Þjóðviljinn - 09.07.1974, Page 12
UOmiUINN
Þriðjudagur 9. jiili 1974
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru géfnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
Vikur, simi 18888.
Kvöldsimi blaðamanna er 17504
eftir klukkarr 20:00.
r
Fulltrúi Islands í Caracas:
Kvöld,- nætur-, og helgar-
varsla lyfjabúðaiReykjavik 5r
11 júli er i Holtsapóteki og
Laugavegsapóteki.
200 mílna efnahagslögsagan
feli í sér fiskveiðilögsögu
Kosningar í Japan:
ÍHALDIÐ
BEIÐ
ÓSIGUR
TOKIO 8/7 óðaverðbólga hefur
að likindum orðið til þess að
stjórnarflokkurinn i Japan, hinn
ihaldssami fiokkur Frjáislyndra
demókrata, hefur tapað verulegu
fylgi I kosningunum i gær.
Kosið var um 130 af 252 sætum i
neðri málstofu þingsins. 1 kvöld
hafði stjórnarflokkurinn fengið
58, sósialistaflokkurinn 28,
Komeito-flokkurinn 14, Kommún-
istaflokkurinn niu, Sókialdemó-
kratar 4 og óháðir 7.
Kjörsókn var mikil, þrátt fyrir
fárviðri sem gekk yfir Japan i
gær, eða um 73%. Búast má við að
kjósa verði upp á nýtt i nokkrum
kjördæmum, þar sem fellibylur-
inn Gilda geisaði. Hann kostaði
um 80 manns lifið og a.m.k. 130
slösuðust. Tugþúsundir manna
urðu að yfirgefa heimili sin.
Gamli-Ford á Akranesi
Þetta er gamli Ford árgerð 1921, en blllinn er kominn i eign
byggðasafnsins á Akranesi og hefur verið sýndur þar síðan nýja
byggðasafnshúsið var opnað. (Ljósm. J.S.)
Hœstiréttur USA tek-
ur mál Nixons fyrir
WASHINGTON 8/7 Hæstiréttur
Bandarikjanna kemur saman i
dag til að skera úr deilu milli
Nixons forseta og Leons Ja-
worskis, sérstaks rannsóknar-
dómara I Watergate-málinu, sem
risið hefur út af ágreiningi um
valdsvið forsetans, sem og sam-
skiptum dómsvalds, löggjafar-
valds og framkvæmdavalds.
Niðurstaðan kann að hafa mikil
áhrif á pólitiska framtið Nixons.
Máliö snýst einkum um það,
hvort Nixon beri skylda til að af-
henda alls 64 segulbandsspólur til
rannsóknar og svo um það, hvort
sérstakur alrikisdómstóll hafi
rétt til aö benda á valdhaf-
andiforseta sem „aðila” aö glæp,
án þess að bera formlega fram
kæru á hendur honum.
Þá er að hefjast i utanrikis-
málanefnd þingsins athugun á
þvi, hvort Kissinger utanrikisráð-
herra sé sekur um að hafa fyrir-
skipað simhleranir. Ráðherrann
hefur sem kunnugt er hótað að
segja af sér nema hann verði
leystur undan ámæli.
CARACAS 8/7 — Hans G. Ander-
sen hélt ræðu á hafréttarráðstefn-
unni I Caracas i dag, og lagði þar
sérstaka áhersiu á að tslendingar
beittu sér fyrir 200 milna efna-
hagslögsögu, sem fæli I sér ekki
aðeins yfirráðarétt yfir auðlind-
um á hafsbotni heidur og yfir auð-
lindum i hafinu sjálfu. Væri önnur
niðurstaða I þessum efnum full-
komlega óraunhæf.
Hans G. Andersen sagði, að öll
islenska þjóðin stæði á bak við
kröfuna um viðtæka efnahagslög-
sögu, sem hefði hlotiö æ meiri
stuðning rikja heimsins. Hann
lagði áherslu á það, hve íslend-
ingar væru háðirsjávarafla og
fagnaði þvi raunsæi, sem ýmis
riki, sem áður hefðu verið andvig
200 milna efnahagsiögsögu, hefðu
sýnt á ráðstefnunni með þvi að
lýsa stuðningi við þá meginreglu.
