Þjóðviljinn - 22.06.1974, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 22.06.1974, Qupperneq 5
Laugardagur 22. júni 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Fiskiðnaðurinn verði okkar stóriðja 55 skuttogarar til 30 útgerðarstaða Fréttamaður Þjóðviljans hitti Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegs- ráðherra, að máli og spurði hann um helstu störf og stefnumál rikisstjórnarinnar i sjávarút- vegsmálum. — Hvað telur þú, Lúðvik, að séu helstu verkefni, sem rikis- stjórnin hefur unnið að i sjávarút- vegsmálum sl. 3 ár? — Það sem ég tel vera mikil- vægast af þvi, sem við höfum að unnið i sjávarútvegsmálum á liðnum þremur árum er fyrst og fremst landhelgismálið. í þvi máli hafa unnist þýðingarmiklir áfangasigrar, við höfum fært fiskveiðimörkin út i 50 sjómllur, og eftir þvi sem við komumst næst við athugun á sókn út- lendinga á fiskimið okkar nú og áður, teljum við að þvi megi slá föstu að sókn þeirra hafi minnkað að ninnsta kosti um 40% frá þvi, sem áður var. Eins og kunngt er, þá eru það aðeins Bretar einir, sem hér halda áfram verulegum fiskveiðum, þótt þær veiðar séu allmiklu minni en áður var, en flestar aðrar útlendar þjóðir eru horfnar af okkar fiskimiðum. V.- Þjóðverjar veiða hér eitthvað litilsháttar enn, en það er ekki orðiö mikið. Við höfum þvi i þessum efnum náð mjög þýðingarmiklum sigri, og horfum reyndar til þess, að eftir um það bil eitt ár eigum við að hafa losað okkur við veiðar útlendinganna að öllu leyti. I landhelgismálinu tel ég þvi, að viðhöfum lagt undirstöðuna að þvi, sem við erum að gera og höfum verið að vinna að i okkar s jávarútvegsmálum. — Hvað álitur þú um horfur á þvi, að við íslendingar fáum 200 milna fiskveiðilögsögu? — t þeim efnum vil ég benda á það, að á siðasta Alþingi beitti rikisstjórnin sér fyrir þvi, að samþykkt voru lög um það að islensk stjórnvöld gætu einhliða lýst yfir 200 sjómilna fiskveiði- lögsögu við tsland hvenær sem það er talið hafa eitthvert gildi fyrir okkur. Með þvi höfum við breytt okkar eldri lögum, þ.e.a.s. landgrunnslögunum frá árinu 1948, sem við höfum byggt alla okkar landhelgisútfærslu á til þessa, á þann veg að við getum samkvæmt þeim fært fiskveiði- landhelgi okkar út i 200 milur með einhliða reglugerðarútgáfu. Ég er ekki i neinum vafa um það, að við tslendingar munum ná 200 milna efnahagslögsögu áður en langt um liður, en að sjálfsögðu hefur slik útfærsla litið gildi fyrir okkur mtðan Bretar veiða hér miklu nær landinu, samkv. sérstökum samningi, að ég tali nú ekki um ef einnig yrði samið við V.-Þjóðverja um hliðstæð veiðiréttindi, eins og sterk öfl I þjóðfélagi okkar vinna að, að gert verði, þá auðvitað hefur 200 milna lögsaga litið gildi undir slikum kringum- stæðum þegar stórir erlendir flotar hafa hér aðstöðu til að veiða miklu nær landi. — En telur þú þá, að við séum í rauninni búnir að vinna sigur i landhelgismáiinu og að þar sé ekki að óttast um frekari átök úr þvi, sem nú er orðiö? — Nei, ég tel að sá ágreiningur, sem að enn er á milli okkar i rikisstjórninni annars vegar og forustumanna stjórnarand- stöðunnar hinsvegar um viss mjög þýðingarmikil atriði land- helgismálsins feli enn i sér miklar hættur