Þjóðviljinn - 14.07.1974, Qupperneq 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. juli 1974,
Sunnudagur 14. júli 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Við höldum hringveginn
SKAFTAFELL
HÖFN
ÝRDALUR
ORNAFJÖRÐUR
Brýrnar yfir Skeiðarár-
sand átti formlega að taka
í notkun í dag,14. júlí.
Reyndar hefur þessi 30 km
vegalengd, sem skort hef-
ur á að endar hringvegar-
ins næðu saman, verið far-
in f rá því seint i vetur — en
allt fyrir formfestuna! Nú
er leiðin opin og þar með er
hætt við að svo fari, sem
margir óttast, að sveitirn-
ar austan Lómagnúps
missi eitthvað af þeirri
dulúð, sem heillað hefur
margan ferðalanginn. Ein-
angrunin er rofin, og nú er
að sjá, hvað ferðamennsk-
an gerir sveitunum, nátt-
úrunni og mannlífinu.
Breytist Skaftafell í pylsu-
stað?
Við höldum upp frá Skaftafelli
og ætlum okkur næsta náttstað i
Höfn. Leiðin austur þangað er
ekki mjög löng, og þvi ætti að gef-
ast nægur timi til að skoða okkur
um, jafnvel að hitta menn að
máli. Og nú standa þeir vel að
vígi, sem lesið hafa skrif Þór-
bergs Þórðarsonar um þennan
landshluta — einkum þegar kem-
ur i fæðingarsveit ritsnillingsins,
Suðursveit. þar sem bróðir hans,
Steinþór, býr enn á bænum Hala.
Svinafell i Öræfum, bær
Brennu-Flosa, er fyrsti merkis-
staðurinn á leið okkar, en siðan
getum við talið upp á kortinu þá
staði, sem vert er að kanna nán-
upp söguþekking-
Fagurhólsmýri,
Kvisker... reyndar
Þessi mynd er af brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi og er öræfajökuil f baksýn. Myndina tók Mats Wibe Lund.
Suður af Fagurhólsmýri, ein-
hvers staðar úti á láglendisflæm-
inu, er Ingólfshöfði. Þar dvaldist
Ingólfur Arnarson, fyrst eftir
landtökuna hér, og það er einmitt
þar, sem sú fræga þjóðhátiðar-
nefnd 1974 lætur setja upp áletr-
aðan stein til minningar um land-
námið fyrir 1100 árum.
Nú höldum við yfir Breiða-
merkursand og komum von br
ar i Suðursveit. Þar eru Rey
vellirfyrsti bærinn, sem komið
að, en nokkru austar er lai
námsjörðin Breiðabólsstað
Þar nam land Hrollaugur R|
valdsson, jarl af Mæri i No
Það er margbýlt umhverfi
Breiðabólstað, og heitir hvert
sinu nafni. Og eitt þeirra er H
þar sem Þórbergur fæddist
Ef ekki stendur til að far
pilagrimsför heim að Hala,
rétt að halda áfram, þvi JSr'
verður aðalbyggð Suður^veitar
framundan, þ.e. Borgarhöfn og
Kálfafellsbæir. A Kálfafelli er
kirkja og félagsheimili i Suður-
sveitunga. \
Það er óþarfi að rekja staðar-
heiti hér. Þau eru mörgum kunn,
og þar að auki færi best á þvi að
láta blikkbeljuna blása mæði um
stund, en skoða landið þeim mun
betur fótgangandi. Héðan er ekki
langt austur yfir Mýrar og inn i
Hornafjörð. Suðursveit og Horna-
fjörður eru náttúruunnendum
þvilikur ævintýraheimur, að þar
um þarf ekki að fjölyrða — en ef
menn eru enn staðráðnir i að aka
kringum landið, þá er vert að
benda á, að okkur veitir ekki af að
halda áfram á morgun. Náttstað-
urinn er Höfn, og siðan er fjórði á-
fangi feröarinnar Neskaupstaður
eða Hérað. En sannarlega er það
skiljanlegt, þótt menn hverfi nú
og hér frá hringferðaráformum
og hyggist eyða þeim fridögum
sem eftir eru i Suðursveit.
bý
fyrir Fossnúp komum viö I eystri
hluta Skaftáreldahrauns, sem
Brunahraun kallast. Hverfisfljót
rennur fram i austurjaðri þess,ó-
frýnilegt vatnsfall, en hraunið
verndar sveitina fyrir ágangi
þess. Viö ökum loks um „austustu
sveitina milli sanda”, Fljóts-
hverfið, og þarna er Lómagnúp-
ur, bergrisinn, landvætturinn
sem ver okkur fyrir innrásum,
sennilega ekki slaklegar en her-
liðiö i Keflavik.
