Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. júll 1974. Nýir skiit- Ólöf Ólafsdóttir: HINIR RÉTTLAUSU Ég vann til skamms tima eða i fjóra mánuði á heilsuhæli Náttúrulækningafélags íslands i Hveragerði, viö eldhússtörf. Stofnunin telur sig ráða starfs- stúlkur sinar samkvæmt samningum Starfsstúlknafélags- ins Sóknar I Reykjavik, og borgar samkvæmt þeim, en önnur hlunn- indi og fyrirgreiðslur eftir sama samningi eru engin. Hvar stöndum við þá? Meö þessum hætti er hægt að fara með starfs- fólkið nokkurnveginn eins og skynlausar skepnur að öðru leyti en þvi að greiða þvi laun sam- kvæmtþessum samningi. í tiundu grein kjarasamnings Sóknar stendur: Réttindi ,/fastafólks". „Stúlkur sem hafa unnið lengur en þrjá mánuði á sjúkrahúsum skulu teljast „fastafólk” og skulu njóta eftirtalinna réttinda þegar þær verða frá starfi vegna veikinda eða slysa: Fullra launa.... eftir þriggja mánaða starf i fjórar vikur o.s.frv. Starfsstúlkum skal ávalt skylt að leggja fram læknisvott- orð sé þess krafist og greiöi atvinnurekandi þau að þvi til- skildu að veikindi séu tilkynnt til viðkomandi yfirmanns á fyrsta veikindadegi.” í tólftu grein stendur enn- fremur: „Verði stúlka fyrir meiriháttar slysi eöa veikindum i sumarleyfi sinu skal hún njóta hlunninda samkvæmt tiundu grein, og þeir dagar, sem stúlka á i slikum veikindum. skulu ekki teljast til orlofsdaga enda leggi stúlka fram læknisvottorð.” Og i fjórtándu grein segir: „Uppsagnarfrestur af beggja hálfu skal vera einn og hálfur mánuöur fyrir stúlkur þær sem teljast „fastafólk” ef ekki er skrifleg ráðning til ákveðins tima. Uppsögn skal vera skrifleg. Uppsagnarfrestur skal þó aldrei vera skemmri en ein vika.” Rekin vegna veikinda Nú veikist ég og tilkynni það á fyrsta degi. Ráðskonan segir mér að koma þegar ég hressist. Ég veiktist i sumarfrii og ætti þar af leiöandi að njóta hlunninda er standa i tiundu grein. Ég er frá i tiu daga og fæ læknisvottorð um að ég sé óvinnufær um óákveðinn tima af völdum sjúkdóms. Ég hringi á tiunda degi og læt vita af þvi að ég sé ennþá veik, en er þá sagt að við mér hafi ekki verið búist aftur og geti þar af leiðandi tekið mitt hafurtask og farið. ÞAR MEÐ REKIN VEGNA VEIKINDA. Ber ekki yfirmönnum N.L.F.I. siðferðileg skylda til að fara eftir þessum áðurtöldum greinum samningsins úr þvi að þeir greiöa laun samkvæmt sama samningi? Eða fara þeir aöeins eftir frum- stæðustu lögmálum er giltu I samskiptum milli atvinnurek- enda og launaþiggjenda,áður en kjarasamningar komu til sög- unnar? Er sinnuleysi enn það rikjandi meðal launþegasamtakanna að þau láti sig engu skipta svona meðferð á þeim lægstlaunuðu eða er það launþeginn sjálfur, sem er ennþá svo skynlaus og hræddur að hann veigri sér við að krefjast réttar sins? Hverjum er um að kenna, atvinnurekandanum, launþegasamtökunum eða laun- þeganum sjálfum að svona fer fyrir mér og öðrum, sem hafa lent i álíka órétti? Þarf Sókn að verða landssamtök? Hvað getum við gert? Væri ekki nokkurt öryggi i þvi að stofna I hverjum landshluta eða bæjar- félagi deild úr Sókn, og yrði þá félagið landssamtök eins og til dæmis Iðjufélögin. Þau rök myndu ef til vill koma fram gegn þessari uppástungu að verkalýðs- félagið á staönum missti spón úr askinum sinum ef það missti árs- gjald okkar. Þvi er til aö svara að varðandi öll túlkunaratriði á samningum er farið