Þjóðviljinn - 14.07.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.07.1974, Blaðsíða 13
Sunnudagur 14. júll 1974. þjóDVILJINN — SIÐA 13 Selveiði með besta móti á Breiðafirði en œðarvarp heldur á undanhaldi i eyjunum, sagð sagði Hafsteinn Guðmundsson i Flatey — Selveibi hefur gengiö meö allra besta móti hér á Breiðafiröi I vor og má segja að þetta sé þriðja sumarið i röö sem selveiðin gengur vel hjá okkur, sagði Hafsteinn Guðmundsson i Flatey á Breiðafirði, er við höföum samband við hann i gær og spurðumst frétta úr eyjunum. — Og það er ekki bara hér i eyjunum sem selveiðin hefur gengið vel, heldur hef ég haft af þvi spurnir að hiin hafi gengið mjög vel uppi á landi llka. — Er gott verö á kópaskinn- um i ár? — Já, all-gott, við höfum heyrt að verðið i ár verði svona á milli 5 og 6 þúsund krónur fyrir 1. fl. skinn. 1 fyrra var verðið um 4 þúsund krónur, þannig að segja má að hækkunin nái þeirri hækkun eða þvi sem næst, sem nauð- synleg er vegna almennra hækkana I landinu. — Er dýr útgerð við sel- veiði? — Já, nokkuö svo. Netin eru orðin mjög dýr, og þótt ekki sé mikið um skemmdir á þeim, þá er alltaf nokkuð sem týnist. Eins fer þaö nokkuð eftir þvi hvort þeir bátar sem notaðir eru við selveiðarnar eru i þvi eingöngu eða hvort þeir geta einnig veriö á fiskveiðum. — Hvaö segir þú mér af æðarvarpi i Breiöafjarðareyj- um? — Það gengur nú ekki nógu vel, ég efast um að það nái þvi að standa I stað. Vargurinn er svo óskaplega mikill hér, að til vandræða horfir. Annars eru hér mjög stórar varpstöðvar. Til að mynda munu vera yfir 200 æðarhreiður i Flatey einni. Svo gerði það lika i vor, að óvenju miklar rigningar voru hér um varptimann, þannig að dúnn skemmdist all-mikið. — Er dúntekja og selveiði stór póstur I afkomu manna á Breiöafirði? — Já, það má segja þaö. Hér eru svona 7—8 menn sem stunda selveiði, og þegar vel gengur gefur hún mikið af sér, og sama er að segja um dún- inn, gottvarp gefur þó nokkuð I aðra hönd. — Er sláttur hafinn I Breiöafjaröareyjum? — Hann er svona um það bil að hefjast. Það er fremur illa sprottiö ennþá, en kal er hér litið sem ekkert i túnum. — Og er ekki annars allt gott að frétta af mannlifi I eyj- unum? — Jú, mér er óhætt að segja það, það hefur verið gott vor og góð tið i sumar, þótt nokkur úrkoma hafi verið þarna um tima, og svo hafa allir nóg að starfa. —S.dór Örn og Hrafn Framhald af bls. 6. I bréfi sem blaftinu hefur bor- ist frá Nore^i segir að tilgangur- inn sé að Seggja áherslu á aö vist- fræðikreppan og baráttan um auðlindir heimsins geri það nauð- synlegra en nokkru sinni fyrr að smáþjóðir með svipaöan menn- ingararf starfi saman að ákveön- um markmiðum. Meðal þeirra eru nefnd: 1) Efling menningarlegra sér- einkenna sem skapa þjóðarvitund okkar. Gleymum við þvi er hætta á að viö þurrkumst út sem þjóð. 2) Aukin sjálfsbjargarviðleitni, bæði hvað snertir notkun eigin auðlinda og eigin tækni til að bjarga sér á einfaldan hátt og með sem minnstri orkueyöslu. 3) Varkárni i nýtingu auölinda sem ekki endurnýjast og aukin nýting sólarorku. 4) Efling dreifbýlis. 5) Efling norrænna hefða i handiönaöi sem skapað geta grundvöll að dreifðri búsetu. 6) Samstöðu sem gerir okkur kleift að mæta betur utanaðkom- andi þrýstingi, efnahagslegum, pólitiskum og menningarlegum, frá stórveldum og voldugum iðn- aðarsamsteypum. —ÞH Framhald af 7. siðu. Og við ökum áfram, höfum Jökulsá á Sólheimasandi fljótlega að baki og erum i Vestur-Skafta- fellssýslu. Vik i Mýrdal er sérkennilegur staður. Hún á tilveru sina náö Kötlu gömlu að þakka. Katla hefur oft gosið og siðast 1918. Núna búast margir við Kötlugosi á hverri stundu, og kannski finnst einhverjum að Vikurbúum hljóti að standa ógn af eldfjallinu. Svo mun þó ekki — og það er rétt að minna á, að þótt byggð i Vik geti stafað hætta af gosi, þá á Vik I raun Kötlu gömlu tilveru sina að þakka. Jökulhlaupin úr Kötlu hafa myndað undirlendið, sem byggðin stendur á,og lika sjávar- kambinn, sem hlifir henni við sjávarágangi. Og við fáum gistingu i Vik og alla þjónustu, jafnt fyrir blikk- belju sem okkur sjálf. Framhald af bls. 16. byrðar vegna fjárhagsöröug- leika þjóöarbúsins. Þessi viðbrögð sýna, svo ekki verður um villst, að svo sannar- lega er timi til kominn að hreinsa til I verslunarstéttinni, setja henni harðari kosti, láta hana standa frekari reiknisskil gerða sinna, og umfram allt: rýra völd hannar. —úþ sewBiLAsmmm Duglegir bílstjórar Heildsalar Af heilum hug þökkum við þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát ÞORVALDAR ÁRNASONAR Sogaveg 44. Kristin Sigurðardóttir Þoryaldur Þorvaldsson Ingibjörg ólafsdóttir 5r",^orv“,dss"n Katrin Kristinsdóttir Haildóra Arnadóttir og systkini hins Iátna. Rithöfundar Framhald af 1. siðu. Braga og fór þess á leit, að undir- ritaðir 12 rithöfundar önnuðust það mat, sem um var beðið i bréfi hans. Við höfum kynnt okkur eftirfar- andi gögn i málinu: 1. Grein Einars Braga. 