Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 12
DIÚÐVIUINN Miövikudagur 17. júll 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- víkur, simi 18888. Kvöldsimi blaöamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgarvarsla lyfja- búöa f Reykjavik 12,—18. júli er i Garðsapóteki og Lyfjabúöinni Iöunni. Tannlæknavakt fyrir skólabörn i Reykjavik er i Heilsuverndarstöðinni i júli og ágúst alla virka daga, nema laugardaga, kl. 9-12 f.h. Slysavaröstofa Borgarspitálans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstööinni. Simi 21230. Baksvið atburða á Kýpur Fáein orö um baksviö atburöanna á Kýpur: Eyjan Kýpur haföi verið bresk krúnunýlenda frá 1925. Eftir strið kom upp hreyfing meöal griskra ibúa eyjarinnar, sem kröföust sameiningar viö Grikkland (Enosis) og var Makarios erki- biskup stuðningsmaöur þeirrar hreyfingar. Háðu þeir skæru- hernaö gegn breskum yfirvöldum og einnig var ófriölegt meö Grikkjum, sem eru um 500 þús- und á eynni, og Tyrkjum, sem eru þar um 150 þúsund. Arjö 1960 var samið um stjórnarskrá og eyjan hlaut form- lega sjálfstæði ári: siöar. Hafnaö var sameiningu viö Grikkland vegna andstööu hinna tyrknesku ibúa sem og kröfum þeirra um skiptingu eyjarinnar. Tyrkir áttu skv. stjórnarskrá aö kjósa vara- forseta eyjarinnar og vissan fjölda þingmanna og eiga ákveöinn fjölda opinberra starfs- manna úr sinum hópi. Fram- kvæmd var mjög i skötuliki. Áriö 1963 lá við styrjöld milli Grikk- 'lands og Tyrklands út af Kýpur, og Makarios kom þá á fót þvi griska þjóðvaröliöi sem nú hefur tekiö völdin, vegna ótta viö tyrk- neska innrás. 1964 var svo samiö um aö friöargæsluliö frá SÞ skyldi staösett á eynni og hefur veriö þar siöan. Mörg mál eru enn óútkljáö um sambúö þjóöarbrot- anna — varaforsetaembættið var t.d. lagt niöur og hinir 15 tyrk- nesku þingmenn hafa ekki á þing komiö siðan 1964. Ný átök uröu á Kýpur 1967. Slðan þá hefur spenna á eynni þó meira veriö tengd baráttu þeirra Grikkja, sem undir forystu Grivasar hershöfðingja, töldu aö Makarios heföi svikiö Enosis, og vildu sameiningu viö Grikkland, hvaö sem hún kostaöi. Makarios hefur sjálfur sakaö grisku her- foringjastjórnina um að standa aö baki þessum mönnum, og styrkja þá með vopnum og öðru. Þessi öfl hafa hreiðrað um sig i þjóöveröinum, sem er undir stjórn 650 griskra liðsforingja. Makarios haföi nýlega krafist þess að þeir yröu sendir heim vegna þess að þeir hjggðu á sam- særi gegn sér, og að varðliðið yrði skorið niður i 4000 manns. Nikolas Simpson, sem þjóð- varðliöiö hefur skipað forseta, hefur verið einn ákafasti tals- maöur sameiningar við Grikk- land. En i fyrstu yfirlýsingum sinum lætur hann sem staða Kýp- ur veröi óbreytt meðal þjóðanna (Grikkland er i Nató eins og menn vita en Kýpur hlutlaust land skv. stjórnarskrá). Það eru ekki að- eins Tyrkir sem andvigir eru sameiningu við Grikkland heldur og mjög verulegur hluti griskra Kýpurbúa, enda kæra vinstri- sagt litiö um aö lenda undir rikir. En um Enosis hefur aldrei sinnar og' frjálslyndir sig sjálf- stjórnarfari sem þvi er I Aþenu veriö beinlinis kosið á Kýpur. MEDlTERRANEAN &W/w V'iaLouaa J^z^r-passo ICyretua Kormakiti* O j,., - . r^r ^^9—'T/^Tr’Lkomo •.Worpboul _/'LÍukoncko £s==.W® NICOSlAvV famagusta Akakhá T>*\'2A C.Arnauti' Athna Paphas«^x Epi'sLopL^^-^^Qr-Ayvos Theoaboros kCoukLia ‘ LlMASSpL ?