Þjóðviljinn - 09.07.1974, Side 4

Þjóðviljinn - 09.07.1974, Side 4
t 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 9. júli 1974 MáLGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson, 'Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) fPrentun: Blaðaprent h.f. HVERNIG BREGST GEIR HALLGRIMSSON VIÐ í LANDHELGISMÁLINU ? Skömmu fyrir kosningar var tilkynnt að vænta mætti úrskurðar Alþjóðadómstóls- ins i Haag um kæru Breta vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar við Island i 50 milur. í skrifum um það mál var hér i blaðinu bent á þá hættu sem landhelgismálið yrði i, ef gömlu viðreisnarflokkarnir næðu meirihluta á Alþingi. Það voru einmitt þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins sem gerðu hinn illræmda land- helgissamning við Breta árið 1061, og Haagdómstólinn leggur hann nú til grund- vallar við meðferð málsins. Talið er að dómurinn falli um 10. júli, og má vissulega segja, að þjóðin hafi bægt bráðustu hætt- unni frá með þvi að veita ekki þessum tveim flokkum viðreisnarinnar meiri- hlutaaðstöðu á Alþingi. Hins vegar fæst einn helsti talsmaður þess, að íslendingar sendu málflytjanda til Haag og viðurkenndu þannig dómstól- inn i raun, Geir Hallgrimsson, við það að reyna að mynda stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Væntanlega mun Geir Hallgrimsson skýra þeim flokkum sem hann falast eftir samstarfi við, hvað hann hyggst gera, ef Haagdómstóllinn fellir úrskurð Islendingum i óhag. Hann leyfði sér að segja i sjónvarpi, að hann gerði vinstri stjórnina ábyrga ef málið tapaðist i Haag, þar eð vinstri stjórnin hefði ekki sent fulltrúa þangað. En Geir Hallgrimssyni láðist að rifja upp atburði ársins 1961, þegar samningurinn við Breta var gerður og forverar hans i forystu Sjálfstæðisflokksins hrósuðu sér fyrir samningagerðina og töldu helsta kost samningsins, að hann væri óuppsegjan- legur. Ekki er að efa, að afstaða Sjálf- stæðismanna til landhelgismálsins og málarekstursins i Haag muni gera Geir Hallgrimssyni erfitt fyrir um stjórnar- myndun. Hin óþjóðlega afstaða Sjálf- stæðismanna i landhelgismálinu og undir- lægjuhátturinn við erlenda erindreka i Brússel og London hefur orðið þess vald- andi, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur i dag litlu forustuhlutverki að gegna i islenskum stjórnmálum. Það eru sannarlega von- brigði fyrir Sjálfstæðismenn og banda- menn þeirra erlendis að þeim skyldi ekki takast að vinna hreinan meirihluta i kosn- ingunum og geta hlýtt úrskurðinum frá Haag og reyna siðan að kenna vinstri stjórninni um allt málið. Á sama tima og Haagdómstóllinn fjallar um 50 milna útfærslu íslendinga situr alþjóðahafréttarráðstefna suður i Venesúela, og þar er efst á baugi krafa þjóða um 200 milur. Djarflegt frumkvæði íslendinga i þessu máli siðustu þrjú ár hefur leitt til alþjóð- legrar þróunar sem tryggja mun strand- rikjum 200 milna auðlindalögsögu. Fyrir kosningar reyndu þeir að búa til ágreining um 200 milna landhelgi með sýndar- mennsku-tilburðum. Það sannaðist hins vegar i kosningunum að þjóðin bar ekki traust til viðreisnarflokkanna, þeim var hafnað, og nú er undanlátsferill þeirra i landhelgismálinu þeim fjötur um fót, þeg- ar Geir Hallgrimssyni er falið að reyna að mynda stjórn. Að lokinni Moskvu ferð Nixons Hér á eftir fer grein um Moskvuheimsókn Nixons, eftir sovéska fréttaskýrandann Spar- tak Béglof. Bandarfskir frétta- skýrendur meta fund þennan sýnu ómerkari en sovéskir, sem hafa jafnan viljaö festa sem mesta þýöingu viö æöstu manna fundi. En orölagiö er venju