Þjóðviljinn - 14.07.1974, Síða 7

Þjóðviljinn - 14.07.1974, Síða 7
I Sunnudagur 14. júll 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Við höldum hring Nýju brýrnar yfir Súlu, Núpsvötn og Skeiðará á Skeiðarársandi valda því á þessu þjóðhátíðarári, að blað er brotið í sögu sam- göngumála á íslandi. Það er hægt að meta brú- argerðina og vegarlagn- inguna á sandinum til f jár, en það er varla unnt að meta til fjár þá breytingu sem gerð brúnna hefur á ferðamáta og flutninga á þessu landi. Nú þegar er hafin um- ferð ferðamanna yfir Skeiðarársand, og margir ferðamálaf römuðir eru þess f ullvissir, að árið 1974 verði það árið á þessari öld, sem landinn ferðast hvað mest um fósturjörð- ina. I þessu Þjóðviljablaði og tveimur hinum næstu ætl- um við að bregða okkur hringinn kringum landið. Við reynum að lýsa hring- ferðalagi, kostnaði við slíkt ferðalag og þeim möguleikum sem vega- kerfið býður nú ferða- mönnum upp á. Nú eru ástæður manna ærið misjafnar. Einhverjir munu ef laust reyna í stuttu f ríi að þeysa allan hringinn á gamla skrjóðnum. Með góðu móti ætti að vera hægt að bruna kringum landið á viku. Svo eru þeir sem fara hægar yfir, gefa sér tíma til að stansa og lit, gefa sér tíma til^i Og enn eru ,,sér arnir", sérvitfír sem þegar hafa mestan hluta land eða kannski hverja — þeir vilja fara fá leiðir og þræða alla arspotta sem eiginlega hringy Við látum þá ^j enda munu þurfa sérstakrar leiðsagn- ar með. REYKJAVÍK — MÝRDALUR Kostnaður? Ef við reiknum með viku eða tiu daga ferð á venjulegum fjöl- skyldubil, sem eyðir um 13 litrum af bensíni á hverja hundrað km og vegalengdin.sem ekin er, er um 1600 km, kostar bensínið eitt varla minna en 7000 krónur. Sennilega nokkuð meira, en eyðslan fer vitanlega eftir þvl hve mikið er ekið. Og 1600 km á okkar vegum er drjúg vegalengd fyrir bilskrjóðinn. Kannski er hann ekki alveg nýr — ekki alveg upp á sitt besta, og þarf nokkurt viðhald á leiðinni. A.m.k. þarf hann oliu, hugsanlega sitthvað smálegt ann- að, og jafnvel að við þurfum að kaupa dekk. Við skulum þó ekki vera of kröfuhörð fyrir hönd bils- ins, og segjum þvi bara 10.000 kr. handa honum. En þessar 10.000 krónur bilsins eru raunverulega eina talan sem við getum reitt okkur á. Þriggja eða fjögurra manna fjölskylda getur eflaust ekið kringum landið fyrir 20—25 þúsund með þvi að sofa allar nætur i tjaldi og snæða aðeins fábrotið nesti. Þessi sama fjögurra manna fjölskylda gæti lika auðveldlega eitt upp undir 50 þúsund krónum i ferðalagið án þess að bruðla neitt óskaplega. En við skulum gæta þess, ef við förum að reikna nákvæmlega til út^gjalda hverja krónu sem við á ferðalaginu, að færum i, heldur sætum heima nku eða tiu daga, þá þyrft- um við lika að borga ofan i okkur matinn. Og skyldu þær ekki vera margar fjölskyldurnar, sem finnst þær lifa spart, þótt naum- ustu vikuútgjöld séu kringum 10.000 krónur? Næsta sunnudag verður haldið áfram að ræða ferðalög á hringleiðinni og þá í tengslum við hana gefnar ýmsar upp- lýsingar um verð á hin- um ýmsu leiðum og hvar helstu þjónustu er að fá. Við skulum þess vegna fara i ferðina, en gæta okkar vel á hótelum og matsölum. Á fábrotn- um matsölustað kostar t.d. „rétt- ur dagsins” varla undir 1000 krónum fyrir manninn. Og gist- ing? Maður lifandi — sennilega verður f jölskyldan, sem lagði upp með 50.000 krónurnar, að slá lán i Borgarfirði fyrir siðustu bensin- dropunum til heimakstursins! Reykjavík—Mýrdalur Við miðum við að leggja upp frá Reykjavik einn fagran morgun i rauðabitið og höfum Umg4-a<LYÍð náttum okkur i Mýr4áí- er Mýrdalurinn\eKK^0f sér?|akt keppikeflþ- hverjir að, og hafa það jafnvel á bak við eyrað að slá upp tjaldi sinu ein- hvers staðar i uppsveitum Árnes- sýslu eða i Fljótshlíð. Ef langt er siðari fjölskyldan hefur I sameiningu skoðað Þing- velli, Laugardal, Gullfoss, Geysi eða nágrenni Skálhoits, þessa fjölsóttu og hefðbundnu ferða- mannastaði, þá er svo sem viðbú- ið að menn vilji nota góða veðrið og renna um þessar fögru sveitir, svona á meðan blikkbeljan er að venjast malarvegunum og bak- hlutinn sætinu. Og það er áreiðan- lega til að auka ferðagleðina, að dúsa sem skemmst i bflnum, en reyna þess i stað að stansa sem viðast, rétta úr fótum og skoða sig um. Á Laugarvatni er t.d. tilvalið að fara i gufubað, jafnvel sund, auk þess sem i skólaþorpinu fæst flest það sem ferðalangur þarf að hafa með sér. Þjórsárdalur er kannski úrleið- is, ef við ætlum okkur i Mýrdal undir nóttina, en þvi ekki að byrja á að bregða út af ferðaáætlun- inni? Skammt frá eyðibýlinu Stöng er nú einhver fallegasta sundlaug landsins, og væri sann- arlega ekki amalegt að morgundaginn með sundspretti: En það er vist satt^gj'haq ei skrambi langt _að krækla. Suðurlandsveginum,: tta upp öll Skeið og|vfiy Gauksi] bara til að geta Við höldum fa -inni þangað éð. Reyndar er það möguleiki að gista i Þjórsárdal, en halda siðan yfir Þjórsá ofan við virkjunina við Búrfell, koma inn á Land- mannaleið og aka niður Lands- sveit á hringveginn aftur. En við reynum að mjaka okkur austur eftir kortinu. Fljótlega eft-; ir að við höfum farið um hlaðið Hvolsvelli, getum við valið tvær leiðir. Við getum ekið ú með Fljótshlið og sveigt með Markarfljóti við Mi Við getum lika valið neðiji yfirLandeyjar ofanverðí ið stefnuna á Stóra-DImi Við sleppum Landeyjum sinn og miðum við að næsti víl komustaður sé við Seljalandsfoss. Framhjá Seljalandsfossi er næst- um ógerlegt að bruna, og sé þurrt i veðri og ryk á veginum, er til- valið að skola af sér mesta rykið i úðanum frá fossinum. Við erum i Eyjafjallasveit, og við Seljalandsmúla tekur lands-, lagið skyndilega miklum stakka-' skiptum. Undirfjöll Eyjafjaíla- jökuls risa snarbrött upp af ágir lendisræmunni, og er skem ojtji.HÍ legt^að horfa heim til bæja ”jl! ns og kúra undir höm hamrarnir en r«oda úr móbergij , *undlirsklöi.;au, og finnast nei iar^jg skútí _ ... . .... sem s. Ijaltay *ore jij;1!1?! !íS ''iíUsJli siðu,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.