I landhelgismálinu. Eins og öllum er ljóst, þá hefur verið ágreiningur á milli okkar um það, að við höfum lagt á það áherslu að lýsa þvi yfir að landhelgis- samningarnir við Breta og V- Þjóðverja frá árinu 1961 væru úr gildi fallnir og við Islendingar ekki af þeim bundnir lengur. Forustumenn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins hafa hinsvegar lýst þvi yfir, að þeir séu ekki samþykkir þessari stefnu rikisstjórnarinnar og telja að samningarnir frá 1961 séu I fullu gildi. Þeir eru sem sagt i þessum efnum á sömu skoðun og Bretar og V.-Þjóðverjar. 1 beinu framhaldi af þessu hefur stjórnarandstaðan viljað senda málflutningsmann af okkar hálfu til alþjóðadómstólsins i Haag og taka þar upp varnir i málssókninni gegn okkur, og viðurkenna á þann hátt lögsögu- rétt hins erlenda dómstóls i þessu máli. Ég óttast það, ef Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn næðu stjórnar- taumunum i sinar hendur á nýjan leik, að þá breyttu þeir um stefnu varðandi þessi mikilvægu atriði og þeir héldu sig þá við það, sem þeir hafa áður lýst yfir, að land- helgissamningarnir frá árinu 1961 séu i gildi og taka þátt i mála- rekstrinum I Haag. Slikt gæti augljóslega leitt til þess að heimila Bretum og V.-Þjóð- verjum meiri eða minni fiskveiði- réttindi i allmörg ár enn, þvi enginn veit með neinni vissu hvenær alþjóðaráðstefna verður búin að koma sér saman t.d. um 200 milna lögsögurétt strandrikis eða hvenær slik samþykkt, þótt hún yrði gerð á alþjóðaráðstefnu, fengi fullnaðargildi. Þetta eru að minum dómi miklar hættur, sem við blasa i landhelgismálinu, og skiptir hér öllu um hvort sú stefna verður ofan á, sem rikis- stjórnin hefur markað i þessum efnum,eða hvort tekin verður upp sú stefna, sem forustumenn stjórnarandstöðunnar hafa túlkað. Uppbyg&ng fiskiskipaflotans — Rikisstjórnin hefur gert mikið að þvi að greiða fyrir kaupum á skuttogurum. Finnst þér þar hafa verið of geyst af staö farið, eins og látið hefur verið I veöri vaka af ýmsum? — Ég tel að sú stefna, sem rikisstjórnin markaði i þeim efnum hafi haft gifurlega mikla þýðingu varðandi atvinnumál okkar. Nú er svo komið að ákvarðanir hafa verið teknar um kaup á 55 skuttogurum. Þessir skuttogarar munu verða gerðir út frá rúmlega 30 útgerðarbæjum i öllum landshlutum. Meginhlutinn af þessum skipum hafa verið keypt vegna þeirrar fyrir- greiðslu, sem núverandi rikis- stjórn hefur beitt sér fyrir. Eins og kunnugt er hafði fyrrverandi rikisstjórn beitt sér fyrir nokkrum skuttogarakaupum, en þau voru svo að segja algjörlega bundin við Reykjavik og Faxa- flóasvæðið. Hún hafði samið um kaup á 4 stórum togurum á Spáni; af þeim fara 3 til Reykjavikur og 1 til Hafnarfjarðar. Einnig hafði hún samþykkt kaup á tveimur togurum frá Póllandi fyrir útgerðaraðila i Reykjavik. Um önnur skuttogarakaup var ekki að ræða á vegum fyrrverandi rikisstjórnar, sem fengu staðist. En aðalatriðið hefur verið gert samkvæmt fyrirgreiðslureglum, sem núverandi rikisstjórn hefur sett. Kaup skuttogaranna hafa gifurlega mikla þýðingu i hinum ýmsu útgerðarbæjum landsins. Stefna rikisstjórnarinnar var sú að greiða þannig fyrir þeim, sem voru að kaupa skuttogara, að þeir gætu fengið