Hans G. Andersen gerði grein
fýrir heildarlausn i átta atriðum
sem hann taldi aðgengilega fyrir
ísland og flesta aðra aðila á ráð-
stefnunni:
1. Landhelgi verði 12 mllur, en
siglingar um sund verði frjálsar.
2. Komið verði á 200 mílna efna-
hagslögsögu, sem færi strand-
rikjunt fullan yfirráðarétt yfir
fiskistofnum, en með tvihiiða
samningum megi leyfa öðrum
rikjuin fiskveiöar, þar sein
strandriki ekki geti nýtt sjávar-
afla. í þessu sambandi lagði full-
trúi tslands sérstaka áherslu á
þörfina á að efla fiskveiðitækni
þróunarlanda.
3. Verndun fiskistofna, og beri
strandrikin höfuðábyrgð á henni,
en um leið er gert ráð fyrir al-
þjóðlegu samstarfi um skynsam-
legar veiðar.
Að þvi er varðar siðari liði, er
vitnað til ýmissa alþjóöasam-
þykkta um nýtingu auðæfa hafs-
ins utan efnahagslögsögu, um
varnir gegn mengun, um rétt til
visindarannsókna, um rétt rikja
sem ekki eiga lönd að sjó til auð-
æfa hafsins.
Islandi
PÓLSKUR FLOTTAMAÐUR:
Vildi setjast að á
Sennilega verður þó ekkert úr því þar sem
brottvísun hans frá Noregi hefur verið afturkölluð
Morgunblaöið skýrði frá þvi
i forsiðufrétt á sunnudag að til
stæði að hingað flyttist pólskur
njósnari og flóttamaður sem
nú er búsettur I Noregi. Ekk-
ert verður þó af þessu þar sem
dómsmálaráðuneytið norska
afturkallaði brottvlsun hans.
Forsaga málsins er sú að
Pólverji þessi, Wojciech Gul-
gowski, haföi gert nokkrar ár-
angurslausar tilraunir til að fá
að flytjast frá heimalandi
sinu. Gekk hann þá til liðs við
leynuþjónustu landsins og var
sendur á hennar vegum til
Noregs. Þar dvaldi hann i 2-3
ár þar til I vor, að hann gaf sig
fram við norsk yfirvöld og ját-
aði upp á sig skömmina, en
kvaðst eingöngu hafa gert
þetta til að komast úr landi.
Gulgowski var úrskuðaður i
gæsluvarðhald meðan mál
hans var rannsakað. Niður-
stöður þeirrar rannsóknar
voru þær að hann hefði ekkert
þaö gert sem ógnaði öryggi
landsins en rétturinn dæmdi
hann i fjögurra mánaða fang-
elsi fyrir að hafa dvalið i land-
inu þennan tima i þeim til-
gangi að njósna fyrir land sitt
og að hafa ekki fyrr gefið upp
starf sitt.
Jafnframt var manninum
visaö úr landi. Dómsmálaráð-
herra ógilti brottvísunina en
lögreglustjórinn i Bergen hélt
fast við það að visa honum úr
borginni og naut hann I þvi
stuönings útlendingaeftirlits-
ins. Gulgowski áfrýjaði til
dómsmálaráðuneytisins sem I
gær ógilti brottvisunina end-
anlega.
En mál Pólverja þessa kom
við sögu hér heima vegna þess
aö islenskir námsmenn i
Bergen fengu samúð með hon-
um og fóru þess á leit við is-
lensk yfirvöld að honum yrði
veitt landvistarleyfi hér á
landi. Komu um það tilmæli til
dómsmálaráðuneytisins frá
Islenska sendiráðinu I Osló
fyrir um mánuði siðan. Ráðu-
neytið svaraði þvi til að hon-
um yrði tekið vinsamlega með
þvi skilyrði þó,að hann hefði
áður en hingað kæmi útvegað
sér atvinnu hér á landi. Siðan
hefur ráðuneytið ekkert heyrt
um þetta mál. 1 NTB-frétt seg-
ir hins vegar að honum hafi
veriö heimilað að koma til Is-
lands án þess að hafa fengið
hér atvinnu.
