Þjóðviljinn - 09.07.1974, Page 1

Þjóðviljinn - 09.07.1974, Page 1
UÚÐVIUINN Þriðjudagur 9. júlí 1974 — 39. árg. —118. tbl. Áform Wilson stjórnarinnar Breska ríkið ráði yfir olíu- iðnaðinum LONDON 8/7 Verö hlutabréfa I oiíufélögum hefur lækkað eftir að bresk blöð hafa haldið þvi fram, að stjórn Wiisons ætli að tryggja rikinu yfirráð yfir þeirri ollu sem fundist hefur og finnast mun i Norðursjó Bretiandsmegin. Bdist er við kosningum i Bretlandi í haust. Það var eitt af kosningaloforð- um Verkamannaflokksins fyrr á þessu ári, að oliuiðnaðinum skuli komið undir rikiseftirlit, enda hefur það sætt mikilli gagnrýni, að alþjóðlegir auðhringar geti braskað með hina miklu orkuþörf landsins. Blaðið Sunday Telegraph skrifar i gær, aö innap tiu daga muni Wilsonsstjórnin gera grein fyrir áætlunum um að rikið kaupi upp meirihlutann af hlutabréfum I þeim oliufélögum sem starfa I Norðursjó. Þá er og talið hugsanlegt, aö félögin verði að greiöa mjög háa skatta og gjöld af ágóða sinum, eða 70—80% til, að komið veröi i veg fyrir að þau noti Noröursjávargróðann til að standa undir tapi eða braski annarsstaðar I heiminum. Kosningar í haust Breska stjórnin er nú aö undir- búa bráðabirgðaráðstafanir til að mæta efnahagsvanda landsins. Verðbólga er þar nú 20% og óttast er aö hún leiöi til mikils atvinnu- leysis siöar á árinu. Michael Foot atvinnumálaráðherra, sagði I út- varpsviðtali I gær, að ekki yrði hjá þvi komist að efna til kosn- inga I haust, til aö tryggja Verka- mannaflokknum meirihluta, en hann hefur nú 298 þingsæti I neðri málstofunni og hefur veriö borinn atkvæðum nokkrum sinnum I mikilvægum málum. Fleiri ráð- herrar hafa tekið i sama streng. Kútter Sigurfari leggst að bryggju á Akranesi sl. sunnudagskvöld. Þennan kútter fengu Skagamenn frá Færeyjum. Hann var áður fyrri í eign islendinga, en var seldur til Færeyja og er nú aftur kominn heim. Ilonum verður komiö fyrir I byggöasafni Akurnesinga að Görðum. (Ljósm. J.S.) Glœsilegri þjóðhátíð Akurnesinga að Ijúka A fimmtudag lýkur mjög glæsi- legri þjóðhátiðarviku sem Akur- nesingar hafa gengist fyrir. Há- tiðin byrjaði sl. fimmtudags- kvöld. Þá kom forseti islands dr. Kristján Eidjárn og forsetafrú Halldóra Eldjárn til Akraness og voru viðstödd opnunarhátlöina, en hápunktur hennar var opnun nýs byggðasafnshúss á Akranesi. A föstudagskvöldið var opnuö listsýning með verkum eftir Akurnesinga, þar á meðal verk- um eftir marga fristundamálara á Akranesi. En meðal kunnra málara þaðan má nefna Hjálmar Þorsteinsson og Hrein Eliasson. Listsýningin er I barnaskólanum. Þá var einnig opnuö þetta kvöld iðnsýning I gagnfræöaskólanum, þar sem gefur að lita mynd af at- vinnurekstri á Akranesi. Þarna sýna frystihúsin 3, nótastöðin og öli helstu atvinnufyrirtæki á Akranesi. Þykir sýningin mjög skemmtileg og smekklega upp- sett. A laugardaginn var svo sam- Hestapóstlestinni miðar vel Hestapóstlestinni, sem lagði upp frá Reykjavik um miðja sið- ustu viku miðar mjög vel áfram. A sunnudaginn fóru póstarnir frá Siðumula i Borgarfirði hjá Þverárrétt og yfir Grjótháls og niður á milli Halldórsstaða og Hóls og áfram fram Norðurárdal og gist» i Sveinatungu aðfaranótt mánudagsins. A mánudagsmorguninn lagði lestin svo af stað yfir Holtavörðu- heiði og kom að Staðarskála i Hrútafirði i gærkveldi. I dag heldur hún svo áfram norður Húnavatnssýslur. — s.dór eiginleg hátið Akurnesinga og Borgfirðinga að Reykholti þar sem m.a. var frumflutt nýtt ljóö eftir Guðmund Böðvarsson skáld á Kirkjubóli, sem hann orti rétt fyrir andlát sitt I tilefni þessarar þjóöhátiðar. A sunnudag héldu hátiðarhöldin áfram á Akranesi, en hápunktur- inn þann dag var þegar kútterinn Sigurfari kom til Akraness frá Neskaupstað, en þar kom hann við á leiðinni frá Færeyjum, það- an sem hann er keyptur, og verö- ur honum siðan komiö fyrir I byggöasafninu á Akranesi. Þessarri myndarlegu þjóðháfið