Þjóðviljinn - 16.05.1974, Side 10

Þjóðviljinn - 16.05.1974, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. maí 1974. Hér hafa allir meira en nóg að starfa — Þaö er alveg það sama hér og annars staðar á Snæfellsnesi, við vinnum dag og nótt, ef svo má segja, yfir vetrarvertiðina, varla minna en 14 stundir á sólarhring í eina 3 mánuði, sagði Sigurvin Bergsson hreppsnefndarmaður Al- þýðubandalagsins á Grundarfirði er við hittum hann síðla dags þar sem hann var að hyggja að kindum sínum, en Sigurvin á stóran kinda- og hrossa- hóp. — Þú hefur samt tima til að sinna skepnunum, þrátt fyrir annrikið á vertiðinni? — O, já, ég hef það, en ég er nú lika þriskiptur i vinnunni. Ég vinn fyrir hádegið i frystihúsinu, en eftir hádegið fer ég og sinni skepnunum en verð svo að vera kominn niður á bryggju þegar bátarnir fara að koma að, þvi að ég starfa lika i ferskfiskeftirlit- inu. Og á bryggjunni verð ég að vera þar til siðasti bátur er kom- inn að. — Það getur þá dregist fram á nóttina að þú komist i rúmið? — Já, blessaður vertu, stund- um kemur siðasti bátur ekki að fyrr en kl. 1 til 2 um nóttina. Fyrr en um miðnættið þýðir ekki fyrir mig að fara að hugsa til hvildar. En ef vel veiðist koma þeir seinna að en þegar aflinn er litill. — Kanntu ekki illa við að þri- skipta þér svona til vinnu? — Nei, ekki get ég sagt það, mér likar þetta bara vel. — Þú ert hér með nokkuð af hrossum. Eru þetta allt reiðhest- ar? — Nei, ekki er það nú. Ég er að burðast við að reyna að hrein- rækta hér reiðhesta, hvort sem það nú tekst eða ekki. Þessi bú- skapur minn er nú meira af göml- um vana og mér til ánægju en al- vöru. — En svo við snúum okkur þá að öðru Sigurvin, hvaða fram- kvæmdir eru á döfinni hér i Grundarfirði á þessu ári? — Það er nú sitt af hverju. Við getum byrjað á að nefna varan- lega gatnagerð sem fyrirhuguð er i sumar. Það hefur verið unnið við undirbyggingu þeirra gatna sem fyrirhugað er að leggja varanlegt slitlag á. Einnig er fyrirhuguð ný holræsalögn og verður unnið við hana i sumar. Þá er að nefna hafnargerð, en i ár verður varið 18 milj. kr. til smiði bátabryggju, en mikil þörf er orðin á að ljúka þvi verki, enda hefur útgerð héðan aukist mjög undanfarin ár og á enn eftir að aukast verulega á þessu ári. — Nýir bátar? — Já, og það meira en bátar. Nú er i smiðum hjá Stálvik i Garðahreppi nýr skuttogari sem vonast er til að verði tilbúinn seint á þessu ári. Einnig er i smiðum á Akranesi 100 tonna bát- ur. Nú sem stendur eru gerðir út héðan 16 bátar, þar af eru 6 stórir bátar á netum en 10 minni bátar á rækju. Nú, ef við svo höldum áfram með opinberar framkvæmdir, þá átti ég eftir að nefna að i bygg- ingu er skólahús sem vonast er til að lokið verði á þessu ári, en bygging þess hófst 1972, svo þú sérð að hér verður þó nokkuð um að vera á árinu. Þá er verið að taka i notkun nýja hafnarvog og er verið að löggilda hana einmitt i dag. — Hvað eru ibúar margir i Grundarfiröi? — Þeir eru um 700 og fer sifellt fjölgandi. Unga fólkið er hætt að flytjast burt eins og var hér fyrir fáum árum, enda eins og ég sagði áðan næg atvinna, sem auðvitað er fyrir mestu. Hér hefur verið ó- venju mikið byggt af ibúðarhús- um á sl. ári. Byggingarfélag hér á staðnum byggði 6 raðhús sem seldust á svipstundu tilbúin undir tréverk eða þvi sem næst. Þá reisti kaupfélagið tvö ibúðarhús sem einnig seldust strax. Þar fyrir utan mun hafa verið byrjað á 14 húsum, sem einstaklingar eru að byggja, og ég á von á þvi að i annað eins verði ráðist á þessu ári, og mér er sagt að bygg- ingarfélagið ætli að byggja rað- hús aftur, enda er húsnæðisleysi hér mikið og stendur okkur fyrir þrifum. Hér vantar fólk til allra starfa og við getum ekki fengið fólk hingað vegna húsnæðisleys- isins. Þetta er orðið dálitið öðru visi en á „viðreisnarárunum” þegar fólkið fluttist héðan i hóp- um og ibúðarhúsabyggingar voru nær óþekktar hér, og margir fluttust burt frá nýbyggðum hús- um. — Hvernig er það á haustin, er þá ekki minna um atvinnu i Grundarfirði en á öðrum árstim- um? — Jú, þvi er ekki að neita að haustin hafa verið daufasti tim- inn hjá okkur. En með tilkomu skuttogarans mun þetta breytast mjög til batnaðar, þá