rikisábyrgð og opin- ber lán, sem næmu allt að 85% af kaupverði skipanna, en almennt var til þess ætlast að kaupendur þeirra legðu fram 15% af kosnaðarverðinu. Þá hefur rikis- stjórnin beitt sér fyrir viðbótar- framlögum við þessi almennu lán til nokkurra útgerðarbæja, þar sem fjármagn heima fyrir var sáralitið, en þó var um brýna þörf að ræða að byggja upp atvinnu- lifið. — Þýðir þessi mikla áhersla, sem rikisstjórnin hefur lagt á það, að byggja upp skuttogara- flotann og koma þeim til hinna ýmsu útgerðarbæja, að rikis- stjórnin telji að fiskiskipafloti landsmanna eigi nær eingöngu að vera skuttogarar á komandi árum? — Nei, þvi fer fjarri. Þó að skuttogararnir komi til með að hafa gifurlega mikla þýðingu að þvi leyti til, að þeir veita sjó- mönnunum meiri möguleika almennt séð til þess að hafa góðan aflahlut og tryggja þeim miklu betri vinnuskilyrði en almennt gerist á okkar fiski- skipum og einnig miklu meira öryggi og öruggt hráefni til fisk- vinnslu i landi og geti þannig gjörbreytt aðstöðu til fisk- vinnslunnar og skapað mikið samfelldari vinnu og meira at- vinnuöryggi, þá er það eigi að siður min skoðun að það þurfi jafnhliða kaupunum á skuttogur- unum að stuðla að þvi, að i flestum útgerðarbæjum sé til fjöl- breytilegur annar fiskiskipafloti, þeas. bátar af ýmsum stærðum eftir aðstæðum á hinum ýmsu stöðum, og jafnvel einnig litlir bátar. Þetta hefur einnig verið gert af hálfu rikisstjórnarinnar með þvi að greitt hefur verið fyrir þvi, að slik skip væru keypt. Mjög þýðingarmikið i þessum efnum er einmitt það, að búa þannig um hnútana að fiskverð sé á hverjum tima eðlilegt og sanngjarnt, til þess að þessi útgerð geti einnig verið til staðar og meiri fjöl- breytni þannig i útgerðar- rekstrinum. — Telurðu að skuttogararnir hafi reynst vel og er það rétt, sem allmikið hefur verið um talað, að á þeim sé mikill taprekstur? — Ég tel, að reynslan hafi þegar sýnt, að þessi skip henta mjög vel viðast hvar á landinu. A þvi leikur enginn vafi, að á Vest- fjörðum veita þessi skip mögu- leika til þess að afla hráefnis til fiskvinnslustöðvanna reglulega allt árið um kring. Það sama er að segja um Norðurland, þvi skip af þessari stærð, 500 tonn og þar um, gjörbreyta aðstöðunni þar á fjöldamörgum stöðum til fisk- öflunar og vinnslu i landi og þau hafa þegar sannað það, að þau henta mjög vel. Sama er að segja um Austurland. Þar hafa þessi skip reynst þannig að það er enginn vafi á þvi, að þau eru mjög þýðingarmikið og stórt framfara- spor frá þvi sem áður þekktist. Varðandi rekstursafkomu þessara skipa vil ég aðeins segja það, að hann er tvimælalaust hagstæðari en rekstur þeirra fiskibáta, sem almennt voru reknir á þessum stöðum áður, þeas. báta sem eru frá 150 — 250 rúmlestir að stærð og voru gerðir út sem togveiðiskip. Hallinn sem talað er um á rekstri skuttog- aranna er fyrst og fremst halli sem stafar af afskriftum. Skipin eru eðlilega nokkuð dýr ný, og það reynist ekki vera unnt að afskrifa þau að fullu. Það tel ég ekkert stórvandamál, vegna þess að þegar á allt er litið er raunveruleg afkoma mjög góð. A þvi leikur heldur enginn vafi, að rikisstjórnin mun tryggja það, að rekstur þeirra geti haldið áfram með