Þjóðviljinn - 22.06.1974, Síða 15
Laugardagur 22. júni 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
©
Hluti ráðstefnusalarins. Það eru Guörún Hallgrimsdóttir og Helga Sigurjónsdóttir, sem sitja i fundarstjórasæti fyrir endanum. (Myndirnar
tóku Eirikur Guðjónsson og Edda óskarsdóttir).
Ráðstefnan að Skógum
Starfshópur 1 I þungum þönkum yfir stefnunni.
„Barátta kvenna fyrir
jafnrétti kynjanna verður
ekki slitin úr tengslum við
baráttu undirokaðra stétta
fyrir þjóðfélagslegum
jöfnuði, né heldur verður
sigur unninn í verkalýðs-
baráttunni án virkrar þátt-
töku kvenna".
Þannig hefst stefnuyfirlýsing
Rauðsokkahreyfingarinnar, sem
samþykkt var á ráðstefnu Rauð-
sokka að Skógum undir Eyjafjöll-
um um siðustu helgi. Og þar sem
Morgunblaðið hefur þegar fengið
tækifæri til að skrumskæla þetta
plagg þýðir ekki annað en birta
það hér orðrétt i heild, þótt upp-
haflega hafi verið ætlunin að það
kæmi fyrst á prent i málgagni
Rauðsokka, „Forvitin rauð”.
Framhald stefnuyfirlýsingarinn-
ar er svohljóðandi:
,,t aðaldráttum er baráttan tvi-
þætt; annars vegar fyrir breyttu
þjóðfélagi gegn kúgunar- og
afturhaldsöflum, samfara tima-
bundnum umbótum i þjóðfélag-
inu, og hins vegar sú uppbygging,
sem snýr að konum sjálfum, vit-
undarvakning, andspyrna gegn
bælandi uppeldis- og umhverfis-
áhrifum og aldagömlum fordóm-
um og hefðum.
Undirokun kvenna er efnahags-
legs og kynferðislegs eðlis. Lang-
varandi bæling kvenna hefur fyrr
og nú verið framkvæmd vitandi
vits i þeim tilgangi að hagnast á
vinnuafli þeirra innan heimilanna
og á vinnumarkaðinum, og að
viðhalda kynferöislegri kúgun.
Rikjandi efnahagskerfi byggist
að miklu leyti á hreyfanlegu
vinnuafli, sem gripa má til eftir
þvi hvort um er að ræða þenslu
eða samdrátt i atvinnulifinu. í-
hlaupavinnuaflið er fyrst og
fremst konur, og konur eru
meginþorri hinna lægst launuöu
hvar sem er i atvinnulifinu.
Þess vegna verður að heyja
baráttu kvenna fyrir frelsi og
jafnrétti með vopnum stéttarbar-
áttu”.
Um þessa yfirlýsingu, sem er
raunar fyrsta stefnuyfirlýsing
Rauðsokkahreyfingarinnar, urðu
miklar umræður tvo daga ráð-
stefnunnar. Áður hafði hreyfingin
aðeins sett sér markmiðsgreinar,
og þótti sumum sem það ætti að
nægja áfram sem hingað til, en
flestum, að timabært hefði verið
að taka'þær til endurskoðunar
fyrir löngu. Meirihlutinn var á
þeirri skoðun, aðséð væri, að ekki
yrði haldið lengra án fastari
grundvallar, — hitt yröi hjakk i
sama farinu og bæri ekki frekari
árangur en þann sem þegar hefði
náðst, semsé að vekja athygli
fólks á misrétti á ýmsum sviðum
en ekki beinlinis ráða bót á þvi.
Hræðsla við pólitík?
Satt að segja kom fram i um-
ræðum um stefnuna meiri grund-
vallarágreiningur en fólk hafði
kannski órað fyrir, að til væri inn-
an hreyfingarinnar, af þvi að
mörg mál hafa aldrei verið rædd i
botn af ótta við sundrung eftir
flokkspólitiskum linum. Sem
dæmi um þetta má nefna, að fram
kom skoðun um að hægt væri að
berjast fyrir jafnrétti án þess að
vera að berjast fyrir þjóðfélags-
legum jöfnuði.