2. Stefnuna, þar sem m.a. eru gerðar þær dómkröfur: aö fyrrgreind orð og ummæli verði dæmd dauð og ómerk, að greinarhöfundur verði dæmd- ur i þyngstu refsingu, sem á getur reynt skv. 234. og 235.grein laga nr. 19/1940, en þyngsta refsing skv. lagagreinum þessum er varðhald allt að einu ári. að honum verði gert að greiða hverjum stefnenda fyrir sig kr. 50.000.00 i miskabætur. 3. Lagagreinarnar, sem stefn- endur höfða til, en þeirra helstar eru: „Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun i orðum eða athöfnum,og hver, sem ber sllkt út, skal sæta sektum eða varð- haldi allt að 1 ár” (Lög nr. 19/1940, 234.gr.) ,,ef maður dróttar að öðrum manni einhverju þvi, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eöa ber slika aðdróttun út, þá varöar það sektum eða varðhaldi allt að einu ári (235. gr. sömu laga) 4. Þá grein stjórnarskrárinnar, sem segir: „Hver maður á rétt á að láta i ljós hugsanir sinar á prenti; þó verður hann að ábyrgj- ast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei I lög leiða” (72. gr.). III A framanrituðu grundvöllum við eftirfarandi niðurstöðu: Þaö er alþjóð kunnugt, að Einar Bragi er andvigur erlendri her- setu á íslandi og hefur i áratugi barist gegn henni. Til þess hefur hann fyllsta rétt samkvæmt stjórnarskrá landsins. Hver sem les greinina Votger- geit-vixilinn hlýtur að viöur- kenna, að hún er samin og birt af gefnu tilefni gegn málstaðþeirra, sem vilja, að erlendur her sitji i landinu, en ekki til að skaða per- sónulega æru eða virðingu neins einstaks manns. Miðaö við þann tón, sem al- vanalegur er i opinberri umræðu um heit deilumál á tslandi, er grein Einars Braga að okkar mati hófsamlega orðuð. Stefnendur krefjast þyngstu refsingar, sem á getur reynt skv. 234. og 235. grein laga nr. 19/1940, það er varðhalds allt að einu ári, og sex hundruð þúsund króna miskabóta skv. 264. grein sömu laga. Ef slikum kröfum væri sinnt, væri sú kvöð stjórnarskrár- innar, aö menn verði að ábyrgjast hugsanir sinar fyrir dómi, orðin svo dýrkeypt, að jafngilti óbæri- legri skerðingu á rétti manna til að láta i ljós huganir sinar á prenti. Þess vegna svörum viö spurningunni, sem fyrir nefndina var lögð, á þessa leið: Kærumál og fjárheimtur af þessu tagi eru árás á tjáningar- frelsi manna og stefna að þess konar tálmunum fyrir prent- frelsi, sem stjórnarskráin kveður svo skýrt á um, að aldrei megi i lög leiöa. Reykjavik, 11. júli 1974 Andrés Kristjánsson (sign.) Gunnar Gunnarsson (sign) Thor Vilhjálmsson (sign) Hilmar Jónsson (sign) Jón Óskar (sign) Snorri Hjartarson (sign) Björn Bjarman (sign) Þorsteinn Valdtmarsson (sign) Jón úr Vör (sign) Sigurður A. Magnússon (sign) Stefán Júliusson . (sign) Ólafur Jóhann Sigurðsson (sign) Landsmót hestamanna Póstlestin á mótstað Þúsundir hrossa og mannfólks var saman komið á Vindheima- melumí Skagafirði I fyrradagþeg ar Landsmót hestamanna vai sett þar. Póstlestin að sunnan var vænt- anleg á mótsstað kl. 13.30 I gær, og var tekið á móti henni meö viðhöfn. Um 2000 hross voru komin á mótsstað úr öllum landshlutum, 3g höfðu margir riðið langan veg jm fjöll og firnindi. Sérstakt úrval kynbótahesta er á þassu móti, og segja hestfróðir menn, að aldrei fyrr hafi annað eins hestaval verið á einum stað. Þarna eru lika kappreiðahestar, og hlupu tveir undir mettima i 800 m. stökki i gær. Um 300 útlendingar, aðallega eigendur islenskra hesta I Evrópu eru komnir til mótsins. UH UL SKABIGKIPIH 1 . n 7) kcrnflíus JONSSON \ SKOLAVOROUS1IU8 t ♦ U BANKASJR4 U6 IHSH8-18600 Sá tryggir sinn hag, sem kaupir SKODA í dag! TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-6 SfMI 42600 KÓPAVOGI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.