Þjóðviljinn - 22.06.1974, Page 3
Laugardagur 22. júni 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Framboð frjálslyndra í
hreinni stjórnarandstöðu
Rœtt við Kjartan Ólafsson um kosningabaráttuna á Vestfjörðum
Átökin hér á Vestfjörðum eru
með nokkuð sérstökum hætti, að
þvi leyti til að hér er framboð
Samtaka frjálslyndra hreint
stjórnarandstöðuframboð.
Þannig komstKjartan Óiafsson,
efsti maður G-listans að orði, er
Þjóðviljinn ræddi við hann i
gærmorgun. Þá var Kjartan
staddur á Patreksfirði, en þar
hafði verið fundur kvöldið áður.
Kjartan sagði:
Yfirleitt er alls staðar tékist á
um hægri eða vinstristefnu, en
hér er framboð Samtaka frjáls-
lyndra hreint stjórnarandstöðu-
framboð. Þeir sem kjósa F-list-
ann á Vestfjörðum eru að skrifa
upp á vantrauststillöguna á nú-
verandi rikisstjórn.
Ég hef sagt við kjósendur að
kosningarnar séu fyrst og
fremst þjóðaratkvæði um van-
traustsyfirlýsinguna, sem borin
var fram i þinglokin. Sá sem hér
skipar efsta sætið á F-listanum
réði úrslitum um það i þing-
flokki Samtaka frjálslyndra, að
formaður Samtakanna, Hanni-
bal Valdimarsson, flutti van-
trauststillöguna, en tillagan var
samþykkt i þingflokknum með
fjórum atkvæðum gegn þremur.
Þetta hefur margoft komið
fram opinberlega, einkum i
kringum þingrofið.
Eins og kunnugt er studdi
mikill fjöldi vinstri manna
Hannibal Valdimarsson i kosn-
ingunum hér 1971. Stór hluti
þeirra kjósenda trúði þvi að
þarna væri verið að byggja upp
stjórnmálaafl, vinstra megin
við Framsóknarflokkinn. Menn
töldu og það með réttu að á sliku
væri mikil nauðsyn. Og þörfin er
ekki minni i dag á þvi. Ég legg
áherslu á að það er brýn nauð-
syn að veita Framsóknar-
flokknum sem allra sterkast að-
hald frá vinstri, en það er jafn-
framt ljóst, að þetta verður að-
eins gert með þvi að efla Al-
þýðubandalagið. A þvi leikur
enginn vafi að framboð van-
traustsmanna er stjórnarand-
stöðuframboð, sem stefnir að
þvi að tryggja Sjálfstæðis-
flokknum varalið á alþingi, ef
hann þarf á þvi að halda.
Það er athyglisvert að hér á
Vestfjörðum halda frambjóð-
endur Alþýðuflokksins þvi fram
að flokkur þeirra sé ekki vinstri
flokkur og heldur ekki hægri
flokkur, heldur eins konar mið-
flokkur. Þeir neita þvi meira að
segja aðspurðir mjög eindregið
að þeir séu i framboði fyrir
vinstriflokk.
Ég vil bæta þvi við, sagði
Kjartan, að ég hef lagt á það
þunga áherslu, að með tilliti til
herstöðvamálsins sé sérstök
nauðsyn á eflingu Alþýðubanda-
lagsins Þannig þarf að koma i
ljós eindreginn vilji kjósenda til
þess að knýja Framsóknar-
flokkinn til að styðja markaða
stefnu rikisstjórnarinnar um
brottför hersins.
Framsókn brosir nú mjög til
beggja handa i sambandi við
herstöðvamálið og talsmenn
hennar láta að þvi liggja að ekki
verði hróflað við herstöðinni
nema með ljúfu samþykki
Bandarikjamanna. Það er hægt
að bjarga Framsókn og tryggja
að forusta hennar haldi höfði, en
það verður aðeins gert með þvi
að hernámsandstæðingar fylki
sér um Alþýðubandalagið.