1 frétt frá NTB segir að ekki
sé enn ljóst hvar maöurinn
kjósi að dveljasþen búast má
við að hann setjist að i Noregi
fyrst hann má það. Má i þvi
sambandi nefna að hann er
trúlofaður norskri stúlku og er
I atvinnu við tölfræðideild há-
skólans i Bergen. Er alls óvist
að hann fái vinnu við svipað
starf hér á landi þvi markaður
fyrir tölfræðinga er ekki ýkja
stór hér.
— ÞH.
Slysavarðstofa Borgarspitálans
er opin allan* sólarhringinn.
Kvöld-, nætur-og helgidagavakt á
Heilsuverndarstööinni. Simi
21230.
Veður-
guðunum
líst vel á
þjóðhátíð
Þúsundir Þingeyinga komu
saman i Ásbyrgi á laugardag
og sunnudag I einstaklega
góðu veöri til þess aö halda
þjóöhátiö.
Aö sögn formanns undirbún-
ingsnefndar, Sigtryggs Þor-
lákssonar aö Svalbaröi i Þist-
ilfiröi, var húöarigning á
föstudaginn, og i gær var kom-
iö þokuloft og rigningarslitur,
svo telja má aö veöurguöun-
um litist þjóöhátiö vel.
Sigtryggur sagði að fram-
kvæmdastjóri þjóðhátiðarinn-
ar hefði verið Niels Lund.
Þjóðhátiðin var jafnframt
héraðsmót Ungmennasam-
bands Norður-Þingeyinga, og
fór forkeppni i iþróttum fram
á laugardaginn og þá um
kvöldið var dansað.
Avarp á sunnudeginum
flutti Aðalsteinh Gunnlaugs-
son, formaður UMSNÞ.
Marinó Kristinsson i Sauða-
nesi prédikaði við messugerð
og 80-90 manna kirkjukór söng
undir messunni, en kirkjukór-
um sýslunnar var þarna slegið
saman i einn.
Anna Helgadóttir flutti á-
varp fjallkonunnar, en Stefán
Þorláksson flutti ræðu. Milli
atriða sungu kórar úr sýsl-
unni.
Tvö sýsluskáld, þeir Snæ-
björn Einarsson og Þorfinnur
Jónsson, fluttu frumsamin
ljóð.
Hópur Raufarhafnarbúa
sýndi þjóðdans, sem nefndur
er Vefarinn. Þá sungu sam-
einuðu kirkjukórarnir tvö lög.
Þessu næst gengu börn,
unglingar og iþróttafólk i
skrúðgöngu, og að henni geng-
inni fór fram úrslitakeppni i i-
þróttunum. Um kvöldið var
svo dansleikur.
Sigtryggur sagði að hátiðin
heföi farið mjög vel fram,
engin óhöpp átt sér stað og
ekki séð vin á nokkrum manni.
— úþ.
Kissinger
á ferð og flugi:
Yill ljuka
öryggismála-
ráðstefnu
Evrópu í ár
MUNCHEN LONDON 8/7 Það
kom fram á fundi Kissingers, ut-
anrikisráðherra Bandarikjanna
og Helmuts Schmidts, kanslara
Vestur-Þýskalands, aö þeir telja,
að öryggismálaráðstefnu Evrópu
megi ljúka á þessu ári með fundi
æðstu manna.
Kissinger kom til Miinchen til
að horfa á úrslitaleikinn i heims-
meistarakeppninni i knattspyrnu,
og notaði tækifærið til að ræða við
kanslarann um efnahagsmál og
orkukreppu. Kissinger kom til
London i dag, en þar ræðir hann
sömu mál við breska ráðamenn.
Þaðan heldur hann til Spánar til
aö ræða um nýjan samning um
varnarmál milli Bandarikjanna
og Spánar.
Upplýst hefur verið, að Kiss-
inger ætli til Moskvu i haust og
þaðan til Peking.