frem- ur varfærnislegt: Sovétríkin og Bandarlki hafa reyndar samiö um nokkrar takmarkanir á viss- um sviöum vigbúnaöar, en heild- arútgjöld til hermála halda áfram aö vaxa stórlega, eins og nýleg fjárlög Bandarfkjanna minna á. Þriðja sovésk-bandaríska leið- togafundinum er lokið. Árangur hans verður ekki metinn á einum degi. En óhætt er að segja, að fjallað hafi verið á jákvæðan og áhrifarikan hátt um þau pólitfsku og hagnýtu mál, er voru á dag- skrá fundarins. Þátttakendur i viðræðunum hugðust breikka grundvöll hag- nýtrar samvinnu landanna tveggja, og það var gert með und- irritun fjögurra samninga. Einn þeirra skipuleggur sovésk-banda- rfska samvirinu á langtimagrund- velli á sviði efnahagsmála, iðnað- ar, visinda og tækni, og felur I sér ráðstafanir til að stuðla að hvers konar samstarfi á þéssu sviði. Þrir aðrir samningar, um orku- mál, hrisbyggingar og hjarta- lækningar, opna ný samstarfs- svið. Leiðtogar landanna tveggja gengu til fundarins með þá nauð- syn Sovétrikjanna og Bandarikj- anna i huga, að gera nýjar ráð- stafanir til gagnkvæmrar tak- mörkunar á vopnabúnaði sinum. Að þessu miða nokkrar nýjar sameiginlegar aðgerðir. Sam- komulag hefur náðst um að tak- marka dreifingu kjarnagagneld- flauga við eitt kerfi hvors aðila I stað tveggja, eins og gert var ráð fyrir i samningnum frá 1972. Aðil- ar urðu sammála um að takm. neðan jarðartilraunir með kjarnavopn. Eftir 31. mars 1976 munu neðanjarðartilraunir með slik vopn, umfram vist mark, al- veg stöðvaðar, og aðrar neðan- jarðartilraunir bundnar við alger- an lágmarksfjölda. Viðtækt sam- komulag er varðandi bann við notkun efnavopna, og Sovétrikin og Bandarikin undirbúa nú, að hafa sameiginlegt frumkvæði um það i afvopnunarnefndinni að gengið verði til alþjóðlegs sam- komulags á þessu sviði. Sameig- inleg afstaða kemur einnig fram I yfirlýsingu varðandi nauðsyn ráðstafana, er miða að þvi að koma i veg fyrir hættu er um- hverfinu starfar af völdum hern- aðartækni. Gagnkvæmur stuðn- ingur hefur verið látinn i ljós við aö haldin verði allsherjar afvopn- unarráðstefna. Loks var mesta og erfiðasta starfið fólgið i þvi að leita leiða til að koma á samningum um tak- mörkun árásarvopnabúnaðar. Timamörk sliks samnings hafa verið færð til 1985. Hann verður að taka bæði til magns og eðlis vopnanna. Sendinefndir beggja aðila á Saltviðræðunum I Genf hafa fengið fyrirmæli um að halda áfram að vinna að gerð þessa samnings. Á dagskrá fundarins voru einn- ig pólitisk mál varðandi trygg- ingu friðar og öryggis og slökun á spennu i ýmsum heimshlutum. Hvað Evrópu varðar snerust um- ræöurnar mest um þörf þess að leiða Evrópuráöstefnuna um öryggis-og samstarfsmál til far- sælla lykta. Báðir aðilar lýstu sig fylgjandi þvi, að lokastig ráð- stefnunnar yrði haldið sem fyrst og létu i ljósi þá von, að samn- ingaviðræður leiddu til þess, að hún yrði skipuö æðstu mönnum og að væntanlegar ályktanir ráð- stefnunnar hefðu sögulega þýð- ingu. Enn var lýst stuðningi við viðræðurnar i Vin um gagn- kvæma fækkun i herjum og minnkun vopnabúnaðar I Mið- Evrópu. Varðandi löndin fyrir botni Miðjarðarhafs var lögð áhersla á, að friðarráðstefnan I Genf hæfist sem fyrst aftur. Lögð var megin- áhersla á þá ætlun Sovétrikjanna og Bandarikjanna að samræma aðgerðir landanna tveggja. Þau eru einnig sammála um,að mark- mið ráðstefnunnar sé að koma á réttlátum og varanlegum friði I löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafs. Við umræður um ástandið i Indókina viðurkenndu aðilar nauðsyn þess að allir aðilar I Vietnam hlýðnuðust ákvæðum