Þjóðviljinn - 15.05.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.05.1974, Blaðsíða 13
Miövikudagur 15. mai 1974.ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Bjóðast til að gera kvikmyndir fyrir bæjar- og sveitarfélög Kvik sf., kvikmyndagerð, hefur boðiöbæjar-og sveitarfélögum að gera stuttar heimildarkvikmynd- ir á þessu ári. Hafnarfjörður hef- ur þegar gert samning við fyrir- tækið um gerð myndar, sem mun lýsa atvinnuháttum i Hafnarfirði og félagslífi. Fyrirtækið býðst til að skila fullgerðum myndum á næsta ári. t kynningarriti segir svo: „Hugmyndin er að gera 10-15 min. litkvikmynd meö tón og tali um flest bæjar- og sveitarfélög landsins árið 1974. Kvikmyndin gefi sem gleggsta mynd af viðkomandi stað, lýsi landslagi, atvinnuháttum, skipt- ingu i atvinnustéttir, stjórnun og framkvæmdum. Sérstakir persónuleikar og listafólk á hverjum stað fái sinn þátt, svo og skóla og félagsmál. Verði nægur áhugi mun þessi viðleitni varðveita i mynd og hljóði þverskurð af islensku mannlifi, i starfi, málfari, hibýl- um, félagsstarfi og tómstunda- iðju. Landslagslýsin og upplýs- ingar um stjórnskiptingu munu og varðveitast fyrir komandi kynslóðir. Hvert bæjar- og sveitarfélag eignast kvikmynd um sina eigin byggð og getur notað hana til kynningar, innanlands og utan, en úr heildinni má vinna sérstæða mynd um landið i heild. Nota skal fólk hvers byggðar- lags til þess að tala, semja og flytja tónlist, sé það tiltækt, sér- lega þuli sem hafa málfar með sérkennum síns landsfjórðungs." Ásgeir Long, sem er einn af eig- endum fyrirtækisins, sagði, að ekkert værí þvi til fyrírstöðu að minni sveitarfélög sameinuðust um kostnað við gerð myndanna. Sinfónían á Selfossi Sinfóniuhljómsveit Islands hélt barnatónleikai Háskólabiói laug- ardaginn 11. mai fyrir 6 ára börn úr barnaskólum borgarinnar. Strætisvagnar Reykjavikur fluttu börnin úr skólunum i fylgd með kennurum, og var hvert sæti i salnum skipað. Stjórnandi var PáJl P. Pálsson, kynnir Þorkell Sigurbjörnsson og sögumaður Kristin Ólafsdóttir. Flutt voru verk við hæfi barna, þar á meðal „Pétur og lilfurinn" eftir Prokofieff (sögumaður Kristin Ólafsdóttir). „Hvildar- dagur lúðraþeytaranna" eftir Leroy Anderson, og börnin sungu með hljómsveitinni þekkt barna- lög. Helga Guðmundsdóttir, 10 ára, lék á fiðlu og Daniel Stefáns- son Edelstein, 10 ára, lék á celló. Næstu tónleikar hljómsveitar- innar verða haldnir á vegum Tón- listarfélags Arnessýslu i Selfoss- bíó fimmtudaginn 16. mai klukk- an 21. Stjórnandi er Karsten And- Innbrot í Höfðaborg I nótt ruddust tveir menn inn i ibúð hjóna sem búa I Höfðaborg. Brutu þeir upp þrjár hurðir og kröfðust þess að fá að svalla I I- búðinni. Húsbóndi bar kennsl á innrásarmennina og krafðist þess að þeir færu út þegar I stað. Kona hans sem er barnshafandi, fékk taugaáfall. Hinir óboðnu gestir létu sér ekki segjast, og áður en hjónunum tókst að koma þeim út, höfðu þeir mölbrotið allt sem hönd á festi af húsbúnaði húsráð- enda. Hjónin kærðu þegar i stað til lögreglunnar, en kvörtuðu yfir dræmum undirtektum hennar, sem kvað þau drukkin, og kærum sliks fólks væri ekki sinnt. Er blaðið leitaði fregna hjá lög- reglunni könnuðust menn þar á bæ ekkert við þetta mál, og ekki fannststafurum það idagbókum. Þ j óðaratkvæði um þjóðaratkvæði Sverrir Runólfsson, vegagerð- armaður og framkvæmdastjóri félagsins Valfrelsis leit við á rit- stjórn blaðsins i gær. Hann var himinlifandi yfir fundarsókn og áhuga á baráttumálum Valfrels- is, en félagið hélt almennan fund I Reykjavik um helgina. Valfrelsi mun nú beita sér fyrir þvi, að