Þjóðviljinn - 16.05.1974, Síða 7

Þjóðviljinn - 16.05.1974, Síða 7
SÚM sýnir Fimmtudagur 16. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 ALÞÝÐULIST Á LISTAHÁTÍÐ Eins og fram hefur komið i fjölmiðlum Sláttumaður dauöans skorinn út af Selfyssingi undir áhrifum frétta frá Vietnam um jólaleytið 1972. auglýsti SÚM eftir list- munum frá alþýðu manna á sýningu sem félagið hyggst efna til i tilefni þjóðhátiðar. Er hugmyndin að reyna að gefa nokkra mynd af þvi hvað islensk alþýða er að fást við i list- sköpun sinni á þjóð- hátiðarári. Guðbergur Bergsson sýndi blaðamanni og ljósmyndara blaðsins nokkur sýnishorn af þeim munum sem borist hafa. Var hann ánægður með undir- tektir fólks við tilmælum félags- ins og kvaðst hafa fengið list- muni viðsvegar að af landinu, mest þó úr Reykjavik. Hann kvað þessa listsköpun vera mjög einstaklingsbundna og virðist ekkert samband vera á milli þessa fólks sem fæst við listsköpun i tómstundum sinum. Athyglisvert væri einnig að list- sköpun alþýðu virtist engm tengsl hafa við hefðina i islenskri list. Munir þeir sem hann sýndi okkur voru frá Strandasýslu, Kópavogi og Selfossi. Stranda- maðurinn tók sér efnivið úr umhverfinu og hafði gert fagra blómamynd úr fiskbeinum, einnig hafði hann málað haus- kúpu úr sel. Kópavogsbúinn notaði rekavið og steina i and- litsmyndir en Selfyssingurinn skar út i tré. Ein mynd þess siðastnefnda var af sláttumann- inum með bandariska fánann og hakakross á. Kvaðst hann hafa gert hana um jólin 1972 undir áhrifum frétta af sprengjukasti Nixons á Hanoi. Guðbergur bað okkur að koma á framfæri hvatningu til fólks um að halda áfram að senda muni og yrði tekið við þeim fram að mánaðamótum. Sýningin verður svo opnuð 7. júrii og verður bæði i Galerie SÚM og Ásmundarsal við Freyjugötu. -1>II Ægir Sigurgeirsson, kennari, — efsti maður á lista Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði fólksfjölgunar i bænum og fjölgunar ungra kjósenda? ,,Ég tel það ekkert vafamál vera, að Alþýðubandalagið stendur mjög vel i Hafnarfirði núna. Það þarf ekki annað að gera en skoða framboðs- listann til að sannfærast um að félag, sem hér hefur allt of lengi rikt.” Styrkir fólksfjölgunin stöðu Alþýðubandalagsins? ,,Já, tvimælalaust. Það er að verulegu leyti ungt fólk sem nú bætist i hóp hafn- firskra kjósenda, og Alþýðu- Alþýöubandalagiö sterkt í Firðinum Ægir Sigurgeirsson, kennari,er í fyrsta sæti framboðslista Alþýðu- bandalagsins i Hafnar- firði. Ægir er 29 ára að aldri og hefur ekki búið ýkja lengi í Hafnarfirði — en það er raunar sameigin- legt einkenni flestra frambjóðenda Alþýðu- bandalagsins í Hafnar- firði, að þeir er ungir að árum og hafa fæstir boðið sig fram áður. Og Iíka hitt, að jafnréttis kynjanna er vandlega gætt, konur á framboðs- listanum eru ellefu talsins og karlar ellefu. Hvernig sýnist þér að Alþýðubandalagið standi núna i Hafnarfirði með tilliti til ungt fólk tekur Alþýðubanda- lagið fram yfir aðra flokka. Ungt fólk kýs félagslega lausn þeirra vandamála sem nú er við að glima. ” Staða Alþýðubandalagsins i Hafnarfirði var ekki ýkja sterk eftir siðustus bæjar- stjórnarkosningar — þá fékk bandalagið engan mann i bæjarstjórn. Er staðan áberandi sterkari núna? ,,Um það leyti,er siðast var kosið, átti Alþýðubandalagið i erfiðleikum. Þá hurfu nokkrir þekktir liðsmenn úr okkar röðum. Það hefur hins vegar sýnt sig á siðustu árum, að Alþýðubandalagið er eini raunverulegi vinstri flokk- urinn i landinu, sem mark er á takandi. Þetta hefur æ fleira fólk gert sér ljóst, og þá ekki sist unga fólkið, sem vill brjóta niður hið gamla samkeppnisþjóð- bandalagið á meira fylgi meðal unga fólksins en nokkur annar flokkur,” — Hvað telurðu brýnast að gera i svo ört vaxandi bæjar- félagi sem Hafnarfjörður er? „Brýnustu verkefnin tel ég annars vegar vera atvinnu- uppbyggingu, úrbætur i hafnarmálum, og hinsvegar er þörf stórfelldra umbóta i skóla- og félagsmálum. I því sambandi bendi ég sér- staklega á það öngþveiti sem rikir i málefnum yngstu borgaranna. Einkum i sam- bandi við dagvistunarstofn- anir, sparkvelli og fleira.” Ertu nokkuð smeykur við að lenda i karpi við hina æfðu pólitikusa sem hinir flokk- arnir bjóða fram? „Þótt ég sé ekki atvinnu- pólitikus, þá ber ég engan kviðboga fyrir þeim þætti málsins”. GG Ekki fáum við betur séð en að þetta eigi að vera ugla sem Kópa vogsbúi hefur raðað saman úr rekaviðarbútum og steinum. (Ljósm AK) Andiit gert af Kópavogsbúa úr steinum og viðarbútum Þessi blómamynd er gerð úr fiskbeinum máluðum sterkum litum af Strandamanni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.