Þjóðviljinn - 24.02.1974, Síða 3

Þjóðviljinn - 24.02.1974, Síða 3
Sunnudagur 24. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Leiksýningar verða að hrista upp í fólki Frá æfingu á Kertalogi. Höfundur og leikstjdri fylgjast meö utan úr sal. Rætt viö Stefán Baldursson, §em sviðsetur Kertalog Jökuls Jakobssonar hjá Leikfélagi Reykjavíkur I’otur Kinarsson, Anna Kristin Arngrimsdóttir, Guörún Step- hensen og Karl (iuönuuuisson i lilutverkum sinum. 4 ný þjóðhá- tíðarfríme rk i með myndum af íslenskum listaverkum i tiiefni 1100 ára afmælis búsetu á íslandi verða gefin út 11 fri- merki i þrennu lagi, og höfðar hvert þeirra til ákveðins timabils eða atburðar i islandssögunni. Hefur i þvi cfni verið farið eftir tiilögum þjóðhátiðarnefndar. Um val á myndefni á frimerkin var leitað til forstöðumanns Listasafns Islands, dr. Selmu Jónsdóttur og safnráðsmannanna Jóhannesar Jóhannessonar og Steinþórs Sigurðssonar. Fri- merkin ellefu verða með mynd- um af gömlum og nýjum islensk- um listaverkum. Fyrstu fjögur merkin koma út 12. mars nk., og verða þau að útliti sem hér segir: 1. Verðgildi kr. 10. Mynd merk- isins á að tákna landnámið og er af ofnu teppi Vigdisar Kristjáns- dóttur, en frummyndin er eftir Jóhann Briem. 2. Verðgildi kr. 13. Myndin er af málverkinu Grimur geitskör við Þingvelli eftir Jóhannes Jóhannesson. Merkið á að tákna stofnun Alþingis og allsherjarrik- is á tslandi. 3. Verðgildi kr. 30. Myndin er af altaristöflunni i Skálholti (mósa- ik), eftir 'Ninu Tryggvadóttur. Merkið á að tákna kristnitökuna og stofnun Skálholtsstóls. 4. Verðgildi kr. 70. Myndin er af höggmynd Asmundar Sveinsson- ar, Sæmundi á selnum. Merkið á að tákna ritöld. Eins og þegar hefur verið frá skýrt hér i blaðinu verður Kerta- log, nýtt leikrit eftir Jökul Jakobsson, frum- sýnt hjá Leikfélagi Reykjavikur siðast i mánuðinum. Fékk Kertalog fyrstu verð- laun i leikritasamkeppni Leikfélagsins af tilefni sjötiu og fimm ára af- mælis félagsins fyrir tveimur árum, ásamt leikritinu Pétur og Rúna eftir Birgi Sigurðsson, sem sýnt var i fyrra. Leikstjóri er Stefán Baldursson, og hafði Þjóðviljinn stutt viðtal við hann af þessu tilefni. Á geðveikrahæli og Sædýrasafninu — Hvenær er leikritið samið? — Það mun hafa verið samið 1971. Það er nokkuð öðruvisi en önnur leikrit Jökuls, til dæmis i forminu. Leikrit Jökuls hafa til þessa yfirleitt gerst nokkurnveg- inn á sama stað, en i Kertalogi bregður hann aftur á móti upp svipmyndum frá fjölmörgum stöðum. Þó gerist það aðallega á geðveikrahæli en lika úti i bæ, til dæmis á Sædýrasafninu. — Hvernig er annars efnisþráð- urinn? — Ég held við ættum nú ekki að fara að rekja hann i smáatriðum, þetta fjallar um ástina og lifið, svo að notuö séu stór orð. Tvær persónur eru mest áberandi, ung- ur piltur og stúlka. Þetta er að mjög miklu leyti þeirra saga, ást- arsaga. Þau eru á sjúkrahúsinu i upphafi leiksins og kynnast þar. Inn i þetta fléttast svo ýmsar aðr- ar persónur, aðstandendur þess- ara krakka, vistfólk á hælinu og fleiri. Þetta er sennilega fjöl- mennasta leikrit Jökuls til þessa; leikarar eru alls sextán. Viðhorf fólks til þess afbrigðilega Þarna er fyrst og fremst sagt frá og fylgst með þessum tveimur krökkum, þeirra kynnum, og i gegnum samskipti þeirra spegl- ast ýmsir hlutir i samtimanum: viðhorf fólks til þess sem af- brigðilegt er. Hér er þó ekki verið að gera fræðilega eða þjóðfélags- lega úttekt á málefnum geðveikra eða ástandinu i þeim málum. — Þetta er um ást. Er það róm- antiskt? — Fallegt. — Hverjir fara með aðalhlut- verkin? — Anna Kristin Arngrimsdóttir og Arni Blandon. Þau leika aðal- persónurnar, Láru