samtimis alþingiskosning- unum verði efnt til þjóðarat- kvæðagreiðslu um að þjóðarat- kvæði verði gert hærra undir höfði en hingað til i islenskum stjórnmálum. ersen og einsöngvari Guðrún Á. Símonar. Flutt verða verk eftir Mozart, Grieg, Saint-Saöns og Verdi. Adda Bára Framhald af bls. 4. munu sjálfsagt skiptast áfram i. hægrimenn og vinstrimenn, hver svo sem meirihlutinn verður. Samstaða vinstrimanna Ég vil taka það fram, að borgarfulltrúar vinstri flokk- anna hafa haft m.jög góða sam- vinni sin á milli á þvi kjörtima- bili sem nú er að ljúka. Þeir hafa staðið saman við afgreiðslu fjárhagsáætlunar og þeir hafa haft vikulega sam- ráðsfundi. Þeir hafa staðið sam- eiginlega að allskonar almennum tillöguflutningi, og samstaðan hefur verið góð. Nú siðast stóðu borgarfulltrúa'r vinstriflokkanna sameiginlega að tillögum um breytingar á stjórnkerfi borgarinnar. Þessar tillögur ganga að visu ekki eins langt og við borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins hefðum gjarna kosið, en engu að siður felast i þeim mjög mikilsverð nýmæli, sem hafa það markmið að gera stjórnkerfi borgarinnar lýðræðislegra: Meðal sameiginlegra tillagna borgarfulltrúa minnihlutaflokk- anna er tillaga sem gerir ráð fyrir þvi, að forsetar borgar- stjórnar verði kosnir hlutfalls- kosningu I borgarstjórn og að þeir komi fram út á við fyrir hörid borgarinnar og borgar- stjórnar. Það verður örugglega enginn vandi fyrir borgar- fulltrúa vinstrimanna að koma sér saman eftir kosningar um það hver verði efstur á þeim lista. Sá borgarfulltrúi mun leiða samstarf vinstri flokkanna hvort sem þeir verða i meiri- eða minnihluta. 1 tillögum okkar fólst það einnig að borgarstjórinn verði ekki ur hópi borgarfulltrúa, að hann verði einfaldlega ráðinn til starfsins fyrir eitt kjörtimabil i senn. Hann verði framkvæmda- stjóri borgarinnar, en forsetinn sá sem hefur pólitiska ábyrgð og forystu. Það verður örugglega ekki skortur á góðum umsækjendum um borgar- stjórastöðuna þegar hún losnar, en tæpast er við þvi að búast að menn, sem hafa hæfileika og dugnað til þess að gegna jafn ábyrgðarmiklu framkvæmdar- stjórastarfi, fari að sækjast eftir stöðunni, fyrr en hún er laus. Það mundu þeir einir gera sem hyggðust berjast til pólitiskra valda, en að okkar mati á borgarstjórastaðan ekki að vera pólitisk valdastaða eins og hún nú er. — Og að lokum,Adda Bára? — Við höfum rætt málefni rikis og borgar. Það þurfti vinstri stjórn til þess að byggja upp atvinnu og bæta hag manna um land allt eftir viðreisnar- árin. Það þarf á sama hátt sterka vinstri samstöðu i borgarstjórn til þess að tekist verði á við þau fjölmörgu vandamál sem skapast i nútima borgarasamfélagi, vandamál, sem brenna á Reykvikingum.en Sjálfstæðisflokkurinn lokar augunum fyrir. Aflgjafi slikrar vinstri samstöðu er Alþýðu- bandalagið. Atvinna Hjálmur Framhald af bls. 11. lagði alla keppinauta sina. I öðru sæti varð Pétur Yngva- son UMFV með 4 vinninga, i 3. sæti Jón Unndórsson KR með 3 vinninga, Ingi Yngvason HSÞ hlaut 2 vinninga, Guð- mundur Freyr Halldórsson 1 vinning, en Kristján Yngvason náði einum vinningi. Hjálmur hlaut 38 2/3 stig fyrir fagrar gllmur, Pétur 34 stig, Ingi 33 stig og Guðmundur Freyr 33 stig. Islandsgliman var sett af Kjartani Bergmann Guðjónssyni, sem minntist m.a. fyrstu Islandsglimunnar 1906 og aðdraganda hennar. Glimustjóri var ólafur H. Oskarsson, falldómarar: yfir- dómari Hafsteinn Þorvalds- son, meðdómarar: Eysteinn Sigurðsson og Sigtryggur Sigurðsson. Auk hinna ákveðnu verð- launa, sem veitt eru i Islands- glimuni, Grettisbeltisins og bikars fyrir