er eitthvað sem kemur i veg fyrir að ég verði ástfanginn af Ritu Hayvorth, en það myndi ekki gera það lengur af ég væri prins eða milljónungur. Ég þangaði til að gefa Ned tækifæri til að segja eitthvað, en Stocker greip fram i. Honum gramdist æ meir að við skyldum ekki vilja lita á málið frá hans sjónarhorni, og nú var hann stað- ráðinn i að beina samtalinu á nýjar brautir. — Ykkur sést yfir mikilvægt atriði, sagði hann. — Og það er að konur eru ekki i gagninu sérlega lengi. Þær falla skjótar i verði en nokkur önnur markaðsvara. Ég á ekki við að þær endist ekki — þær bestu geta treinst i tuttugu ár eða svo — en þær eru ekki á toppnum nema fyrstu fjórar vikurnar. Eft- ir það ættu þær að skipta um eig- anda. Ef ég mætti velja á milli þess i tiu ár að hafa annaðhvort Brúðkaup 29. desember sl. voru gefin saman i hiónaband af séra Gunnari Gislasyni, Holtsmúla, Skagafirði, ungfrú Ingibjörg Sigurðardóttir og Ragnar Eyfjörð Arnason. Heimili þeirra er að Brekkugötu 25, Akureyri. Norðurmynd, Akureyri. Simi 22807. Þann 30/12 sl. voru gefin saman i hjónaband i Dómkirkjunni af sr. Óskari J. Þorlákssyni Rannveig Margrét Stefánsdóttir og Elvar Hjaltason. Heimili þeirra verður að Vesturgötu 27, Reykjavik. Ljósmst. Gunnars Ingimars. Ritu Heyworth eða heila runu af venjulegum stúlkum sem er aðal- atriðið — eins og i mataræðinu. — Þarftu i rauninni svona til- breytingarikan mat? spurði ég. — Sjálfur kvarta ég ekki þótt ég fái flesk og egg i morgunmat alla vikuna. Og ölið sem þú ert að virðist af sama taginu og þú ert vanur að drekka á hverjum degi um þetta leyti. Og samt ertu i engum vandræðum með að kyngja þvi. — Nei, nei, Jói, sagði hann og hristi fölleitt gúmmiandlitið. — Þú hankar mig ekki með þessu. Kannski er mataræðið hjá mér tilbreytingalaust þegar á heildina er litið, en máltiðirnar eru svo margar að maður verður þess ekki var. Ég hef ekkert á móti þvi að éta flesk og egg i morgunmat á hverjum degi, en það er vegna þess að ég fæ hádegisverð og tek og kvöldmat þess á milli. Ég hefði ekkert á móti þvi heldur að vera með sömu stelpunni á sólarhrings fresti, ef ég væri öruggur um þrjár aðrar þess á milli. Ef ég hefði heilsu til þess, bætti hann við með alvörusvip. Ég fór að skilja. Það var til- gangslaust að ræða við þá, þvi að innst inni voru þeir haldnir sömu meinlokunni. Þeir litu báðir á konur sem verkfæri, ekki mann- eskjur. Stocker leit á þær sem tæki til nautnar, Ned sem fjöður i hattinn sinn. Skoðanir Stockers voru ruddalegar og grófar, skoð- anir Neds voru fágaðri — á yfir- borðinu. Eina leiðin væri að fá þá til að lita á konuna sem mann- cskju. En hvað myndi það svo sem gagna? Ef ég færi að segja við Ned, að hversdagslegur mað- ur, óþekktur og metnaðarlaus ná- ungi, gæti hæglega eignast konu sem stæði fyllilega á sporði sem konum sem hentuðu sem Hinn 1. des. sl. voru gefin saman i hjónaband af séra Þorgrimi V. Sigurðssyni i Garðakirkju Þóra Kristin Magnúsdóttir og Helgi Sigurmonsson. Heimili þeirra er að Hraunsmúla, Staðarsveit, Snæfellsnesi. Ljósmyndast. Hafnarfjarðar. Þann 30/12 sl. voru gefin saman i hjónaband i Dómkirkjunni af sr. Oskari J. Þorlákssyni Maria Bergmann Guðbjartsdóttir og Guðbergur Sigurpálsson. Heimili þeirra verður að Arahólum 2, Reykjavik. Ljósmst. Gunnars Ingimars eiginkonur fyrir mikilmenni — til hvers væri.