og Kalla. Allá- berandi eru þrir vistmenn á þessu hæli, og það fólk er leikið af Guð- rúnu Stephensen, Karli Guð- mundssyni og Pétri Einarssyni. Foreldra stráksins leika Steindór Hjörleifsson og Brynja Benediktsdóttir, frænku stúlk- unnar Guðrún Ásmundsdóttir, lækni Þorsteinn Gunnarsson. Þú minntist á rómantik. Jú, ætli það ekki. Hæfileg, ekkert um of. Þetta er afskaplega viðkvæmt verk og einlægt, intimt. Þetta er allkyrrstætt, genst mikið i sam- tölum. Við vikum nú talinu að Stefáni sjálfum. Hann lærði leikhúsfræði og kvikmyndafræði við Stokk- hólmsháskóla, og lauk prófi þar i janúar 1971. — Ég hafði nú reyndar unnið dálitið að leiklistinni hér heima áður en ég lauk náminu. Ég var heima næstum eitt ár á námstim- anum og var þá að vinna pópp- leikinn Öla með Litla leikfélag- inu. Við Pétur Einarsson settum hann upp. En eftir prófið þarna úti um áramótin fékk ég vinnu hjá sænska sjónvarpinu og var þar til vors, en kom þá alkominn heim. — Hvaöa verkefnum hefurðu stjórnað eftir heimkomuna? — Það fyrsta hefur sennilega verið Sandkassinn, sænskt leikrit sem ég setti upp meö Leikfrum- unni, en það var hópur af ungu fólki sem var að biða eftir að fá leikskóla. Þann sama vetur svið- setti ég norður á Akureyri Músa- gildruna, þann sigilda þriller Agötu Christie. 1 fyrrahaust setti ég svo upp hjá Leikfélaginu Fóta- tak eftir Ninu Björk og barnaleik- ritið Loki þó! eftir Böðvar Guðmundsson. I vetur hef ég svo verið að setja upp fyrir Þjóðleik- húsið Elliheimiliö og Liðna tið, eftir Pinter. Svo setti ég á svið I haust suöur i Keflavik leikritið Rætur eftir Arnold Wesker. Það er fyrsta sýningin á þvi verki hér á landi. Misjafnt hvað höfðar til manns — Hverskonar leikrit finnst þér skemmtilegast að fást við? — Ég skal ekki segja hvort ég get nefnt einhverja eina tegund framyfir aðra. Það er svo mis- jafnt hvað höfðar til manns i leik- ritum. Þessi verk, sem ég hef fengist við til þessa, hafa verið allfjölbreytileg og hvert öðru ólik. Elliheimilið og Liðin tið eru til dæmis algerar andstæður: Liðin tið er mjög innhverft og sálfræði- legs eðlis, tekur fyrir ákveðið þjóðfélagslegt vandamál, aðstöðu gamals fólks i nútimaþjóðfélagi. Það er að forminu til mjög frjáls- legtog opið, byggir ekki svo mjög á flóknum lýsingum, heldur fremur dæmum, svipmyndum og beinni skirskotun til áhorfenda. Mér fannst afskaplega gaman að vinna þessi verk bæði, hvort á sinn hátt, þótt mér finnist Elli- heimilið að visu nauðsynlegra verk, vegna sinnar þjóðfélags- legu skirskotunar. Leikhús verður að skirskota til þjóð- félagsins Nú, höfundur, sem ég hef sér- stakan áhuga á, þótt ég hafi enn ekki sett neitt á svið eftir hann, er Bertolt Brecht. Leikrit hans höfða mjög til min, bæði að formi og efni, bæði sem leikhúsmanns og manneskju. Mér finnst yfirleitt mjög gaman að þvi að vinna leik- sýningar, sem gefa möguleika á dálitlum frumleika og stilfærslu. — Hver er þin meginstefna varðandi leikhúsið? — Mér finnst mestu máli skipta varðandi leiksýningar að þær snerti fólk bæði tilfinningalega og hugarfarslega, hristi upp i þvi, láti það ekki i friði, og leikhús verður að skirskota til og taka við frá þvi þjóðfélagi, sem það nærist i. — Hver eru helstu áform þin i leikstjórninni? — Það sem mig langar mest til i framtiðinni er að fást við sem allra fjölbreyttasta leikhússtjórn. Best væri að geta starfað um lengri tima með sama fólkinu, haft i kringum sig ákveðinn hóp, ekki mjög stóran, svo að hópurinn gæti samhæft sig og unnið mark- visst að þvi, sem hann vildi gera og skipti máli fyrir hann sjálfan og þjóðfélagið. dþ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.