fa^ra glimu, voru að þessu sinni einnig veitt þrenn verðlaun fyrir kapp- glimuna og fegurðarglimuna. York Framhald af bls. 11. tæplega minúta liðin frá fyrsta mark'inu. A 17. mimitu komst utherjinn Lyons upp að endamörkum og gaf vel fyrir markið og innherjinn Jones skoraði mjög fallegt mark, 2:1. Á 35. minútu var dæmd auka- spyrna á IBK rétt fyrir utan vita- teig, aukaspyrna sem átti sér enga stoð. Það var Englendingur- inn sem braut en ekki Islending- ur. En hvað um það. Englending- arnir framkvæmdu spyrnuna vel og miðvörðurinn Swallon skoraði 3. mark YC með skalla. Þannig var svo staðan i leik- hléi. Nokkuð dofnaði yfir leiknum framan af siðari hálfleik og um tima varð hann allþófkenndur. En svo gerðist það á 81. min. að dæmd var hornspyrna á YC. Olaf- ur Júliusson framkvæmdi hana, GisliTorfason kom úr vörninni og átti erindi sem erfiði, þvi að hann skoraði einstaklega fallegt mark með skalla, 3:2. Nú færðist aftur fjör i leikinn. Keflvikingar björguðu á linu stuttusíðar (Gisli Torfa) og varn- armenn York City björguðu tvi- vegis á linunni. Það voru þvi skemmtileg augnablik sem hinir fjölmörgu áhorfendur á Njarð- vikurvellinum fengu að sjá. Svo var það á siðustu minútu leiksins að útherjinn Butler skor- aði eitt fallegasta mark sem mað- ur hefur séð. Boltinn var gefinn út á kant til hans og Butler spyrnti viðstöðulaust að marki og boltinn söng i hliðarnetinu fjær. Svona mörk sér maður ekki nema sára sjaldan. Þannig lauk þá þessum skemmtilega leik með 4:2 sigri Englendinganna; nokkuð sann- gjarn sigur, kannski marki of stór. Það er alveg ljóst að Keflvik- ingarnir verða með i toppbarátt- unni i sumar. Þeir eru að visu ekki eins grimmir og ákveðnir og þeir voru undir stjórn Hooleys i fyrra en leika þess i stað betri knattspyrnu. Gisli Torfason, Ein- ar Gunnarsson og Grétar Magnússon voru bestu menn IBK- liðsins að þessu sinni, en skemmtilegustu menn Englend- inganna voru þeir Butler, Jones og Swallon miðvörður. —S.dór Matsveinn óskast Matsveinn óskast að Vinnuhælinu að Litla-Hrauni til afleysinga i sumarleyfum um tveggja og hálfs mánaðar skeið frá 1. júli n.k. Reglusemi áskilin. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Finnbogason, bryti, i simum (99Í-3105 og (99)-1373. t dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 14. mai 1974. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN STARFSMAÐUR, karl eða kona, óskast til að gegna starfi HEILA- RITARA. Stúdentspróf eða sam- bærileg menntun æskileg. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Guð- mundsson, simi 24160 miíli kl. 13.30 - 14.30 næstu daga. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu rikisspital- anna hið fyrsta. Umsóknareyðu- blöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 13. mai 1974. SKRIFSTOFA RÍKISSPlTALANNA EIRlKSGÖTU 5.SÍMI11765 Héraðshjúkrunarkona óskast til starfa frá 1. júli nk. i Bolungar- vikurlæknishérað. Upplýsingar gefnar i simum 7160 og 7113. Stjórn Heilsugæslustöðvar. Skrifstofustúlka óskast Stúlka með verslunarskólapróf eða hlið- stæða menntun óskast til starfa nú þegar, eða eftir samkomulagi. Einhver reynsla er æskileg. ,;, . j%, Umsóknir með upplýsingum um iimsækj- anda og fyrri störf,sendist til undirritaðra sem fyrst. Skýrsluvélar rikisins og Reykjavikur- borgar Háaleitisbraut 9, Reykjavík M j ólkurf ræðingur óskast að Mjólkursamlag ólafsfjarðar óskar ráða mjókurfræðing nú þegar. Upplýsingar gefur Armann Þórðarson kaupfélagsstjóri, simi 96-62288. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAQA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.