íslensk og bandarísk verka-
lýðsfélög taka höndum saman
í baráttu gegn dótturfyrirtæki sölumiðstöðvarinnar i Bandarikjunum
— Verkföll ytra gætu snert þúsundir verkafólks og sjómanna hér
Einar Sigurðsson og Eyjólfur
Isfeld, forráðamenn Sölumið-
stöð.var hraðfrystihúsanna,
neituðu báðir að ræða við banda-
rlskan fulltrúa verkalýðsfélags,
sem kom hingað til landsins, til að
reyna að leita samninga i vinnu-
Æran
reynist
ýmsum
kær
Fjöldi fólks hafði samband við
Þjóðviljann i gær til þess að láta I
ljós skoðanir sinar á meiðyrða-
máli forustukiiku Sjálfstæðis-
flokksins, VL-klikunnar, gegn
Þjóðviljanum og fleiri aðilum.
Meðal annars fengum við þessa
visu simieiðis:
Æran reynist ýmsum kær
ýtum bæði fjær og nær
tJt á hana aura slær
auminginn, sem stefndi igær.
Og þessi visa kom einnig inn á
blaðið:
Margir reynast mér og þér
mórauðir i gærunni.
Ætli þeir hafi hugsað sér
heildsölu á ærunni.
Þryms-
kviða um
helgina
Þrymskviða, hin nýja ópera
Jóns Ásgeirssonar, verður sýnd i
kvöld og einnig á sunnudagskvöld
og þriðjudagskvöld. Óperan hefur
verið vel sótt, enda hlotið ágæta
dóma.
deilu, sem risin er upp i Cold-
water Seafood, en það er dóttur-
fyrirtæki Sölumiðstöðvarinnar i
USA. Er það jafnframt lang-
stærsti söluaðili islenskra sjávar-
afurða i Bandarikjunum og rekur-
325 manna verksmiðju, sem
eingöngu nýtir islenskt sjávar-
hráefni við vinnu sina.
Kjarasamningar við verk-
smiðju Sölumiðstöðvarinnar i
Cambridge, sem heitir Maryland,
renna út i október. Verkalýðs-
félaginu ytra hefur ekki tekist að
skapa samingsgrundvöll við
verksmiðjustjórnina þar, sem er
að langmestu skipuð islenskum
fulltrúum frystihúsanna hér.
Verkfall virðist i aðsigi og gæti
það haft gifurleg áhrif hér á landi,
þar sem svo mikil islensk sjávar-
vinna tengist þessu fyrirtæki.
Maryland stendur á láglauna-
svæði, þar sem atvinnuleysi er
mikið. Starfsfólk verksmiðjunnar
á nokkuð óhægt um samninga, þvi
verksmiðjustjórnin hótar að
gripa til þess ráðs, að segja upp
vinnukrafti, sem erfélagsbundinn
I verkalýðsfélögum, og taka i
staðinn fólk, sem gengur um
atvinnulaust og vill vinna fyrir
minna en samningsbundið kaup.
Verkalýðsfélag starfsfólks
Marylands hefur óskað eftir sam-
bandi við verkalýðsfélög á
Framhald á bls. 13
Kjósendafundir á Austurlandi
Alþýðubandalagið á Austur-
landi efnir til þriggja almennra
kjósendafunda i næstu viku. Eru
þeir sem hér greinir:
Á Höfn I Hornafirðiþriðjudags-
kvöldið 25. júni klukkan 21:00 i
Sindrabæ.
Ávörp flytja: Helgi Seljan, Sig-
urður Blöndal, Adda Bára Sigfús-
dóttir, Már Karlsson, Þorbjörg
Arnórsdóttir og Þorsteinn Þor-
steinsson.
Einsöngur: Elin Sigurvinsdótt-
ir. Undirleik annast Sigriður
Sveinsdóttir.
Gamanvisur úr kosningahrið-
inni: Þóra Sigurðardóttir og
Haukur Þorvaldsson.
Kvartettinn Þokkabót syngur
og leikur.
Fundarstjóri verður Sigurður
Hannesson.
