Þjóðviljinn - 16.05.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.05.1974, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 16. mai 1974. ÞJÖÐVILJINN SÍÐA 13 um kæmi morgun, svo að ég kæmist á einkaleyfaskrifstofuna. Múrveggurinn sem ég stóð upp viö, bráðnaði og ég hlunkaðist i götuna en á horninu stóð lög- regluþjónn, svo að ég reis skjótt á fætur. Ef hann sæi mig hniga nið- ur, myndi hann fara með mig á stöðina og loka mig inni til að koma i veg fyrir að ég fengi einkaleyfi á isfóðraða frakkan- um. Yfirvöldin voru öfundsjúk: ef uppfinning min væri einhvers virði, yrði ég að dúsa i fangelsi það sem ég ætti eftir ólifað. Fang- elsi! Ég fór að hugsa um þunn teppin og hörð steingólfin. Þar hlaut að vera kalt! Þegar ég leit upp, kom ég auga á rimlana sem búið var að setja fyrir. Skjálfandi rak ég höndina aftur fyrir bak og snerti hrjúfan múrvegginn. Ég var lokaður inni! Lögregluþjónn- inn gekk hjá og starði reiðilega á mig gegnum rimlana. Hann hafði ákært mig og látið setja mig inn án þess að hafa þurft að færa sig af götuhorninu. Hann hafði gert þaö með hugsanaflutningi. Hvernig var hægt að vara sig á slfkum aðferðum? i Ég gafst upp. A skilti stóð „Hótel” og ég hlýt að hafa farið þangað inn og fengið einhvern til að taka við peningum og visa mér á herbergi en ég get ekki munaö það. Þegar ég vaknaði var orðið albjart og hafði verið lengi, en ég vissi ekki hvað klukkan var, úrið mitt hafði stansað. Ég flýtti mér fram úr. Ég hafði sofið i öllum fötunum og þessi snjalla ráðstöf- un gerði það að verkum að ég gat verið komin út á götuna á örfáum sekúndum. Ég stóð kyrr á gang- stéttinni i svölu morgunloftinu og dró andann djúpt. Sótthitinn var horfinn, hann hlaut að hafa stafað af þreytu. Ég fór að ganga eftir götunni en fljótlega kom ég auga á sjálfan mig i búðarglugga. Það voru ósköp að sjá mig og ég varð að verða mér úti um rakstur að minnsta kosti. Ef ég gekk um svona útlitandi, gæfi ekki nokkur maður mér upplýsingar um Pepinu. Ég gekk niður götuna og svip- aðist um eftir rakarastofu. Ég var fyrsti viðskiptavinur dagsins og mennirnir þrir stóðu reiðubún- ir i hvitu sloppunum sinum. Ég furðaði mig á þvi að þrir menn gætu unnið samtimis i þessari litlu stofu. Kannski voru margir dvergar i nágrenninu sem komu til að láta raka sig. Ef til vill var hugsanlegt að raka og klippa marga dverga i einu. Meðan rakarinn tók mig til maðferðar, fann ég hvernig ég varð smám saman eins og ég átti að mér. Ekkert er eins hressandi og rekstur og hér fékk ég auka- skammt af hressingarlyfi, þvi að mennirnir þrir voru að tala sam- an sin i milli og skiptu sér ekki af mér. Einn var litill, annar hár og hinn þriðji feitur. Það var sá feiti sem rakaði mig. Þegar þokunni fór að létta úr höfði mér, fór ég að hlusta á tal þeirra: ég var sann- færbur um að með þvi móti kæm- ist ég aftur yfir landamærin og inn i veruleikann aftur. Sá litli: Meindýrin virðast ætla að verða slæm i ár. Þegar ég byrjaði að rækta grænmeti, var ekki sérlega mikið af þeim, ekki nándar nærri eins mikið og núna. Sá hái: Ég er nú þeirrar skob- unar, að það stafi af öllum þess- um atómum i loftinu. Sá feiti: Hvaða trúarbrögö eru það nú aftur sem banna að nokkur lifvera sé drepin? Sá litli: Kvekararnir. Sá feiti: Nei, ég á við þessa sem mega ekki borða neitt sem er lif- andi. Þeir mega aldrei drepa neina lifveru. Sá hái: Já. En ef þaö sest nú á þig mýfluga. Blæstu henni kannski ekki burtu, ha? Og um leið ertu búinn að kála henni. Þegar ég kom út frá rakaran- um höfðu enn orðiö umskipti i skapi minu og nú var ég hálf- trylltur og óstýrilátur. Meöan ég æddi eftir götunum fann ég hvernig gamli persónuleikinn molnaði sundur. Ég fór að hugsa um hvernig sigaunar tilreiöa broddgelti áður en þeir éta þá. Þeir velta þeim uppúr leir, baka þá á báli þar til leirinn er orðinn harður og hægt er að brjóta hann af með broddunum i. Leirhjúpur- inn utaná mér var orðinn harð- brenndur yfir viljabáli minu