Þjóðviljinn - 14.07.1974, Side 2

Þjóðviljinn - 14.07.1974, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓ0VILJINN Sunnudagur 14. júli 1974. „AÐ FÁ ÞÁ EFNAÐRF Nýlega bar „Visir” fram hinar merkustu kenningar um það hvernig virkja mætti ferða- mannastrauminn hingað, svo að hann malaði meira gull. Nú eru umræður um tekjur af ferða- mönnum að visu árvissar á ís- landi og vel það, en i greininni komu þó fram ýmsar nýstárlegar hugmyndir, sem full ástæða er til að vekja athygli á og hugleiða nánar. Leiðarahöfundur „Visis” telur nefnilega að við höfum allt of litið gert „til þess að laða hingað auð- ugt fólk” og vill hann þvi búa svo um hnútana „að hingað komi fyrst og fremst efnaðir ferða- menn”. Kostir þessarar stefnu eru vitanlega augljósir, þvi af slikum feröamönnum, sem eru „kræsnari” en „venjulegir túr- istar”, hefðum við „mestar tekj- ur fyrir minnstan tilkostnað”, og svo yrðu til dæmis „umhverfis- spjöll af völdum fjölda ferðafólks þannig minnst”. Nú eru slikar kenningar um gróða að visu gamalkunnar i ýmsum glaumhverfum stórborg- anna, þar sem hagvöxturinn þrútnar eftir þvi sem kræsnum viðskiptavini gerist vöxturinn sparlegri, en leiðarahöfundurinn hefur réttilega séð að framfarir verða gjarnan i hagfræði, svo sem öðrum visindum, við það að hugmyndir flytjast frá einu sviði til annars. Þvi miður hefur hann þó ekki haft tima eða dálkarými til að gera þessari hugmynd nógu góð skil og gefa leiðarvisi um framkvæmd hennar. Skal þvi gerð tilraun til þess hér. Nú er augljóst að á þessu máli eru tvær ólikar hliðar, þvi að ann- ars vegar þarf að „fá þá efn- aðri”, en hins vegar þarf að koma i veg fyrir að hingað flykkist alls konar óþjóðalýður, sem gæti ekki „borgað brúsann”. Leiðarahöf- undur nefnir þetta siðara atriði ekki berum orðum, en greinilegt er að honum er það ofarlega i hug, þvi að ekki minnka umhverf- isspjöll við tilkomu auðkýfing- anna einna án þess að öðrum sé visað á dyr og heildartölunni fækkað. Orðaval eins og „fyrst og fremst efnaðir ferðamenn” bend- ir einnig i sömu átt. En sennilega stafar þessi þögn höfundar af þvi að þetta atriði er I rauninni auð- leyst, eins og viss hópur manna hefur of tlega bent á, og hefur hon- um þvi þótt óþarfi að fjalla um það: það nægir að skipuleggja vegabréfseftirlitið líkt og inngang öldurhúsa um helgar og láta vöðvum búna útkastara sjá fyrir þeim sem uppfylla ekki sett skil- yrði um fjármagn, klæðaburð, hegðun og slikt. Reyndar er ólik- legt að hlutverk þeirra verði erf- itt, þvi að þeir sem ferðast um af áhuga á ferðalögum og framandi löndum en litlum efnum, kunna sjálfir að forðast staði, þar sem menn einbeita öllum kröftum að þvi að plokka þá efnaðri. En hitt atriðið, „að laða hingað auðugt fólk” er sýnu erfiðara, þvi að hingað til hefur Island ekki haft upp á annað að bjóða en náttúrufegurð og nokkuð sérstætt þjóðlif og er hætt við að þetta hafi litið aðdráttarafl fyrir þá, sem hafa ekki sérstakan áhuga á ís- landi og gætu alveg eins flogið suður til Bangkok i friinu. En þá er annað verra: að undanskilinni iaxveiðinni er þetta hvort tveggja jafn heimilt „venjulegum túristum” sem öðrum, og hefur leiðarahöfundur „Visis” séð það af skarpskyggni sinni að til að fá þá „kræsnari” hingað þarf að finna eitthvað „sem þeir hafa hingað að sækja umfram aðra”, þvi að minna dugir ekki i vest- rænu þjóðfélagi stöðutákna. Vandinn er þvi mikill: það næg- ir engan veginn að hrófla upp Hilton-hótelum i Þórsmörk, Atla- vik og Vaglaskógi, eins og skammsýnir menn halda, þvi að þau eru nú út um allar trissur og hafa ekkert aðdráttarafl lengur. Hér þarf hugmyndaflug og áræði. Fyrir nokkrum árum fann flugfé- lag eitt upp á þvi að þeytast með auðkýfinga norður fyrir Grimsey og gefa þeim siðan skrautritað vottorð um að þeir hefðu komist norður fyrir heimskautsbaug. Þetta var spor i rétta átt, en þó ekki nógu djarft stigið, þvi að við- ar er heimskautsbaugur en fyrir norðan Island. Betra væri að fara að dæmi sænskra skoðanabræðra „Visis” sem reistu „Lappaþorp” i óbyggðum i grennd við ferða- mannaleiðir og fóru svo þangað með ferðamannahópa i lang- ferðabilum. Rétt áður en von var á slikum hóp, voru svo menn fengnir úr nærliggjandi sveitum, klæddir upp sem „Lappar” og siðan var þeim stillt upp i þorpinu og þeir látnir naga bein og gera annað það, sem ferðamönnum finnst vera efni i ljósmynd. Ef við tökum djarflega slika stefnu opnast ótal möguleikar og ekki annar vandi en að velja úr þeim. Við gætum