A SEYÐISFIRÐI FIMMTU-
DAGINN 27. júni klukkan 21:00 i
Herðubreið. Flutt verða ávörp og
meðal dagskráratriða verður ein-
söngur Elinar Sigurvinsdóttur,
þattur úr leikriti Svövu Jakobs-
dóttur, Ertu nú ánægð kerling,
fluttur af Bryndisi Steinþórsdótt-
ur og Hlin Agnarsdóttur, þjóð-
lagasöngur Kjuregei Alxöndru og
gamanvisur fluttar af Þóri Gisla-
syni.
A Reyðarfirði föstudaginn 28.
júni klukkan 21:00 i Félagslundi.
Flutt verða ávörp og skemmtiat-
riði, hin sömu og á fundinum á
Seyðisfirði, en að loknum fundi
verður dansleikur þar sem Þór-
arinn og félagar leika.
Kjósendafundir þessir eru að
sjálfsögðu öllum opnir og er þess
að vænta að Austfirðingar fjöl-
menni á þá til þess að hlýða á
málsvara Alþýðubandalagsins og
njóta góðra skemmtiatriða.
Kaffibrennsliimar hér
sérstaklega vemdaðar
í skjóli verndartolla og hafta setti O. Johnson og Kaaber upp hunds-
haus gegn neytendum. Fellur kaffi ekki undir hugtakið „Frjáls verslun”?
Hversvegna fæst ekki kaffi?
spyr fólk þessa dagana. Frétta-
maður Þjóðviljans kannaði þetta
mál i gær og fékk þær upplýsing-
ar að vegna sihækkandi verðs á
kaffi á heimsmarkaði þyrftu
kaffibrennslurnar að fá milli 60-70
króna hækkun per kg. til að hafa
sama i aðra hönd og þær höfðu
áður en verðstöðvunarlögin voru
sett.
O. Johnson og Kaaber
hafði enga biðlund
Fyrirtækið O. Johnson &
Kaaber, sem hefur efni á að aug-
lýsa i öllum dagblöðum nema
Þjóðviljanum, skrifaði verðlags-
stj^ra bréf, þremur eða fjórum
dögum eftir að verðstöðvunarlög-
in tóku gildi og fór fram á hækk-
un. Beiðni þeirra var afgreidd á
fundi hjá Verðlagsstjóra 12. júni
og þaðan fór hún til athugunar i
viðkomandi ráðuneyti. En þetta
merka fyrirtæki, O. Johnson &
Kaaber, hafði enga biðlund og
neitaði að dreifa kaffi til lands-
manna og hefur svo staðið i þrjár
vikur. Aftur á móti hélt Kaffi-
brennsla Akureyrar, sem fram-
leiðir BRAGA kaffi, áfram að
selja af gömlu birgðunum meðan
þær entust, en nú er svo komið að
allar gömlu birgðirnar eru upp-
urnar og fyrirtækið treystir sér
ekki að brenna og mala nýju
birgðirnar, sem það á i vöru-
geymslu, nema að fá hærra
verð.
Af hverju hætta
þeir svona fljótt?
Allt er þetta gott og blessað, en
hvernig stóð á þvi að O. Jonson &
Kaaber treysti sér til að stöðva
kaffibrennsluna svona þegar i
stað? Jú, á þvi er sú einfalda
skýring, að erlent kaffi, sem hefði
getað komið i staðinn fyrir „inn-
lent” kaffi er leyfisvara og þar að
auki tolluð til að vernda innlendar
kaffibrennslur, þannig að kaup-
menn eða kaupfélög, sem hefðu
viljað flytja inn kaffi, geta það
ekki nema með sérstöku leyfi og
með alllöngum undirbúningi. Það
er sem sagt i skjóli hafta, sem
þeir frá O. Johnson & Kaaber
treystu sér til að vera svona snúð-
ugir svona snemma.
Talið er liklegt að þetta mál
verði tekið fyrir hjá rikisstjórn-
inni innan tiðar, en það er á valdi
forsætisráðherra hvað gert verð-
ur i málinu.
sj