Akurnesinga lýkur á fimmtu- dagskvöld með þvi að frumflutt veröur nýtt Islenskt leikrit i BIó- höllinni á Akranesi. Þetta leikrit er eftir Þorleif Bjarnason náms- stjóra og lýsir landnámi þeirra Bersasona. Það er Steinunn Jóhannesdóttir sem leikstýrir verkinu — Hafsteinn. APOTEK OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7. NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2, I SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 I SiMI 40102 ..W ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZtA í KRON Hœstaréttardómur í deilunni um Straumsvíkurhöfn Ríkið greiði Hochtief 150 miljónir, vexti og gengismun Sem kunnugt er var það þýska verktakafyrirtækið Hochtief, sem annaðist hafnarframkvæmdir i Straumsvik i tengslum við bygg- ingu álverksmiðjunnar á sinum tima, en á þess vegum störfuöu einnig islenskir undirverktakar. Samkvæmt upphaflegum samningi var ráð fyrir þvi gert, að risi ágreiningur um fjárhags- lega hlið framkvæmdanna skyldi um hann fjallað af alþjóðlegum gerðardómi, er væri skipaöur samkvæmt reglum Alþjóða- verslunarráðsins. Úrskurður sliks gerðardóms féll þann 8. júli 1971. Málinu var siðan áfrýjað til undirréttar á Is- landi og loks til Hæstaréttar, sem nú hefur i meginatriðum staöfest niðurstöður gerðardóms og undirréttar. Það má með sanni segja, að hann ætli að verða langur við- reisnarhalinn varðandi greiðslur til erlendra aðila, I tengslum við álverksmiðjuna i Straumsvik. Þessar 150 miljónir bætast nú ofan á þær stórúpphæðir, sem ís- lendingar verða dag hvern að greiða með rafmagninu til á- hringsins. Eþíópía: Þann 4. júli var kveð- inn upp i Hæstarétti dómur i máli þvi, sem rikissjóður hefur átt við þýska verktakafyrir- tækið Hochtief A/G og islenska verktakafyrir- tækið Véltækni h.f. vegna hafnarfram- kvæmda i Straumsvik. Niðurstaða Hæstaréttar er sú, að rlkissjóður skal greiða þessum aðilum tæpar 150 miljónir króna I skaðabætur, að viðbættum 7% ársvöxtum frá 8. júli 1971 til greiösludags, og einnig skal fjár- hæðin hækka til samræmis við þær breytingar, sem orðið hafa á þessum tima á stofngengi is- lensku krónunnar gagnvart ve stur-þýsku marki. Tveir dómenda I hæstarétti, þeir Armann Snævarr og Björn Sveinbjörnsson, skiluðu sérat- kvæði og vildu verða við kröfu rikissjóðs um sýknun af kröfu verktakafyrirtækjanna. þjarmað að keisaranum ADDIS ABEBA 8/7 Herinn I Eþiópiu heldur áfram að festa sig I sessi og neyðir Haile Selassie keisara til æ meiri undanhalds. Nú hefur herinn birt lista yfir 27 valdamenn, sem hann vill hand- taka og hefur lýst óferjandi og ó- aiandi, og er talið að keisarinn hafi samþykkt lista þennan. A lista þessum eru ýmsir helstu valdamenn landsins, meðal ann- arra fyrrverandi yfirmaöur lög- reglunnar og Nesfin Sileshi léns- herra,áöur einn af helstu ráðgjöf- um keisarans, fyrrverandi ráð- herrar og héraðsstjórar. Siðar upplýstu talsmenn hersins, aö 10 af þeim sem lýst var eftir heföu gefið sig fram, en öllum er hótaö eignasviptingu og skóggangi sem þrjóskast við. Alls hefur herinn handtekið um 70 áhrifamenn sið- an hann tók völd I þessu elsta lénsriki heims fyrir tiu dögum. Keisarinn er sagður hafa lagt blessun sina yfir þessar handtök- ur. Ekki er ljóst, hvort herforingj- ar muni taka tilboði keisarans um sex af helstu ráðherraembættum I stjórn landsins. Þingið átti aö koma saman i dag, en það mun nú fjalla um breytingar á stjórnar- skránni, sem væntanlega munu Haile Selassie keisari bitur I hatt sinn^ elsta miðaldarikið er að hrynja. skerða mjög vald keisarans, sem hefur verið alvaldur. Þingfundi hefur verið frestað, en ekki upp gefiö af hvaða ástæðum það væri. Ekki er enn ljóst hvort herfor- ingjar stefna á samtakafrelsi, eða hvort þeir vilji koma á einskonar einsflokkskerfi, sem væri ekki meö öllu eins miðaldalegt og stjórnarfar Haile Selassies.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.