til Sóknar og félögin á viðkomandi stöðum gera ekkert fyrir okkur. RÉTTIÐ ÚR KRYPPUNNI KONUR OG ÞIÐ LIKA KARLAR OG KREFJIST RÉTTAR YKKAR! Reykjavlk 10. júll 1974. Ólöf ólafsdóttir. togarar Laugardaginn 29. júni voru undirritaðir samningar um tvo skuttogara og nótaveiðiskip milli Slippstöðvarinnar h.f. annars vegar og Alftafells h.f., Stöðvar- firði og Gunnars h.f., Reyðarfiröi hins vegar. Skipin eru að þvi leyti sérstæð, að þau sameina það tvennt að vera skuttogarar og nótaveiði- skip, og er það nýjung. I þvi sam- bandi má benda á, að brúin stend- ur á tveim breiðum stöplum, og myndast við það athafnasvæði undir henni. Aðalmál skipanna eru þessi: Mesta lengd 45.50 m, Breidd 9.50 m. Dýpt að milliþilfari 4.30 m. Dýpt að milliþilfari 6.60 m. 1 öllum vistarverum verða loft- netskerfi fyrir útvarp, hátalara- kerfi og slmakerfi, en hljóm- burðartæki og sjónvarp i matsal og talkerfi I stýrishúsi fyrir þilfar og vinnusvæði. Þá má nefna 2 ratsjár 1 hvoru skipi frá Decca, 10 cm og 3 cm með samtengibúnaði (inter- switching unit), miðunarstöð, lor- an, vegmælir, giróáttaviti og sjálfstýring. Vélgæslukerfi og af- gasvaki frá Iðntækni h.f. verða einnig i skipunum. Skipin munu taka rösklega 600 lestir af loðnu. Nú er i smiðum tvö síðustu 150 lesta fiskiskipin, sem smíðuð verða I Slippstöðinni h.f. að sinni. Smíði skuttogaranna hefst i sept- ember og er áætlað að afhenda fyrra skipið i janúar 1976 en sið- ara skipið i október 1976. Til allra þeirra sem bera hag hinna lægstlaunuðu fyrir brjósti Um A-riðilinn Ennþá einu sinni ætla ég að fjalla um Olympiuskákmótið og vona að menn séu ekki orönir leiðir. Ég hef ekki enn birt úrslitin I A-flokki, en þau urðu: 1. Sovétrikin 46 v. I 60 skákum. 2. Júgóslavia 37.5 3. Bandarikin 36,5 4. Búlgaria 36,5 5. Holland 35,5 6. Ungverjaland 35. 7. V-Þýskaland 32 8. Rúmenía 29,5 9. Tékkóslóvakia 29.5 10. England 26 11. Filippseyjar 25.5 12. Spánn 25.5 13. Sviþjóð 25 14. Argentina 23.5 15. Finnland 22 16. Wales 14.5 Um árangur einstakra sveita er margt að segja. Ef við byrjum á þeirri sveit sem varð i neðsta sæti, þá held ég að Walesbúar megi vera ánægðir. Það afrek að komast I A-flokk er fyllilega nægilegt til að þeir megi vel viö una. Á slðasta Olympiumóti urðu þeir 112. sæti I C-riöli og i 43. sæti af öllum þátttökuþjóðum. Fram- farirnar eru gifurlegar. Umsögn um finnsku sveitina hlýtur að verða svipuð, þar eð þeir urðu siðast I 2. sæti i C-riðli og nr. 33 I heild. Argentlnska sveitin varð I sama sæti núna og I næsta Olympiumóti á undan. Sviar bættu sig um tvö sæti og viröast vera að tryggja sig i A- riölinum. Spánn fór niður um eitt sæti miðaö við mótið á undan, og árangurinn er eftir vonum. I 11. sæti urðu Filippseyingar. Þeir komu allra þjóða mest á ó- vart, og árangurinn verður að teljast frábær. Hann má vafa- laust þakka miklum áhuga Markosar forseta á skáklistinni. Menn muna eflaust eftir þvi, er hann tefldi við Fischer og náði jafntefli i 5 leikjum (Fischer fékk greidda $4000 fyrir hvern leik). Þá hafa verið haldin nokkur al- þjóðleg skákmót á eyjunum, og UMSJÓN: JÓN G. BRIEM árangurinn er auðsær. Siðast urðu þeir I 4. sæti i B-riðli. England varð i 10. sæti, en þeir unnu B-riðilinn 1972. Arangur þeirra kom ekki á óvart. Tékkar urðu i 9. sæti. Siðast urðu þeir i 4. sæti, og kann ég enga skýringu á afturförinni. 