en það var munur á mér og brodd- göltunum. Gaddarnir á mér birt- ust fyrst, þegar mér tókst að fjar- lægja hjúp sljóleika og heimóttar- skapar sem ég hafði verið um- luktur. En ég hlýt að hafa verið dálitið ringlaður i kollinum ennþá, þvi að mér tókst ekki að gera neina skynsamlega áætlun um leit. Ég hélt áfram að rölta um og leita i blindni eins og maður sem rótar i heysátu með spotta i vasanum, svo að hann geti þrætt nálina, þegar hann finnur hana. Ég var lika tilbúinn með spottann og nál- in yrði bókstaflega að birtast, ofsalegt óþol mitt myndi neyða hana til þess. Ég ógnaði alheim- inum. Ef hann stæði ekki sina plikt, þá myndi ég koma fram hefndum. Hræðilegum hefndum. Ég hlýt að hafa rölt i áttina að Fleet Street. Ég man að ég sá stundum kúplinum á Pálskirkj- unni bregða fyrir á milli húsanna, en ég stansaði aldrei til að átta mig. Ég vissi það eitt að ég varð að flýta mér af einni veitingastofu á aðra. Ég var hættur að drekka kaffi á hverjum stað, nú lét ég mér nægja að fara inn, spyrja þann fyrsta besta, stara fast á viðmælanda minn til að reyna að sjá hvort hann lygi að mér og fara siðan út aftur. Enginn gat hjálpað mér. London var mér lokuð, her- bergi hennar og ibúðir, miljónir borgarbúa, vélar hennar og skrúðgarðar, göturæsi og vatns- lagnir, tré, blóm, útvarpsbylgjur, hárgrefftslustofur, gervilimir, villidýr, hljóðfæri i búðarglugg- um — öllum var sama um mig og mér um þá. Þá rakst ég á Stocker. Svo furðulega vildi til að hann sat ein- mitt við hliöina á mér, þegar ég bar fram venjulegu spurninguna við eiganda litillar matstofu. Hann hafði losað um slifsið og farið úr jakkanum, en það var heitt inni, heitara en úti á götu og hann var sveittur. Hann sagði: — Jói, og ég sneri mér við og leit á hann. Ég varð ekki sérlega hissa, en hann starði á mig dolfallinn. — Hvað er eigin- lega að sjá þig? sagði hann. — Þú ert hörmungin uppmáluð, Jói. — Ég hef mikið að gera, sagöi ég. — Er að eltast við stórfrétt. Ég þóttist feikilega snjall. — I London? Ég hélt þú sæir að- eins um heimatiðindi, sagði hann. — Samkvæmistiðindi, sagði ég þungum rómi. — Þessar hertoga- frúr halda alltaf böllin sin um þetta leyti, Það rumdi i honum og hann sagði: — Þú litur hörmulega út. Gestgjafinn skildi við okkur til að afgreiða aðra. Mig langaði ekki til að sóa meiri tima hér, gestgjafinn hafði svarið fyrir að þekkja Pepinu og ef hann var að ljuga, gerði hann það vel. Ég ætl- aði að fara, en Stocker hélt mér föstum og sagði: — Biddu andar- tak. Þú færð sólsting ef þú heldur áfram að æða svona um. Sestu og fáðu þér kaffisopa. Það er ólikt þér að vera með þennan æðibunu- gang. — Já, sagði ég þungbúinn. — En eftirleiðis ætla ég að gera ýmis- legt sem er ólikt mér. Samt settist ég og pantaði kaffi- bolla. Ég sat og og góndi niður i bollann og lét Stocker tala. Ég fylgdist ekki með þvi sem hann var að segja, en allt i einu sagði hann dálitið sem vakti athygli mina: — Hvað varstu að segja? — Af hverju hlustarðu ekki? Ég sagðist vera handviss um, að allt væri búið milli Róberts og itölsku stúlkunnar. Magavöðvar minir herptust saman, en mér tókst að tala ró- lega: — Af hverju heldurðu það? — Ég hef þá bestu sönnun sem til er, sagði Stocker og augu hans glóðu i fölu og linkulegu andlitinu. , — Ég hef séð hana sjálfur. Næstu minúturnar fóru i að þurrka upp kaffið mitt. Það hafði sullast yfir borðið og niður á bux- urnar minar. Það var úti i Kentish Town, sagði Stocker. — t gærdag. Ég var að leita að stelpu, sem vinnur — Það skiptir engu, haltu á- fram — — Já, en þú verður að heyra það, Jói. Allt frá þvi að ég sagðist ætla að hætta þegar ég væri kom- inn upp i hundrað, ef ég — — Ég sagði að það skipti engu, sagði ég. — Jæja þá, við skulum þá fyrst tala um vinkonu Róberts, sagði hann gæfur. — Ég kom inn i þetta kaffihús — Ég greip aftur fram i til að fá staðsetninguna nákvæmlega. Ég renndi mér niður af stólnum og fór að róta i vösunum eftir smápeningum til að borga