Austan við Lómagnúp opnast
dýrlegt útsýni yfir Skeiðarársand
og hinar nýbrúuðu jökulsár:
Núpsvötn og Súla belja saman
undir vestustu brúna, Sandgýgju-
kvisl fær sérstaka brú eins og
meinvætturinn Skeiðará, sú á á
íslandi sem getur talist illræmd-
ust vegna hlaupanna sem i hana
kom. Verkfræðingar töldu frá-
leitt, aö hægt yrði að leggja þann-
ig veg um sandinn, aö Skeiðará
væri ekki i standi til að sópa þeim
vegi út I hafsauga. Þess vegna
eru menn við þvi búnir að sjá
hann hverfa, en brýrnar eiga að
standa eftir, sama hvað á gengur.
En Skaftafell blasir við. Þar er
aðstaða fyrir
stæði góð
möguleikar
ferðir og
garðinum
Nú hljóðar dagskipanin upp á
að skoða þann hluta landsins, sem
mörgum mun finnast hvað for-
vitnilegastur — þann hluta, sem
;st hefur verið einangraður.
sti áfangi er frá Vik að
tafelli. Og siðan, næsta dag,
kaftafelli til Hafnar i Horna-
Við höldum frá Vik, og fljótlega
verður Hjörleifshöfði á hægri
hönd. Það er ekki langt að fara
niður á höföann, og vert að ráð-
leggja mönnum að sveigja af leið,
hafi þeir ekki áöur trónað á höfð-
anum.
En siðan er Mýrdalssandurinn
undir hjóli, svartur og ógnvekj-
andi i auðn sinni, og við stefnum á
Alftaver. Enn um hrið verðum við
I riki Kötlu, sem i hlaupum sinum
eyðir öllum gróðri.
Einar 01. Sveinsson, prófessor,
hefur ritað um Mýrdal og Mýr-
dalssand i bókina „Island i máli
og myndum” (Helgafeli, 1960)
um sandinn: „í sólskini breytist
sandurinn, fær undarlegan, óskil-
greinanlegan lit, eða öllu heldur
marga liti, smádepla, sem renna
saman i eins konar gráma. Nú er
eins og allt komist á hreyfingu^
það er ekki stormurinn, heldur
leikur birtunnar i kyrru logninu
við smásteina og korn sandsins.
Sandurinn hitnar og loftið við
sandinn, og ljósbrotið verður ann-
arlegt. Það,sem maðurinn hugði
fast og glöggt og skýrt, verður nú
að tibrá, sjónhverfingum; mel-
kolla og „jökla” sandsins hillir
uppi; þeir virðast svifa i lausu
lofti, og f jöll eins og Hjörleifshöfði
eru likt og sagaö væri inn i rætur
þeirra niðri á sléttu langt inn I
bergið. Ár hætta að verða ár,
verða gljár, einhverjir ónáttúru-
legir vatnsfletir, kannski hver
upp af öðrum. Það er eins og
þessar sjónhverfingar stingi
mann i augun. Þegar áhorfandinn
fer leiðar sinnar eftir sandinum,
færast hillingarnar til; hæð, sem
áður var ónáttúrleg, varpar nú á-
lagahamnum og er eins og hún á
að sér, en sjónhverfingarnar hafa
sótt annan staö.”
Við skulum reyna að verða ekki
fullkomlega dolfallin yfir sjón-
hverfingum á Mýrdalssandi,
heldur slá undir nára og stefna á-
fram austur.
Við förum yfir Hólmsá og
Skaftártungan tekur við, öldótt,
en algróið land, og i suðri sjáum
við mikinn vatnsflaum, Kúða-
fijót, einshverja vatnsmestu á
landsins. Brátt blasir Skaftár-
eldahraun við.
Og nú er rétt að rifja aðeins upp
kunnáttuna I Islandssögu:
Skaftárelda-hraun kom upp
vorið 1783 i Lakagigum, og hraun-
flóö það sem þá streymdi varð hið
mesta sem runnið hefur i heimin-
um. Þetta gos og afleiðingar þess,
Móðuharðindin, eru hið mesta á-
fall sem islenska þjóðin hefur
orðiö fyrir.
Við förum yfir Eldvatn og kom-
um að Kirkjubæjarklaustri, mið-
stöð sveitanna „milli sanda”.
A Klaustri er öll venjuleg ferða-
mannaþjónusta, og ef einhver
nennir ekki lengra I dag, þá er þar
gistingu að fá. En leiðin liggur á-
fram til austurs, og við ætlum
ekki að stansa að marki fyrr en
við Lómagnúp, þegar nýju brýrn-
ar blasa við i allri sinni dýrð og
lengd en um leið ótrúlegu smæð,
verði okkur á að bera tilveru
þeirra saman við ógnvaldinn
norðan viö þær, Skeiðarárjökul.
Frá Klaustri ökum við um
fagra sveit þar sem bæir standa
allir á lengdina i einni röð undir
gróinni hlið. Þegar kemur austur