Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 17. júll 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Byggða- safnið að Görðum Nýja byggðasafnshúsið að Görðum á Álftanesi var opnað á þjóöhátið Akurnesinga og Borg- firðinga. Byggingin er teiknuð af arkitektunum Ormari Þór Guðmundssyni og örnólfi Hall (Ljósm. S.dór.) Fyrirlestur um jóga Hinn merki indverski jóga- meistari, Sri Chinmoy, heldur opinberan fyrirlestur n.k. sunnu- dagskvöld, 21. 7. kl. 20.30, í stofu 201 I Árnagarði Háskóla íslands. Sri Chinmoy er fæddur I Bengal á Indlandi árið 1931. Tólf ára gamall gerðist hann meðlimur I ashrami, eða trúarlegu samfé- lagi, þar sem hann dvaldi næstu tuttugu árin við iðkun hugleiðslu og við öfluga andlega þjálfun. A þessu timabili fór hann I gegnum mikla og djúpa trúarreynslu og öðlaðist uppljómunarástand Guðs-einingu. Áriö 1964 kom hann til Ameríku til þess að bjóða ávextina af reynslu sinni. hinni háleitandi vestrænu vitundar. Siðan þá hef- ur hann komið á fót andlegum setrum vlðsvegar um Bandarlk- in, Kanada, Vestur-Evrópu og Astralíu. Hann hefur gefið út nokkrar bækur um hugleiðslu og um andleg mál og hann hefur haldið fyrirlestra við ýmsa merka háskóla, þ.á.m. við Ox- ford, Cambridge, Harvard, Yale og Tökýó. Hann leiðbeinir hug- leiðslu tvisvar I viku fyrir fulltrúa og starfsfólk Sameinuðu þjóð- anna bæði við Kirkjusetur Sam- einuöu þjóðanna og við Aðal- stöövar S.Þ. I New York og hann1 flytur þar hinn mánaðarlega Dag Hammarskjöld fyrirlestur. Dag- lega er hugleiðslum Sri Chinmoy útvarpað um útvarpsstöðvar vlðsvegar um Bandaríkin og nokkrar sjónvarpsstöðvar senda reglulega út morgunbænastund hans. Sri Chinmoy hugleiðsluhópur hefur verið starfandi I Reykjavlk slðan I Desember 1973 er tveir lærisveinar Sri Chinmoy, gitar- leikarinn Mahavishnu John McLaughlin og kona hans Mahalakshmi,komu hér. Atvinna (ff IÐJUÞJÁLFI Iðjuþjálfi óskast til starfa við Geðdeild Borgarspitalans. Til greina kemur að ráða HANDAVINNUKENNARA. Umsóknir skulu sendast fyrir 25. júli n.k. til yfirlæknis Geðdeildar Borgarspitalans, sem veitir allar nánari upplýsingar um starfið. Reykjavik, 15. júlí 1974. Borgarspitalinn SKRIFSTOFUSTÚLKA Stúlka óskast til starfa á endurskoðunar- skrifstofu, við færslur á einfalda bók- haldsvél og til vélritunarstarfa. Samvinnuskóla- eða verslunarskólapróf æskilegt. Tilboð sendist blaðinu fyrir n.k. laugar- dag, merkt SAMVISKUSÖM Reglusöm stúlka óskast til afgreiðslustarfa í barnabókabúðinni. Nokkur starfsreynsla æskileg. Gott framtíðarstarf fyrir áhugasama stúlku. Bókabúö Máls og menningar ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ fjj TILBOÐ TilboO óskast I að leggja dreifikerfi I Breiðholt II, 5. á- fanga fyrir Hitaveitu Reykjavikur. Ctboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn 3.000,- króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 25. júll 1974, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Austur-Skaftfellingar—Suðurfjarðarbúar Um leiðog við óskum ykkur til hamingju með form- lega opnun hringleiðarinnar viljum við vekja athygli ykkar á hinum öru og reglubundnu vöru- flutningaferðum okkar frá Reykjavík til: ÖRÆFASVEITAR — HORNAFJARÐAR — DJÚPAVOGS — BREIÐDALSVIKUR — STÖÐVARFJARÐAR og FÁSKRÚÐSFJARÐAR. Við bendum ykkur einnig á að nýta hina nýju leið til f ullnustu og senda vörur ykkar á f Ijótan og öruggan hátt með bifreiðum okkar milli staða. Nánari upplýsingar veita afgreiðslur okkar á við- komustöðum, svo og aðalafgreiðsla og vörumót- taka i Reykjavík. Landflutningar h/f Héðinsgötu v/ Kleppsveg Sími 84-600 BJÖRN ÓLAFSSON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.