Þjóðviljinn - 16.05.1974, Síða 11

Þjóðviljinn - 16.05.1974, Síða 11
Fimmtudagur 16. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 [ r V Breiðablik í 1. deild Breiðablik vann sér l.-deildarsæti á næsta keppnistimabili handknatt- leiks kvenna. Liðið lék 10 leiki i 2. deild og kom út með markatöluna 149 gegn 78. i tveiinur úrslitaleikjum um l.-deildarsætið við Völsunga sigr- aði Breiðablik siðan með markatölunni 31—18. A myndinni eru i aftari röð f.v. Sigurður Bjarnason, þjálfari, Sigurborg Daðadóttir, Sigriður Guðmundsdóttir, Halla Knútsdóttir, Edda Ilall- dórsdóttir, Alda Helgadóttir, Kósa Þorstcinsdóttir og Daniel Þórisson. i frcmri röð f.v. eru Ilósa Valdimarsdóttir, Arndis Björnsdóttir, Stein- friður Gunnarsdóttir, Bára Eiriksdóttir og Þórey Einarsdóttir. U-landsliö í golfi valið Unglinganefnd Golfsam- bands islands hefur valið eftirtalda pilta til æfinga með unglingalandsliði islands i golfi, sem mun m.a. taka þátt i Evrópumeistaramóti ung- iinga, sem fram fer i Finn- landi i lok júli i sumar, en i það lið verða valdir a.m.k. 6 piltar úr þessum hópi. 1 18 manna hópnum eru eftirtaldir piltar: Eivar Skarphéðinsson Akranesi, Kagnar Ólafsson Reykjavik, Björgvin Þorsteinsson Akureyri, Loftur Ólafsson lteykjavik, Jóhann K. Kjærbo Keflavik, Hallur Þórmundsson Keflavik, Arsæll Sveinsson Vestmanna- eyjum, Geir Svansson Reykjavik, Jón Sigurðsson Hafnarfirði, Konráð Gunnarsson Akureyri, Marteinn Guðnason Keflavik, Jóhann Ó. Guðmundsson Rcykjavik, Guðni örn Jónsson Akranesi, Atli Arason Reykjavik, Sigurður Thorarensen Hafnarfirði, Þórhallur llól m gcirsson Keflavik, Jóhann Ó. Jósepsson Keflavik og Sigurður Haf- steinsson Reykjavik. Þjálfari verður Þorvaldur Ásgeirsson, og mun hann hefja æfingar i þessari viku. islandsmeistarinn i golfi, Björgvin Þorsteinsson, er einn af u-landsliðsmönnum. 72ja ára knatt- spyrnumaður i siðasta hefti fréttablaðs FIFA, Alþjóða knattspyrnu- sambandsins, er sagt frá þvi, að i Uruguay sé maður að nafni Tomas Kicardo Keyes, 72ja ára gamall, sem cnn leikur knattspyrnu i aðalliði félagsins, San Kafael Veterans. Þar er einnig sagt frá þvi, að Thomas eyði öllum fristundum sinum i knatt- spyrnuæfingar. llann reykir ekki, drekkur ekki og fer alltaf snemma i háttinn, sem sagt, lifir cins reglusömu lifi og hægt er. Thomas hefur sagt, að þegar hann verði ekki lengur valinn i aðailið félagsins muni liann strax taka að leika með „Old boys”-liði félagsins. fá ' Sigfús Jónsson Vormót ÍR á miðvikud. Vormót 1R fer að þessu sinni fram miðvikudaginn 22. mai, og verður keppt i eftirfarandi greinum: Fyrir karla: 110 m grinda- hlaup, 100 m, 800 m og 3000 m hlaup, hástökk, kúluvarp og kringlukast. Fyrir konur: Langstökk, 200 m og 800 m hlaup. Fyrir sveina: 400 m hlaup. Fyrir telpur: 100 m hlaup. Þátttökutilkynningum þarf að koma til stjórnar deildarinnar eigi siðar en 18. mai. Frábært danskt met í hástökki I) a n s k i h á s t ö k k v a r i n n Jesper Törring setti frábært danskt met í hástökki sl. sunnudag á móti sem fram fór i Arósum. Hann stökk 2,23 m og átti mjög góða tilraun við 2?25, en rak hælinn í rána á niðurleið svo að hún féll . Hann sigraði einnig i stangar- stökki með 4,77 m og i 110 m grindahlaupi á 14,5 sek. Frestað en ekki gefinn Vegna frétta i sjónvarpi, hljóðvarpi og á iþróttasiðum dagblaða viljum við i stjórn knattspyrnudeildar Breiða- bliks taka það skýrt fram, að leiknum við ÍA i litlu bikar- keppninni, seni fram átti. að fara s.l. laugardag. var frcstað. Þetta var gert með samkomulagi við forráða- menn ÍA.enda munu þeir votta það. Samskipti UBK og ÍA hafa alltaf verið hin bestu og öllu til fyrirmyndar. Breiðablik hefur aldrei gefið leik. G u ð n i S t e f á n s s o n , form'. knattspdeildar UBK Sigfús á nýju Islands- meti í 10 km. Sigfús Jónsson, sem i vetur hefurstundað nám i Englandi, setti fyrir skömmu nýtt Is- landsmet i 10 km hlaupi á meistaramóti S-Englands, hljóp á 30:56.0 min. og sló þar með 18 ára gamalt met Krist- jáns Jóhannssonar, 31:39,6 min. Agúst Asgeirsson, sem stundar nám við sama skóla og Sigfús, tók þátt i þessu hlaupi og hljóp lika undir gamla metinu, á 31:19,0 min. Þeir Sigfús og Ásgeir bættu þarna tima sina um 2 1/2 min- útu og skipa nú IR-ingar 3 efstu sætin á afrekaskránni i 10 km hlaupi hér á landi. UMSJÓN SIGURDÓR SIGURDÓRSSON -

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.