Einnig kom fram viss hræðsla
við pólitik, einkum við að allt yrði
meira og minna túlkað flokks-
pólitiskt. En það er rétt að taka
það fram hér, að Rauðsokka-
hreyfingin hefur aldrei verið og
stendur ekki til að hún verði tengd
neinum ákveðnum flokki. Og
vegna nafnlausra skrifa i
Morgunblaðinu sl. miðvikudag
skal lika tekið fram, að hvorki Al-
þýðubandalagið né neinn annar
flokkur hefur okkur vitanlega
ætlað sér að „gleypa Rauðsokka”
og „mistekist” sú „tilraun”.
Hinsvegar var áberandi vilji fyrir
þvi innan hreyfingarinnar að
marka stefnu hennar ákveðnar en
áður, og það tókst vissulega á
þessu þingi.
Ársf jóröungsfundir
En það var reyndar fleira gert
á ráðstefnunni en að fjalla um
stefnuyfirlýsinguna, sem héðani-
frá verður endurskoðuð árlega.
Skipulag hreyfingarinnar var lika
mótað heldur fastar en verið hef-
ur, þótt ekki væri hafnað þvi
starfshópakerfi sem hreyfingin
hefur unnið eftir með ágætum
árangri. En nauðsyn þótti að
setja á fót nokkra fasta starfs-
hópa til að tryggja að alltaf ynnu
einhverjir að þeim verkefnum,
sem þeim væru ætluð, en þá gert
ráð fyrir nokkuð örum manna-
skiptum i þessum föstu hópum.
Þá var ákveðið að halda auk
funda starfshópa og funda sem
boðað er til af sérstöku tilefni
fasta ársfjóröungsfundi við sól-
stöður og jafndægur.
Fjallað var um verkefnaskrá
komandi vetrar og ákveðið að
ganga betur frá henni á haust-
fundi.og ræddir voru húsnæðis-
möguleikar, útgáfustarfsemi og
fleira.
Verkfall íslenskra
kvenna?
Starfshópur um Kvennaárið
1975 skýrði frá hugmyndum i þvi
sambandi og samstarfi, sem haf-
ið er við kvenfélög, en ákveðið
var að leita nánara samstarfs við
verkakvenna- og verklýðsfélög
bæði um þetta og önnur málefni.
Tekið var með fögnuði hugmynd
hópsins um að beita sér fyrir
samvinnu um að koma á verkfalli
allra islenskra kvenna, bæði á
vinnumarkaðnum og heimilun-
um, einhvern ákveðinn dag næsta
ár til að undirstrika kröfur þeirra
um jafnrétti á við karla.
Líka slappaö af
Þótt fundarsetur yrðu bæði
langar og strangar á þessari
fyrstu ráðstefnu Rauðsokka
gleymdist þó ekki að slappa af á
milli, taka sundsprett, ganga á
fjöll og syngja saman. Á laugar-
dagskvöldið var haldin kvöldvaka
með glaumi og gleði og miklum
söng að ógleymdum leiksýning-
um nokkurra barna sem með
hópnum voru. Leikritin voru
frumsamin á staðnum og vöktu
mikla hrifningu.
—vh
Belgurinn
bíður
Þótt margir hafi lagt orð i
belg siðan siðast verður hann
að biða að þessu sinni vegna
rúmleysis i blaðinu. Hann fær
þvi meira pláss á siðunni i
næstu viku, svo ykkur er óhætt
að halda áfram að senda i
hann.
—vh.
með kaffinu síöasta daginn tertu
i
Mikil kátina rikti á kvöldvökunni á laugardaginn, þar sem Hjördis Bergsdóttir spilaði undir sönginn. Til hægri sést kokkur hótelsins, sem bar fram
skreytta alþjóðamerki kvenfrelsisbaráttunnar, krcpptum hnefa inni kventákni liffræðinnar.