það svo sem? Eða ef ég reyndi að koma Stocker i skiln- ing um, að ef hann ilentist með einni stúlku og kynntist henni i stað þess að æða sifellt frá einni til annarrar, myndi ýmislegt koma honum notalega á óvart. Hann gæti aldrei fengið mig til að trúa þvi. Gott og vel, ég vissi hvar ég hafði þá. Ég gat ráðið þvi hvort ég lét mér standa á sama eða vor- kenndi þeim. Það var aðeins eitt sem mér var ekki alveg ljóst, og það var hvernig ég hafði öðlast þá visku að geta litið niður á þá? Ég sá að hinir voru lika að velta þessu fyrir sér og ég varð ekki vitund hissa, þegar Ned spurði: — Hvað um þig, Jói? — Áttu við mig og hjónaband- ið? — Hvað annað? sagði hann gremjulega. — Reyndu ekki að telja okkur trú um að þú sért enn að biða eftir þeirri réttu. Maður hittir stúlkuna sem hann vill gift- ast á þeirri stundu sem hann vill það sjálfur og ekki fyrr. Ég gat ekkert sagt. Þetta að ég hefði ekki hitt þá réttu, var i rauninni eina ástæðan sem ég gat fært fram fyrir einlifi minu — aö minnsta kosti sú eina sem þeir gátu skilið. önnur og dýpri ástæða var fyrir hendi, en hana gat ég hvorki útskýrt fyrir Stock- er né Ned. Vandinn var sá, að þegar ég einn góðan veðurdag eignaöist konu, yrði ég tilneyddur að festa rætur einhvers staðar og staðfestast i ákveðnu lifs- formi. t augum þeirra var ég auðvitað búinn að þvi fyrir löngu. Þeir héldu að ég hefði endanlega valið þann kost að lifa notalegu meðalmennskulifi i bænum þar sem ég var fæddur og uppalinn. A ytra borðinu höfðu þeir rétt fyrir sér. Fólk sem hitti mig i fyrsta skipti, var samstundis sannfært um að ég væri maður sem væri hæstánægður með sveitatilveru sina. — Heiðarlegur, klunnaleg- ur, dálitið óheflaður og með þann stil sem einkennir fólk sem af- neitar þvi að hafa stil. Enginn vissi neitt um þær ólgandi tilfinn- ingar sem bærðust undir þessu yfirborði, enginn nema ég sjálfur. t rauninni sveif ég i lausu lofti milli tveggja heima og gat ekki með nokkru valið á milli. Ég gat ekki með góðu móti séð af nota- legum smábæjarblænum. Ég gat ekki staðist þetta rólega og vin- gjarnlega kæruleysi. Það hlifði mér við margs konar erfiðleikum i daglegri umgengni við fólk. Á hinn bóginn yrði ég vitlaus, ef ég neyddist til að horfast i augu við þá staðreynd að ég kæmist aldrei burt. Ef ég hefði ekki verið á si- felldum þönum til London og út- landa, hefði ég verið glataður. En þegar ég var i London var ég auðvitað óánægður þar lika. Ég gat ekki fengið mig til að trúa þvi, að neins góðs væri að vænta úr borg sem var svo útbólgin, sót- menguð og heilsuspillandi. Ég gat ekki þolað fölleitan og æðibunu- legan manngrúann, ógeðslegar og ruddalegar auglýsingarnar, endalausar raðir af dökkum múr- steini, allt þessa litlu, sjálfstæðu bæi — Barnet, Edgware, Morden, Streamtham, Totting, Fulham — sem London hafði gleypt. Ég hef aldrei getað hugsað mér að vera Lundúnabúi. t samanburði við ibúana i Bænum-sem-ekki-má- nefna var fólkið i London eins og vélmenni. En hvernig var hægt að kvæn- ast og eignast fjölskyldu án þess að velja? Hvernig var hægt að velja sér konu án þess að velja endanlega á milii þessara tveggja heima? Mér varð óglatt þegar ég hugsaði um þá herskara af ná- kvæmlega eins stúlkum sem stik- uðu um i Hampstead og Chelsea, allar með sama taglið og sömu þröngu buxunum, allar á hnot- skóg eftir eiginmanni og reiðu- búnar til að setjast að á lands- byggðinni og lifa i uppgjöf það sem eftir var. En ekki leið mér BRIDGE Uppgötvun Peresar t undirbúningskeppninni i Bandarikjunum fyrir næstsiðasta heimsmeistaramót kom eftirfar- andi gjöf upp. Að spilinu loknu uppgötvaði Charlev Peres all- frumlega leið til að fella sögnina. sverð og sérstaklega varasöm þegar eigast við spilamenn að svipuðum styrkleika og við má búast að legan i spilunum sé sagnhafa til trafala. Hér fer á eftir gjöf sem sýnir þetta. Hún kom upp i keppni Austurrikis og Norðmanna á Evrópumesitara- mótinu næstsiðasta i Osló og redoblunin kostaði þá fyrrnefndu annað sætið á mótinu. S. A G 3 H.