Parisarsamningsins frá 27. janú- ar 1973. Þessi áhrifamikla upptalning ráðstafana, sem samkomulag varð um, og sameiginleg af- staða til mála, talar sinu máli. Einnig er nauðsynlegt að hafa i huga hinn pólitiska og sálfræði- lega þátt. Mikilsvert atriði i sam- bandi við þriðja leiðtogafundinn er, að slikir fundir , samningar og viðræður eru orðin regla i sam- skiptum Sovétrikjanna og Banda- rikjanna. Það þýðir fyrir aðrar þjóðir heims, að bætt sambúð Sovétrikjanna og Bandarikjanna, sem er að þróast yfir i samstarf á vissum sviðum, er orðin varan- legur þáttur i alþjóðlegum sam- skiptum. Er það gott eða illt? Ég held, að enginn sé i efa um það, eins og áhugi annarra þjóða á framhaldi þessarar þróunar sýnir best, þvi að hún er óaðskiljanlegur þáttur I almennri slökun á spennu. Þótt svarið við spurningunni sé aug- ijóst, má ekki gleyma þeim, sem reyna að tengja það kenningunni LOKAÐí RÉTTARHLÉI frá 1. júli til 1. september 1974. Þó verður skrifstofan opin alla þriðjudaga á þessu timabili,og bréfamóttaka er alla daga. Ingi R. Helgason hrl., Laugavegi 31, Simi 19185 Brésjnéf og Nlxon skrifa undir. um hina svokölluðu „samdrottn- un risaveldanna tveggja”. Að dómi sovésku þjóðarinnar er slik túlkun sovésk-bandarisku friðar- stefnunnar ósönn og langsótt, þvi það er fráleitt af hálfu annarra landa, að vænta þess, að Sovét- rikin og Bandarikin láti sér nægja einhver málamyndasamskipti. Ef ekki er reynt að fá Bandarikin, voldugasta auðvaldsrikið, til að taka upp meginreglur friðsam- legrar sambúðar, er erfitt að sjá, hvernig þær eiga að geta sigrað i samskiptum auðvaldsheimsins við hinn sósialiska. Leiðtogar landanna tveggja hafa oft lagt áherslu á, að þeir eru sér vel meðvitandi um þá ábyrgð er hvflir á þessum tveim stór- veldum, ábyrgð en ekki forrétt- indi éða getu til að þröngva vilja slnum upp á aðra. Bætt sambúð Sovétrikjanna og Bandarikjanna átti afgerandi þátt I þvi að binda endi á striðið i Vietnam. Hún hef- ur einnig átt sinn þátt I að miðað hefur I átt til friðsamlegrar lausnar deilu landanna fyrir botni Miöjarðarhafs. Tengsl friðarþróunarinnar i Evrópu og bættrar sambúðar Sovétrikjanna og Bandarikjanna eru enn augljósari. Þessi þróun sovésk-bandariskra samskipta hefur hvarvetna áhrif. Þeir einu sem tapa eru þau pólitisku öfl, er i eigingjörnum tilgangi leika sér að striðshættunni og etja þjóðum saman. Fundir leiðtoga landa með ólikt þjóðskipulag auðvelda lausn margra vandamála, þar á meðal hinna flóknustu og erfiðustu, á breiðari grundvelli og með tilliti til sögulegra sjónarmiða og var- anlegra hagsmuna þjóðanna. (apn) Enn sprengja Frakkar suður í Kyrrahafi CANBERRA 8/7. Forsætisráð- herrar Ástraliu og Nýja Sjálands segjast hafa sannanir fyrir þvi, að Frakkar hafi nú i annað sinn á þessu ári sprengt kjarnasprengju á Mururoa-eyjaklasanum I Kyrrahafi. Frakkar sprengdu fyrri sprengju sina þann 17. júni. Astralir og Nýsjálendingar mót- mæltu þeirri tilraun harölega, en hafa ekki fengið nein viöbrögð op- inberlega frá frönsku stjórninni. Fyrri áætlanir Frakka geröu ráö fyrir fimm til sjö sprengingum i Kyrrahafi á þessu ári. Kæra þessara landa á hendur frönsku stjórninni fyrir alþjóða- dómstólnum I Haag var tekin fyr- ir á föstudag. Frakkar mæta ekki fyrir rétti, þar eð þeir viðurkenna ekki lögsögu dómstólsins i þess- um málum. Norman Kirk, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði I gær, að bæði þar I landi sem og á öllu svæðinu I kring heföi orðið vart við geislavirkt úrfelli eftir sprenginguna I júni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.