1 8. sæti urðu Rúmenar, og er það svipaður árangur og oftast áður. V-Þjóðverjar urðu I 7. sæti. Sið- ast urðu þeir I 5. sæti og hafa áður staðið sig enn betur. Ungverjar urðu I 6. sæti og ollu vonbrigöum. Siðast voru þeir I 2. sæti með 40.5 v. Hollendingar stóðu sig mjög vel. Þeir eiga nú tvo stórmeist- ara, Donner og Timman. Að auki eiga þeir fjölda alþjóðlegra meistara, og þar af leiðandi er varla nokkur veikur hlekkur I sveitinni. Búlgarir urðu I 4. sæti. Siðast urðu þeir I 6. sæti og sönnuðu þvi vel að þeir eru I hópi allra sterk- ustu skákþjóða. Þeir eiga, eins og Hollendingar, enga mjög sterka skákmenn, en liðið er jafnt, og sést þá vel hversu mikilvægt það Bandarikjamenn uröu i 3. sæti. Slöast urðu þeir aðeins I 9. sæti og hafa þvi bætt sig mjög. Munar þar um miklar framfarir Kava- leks og Byrnes og annarra liös- manna sveitarinnar. Þeir hefðu eflaust veitt Sovét- mönnum harða keppni ef Fischer hefði verið með. Júgóslavar urðu 12. sæti eins og oft áöur og hljóta að vera ánægðir með það. Þá er komið að sigurvegurun- um. Sovétrikin sigruðu með mikl- um yfirburðum. Liklega hafa þeir lagt hart að sér við undirbúning til þess að lenda ekki i sömu bar- áttunni og slðast við að ná efsta sætinu. Þá veittu Ungverjar þeim harða keppni fram I sfðustu um- ferð, og aðeins 1.5 v skildu sveit- irnar að i lokin. En núna var aldrei neinn vafi um hver sigraði. Ég efast um að sveit hafi nokkurn tima staðið sig betur á Olympiu- móti. Enginn liðsmanna tapaði skák, og i úrslitunum unnu þeir 32 skák- ir og gerðu 28 jafntefli. Karpov vann 10 og gerði 4 jafntefli, þ.e. 12 v. 114skákum, Kortsnoj vann 8 og gerði 7 jafntefli, 11,5 v. I 15 skák- um. Spassky vann 7 skákir og gerði8 jafntefli, 11 v. i 15 skákum, Petrosjan vann 11 skákir og gerði 3 jafntefli, 12,5 v i 14 skákum. Tal vann 8 og gerði 7 jafntefli sem eru 11,5 v. i 15 skákum og Kuzmin vann 10 og gerði 5 jafntefli, 12,5 v I 15 skákum. Eins og sjá má fékk Petrosjan bestu útkomuna, svo Karpov, Kuzmin, Tal og Kortsnoj, en Spassky þá lökustu. Þeir unnu 13 keppnir i úrslitunum og gerðu jafntefli i tveimur, við Búlgari og Ungverja. Hér kemur svo ein af mörgum vinningsskákum sveitarinnar, og að sjálfsögðu er þaö hetjan Karp- ov sem sýnir snilli sina. Hvítt: Karpov Svart: Vesterinan. Spánskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 d6 5. 0-0 Bd7 6. d4 Rf6 7. c3 Be7 8. Rbd2 0-0 9. Hel He8 10. Rfl hfi 11. Rg3 Bf8 12. Bd2 b5 13. Bc2 Ra5 14. b3 c5 15. d5 Rh7 16. h3 Be7 17. Rf7 Rb7 18. a4 bxa 19. b4 a5 20. Bxa4 axb 21. cxb Bf8 22. Bc6 Dc7 23. b5 Rf6 24. Dc2 Heb8 Karpov 25. Re3 Bc8 26. Rc4 Be7 27. b6 Dd8 28. Ha7 Rd7 29. Da4 Hxa7 30. bxa Ha8 31. Da6 Dc7 32. Bxd7 Dxd7 33. Rb8 Rd8 34. Dal gefið. Jón G. Briem BELFAST 12/7. Um 100 þúsund mótmælendur fóru vigreifir i skrúðgöngur um Norður-írland i dag til að minnast afmælis sigurs mótmælenda á kaþólskum i orustunni við Boyne 1690. Hátiða- höld þessi höfðu byrjað kvöldið áður á þvi að tveir menn létu lifið fyrir leyniskyttum og 65 særðust, er sprengja sprakk I krá einni sem kaþólskir menn sækja i Bel- fast. John Taylor, fyrrum innan- rikisráðherra I stjórn Norður-Ir- lands, sagði á mótmælendafundi i dag, að ef að stjórnin I London kæmi ekki á „röð og reglu” i landinu, þá mundu vopnaðar sveitir 20 þúsund motmælenda taka málin i sinar hendur. er.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.