— 732 t. Á 8 3 L. D G 5 4 S. — S. K 8 7 4 2 H.ADG 10 9854 H. 6 T. K 7 5 4 T.G962 L.9 L. 8 7 2 S. D 10 9 6 5 H. K T. D 10 L. A K 10 6 3 Sagnir: Norður gefur. Austur- Vestur á hættunni. Vestur Norður Austur Suður Kay Papée Kaplan Lazard — 1 L. pass 1 S. 4 H. pass pass 4 S. pass pass pass Vestur lætur út hjartaásinn og kóngur Suðurs fellur i hann. Hjartadrottning er þá látin út og Austur kastar af sér laufi, Suður trompar og lætur út spaðafimmu sem Vestur kastar hjarta i og gosinn kemur frá blindum. Þegar Austur hefur fengið slaginn á .spaðakóng sinn, fær hann tæki- færi til að fella sögnina. En hvernig á að haga vörninni til þess að svo fari? Svar: Kaplan hafði gert sér fyllilega ljósa skiptingu handar sagnhafa. Honum var þá um leiö ljóst að væru tveir tiglar Suðurs drottningin og tian, myndi sagn- hafi geta komið Vestri i kast- þröng milli tiguls og hjarta, þegar hann léti út laufaásinn i þessari lokastöðu: H.7T.A8 H.GT.K7 T.G96 T.D 10 L.A Vandinn sem Kaplan var þvi á riöndum var að finna leið til að koma i veg fyrir að þessi loka- staða kæmi upp. Kaplan lét þvi ekki út spaða, en það útspil hefði engu stefnt i hættu, en kaus heldur að ráðast á tigulinn til þess að tigulásnum yrði rutt burt. En þetta útspil kom fyrir ekki, Suður stóðst sögnina samt sem áður. Hann hafði reyndar tigul- drottningu og tiu, en þegar tigul- tvistur kom frá Kaplan, lét sagn- hafi tiuna með það i huga að meiri likur myndu vera á þvi að Vestur ætti kónginn i tigli fremur en gosann. En sagan af þessari gjöf er sem sagt ekki öll sögð, þvi að bridge- höfundurinn Peres sýndi fram á i timaritinu „Bridge World” að hægt hefði verið að fella sögnina, ef Vestur hefði látið tigultiuna halda siaginum, i stað þess aö láta kónginn á hana! Siðan hefði Austur leyft sagnhafa að taka þrjá slagi á lauf, en trompað fjórða laufiðtil að hindra að sagn- hafi fengi á það fimmta og siðasta og Suður verður þvi að sætta sig við tapslag á þriðja tigul blinds til viðbótar tapslögunum á hjartaás, spaðakóng og laufslag trompaðan. Örlagarik redoblun Það getur verið æði vafasamt að redobla. Redoblun er tvieggjað S. D G 4 2 II. 5 T. K G 5 4 L. K G 7 6 S. 9 5 3 S. K 10 8 7 6 H. G 10 3 2 II. 9 T. D 8 3 T. A 10 9 7 L. A D 2 L. 10 9 4 S. A H.AKD 8764 T. 6 2 L. 8 5 3 Sagnir: Vestur gefur. Austur- Vestur á hættunni. Vestur pass dobl Norðurðpass redobl Austur 1 S. pass Suður 3 Gr. pass... Vestur lét út spaðaþrist, tvisturinn frá blindum, sexan frá Austri og drepið á Asinn einspil. Suður lét þegar út laufaþrist, Vestur tók með ásnum og sagn- hafinn, Austurrikismaðurinn Hartwich, varð tvo niður. Hvernig mátti það verða? Hefði Vestur látið út fjórða hæsta spil sitt i lengsta litnum, hjartatvistinn, en við þvi mátti alveg eins búast, hefði þá verið hægt að standa þrjú grönd? Athugasemd um sagnirnar: Þegar andstæðingarnir (Austur) hafa opnað á einum spaða, gæti Suður með þessi spil stokkið upp i úttekt með fjórum hjörtum. Til þess þarf náttúrlega nokkra áræðni, en vogun vinnur, vogun tapar. En Hartwich i Suður fannst áhættan of mikil og meiri likur á að hægt væri að taka niu slagi i grandi, en tiu i hjarta, og sagði þvi 3 grönd. önnur yfirboð sem til greina hefðu getað komið (dobl, eitt grand eða tvö hjörtu t.d.) hefðu öll verið hæpnari sagnir. En hvað skal segja um spaða- opnun Austurs. Það getur reynst vel að opna veikt á þriðju hönd til þess eins að sýna sæmilega sterkan lit, en i þessu tilfelli gat opnunin orðið dýrkeypt á hættunni. Það hefðu verið fyllilega eðlileg viðbrögð hjá Suðri að svara doblun þriggja granda sagnarinnar með þvi að segja fjögur hjörtu. Þá sögn hefði Vestur tvimælalaust doblað og þá hefðu Austurrikismenn átt vist annað sætið á Evrópumeistara- mótinu. Vegna hinnar heppilegu legu i laufunum er hægðarleikur að vinna fjögur hjörtu, og það gerðu reyndar Norðmennirnir sem höfðu spil Norðurs og Suðurs við hitt borðið. Bókhaldsaðstoð með tékkafærslum fj^BÚNAÐARBANKINN V£t/ REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.