eðlilegum hætti. Frystihúsin og fiskiðnaðurinn — Hvað viltu segja um þær miklu framkvæmdir sem átt hafa sér stað við uppbyggingu frysti- iðnaðarins? — Samhliða kaupunum á nýjum skuttogurum og dreifingu þeirra tii hinna ýmsu ut- gerðarbæja, hefur verið unnið samkvæmt áætlun að nýbyggingu allmargra frystihúsa i landinu og einnig að endurbyggingu flestra annarra. Hér er um feiknarlega stórt átak að ræða, og áætlað er að þetta verkefni i heild muni kosta um 6 þúsund miljónir króna, og nú er svo komið, að búið er að vinna að þessum endurbótum sem nemur i kring um 60% af heildarverkefninu. Nú eru sem sagt I byggingu allmörg algjörlega ný frystihús, en áður hafði ekki verið byggt nýtt frystihús um langan tima. Mörg önnur eru nú i slikri endur- byggingu, að i rauninni er eins hægt að tala um nýbyggingar. Þessi frystihús kosta ný frá 100 milj. króna upp I 300 miljónir, en mjög er algengt að endur- byggingarkostnaður i frysti- húsum sé frá 30 og upp i 80 miljónir króna. Hér er þvi um gífurlega stórt verkefni að ræða, sem unnið hefur verið að, og leggur að sjálfsögðu grundvöll að þvi, að gjörbreyta fiskvinnslu okkar. Vinnuaðstaða fólksins gjörbreytist, vélvæðing i húsunum er stóraukin og hrein- lætisaðstaða öll er nú færð á það stig, sem kröfur almennt standa til. Loðnuveiðar og loðnuvinnsla — Þessar miklu framkvæmdir I uppbyggingu skipaflotans og við endurbyggingu frystihúsanna hafa að sjálfsögðu kostað mikið fé og stóraukin lán úr stofnlánasjóði sjávarútvegsins. — Það er rétt. Lánveitingar Fiskveiðasjóðs i þessu skyni hafa aukist gifurlega mikið. A siðustu árum viðreisnarinnar voru heildarútlán Fiskveiðasjóðs rétt i kring um 500 miljónir króna á ári. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir þvi, að heildarútlán Fisk- veiðasjóðs, þegar útlán til hinna nýju togara eru einnig tekin með, verði rúmlega 3700 miljónir króna. Að sjálfsögðu hefur þurft að afla Fiskveiðasjóði nýrra tekjustofna til þess að standa undir þessu mikla verkefni, og það hefur verið gert. Auk þess hefur svo þurft að út- vega Fiskveiðasjóði allmikið af lánum til þess að hann gæti fram- lánað i þessu skyni. Ég vil vekja athygli á þvi, að þcssi verkefni, endurbygging og uppbygging frystiiðnaðarins og kaupin á skuttogurunum og dreifing þeirra til hinna ýmsu staða, eru einhver stærstu atvinnuverkefni, sem unnið hefur verið að á tslandi um iangan tima, og hafa meiri og almennari áhrif á þróun atvinnumála en aðrar framkvæmdir. — Talsverðar breytingar hafa orðið á loðnuveiðum og loðnu- vinnslu landsmanna. Nú er til dæmis farið að vinna loðnu á miklu fleiri stöðum en áður. Hvað viltu segja um þessa þróun? — Fyrir forgöngu rikisstjórnar voru sett lög um loðnulöndun og sérstaka nefnd sem átti að stjórna henni. Að þvi hefur verið unnið að koma i gagnið I loðnu- vertiðinni miklu fleiri sildarverk- smiðjum en áður var og nýta þannig miklu betur þann verk- smiðjukost sem við eigum. Það hefur þurft að leggja i allmikinn Framhald á bls. 13 Rætt við Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsráðherra Lúðvik Jósepsson undirritar reglugerð um útfærslu landhelginnar við Island I 50 mflur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.