Þjóðviljinn - 16.05.1974, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 16.05.1974, Qupperneq 14
14 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 16. maí 1974. Eggert Guðmundsson vift málverk af Jóhönnu Egilsdóttur, sem hann hefur gefið Verkakvennafélaginu Framsókn. Guðmundsson listmálara, sem nú sýnir í Myndlistar- húsinu á Klambratúni Þetta er framlag mitt til þjóðhátíðarinnar — Það eru nú liðin ein 15 ár sið- an ég hef haldið sýningu á borð við þessa, og ég kalla þessa sýn- ingu framlag mitt til þjóðhátiðar- innar i ár, sagði Eggert Guðmundsson listmálari er við heimsóttum hann i gær, skoðuð- um sýningu hans og röbbuðum við hann. — Ég opnaði sýninguna á laug- ardaginn var, 11. mai, á lokadag- inn, mér fannst það vel við hæfi. — Þú málar mikið frá sjávar- siðunni? — Já, ég geri það, þar hefur mitt lif verið. — Er þetta sölusýning? — Það eru nokkrar myndir til sölu. Það hafa selst ein 18 mál- verk siðan ég opnaði og um 20 litl- ar teikningar; ég hef enga ástæðu til að kvarta undan þvi. — Hvað spanna þær myndir sem þú sýnir hér yfir langt tima- bil á listamannsferli þinum? — Við skulum nú sjá, það eru nærri 40 ár. Ætli elsta myndin á sýningunni sé ekki siðan 1935 eða 1936, og þær nýjustu eru málaðar i ár. — Nú vinnur þú sem kennari, Eggert, hvenær hefurðu þá tima til að mála? — Það eru 24 timar i sólar- hringnum, vinur minn, og þegar maður vinnur að hugðarefnum sinum þarf maður ekki að sofa nema 3 til 4 tima i sólarhring. — Getur listmálari lifað á list sinni á Islandi i dag? — Ekki yrði það nú neitt sæld- arlif, en þó hygg ég að einhleypur maður, eða þá maður með létt heimili, gæti það. — Þú virðist ekki hafa látið hina ýmsu isma eða tiskusveiflur i myndlistinni trufla þig? — Nei.það hef ég ekki gert, en sem svar við þessari spurningu vil ég vitna til hugleiðinga minna um þetta mál i sýningarskrá minni nú. Þar segir Eggert: Listamaðurinn á enga samleið með ismum eða stefnum i list- sköpun sinni. Ismarnir eru elti- fiskar listarinnar, ef svo mætti kalla þá, oft hættulegar afætur og geta orðið allri listsköpun og listamönnum óæskilegir afleiðað- ar til ósjálfstæðis. Allar stefnur eru afleiðingar af sjálfstæðum verkum góðra listamanna, sem hafa verið sérstakir og stórbrotn- ir i sköpun verka sinna. Þeir smærri ætla sér að feta i fótspor meistaranna en glata þó stundum um tima eða alla framtið sinum eigin eiginleikum. Þvi miður verður ástriðufullum eltimönnum stefnanna það á, að lita sjálfa sig fróðasta um allt sem við kemur listum, enda sækjast þeir eftir að láta ljós sitt skina og veigra sér ekki við að dómfella sér full- komnari og betri listamenn. Nei — sjálfstæður listamaður leggur og brýtur alla isma undir muln- ingshamri sinum og skapar verk sitt i sinni eigin mynd, samanber fæðingu. —S.dór Bændur bjartsýnir — Bjartsýni bænda er mikil á þessu fádæma blíöa vori, sagöi Gísli Kristjánsson hjá Búnaðar- félaginu, þegar Þjóðviljinn ræddi við hann í gær. Vorið er afskaplega hlýtt — og hlýindin eru ríkjandi um allt land. Gisli sagði að vonir stæðu til að sauðburðurinn heppnaðist vel núna, þar eð flestir bændur geta nú látið féð bera úti, en það færi mun betur með féð að hafa það úti, heldur en að láta það bera inni i misjafnlega góðum fjárhús- um. — Gróður er kominn vel á veg, en einna skemmst þó á Norð- austurlandi. Þótt hlýindi hafi ver- ið þar meiri en annars staðar á landinu, þá hefur varla komið dropi úr lofti siðan i mars, sagði Gisli, og þess vegna tók gróðurinn seint við sér. — Talar nokkur bóndi um kal? — Þeir eru nokkrir, sagði Gisli, og þá helst i uppsveitum Arnes- sýslu, Borgarfjarðar og á Vestur- landi. 