• Akrotlrí C, Gacóa CYPRUS 50 mmLmm 100 l^m — Makaríos erkibiskup flúinn frá Kýpur: Lýsirábyrgð á Grísku herfor- ingj astj órnina Fleiri vinstrimenn í stjórn Portúgals NIKOSÍU 16/7 — Makarlos erki- biskup hélt frá Kýpur I dag og er ekki vitaö hvert. Aöur haföi hann beöið Kýpurbúa og vinsamleg riki aö halda áfram baráttunni gegn valdaræningjunum úr þjóövarö- liöinu og bjarga lýöræöi á Kýpur. Valdaræningjar viröast hafa mestalla eyna á sinu valdi. Makarios segir grisku stjórnina standa á bak viö þá. Aöur hafði breska utanrikis- ráöuneytiö tilkynnt, aö Makarlosi heföi veriö leyft að leita hælis I breskri flotastöð á eynni. Sumar heimildir segja erkibiskup á leið til London, en BBC kveður hann á leiö til New York.en þar átti i kvöld að hefjast sérstakur fundur Oryggisráðs SÞ. Reuter bar þaö I kvöld, aö upp- reisnarmenn virtust hafa mest- alla Kýpur á sinu valdi, aö undan- skildu svæöinu umhverfis bæinn Paphos, þar sem Makarios er fæddur. Þjóðvaröliðar, sem eru undir stjórn griskra liðsforingja, geröu uppreisn gegn Makariosi 1 gær og hafa átt hér og þar I höggi viö lögregluliða, holla Makariosi. 1 nótt náöu þjóövarðliöar á sitt vald borginni i Limassol, og uröu lögregluliðar að hörfa til Paphos. MAKARIOS 1 gær hermdu sumar fregnir, aö Makarios væri látinn. En þegar I nótt heyröist stutt ávarp frá hon- um til Kýpurbúa, þar sem hann sagði, aö herforingjastjórnin i Aþenu stæöi á bak viö valdarániö og heföi valdaránsmenn ætlaö aö ná sér, en ekki tekist. t dag ávarpaði Makarios Kýp- urbúa aftur. Hann sakaði griska liðið á eynni, 950 liðsforingja, um aö standa á bak viö valdarániö, og hafi þeir útnefnt lepp i emb- ætti forseta i stað erkibiskups. Makrios hvatti Kýpurbúa til aö hlýöa ekki hinum nýju valdhöf- umjhann væri sjálfur ekki dauöur úr öllum æöum -og stæði við hliö þeirra I baráttunni. Hann hvatti og öll lýðræðisriki til aö sjá til þess, að afturhaldsöfl breyttu ekki Kýpur i einræðisriki. Simpson sá, sem valdaráns- menn hafa útnefnt forseta, er þekktur stuðningsmaöur samein- ingar viö Grikkland, en I fyrstu yfirlýsingum sinum heitir hann aö vernda sjálfstæöi og hlutleysi landsins. Herskip úr bandariska og sovéska Miöjaröarhafsflotanum eru að þoka sér nær Kýpur og segjast Bandarikjamenn ætla að nota sin skip til aö flytja á brott bandariska þegna. VIÐBRÖGÐ Kosntantin Kypriaos, utan- rikisráðherra grisku herfor- ingjastjórnarinnar, hélt þvl fram i Aþenu I dag, að stjórn sln væri á engan hátt við valdarániö á Kýp- ur riðin. Væri hér um að ræöa inn- anlandsmál Kýpur og vildi griska stjórnin að eyjan yrði áfram sjálfstæð og haldið yrði áfram viöræöum milli Grikkja og Tyrkja á eynni, sem ekkert hefur þokaö siöan 1968. Kypriaios gaf yfirlýsingu sina eftir heimsókn sovéska sendifull- trúans i Aþenu, sem bar fram mótmæli stjórnar sinnar gegn grlskri Ihlutun á Kýpur. I sovésku yfirlýsingunni, sem Tass hefur greint frá, er valda- rániö fordæmt og sagt aö þaö geti leitt til alvarlegra afleiöinga. Sovétmenn halda þvi og fram, að markmiö valdaræningja sé að koma Kýpur undir Nato meö ein- hverjum hætti. Stjórnir Sýrlands og Búlgariu hafa látiö i ljós áhyggjur sinar af þróun mála. Fastaráö Nato hefur beöiö Makarios: Ég er ekki dauður enn. stjórnir Grikklands og Tyrklands aö sýna sveigjanleik I málinu og faliö Luns framkvæmdastjóra aö fylgjast sem best meö framvindu þess. TYRKIR Tyrkneski herinn er