Þjóðviljinn - 16.05.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.05.1974, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 16. maí 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Sigfús á nýju íslands- meti í 10 km. Sigfús Jónsson, sem í vetur hefur stundað nám I Englandi, setti fyrir skömmu nýtt ís- landsmet i 10 km hlaupi á meistaramóti S-Englands, hljóp á 30:56.0 min. og sló þar með 18 ára gamalt met Krist- jáns Jóhannssonar, 31:39,6 min. Agúst Asgeirsson, sem stundar nám við sama skóla og Sigfús, tók þátt i þessu hlaupi og hljóp lika undir gamla metinu, á 31:19,0 min. Þeir Sigfús og Asgeir bættu þarna tima sina um 2 1/2 mln- útu og skipa nii IR-ingar 3 efstu sætin á afrekaskránni i 10 km hlaupi hér á landi. Vormót IR á miðvikud. Vormót iK fer að þessu sinni fram miðvikudaginn 22. mai, og verður keppt i eftirfarandi greinum: Fyrir karla: 110 m grinda- hlaup, 100 m, 800 m og 3000 m hlaup, hástökk, kúluvarp og kringlukast. Fyrir konur: Langstökk, 200 m og 800 m hlaup. Fyrir sveina: 400 m hlaup. Fyrir telpur: 100 m hlaup. Þátttökutilkynningum þarf að koma til stjórnar deildarinnar eigi siðar en 18. mai. Frábært dansktmet í hástökki Danski hástökkvarinn Jesper Törring setti frábært danskt met i hástökki sl. sunnudag á móti sem frani fór i Arósum. Hann stökk 2,23 m og átti mjög góða tilraun við 2;25, en rak liælimi í rána á niðurleið svo að hún féll . Ilann sigraði einnig i stangar- stökki með 4,77 m og i 110 m grindahlaupi á 14,5 sek. Frestað en ekki gefinn Vegna frétta i sjónvarpi, hljóðvarpi og á iþróttasiðum dagblaða viljum við i stjórn knattspyrnudeildar Breiða- bliks taka það skýrt fram, að leiknum við ÍA i litlu bikar- keppninni, sem fram átti. að fara s.l. laugardag. var frestað. Þetta var gert með samkomulagi við forráða- menn ÍA.enda munu þeir votta það. Samskipti UBK og ÍA hafa alltaf verið hin bestu og öllu til fyrirmyndar. Breiðablik hefur aldrei gefið léik. Guðni Stefánsson, form. knattspdeildar UBK U-landslið valiö Unglinganefnd Golfsam- bands islands hefur valið eftirtalda pilta til æfinga með unglingalandsliði islands I golfi, sem mun m.a. taka þátt í Evrópumeistaramóti ung- linga, sem fram fer í Finn- landi i lok júli i sumar, en i það lið verða valdir a.m.k. 6 piltar úr þessum hóp t 18 manna hópnum eftirtaldir piltar: Elvar Skarphéðinsson Akranesi, Ragnar Ólafsson Reykjavfk, Björgvin Þorsteinsson Akureyri, Loftur Ólafsson Reykjavik, Jóhann R. Kjærbo Keflavik, Hallur Þórmundsson Keflavik, Arsæll Sveinsson Vestmanna- eyjum, Geir Reykjavik, Jón Hafnarfirði, Gunnarsson Marteinn Guðnason Keflavik, Jóhann ó. Guðmundsson Reykjavik, Guðni örn Jónsson Akranesi, Atli Arason Reykjavik, Sigurður Thorarensen Hafnarfirði, Þórhallur Hólmgeirsson Keflavik, Jóhann ó. Jósepsson Keflavik og Sigurður Haf- steinsson Reykjavik. Svansson Sigurðsson K on rá ð Akurey ri. Þjálfari verður Þorvaldur Asgeirsson, og mun hann hefja æfingar i þessari viku. tslandsmeistarinn i golfi, Björgvin Þorsteinsson, er einn af u-landsliðsmönnum. 72ja ára knatt- spyrnumaður að I Uruguay sé maður að nafni Tonias Ricardo Reyes, 72ja ára gamall, sem enn leikur knattspyrnu i aðalliði félagsins, San Rafael Veterans. Þar er einnig sagt frá þvi, aö Thomas eyði ölluni fristundum sinuni i knatt- spyrnuæfingar. Hann rcykir ekki, drekkur ekki og fer alltaf snemma I háttinn, sem sagt, lifir cins rcglusömu lifi og hægt er. Thomas hefur sagt, að þegar hann verði ekki lengur valinn i aðallið félagsins muni hann strax taka að leika með „Old boys"-liði félagsins. Breiöablik í 1. deild Breiðablik vann sér l.-deiidarsæti á næsta keppnistlmabili handknatt- ieiks kvenna. Liðið lék 10 leiki I 2. deild og kom út með markatöluna 149 gegn 78. t tveimur úrslitaleikjum um l.-deildarsætið við Völsunga sigr- aöi Breiðablik siðan með markatölunni 31—18. A myndinni eru i aftari röð f .v. Sigurður Bjarnason, þjálfari, Sigurborg Daðadóttir, Sigriður Guðmundsdóttir, Halla Knútsdóttir, Edda Hall- dórsdóttir, Alda Helgadóttir, Rósa Þorsteinsdóttir og Daniel Þórisson. i fremri röð f.v. cru Rósa Valdimarsdóttir, Arndís Björnsdóttir, Stein- friður Gunnarsdóttir, Bára Eiríksdóttir og Þórey Einarsdóttir. UMSJÓNSIGURDÓR SIGURDORSSON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.