Þjóðviljinn - 24.02.1974, Síða 15

Þjóðviljinn - 24.02.1974, Síða 15
Sunnudagur 24. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJJNN — SÍÐA 15 Eitraöur fiskur í baöi Áður fyrr sátu menn á friðsælum veitingastöðum með Rinarfljóti og átu fisk nýjan, en nú er sú dýrð úr sögunni — enda er i fljót þetta dembt skólpi og úrgangi frá tugum miljóna manna. Þessi kokkur reynir enn að gæða mönnum á Rinarfiski, en hann þarf að synda tiu daga i hreinu vatni eftir að hann er veiddur til að hann losni við mest af eitrinu úr skrokknum. Þá fyrst er hann ætur. Lausnir Lausn á skákþrautinni i blaðinu i gær: 1. Dd6!.... Bxd4 (d6, f4, f6) 2. Bxd4 (Hf3, Da3, Rc2) mát (1.. Kf4 2. De5 mát). Hér til hliðar er svo lausn á þrautinni um leiðina inn i her- bergið i völundarhúsinu. Hér er skemmtileg þraut fyrir yngri lesendurna, sem er fólgin i þvi að klippa út reitina merkta með bókstöfunum og raða þeim rétt i reitina merkta með tölustöfunum. Tak frá mér þann kaleik Gárungar segja að enginn hafi minnstu löngun til að stjórna Stóra-Bretlandi eins og málum er þar nú komið. Heldur ekki Harold Wilson, leiðtogi Verkamannaflokksins. Hann er látinn segja á þessari mynd: — Þetta var skelfileg martröð, Mary. Mig dreymdi að ég væri aftur orðinn forsætisráð- herra. SKEYTI Baltimore — „Fylltu tank- inn”, sagði eigandi Kádiljáks við bensinafgreiðslumanninn. Maðurinn byrjaði að dæla, og honum til mikillar undrunar fylltist bensingeymirinn ekki fyrr en nálin sýndi 400 litra. Bil- eigandinn hafði látið tengja saman nokkra tanka i bilnum, og snúið þannig á þá sem hafa fyrirskipað skömmtun á bensini. i Madrid — Bóndi i fylkinu Mora rétt við Madrid var að plægja akur sinn er hann varð fyrir þvi óláni að slita i sundur bensinleiðslu sem flutti bensin til bandariskrar herstöðvar. Um tvær miljónir litra af bensini fóru til spillis áður en tæknimenn gátu stöðvað lekann. SIÐAN UMSJÓN: SJ mmrnmmmmrnmmmm

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.