kaffið með og hann hélt áfram: — og það var örugglega hún. Ég sat lengi og horfði á hana áður en hún tók eftir mér. Þegar hún var búin að sjá mig, fór hún niður i eldhús- ið — liklega vinnur hún bæði þar og i veitingasalnum. Ég hugsaði með mér, að ég hefði ekkert á móti þvi að glingra við------ — Vertu ekki að þvi arna, sagði ég og fleygði sexpensi á af- greiðsluborðið. Ég hlustaði ekki almennilega. — Dásamlega þéttholda — maður fær vatn i munninn. Fimmtudagur 16. mai 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8,15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl„), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Oddný Thorsteinsson les áfram „Ævintýri um Fávis og vini hans” eftir Nikolaj Nosoff (22). Morgunleikfimikl. 9.20. Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Gunnar Kjartans- son tæknifræðing um lag-' metisiðnaðinn. Morgun- popp kl. 10.40 Hljómplötu- safniö kl. 11.00: (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frlvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdcgissagan: „Hús málarans” eftir Jóhannes Helga Óskar Halldórsson les (6). 15.00 Miðdegistónleikar: Rússnesk tónlist Kroll- kvartettinn leikur Strengja- kvartett nr. 1 i D-dúr op. 11 eftir Tsjaikovský. ttalski- kvartettinn leikur Strengja- kvartett nr. 2 i D-dúr eftir Borodin. 16.00 Fréttir Tilkynningar. 16.15. Veðurfregnir. 16.25 Popphornið 16.45 Barnatimi: Ragnhildur Iielgadóttir og Kristin Unn- stcinsdóttir stjórna a. Hvernig verður bók til? Rætt við Vilborgu Dag- bjartsdóttur rithöfund, Stefán ögmundsson prentara og önnu Valdi- marsdóttur þýðanda. Vil- Dorg les fyrst kafla úr bókinni „Jósefinu” eftir Mariu Gripe. b. Sögur af Munda — annar þáttur Bryndis Viglundsdóttir talar aftur um sumar- nóttina og segir siðan frá hænunni Gullbrá 17.45 Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki Til- kynningar. 19.40 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.45 I skimunni. Myndlistar- þáttur i umsjá Gylfa Gisla- sonar. 20.30 Einleikur I Ctvarpssal: Halldór Haraldsson leikur á pianótónlist eftir Jón Leifs, Þorkel Sigurbjörnsson og Béla Bartók. 20.55 Leikrit: „ó, trúboðs- dagur dýr” eftir Kristin Reyr Leikstjóri: Gisli Halldórsson Persónur og leikendur: Jobbi i Leiru- koti,..Valur Gislason. Vala i Leirukoti,..Nina Sveins: dóttir. Guðriður, ekkja,..Margrét ólafsdóttir. Lára,..Guðrún Alfreðs- dóttir. Valentinus Hans- son,..Rúrik Haraldsson. 21.50 Ný Ijóð eftir Sveinbjörn Beinteinsson Höfundurinn flytur. 22.00 Fréttir. 22..15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Eiginkona i álögum” eftir Alberto Moravia Margrét Helga Jóhannsdóttir les (4). 22.35 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssónar pia- nóleikara. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Keflavík Tilboð óskast i eftirtaldar vélar og tæki frá Áhaldahúsi Keflavikurbæjar! 1 st. jarðýta International TD 24 árgerð 1953 1 st. vélsóp Waync á International bil LS 1700 árgerð 1965. 1 st. dráttarvél Dodge 1950. 4 st. vatnsdælur rafmagns og bensíndrifnar. 1 st. valtari 1 tonn. 1 st. vökvatjakkur á lyftara fyrir 4 tonna lyftigetu. 1. st. vörublissturtur 7 tonn. Vélarnar verða til sýnis við vélaverksæði Keflavikur- bæjar við Flugvallarveg mánudaginn 20., þriðjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. maifrá kl. 7-17alla dagana. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 22. mai kl. 18 i skrif- stofu Ahaldahúss Keflavikurbæjar Vesturbraut 10. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Áhaldahús Keflavikurbæjar Sveitaheimili Öskum eftir að komast i samband við sveitaheimili, sem vilja taka börn i lengri eða skemmri tima. Upplýsingar i sima 51008 fyrir hádegi og 42660 eftir hádegi. Félagsmálaráð Garðahrepps. Nýkomin indversk bómullarefni og mussur i miklu HHí úrvali. IfTT ís úrvali. Jasmin Laugavegi J 33 BókhaldsaðstoÖ með tékkafærslum BÚNAÐARBANKINN REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.