1 Hreppum, Tungum, Skeiðum og Grimsnesi er nokkuð um dreift kal i túnum þar sem klakalög voru hvað lengst á jörð- inni. En Gisli taldi að klaki væri svo- til alveg horfinn úr jörð og m.a. þess vegna muni hægt að vænta góðra heyja i sumar. Ýmsir bændur fengu áburð sinn siðla á vorinu vegna verkfalls á farm- skipaflotanum, en nú mun áburð- ur kominn til skila á flestum stöð- um. — Geta bændur búist við mikl- um heyjum og að sláttur hefjist fyrr en venjulega? — Nú skal ég ekki segja. 1 svo góðu vori er fé mikið beitt á rækt- að land, og þannig kippir úr sprettu — og svo er vont að spá um veður i júni núna. —GG Sauöburður stendur sem hæst og hlýindi um allt Ekki á móti börnum! segja Hábœingar Frétt Þjóöviljans I gær um mót- mæli til borgarráðs frá nágrönn- um barnaheimilis, sem foreldra- hópur ætlar að reka viö Hábæ, varð til þess, að nokkrir Há- bæingar höfðu samband við blað- iðog vildu, að fram kæmi, að þeir hefðu ekkert á móti börnunum. Áreiðanlega munu viðkomandi foreldrar fagna þvi, að það eru semsé langtifrá allir ibúar þess- arar götu, sem standa að undir- skriftunum (enda þvi ekki haldið fram i fréttinni), heldur aðeins ibúar i þrem eða fjórum næstu húsum við barnaheimilið fyrir- hugaða. Tveir fulltrúar þeirra hringdu einnig til blaðsins og fannst sjón- armið þeirra ekki hafa komið fram; þau væru ekki á móti börn- um i sjálfu sér, en á móti barna- heimili. Annar sagði, að i 4 húsum Hrafnista Framhald af bls. 4. upplýsinga, hjá yfirlækni, skrif- stofufólki og Tryggingastofnun rikisins, til þess að örugglega væri farið með rétt mál. En þegar þessar upplýsingar lágu fyrir hafði útgáfa dagblaðanna stöðvaðst. Um leið og við látum þessum skrifum lokið viljum við birta eftirfarandi yfirlýsingu, sem okkur barst frá trúnaðarmönnum Tryggingastofnunar rikisins þann 3. april 1974. „Samkv. beiðni sendi ég hér með skýringar á framkv. við greiðslur vasapeninga á Hrafn- istu. Skrifstofufólk Hrafnistu sér um að sækja um vasapeninga fyrir vistmenn sina. Á 3ja mánaða fresti koma 2 trúnaðarmenn Tryggingastofnunar rikisins með greiðslurnar i lokuðum um- slögum og samanlagðan lista i þririti yfir nöfn og greiðsluupp- hæðir. Gjaldkerar elliheimilanna kvitta fyrir allri upphæðinni fyrir hönd vistfólksins en afhenda siðan, að viðstöddum trúnaðar- mönnum Tryggingastofnunar- innar, umslögin til bótaþega, og um leið merkir gjaldkeri eða full- trúi hans við viðkomandi nafn. Sama gera trúnaðarmenn T.R. á annað afrit fyrir hönd T.R. Nú er aldrei hægt að afhenda öll umslögin þann sama dag og trúr.aðarmenn T.R. eru á ferð og koma þar til margar orskir, en umslög þau eru afhent gjaldkera ellih., sem siðar kemur þeim til bótaþega. Komi það fyrir, sem mjög sjaldan skeður, að peninganna sé ekki vitjað, hefur Hrafnista end- urgreitt T.R. bæturnar. Tryggingastofnun ríkisins.” Við viljum ljúka