við öllu búinn og tyrkneskir stjórnmála- leiötogar og herforingjar hafa setið á fundum I nótt til aö undir- búa innrás á eyna, ef hinir nýju valdhafar ætla að lýsa hana hluta af Grikklandi. Tyrkneska stjórnin heldur þvi fram, aö hinir 150 þús- und tyrknesku ibúar eyjarinnar séu i hættu, og snéri sér til bresku stjórnarinnar meö tilmæli um sameiginlegar aögerðir til að tryggja sjálfstæöi eyjarinnar. Samkvæmt Kýpursamkomulag- inu frá 1960 hafa Grikkland, Tyrkland og Bretland rétt til aö gripa fram i gang mála til aö koma á óbreyttu ástandi, ef þurfa þykir. Tyrkneski minnihlutinn á Kýp- ur hefur haldið kyrru fyrir i hverfum sinum. Norrænu gæslusveitirnar (finnskar, sænskar og danskar), sem eru á Kýpur á vegum SÞ, hafa ekki orðiö fyrir neinum skakkaföllum, og virðist sem átök sneiöi hjá gæslusvæöum þeirra. Þó bendir ýmislegt til aö Tyrkir á Famagusta-svæðinu séu að vig- búast, en þar fara Finnar með gæslu. LISSABON 16/7 Hinn nýi for- sætisráöherra Portúgals, Vasco Goncalvas ofursti, er að ljúka viö stjórnarmyndun. Búist er viö, að foringjar sósialista og kommúnista, Soares og Cunhal, muni báðir verða i stjórninni, og aö I henni verði vinstri öflin sterkari en i stjórn þeirri sem sagöi af sér I fyrri viku. WASHINGTON 16/7 — Nixon for- seti hefur verið sakaður um til- raunir til aö lvygla vinum slnum með skattalvilnunum. Meðal þeirra sem nefndir eru I þessu sambandi eru söngvarinn Frank Sinatra, prédikarinn Billy Graham og leikararnir John Wayne og Lucille Ball. Ekki kemur fram, hvort for- setanum hefur tekist þessi viö- leitni eöa ekki. Asökunin kemur frá John Dean, fyrrum ráðgjafa Nixons og er hann að finna i miklu doöranti af vitnaleiöslum sem löggjafarnefnd dómsmálaráöu- neytisins hefur sent frá sér. Nefndin er nú aö velta þvi fyrir sér hvort Nixon hafi, skv. fram- buröi annars ráögjafa sins, Colsons, sjálfur gefiö skipun um aö brotist yröi inn hjá sálfræðingi Daniels Ellsbergs, sem kom Pentagonskjölunum um Vietnam á framfæri, eða hvort hann hafi aöeins mælt meö þvi aö út- vegaðar yröi „óhagstæöar” upp- lýsingar um Ellsberg. Þá herma seinni fréttir, aö I áöurnefndum vitnaleiöslum sé þaö staöfest, aö Nixon forseti hafi hvatt starfslið Hvita hússins til að reyna aö klekkja á pólitlskum andstæöingum meö þvi aö þyngja skattabyröar þeirra. Þessu fylgja itrekanir á fyrri staðhæfingum Skipuö verður sérstök nefnd til aö rannsaka óeiröir þær, sem brotist hafa út i höfuðborg Angólu, Luanda, en þar hafa 15-20 manns fallið I átökum milli hvitra manna og svartra aö undanförnu. Allur samgangur milli borgar- hluta Portúgala og Afrikumanna hefur verið bannaður. um aö Nixon hafi notað Alrikis- lögregluna til pólitiskra skemmdarverka og njósna i kosningabaráttunni 1972. Japanir gegn 200 milirni CARACAS 16/7 Fulltrúi Japans á hafréttar- ráðstefnunni mælti gegn 200 milna efnahagslög- sögu strandrikja. Hann sagði að slik lögsaga mundi leiða til óréttláts ástands þar eð nokkur riki sem byggju i nánd við rikulega fiskistofna mundu fá friðindi á kostnað annarra rikja. Japanir, sem eru mjög háðir fiskveiðum langt frá heimaströnd- um, mæla með 12 milna landhelgi. Alþýðubandalagið Miðstjórn Alþýðubandalagsins Miðstjórnarfundur i kvöld klukkan 8:30 að Grettisgötu 3. Nixon notaði skattakerfið Til að hygla vinum sínum og refsa andstæðingum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.