hygg ég að atvinna verði meiri en nóg yfir haustið. En þó ber þess að geta að við erum alluggandi um okkar hag vegna friðunaraðgerðanna i Breiðafirðinum. Þar með er búið að loka miðum trollbátanna okk- ar og það getur vissulega haft al- varlegar afleiðingar. Við i Grundarfirði höfum sérstöðu i þessu máli vegna þess hve margir báta okkar hafa stundað veiðar með troll yfir sumarið og haustið. Þeir á Rifi og Sandi voru mjög hlynntir þessari friðun en við vorum á móti henni. Mér skilst að það verði alls engar undanþágur veittar i þessu efni og því erum við mjög svo uggandi um framtiðina, nema eitthvað nýtt komi til. Að visu vona menn að skuttogarinn leysi mikinn vanda, en ég er ekki viss um að hann leysi hann allan. — Hvernig er með aðdrætti hjá ykkur i Grundarfirði? — Flutningabilar ganga á milli Grundarfjarðar og Reykjavikur tvisvar eða þrisvar i viku allt árið og einnig kemur flóabáturinn Baldur stöku sinnum hingað til okkar, þannig að við erum allvel sett i þeim efnum. — Og félagslifið, er það blóm- legt hjá ykkur? ------------------N GRUNDAR- lFJÖRÐUR — Eg má segja að það sé nokk- uð gott. Hjónaklúbbur starfar hér og hér er einnig liflegt ung- mennafélag. Að visu er ekki um neitt félagslif að ræða yfir vertið- ina vegna hins langa vinnudags, en sumar haust er oft lif i tuskun- um hér. Það sem háir okkur mest i þeim efnum er að samkomuhús- ið okkar er orðið gamalt og heldur lélegt og mikil þörf á að hefjast handa um byggingu nýs sam- komuhúss. — Er nokkur annar atvinnu- rekstur hér en fiskvinnslustöðv- arnar? — Já, hér er trésmiðaverk- stæði og einnig hefur verið rekin hér mjólkurstöð, en hún var ný- lega lögð niður og flutt i Búðar- dal. 1 mjólkurstöðinni unnu 8 manns, sem verða nú að snúa sér að fiskvinnslunni. Annars eru það bara frystihúsið og fiskvinnslu- stöðvarnar sem veita atvinnu. — Að lokum Sigurvin, þér finnst bjartsýni rikja hjá fólki hér? — Já, það er alveg vist að hér rikir bjartsýni. Unga fólkið er hætt að flytjast burtu, ibúum fjölgar og ibúðarhúsin þjóta upp. Þetta er eitthvað annað en var fyrir nokkrum árum. —S.dór. Orðsending frá Lífeyrissjóði Austurlands Stjórn Lifeyrissjóðs Austurlands hefur á- kveðið að veita sjóðsfélögum lán úr sjóðn- um i sumar. Umsóknareyðublöð fást hjá formönnum aðildar félaga sjóðsins Egilsbraut 11 Neskaupstað. Nauðsynlegt er að umsóknareyðublöðin séu fyllt útog að umbeðin gögn fylgi. Umsóknir um lán skulu hafa borist skrif- stofu sjóðsins fyrir 20. mai n.k. Stjórn Lifeyrissjóðs Austurlands. V ísindastyrkir Atlantshafsbandalagsins 1974 Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga visindamenn til rannsóknastarfa eða fram- haldsnáms erlendis. Fjárhæð sú, er á þessu ári hefur kom- ið i hlut Islendinga I framangreindu skyni, nemur um einni milljón króna, og mun henni verða varið til að styrkja menn, er lokið hafa kandidataprófi I einhverri grein raunvisinda, til framhaldsnáms eða rannsókna við erlendar visindastofnanir, einkum I aöildarrikjum Atlantshafsbandalagsins. Umsóknum um styrki af þessu fé — „NATO Science Fellowships” — skal komið til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 10. júni n.k. Fylgja skulu staðfest afrit prófskirteina, svo og upplýsingar um starfs- feril. Þá skal og tekiö fram, hvers konar framhaidsnám eða rannsóknir umsækjandi ætlar að stunda, við hvaða stofnanir hann hyggist dveljast, svo og greina ráðgerðan dvalartima. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytið 9. mai 1974. Frá Tækniskóla íslands Skráning umsókna fyrir skólaárið 74/75 er hafin. Umsækjendur þurfa að hafa lokið við eða vera langt komnir með viðeigandi iðnnám — eða hafa öðlast sambærilega starfs- reynslu og almenna menntun. Eftir nám i undirbúningsdeild og/eða raungreinadeild eru námsáfangar: TÆKNIR i byggingum, rafmagni, vélum eða útgerð — auk þess i meinatækni. TÆKNIFRÆÐINGUR i byggingum, raf- magni, vélum, rekstri eða skipum. Þessi menntun býr menn undir að takast á við flest vanda- mál i atvinnulifinu. Nánari upplýsingar eru veittar i Tækniskóla Islands i Reykjavik, á Akureyri og á Isafirði. UMSÖKNARFRESTUR RENNUR ÚT 15. JÚNI N.K. Rcktor.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.