Þjóðviljinn - 16.05.1974, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 16.05.1974, Qupperneq 16
MÐVIUINN Fimmtudagur 16. mai 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaöamanna er 17504 eftir kiukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgidaga- varsla lyfjabúöa i Reykjavik 10.-16 mai verður i Ingólfs- apóteki og Laugarnesapóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. 16 börn létu lífið er Israelsher lét til skarar skríða gegn palestínsku skœruliðunum Tel Aviv 15/5 — Sextán börn iétust og um 70 særöust i þorpinu Ma ’alot i ísrael þegar israelskir hermenn réðust á skólann i þorpinu og yfirbuguðu skærulið- ana þrjá sem héldu um 90 börnum i gislingu þar. Skæruliöarnir sem sagðir eru vera úr samtökunum Lýðræðis- lega alþýöufylkingin til frelsunar Palestinu (PDFLP) eru taldir hafa komið frá Libanon. 1 nótt réðust þeir á bil sem varð á vegi þeirra og drápu hjón sem i honum voru og tvö börn þeirra. Siðan fóru þeir að skólanum þar sem rúmlega eitt hundrað börn voru sofandi. Um tuttugu þeirra tókst G-listinn í Grundarfirði G-listinn, listi Alþýðubanda- lagsins i Grundarfirði við sveitarstjórnarkosningarnar 26. mai n.k. 1. Sigurður Lárusson 2. ólafur Guðmundsson 3. Ragnar Eibergsson 4. Gunnar Kristjánsson 5. Kristinn Jóhannsson 6. Þorsteinn Lárusson 7. Rögnvaldur Guðlaugsson 8. Sigurður Helgason 9. Þorvaldur Eibergsson 1«. Sigurvin Bergsson að komast undan, en um niutiu tóku skæruliðarnir i gislingu. I hátölurum settu þeir fram kröfur um að tuttugu pólitiskir fangar sem eru i Israelskum fangelsum yrðu látnir lausir og að sendiherrar Frakklands og Rúmeniu kæmu til samningavið- ræðna við þá. Kváðust þeir myndu sprengja húsið I loft upp ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra fyrir kl. 16 að isl. tima I gær. tsraelsstjórn lét lengi vel svo heita að hún ætlaði að ganga að kröfunum og fór Moshe Dayan til þorpsins til viðræðna við skæru- liöana. En örfáum minútum áður en fresturinn rann út gerði herinn á- hlaup á húsið með þeim afleiðing- um að skæruliðarnir þrir og 16 börn létu lifið og um 70 særðust. Upplýsingaráðherra stjórnar- innar, Peres, kvað stjórnina hafa verið á þvi að láta undan kröfum skæruliðanna, en herinn hefði krafist þess að þeir yrðu yfirbug- aðir. Aðrar heimildir herma að stjórnin hefði allan timann verið Alþýðubandalagið G-listinn Selfossi Kosningaskrifstofa G-listans á Selfossi er opin frá kl. 17 til kl. 22 dag- lega. Skrífstofan er i Þóristúni 1, niðri, simi (99)-1888. á þvi að gera áhlaup. Minna þær á að hún hefur aldrei látið undan kröfum skæruliða áður. PDFLP lýsti þvi yfir eftir að á- hlaupið á skólann hafði verið gert, að húsið hefði verið sprengt i loft upp eins og skæruliðarnir höfðu hótað. Þorpið Ma ’alot er I vesturhluta Gallleu, um 7 kílómetra frá landamærum Israels og Llbanon. Yilhjálmur sýnir í Norræna húsinu t dag kl. 3 opnar Vilhjálrm’r Bergsson sýningu á 39 málverk- um og allmörgum teikningum i sýningarsal Norræna hússins. Myndirnar eru málaðar á árun- um 1964 fram á þennan dag. Glistrup bjargaði stjórninni Kaupmannahöfn 15/5 — Eftir mikið baktjaldamakk sem staðið hefur i nótt og allan dag, var stað- an i danska þinginu orðin sú að ekki var búist við að stjórn Hart- iings féili heldur héidi velli með naumu meirihlutafylgi með hinu umdeilda efnahagsfrumvarpi. Eftir fund i tolla- og skatta- nefnd þingsins i dag varð ljóst, að Ihaldsflokkurinn. Kristilegi þjóðarflokkurinn, Miðdemókrat- ar, Vinstri radikalar og Fram- faraflokkurinn ætla að láta af andstööu sinni við frumvarpið eftir að nokkrar breytingar voru gerðar á þvi. Þessir flokkar höfðu sýnt frumvarpinu fullan fjandskap fram að þessu. Frum- varpið fær þvi 106 atkvæði. Það var Framfaraflokkur Mogens Glistrups sem kom stjórninni til bjargar eftir að hann komst að samkomulagi við hana um að dregið yrði úr álögum á tó- bak og áfengi og að dregið yrði úr rikisútgjöldum árin 1975 og ’76. Allt útlit er þvi fyrir að ekki komi til nýrra kosninga og að ekkert verði af yfirvofandi stjórnarkreppu sem legið hefur i loftinu i tæpa viku. Glistrup kom stjórninni til bjarg- ar á elleftu stund. Poul Hartling: vann mikinn póiitiskan sigur meö þvi að stjórn hans sem styðst við 22 af 175 full- trúum á danska þinginu, hélt vclli. Stuðningsmannafundur á Selfossi Fundur verður haldinn I Hótel Selfossi, litla salnum, með stuðnings- mönnum G-listans I