t.d. byggt gervi- hveri á ferðamannaleiðum, sem væru útbúnir eins og sjálfsalar (þvi of mikill tilkostnaður væri að hafa þar miðasölu) og gysu þegar i þá væri stungið dollurum. Við gætum lika endurvakið hestaöt, safnað saman islenskum áhorf- endum i litklæðum, sem æptu „óle! Óle!” þegar augun hrykkju úr klárunum, og selt svo ferða- mönnum inn fyrir morð fjár. Svo er unnt að stefna enn hærra og bæta nú um siðir upp forn- minjaleysi landsins með þvi að reisa t.d. miðaldakastala, róm- anskar kirkjur eða slikt. bá væri sjálfsagt að fá sagnfræðinga og listfræðinga til að búa til hinar fá- séðustu blöndur stiltegunda, sem rugluðu jafnvel hina viðreistustu menn alveg i riminu, þannig að auðratað væri að pyngjum þeirra. Hvernig halda menn t.d. að bandariskum auðkýfingum brygði við að sjá gotneskan kast- ala með tréskurði i Hringarikis- stíl, þar sem þakið væri borið uppi af tótemsúlum eins og finn- ast i Bresku Kólumbiu? Valkyrj- ur i skautbúningi gætu sagt þeim að þetta væri ættaróðal Leifs heppna, um leið og þær bæru þeim landa í drykkjarhornum af hreindýrum. Nú hafa ekki allir auðkýfingar áhuga á fornminjum eða hverum, heldur stendur þeim annað næst hjarta, og þar sem ekki er unnt að ganga frá hálfloknu verki, er sjálfsagt að opna fyrir þá rándýr spilaviti og sitthvað slikt, sem Mánudagsblaðið kann að visu betri skil á. Ekki myndi það held- ur draga úr vinsældum hinna nýbyggðu rómönsku kirkna, ef það skilyrði væri numið burt úr lögum (þegar ferðamenn eiga i hlut) að það þurfi tvo einstaklinga sinn af hvoru kyni til að fá þar hjónavigslu. En nú kynnu einhverjir að spyrja: Hvernig myndi þeim mönnum, sem hafa raunveruleg- an áhuga á íslandi og vilja koma hingað til að kynnast landi og þjóð, litast á þennan skripaleik? En þeirri spurningu er fljótsvar- að: það heyrði til undantekninga ef slikt menntamannapakk (sem er gjarnan enn við nám) gæti „borgað brúsann”, og þvi á það ekkert erindi i það gósenland auðkýfinga, sem leiðarahöfund „Visis” dreymir um. Goliat. Warren látinn WASHINGTON — Earl Warren, fyrrum dómari i hæstarétti Bandarikjanna, lést i Washington á þriðjudagskvöld, 83 ára gamall. Hann hafði verið fluttur á sjúkra- hús fyrir viku vegna hjartasjúk- dóms. Earl Warren var fylkisstjóri i Kajiforniu, en árið 1953 var hann skipaður hæstaréttardómari og gegndi þvi starfi i sextán ár. A þeim árum fjallaði hæstiréttur um ýmis mannréttindamál, eink- um baráttumál svertingja, og átti Earl Warren mikinn þátt i að þau skyldu ná fram að ganga. Eitt af fyrstu málunum, sem komu til hans kasta, var kynþáttamisrétti I bandariskum skólum, og úr- skurðaði Warren ásamt átta öðr- um dómurum að það bryti i bág við stjórnarskrána. Þessi úr- skurður var hafður að leiðarljósi i mannréttindabaráttu svertingja. CAPRICHOS KENJAR Mynd: Frandsco Goya y Lucientes Mál: Guðbergur Bergsson 79. Enginn sá okkur Munkarnir hafa sloppið óséðir niður i huliðsheima vinkjallara klaustursins. Svo virðist sem þeir hafi læðst i kjallarann til þess aö geta vætt kverkarnar og hvílt sig frá sálmasöng. I undirheimum klausturs- ins er ekki aðeins að finna vinandann á tunnum, heldur einnig aðra anda, sem vinið vekur: anda gleðinnar, veraldleik- ans og anda ofsjónarinnar. Hver veit nema félagarnir hafi dvalið lengi I vin- kjallaranum og séu farnir aö sjá ofsjónir i mynd hins illa anda djöfulsins. Sá andi virðist vera kominn á vegginn, og skálar söngelski maöurinn fyrir honum. En skugginn gæti verið aðeins skuggi hvít- klædda hettumunksins, sem drukkin augu mannsins breyta og draga á hann ófrýni- legan svip myrkrahöfðingjans. Ekki virð- ist fara fram i kjallaranum nein djöfla- dýrkun. Ef þannig væri i pottinn búið, stæði þarna pottur með reyk upp úr, og að sjálfsögðu mundu allir viðstaddir skála fyrir yfirboðaranum. Þó gæti áttsér stað, að enginn geri sér grein fyrir, að kölski sé kominn til veislunnar, eða i veislulok, vegna þess að myndin er næst-slðasta mynd myndaflokksins, og að undanförnu hefur verið I honum mikill galdur og tröll- skapur. Hvað um það, skugginn er engin helgimynd. Undir lokin kemur enginn frelsandi andi dýrðar og snýr öllu til góðs, sem á undan er farið. Goya er sjálfum sér samkvæmur, heimsskoðun hans er sú sama frá upphafi til enda. Hann býður ekki upp á neina lausn frá syndum og þjáningum heimsins, ekkert þúsund ára riki á himni eða jörð. Maðurinn verður að sætta sig við sjálfan sig. ■jgg&agSaaaL-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.