máli okk- ar með tilvitnun í orð einnar vistkonu á D.A.S. sem birtist i siðasta „Hrafnistu- bréfi”, en þar segir hún m.a.: — „Ég er búin að vera hér i 5 ár og hef ekki yfir neinu að kvarta. Það er allt gert fyrir vist- fólkið sem hægt er. Starfsfólkið er allt elskulegt og hjálpsamt. En ég veit lika að til eru margir hér sem annars staðar, sem setja útá allt, finna aö öllu og vanþakka allt.” Þessa lýsingu vonum við að fleiri geti tekið i sinn munn en þann róg sem fram kemur i fyrr- nefndum blaðagreinum. Stjórn Sjómannadagsráðs og D.A.S. Hrafnistu. Pétur Sigurðsson Guðm. H. Oddsson Kristens Sigurðsson Hilmar Jónsson Tómas Guðjónsson i kring væru 15 krakkar fyrir, hinn sagði 20, og fannst of mikið að 20 bættust við og það jafnt þótt þau væru á afgirtri lóð. Þá taldi annar, að með þessu væri búið að gera sitt hús að engu og svo skap- aði þetta fordæmi; ibúarnir væru á móti að húsin væru notuð sem fyrirtæki. Það kom reyndar fram, að við þessa sömu götu er rekin bila- leiga i einu húsanna með tilheyr- andi slysahættu án þess að nokk- ■ur hafi hreyft mótmælum við þvi. —vh Olia Framhjdd af bls. 1 vétmenn miða við. Nú eru ugg- laust dæmi um lægra verð, en treysta menn sér til að fullyrða að svo sé að meðaltali og þegar frá liður? Finnar kaupa mikið af oliu af nágrönnum sinum, og þeir miða við Rotterdam-prisana. Þeir hafa unað þvi fyrirkomulagi ákaflega illa i vetur og sendu meira að segja sjálfan forsetann, Kekkon- en, til Moskvu til þess að semjá um ögn bærilegri kjör. Forstjóri Shell segir i Morgun- blaðinu að sjálfsagt væri að olia væri seld hér innanlands á verði sem svaraði til innkaupsverðsins á hverjum tima. Það átti sem sagt að þrefalda bensin og húsa- kyndingaroliu og annað i verði hér i haust þegar verðið steig skyndilega á braskmarkaðinum i Rotterdam! Hefði það verið is- lenskum neytendum hagstætt? En hvernig er það? A þá ekki að lækka verðið á húsakyndingaroli- unni nú þegar i stað um svo sem 20—30%? Eða er það ekki pró- sentan sem suður-ameriska skráningin á þeirri oliutegund lækkar um i þessum mánuði? Kannske Morgunblaðið, málgagn Geirs og Shell, vilji útskýra af- stöðu sina til þess? hj — Dómsmála- nefndin tekur af skarið Washington 15/5 — Dómsmála- nefnd fulltrúadeildar Banda- rikjaþings sem ganga á úr skugga um hvort grundvöllur er fyrir þvi að stefna Nixon forseta fyrir rikisrétt, sýndi i dag svart á hvitu að Nixon og lögfræðingar hans skulu ekki fá að ákveða hvað er nægilegt magn af sönnunum og hvað ekki. Allir nefndarmenn að einum undanskildum greiddu þvi at- kvæði að krefjast þess að nefndin fái aðgang að 11 segulbandsspól- um til viðbótar með samtölum Nixons og aðstoðarmanna hans. Einnig krafðist nefndin þess að fá afhentar dagbækur forsetans yfir samtais niu mánaða skeið á árun- um 1972 og ’73. tmmwmmm Sjálfsbjörg, Reykjavík Farið verður i eins dags ferð 25. mai nk. Félagar, látið vita um þátttöku i sima 25388 fyrir 21. mai. Ferðanefndin Þökkum auðsýnda samúð vegna útfarar Stigs Sælands fyrrverandi lögregluþjóns i Hafnarfirði. Auður H. Herlufsen Eirikur Sæland Sólveig Sæland Ragnheiður Pctursdóttir og barnabörn. Harry Herlufsen Hulda G. Sæland Einar Ingvarsson Hreiðar Eirlksson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.