kvöld, fimmtudaginn 16. mai kl. 20.30. Fundarefni: Sveitarstjórnarkosningarnar. Alþýðubandalagið Selfossi. G-listinn, Hafnarfirði Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins I Hafnarfirði er opin frá kl. 17—22 alla daga. Skrifstofan er að Suðurgötu 7, Góðtemplarahúsinu. Siminn er 53640. Alþýðubandalagið i Neskaupstað Félagsfundur I dag, fimmtudaginn 16. mai. Fundarefni: Bæjarmálastefnuskráin. Kjördæmisráðið í Austurlandskjördæmi Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins i Austurlandskjördæmi heldur fund á Reyðarfirði laugardaginn 18. mai kl. 14. Dagskrá: 1) Stjórn- málaviðhorfið. Frummælendur Lúðvik Jósepsson og Helgi Seljan. 2) Kjör uppstillinganefndar fyrir alþingiskosningarnar. Alþýðubandalagið á Reyðarfirði Kosningaskemmtun G-listans á Reyðarfirði verður laugardaginn 18 maí og hefst kl. 21. G-Iistinn Keflavik Kosningaskrifstofan að Tjarnargötu 4 er opin alla daga frá kl. 13 til kl. 23. Simi 3060. Kjördæmisráð Norðurlandi vestra Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins i Norðurlandskjördæmi vestra heldur fund laugardaginn 18. mai kl. 20.00 i félagsheimilinu i Varma- hlið. A dagskrá 1. Framboö i alþingiskosningunum. 2. Stjórnmálavið- horfið. — Stjórnin Kjördæmisráð Vesturlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins I Vesturlandskjör- dæmi verður haldinn I Snorrabúð i Borgarnesi sunnudaginn 19. mai nk. og hefst fundurinn kl. 14. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Framboð til alþingis. 3. önnur mál. — Stjórnin. Grundfirðingar Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins I Grundarfirði er i gamla sparisjóðshúsinu. Simi 8731. Sovéskur sagnfræðingur í boði MÍR Föstudaginn 10. mai sl. kom hingaö til iands i boði MtR sovéskur sagnfræðingur, dr. Ro- bert Fjodorovitsj tvanof. Dvald- ist hann hér I fimm daga, hélt tvo opna fyrirlestra um utanrikis- stefnu Sovétrikjanna og heimsótti ýmsar stofnanir. Ivanof er i hópi kunnari sagn- fræðinga i sinu heimalandi. Hann varð doktor árið 1964 og fjallaði ritgerð hans um borgarastyrjöld- ina i Bandarikjunum og Abraham Lincoln. Hann hefur gefið út sex bækur um sögu Bandaríkjanna. Hann kenndi við ýmsar æðri menntastofnanir i Moskvu fram til ársins 1972 en þá var hann skipaður deildarstjóri við heims- sögudeild sagnfræðistofnunar visindaakademiu Sovétrikjanna. Dr. ívanof hefur ferðast viða um heim og haldið fyrirlestra og er Island 18. landið sem hann heimsækir. Hingað kom hann frá Danmörku þar sem hann flutti fyrirlestra i Óðisnvéum og Kaup- mannahöfn. A laugardaginn ræddi hann við islenska starfsbræður sina en á sunnudaginn for hann til tsafjarð- ar þar sem hann flutti fyrirlest- ur og svaraði fyrirspurnum. Urðu miklar umræður þar um sam- skipti Kina, Sovétrikjanna og Bandarikjanna og einnig um ör- yggismál Evrópu og afvopnunar- mál. A mánudagskvöld hélt hann fyrirlestur að Hótel Loftleiöum og svaraði fyrirspurnum áheyrenda. Þá heimsótti hann Arnastofnun og Háskóla tslands þar sem hann átti viðræður við rektor, prófess- ora og stúdenta. Sjónvarpið átti við hann viðtal sem verður birt einhvern tima i næstu viku. Héð- an fór dr. ívanof i morgun og var ferðinni heitið heim. — ÞH 7. júní verð- ur opnuð sýningin Islensk list 1100 ár í r Islenskir listmunir fengnir að lánifrá mörgum löndum i gær var byrjað að taka upp íslenska list- muni, sem fengnir hafa verið að láni frá lista- söfnum í Kaupmanna- höfn, Stokkhólmi, ósló, Bergen, Dresden, París, London og Hollandi. Þessir munir verða á sýningu að Kjarvals- stöðum sem opnuð verð- ur 7. júní nk. og verður opin í allt sumar. Sýn- ingunni hefur verið val- ið heitið, — íslensk myndlist í 1100 ár —. Björn Th. Björnsson list- fræðingur vann ásamt nokkr- um öðrum mönnum að þvi i gær að taka upp þá muni sem borist hafa erlendis frá. Björn sagði að milli 20 og 30 munir væru fengnir að láni erlendis frá fyrir utan myndir sem fengnar væru að láni frá Arna- safni i Kaupmannahöfn. Hvernig hafa þá þessir fornu islensku listmunir borist til safna svo viða um heim? Jú, það voru islenskir prestar sem á sinum tima seldu þessa muni úr landi. Sagði Björn að þarna yæri að finna marga bestu og fegurstu gripi is- lenska sem til væru. Auk þessara erlendu gripa verða á sýningunni munir frá Þjóðminjasafni Islands og mun þvi sýning þessi gefa gott yfirlit yfir islenska list fyrr á timum. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.